Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 71 fyrir bæði af draumum og tilfinn- ingu, og þessi hæfileiki hennar bjargaði eitt sinn manni hennar. Hún kom því svo fyrir að hann réðst ekki á bát, sem henni fannst hann mætti alls ekki ráða sig á, og var það þó þvert á alla skyn- semi, því að þetta var bezti afla- báturinn í plássinu og nýjasti bát- urinn og formaðurinn bróðir Sig- ríðar, Guðmundur Hafstein, sem kvæntur var systir minni Soffíu. Árni, maður hennar, hafði fleygt sér eftir hádegið, eins og þeir gerðu oft, sem tóku daginn snemma. Guðmundur Hafstein hafði talað utan að því við Árna, að hann yrði hjá sér um vorið, og Árni tekið vel í það, en engu lofað. Guðmundur kemur svo útá Bakka þennan dag til systur sinnar og Árna, að fá þetta bundið fastmælum. Sigríður segist ekki vilja vekja mann sinn, en segir bróður sínum að ef hann sé kominn til að ráða Árna til sín, þá geti hún sagt honum að hún þurfi ekki að vekja Árna sinn til að veita svör við því, þar sem Árni muni ekki ráða sig hjá honum heldur ætli á útilegubát frá ísafirði og hafði það þó ekki komið neitt til tals með þeim hjónum. Guðmundur tók svör systur sinnar gild, hann átti margra manna völ og hefði þó betur látið vera að ráða þann, sem hann réð í staðinn fyrir Árna, því að það var faðir minn, sem var hættur sjóróðrum, en farinn að stunda húsasmíðar, en Guðmund vantaði mann, sem gæti gætt vélarinnar. Guðmundur missti reyndar annan mann þetta vor, sem var fastráðinn hjá hon- um, þann mann dreymdi Ægi bát Guðmundar á hvolfi upp á kambi og úr honum botninn og önnur síðan og réð drauminn svo, að Ægir færist, hann rauf ráðning- una við Guðmund; þessi maður er nýlátinn í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavík. Ægir fórst svo 10. sept- ember um haustið. Sigríður sagði svo, að hún hefði aldrei óttast um mann sinn nema í þetta eina skipti, að hún gat ekki hugsað sér að hann reri með bróð- ur hennar og var þó gott með þeim systkinum. Sigríður gat gengið í karlmannsverk ef þurfti, því að hún var mikil þrekmanneskja, og viljinn mikill, hún vaskaði fisk og gekk á reita og sinnti skepnum með húshaldinu, því að maður hennar fór snemma á búskapar- árum þeirra að sækja sjóinn á útilegubátunum á ísafirði og þá sem í Bolungavík jafnan í bestu skiprúmum, fyrst með Guðmundi Þorláki á ísleifi, þá á Hörpu með Ásbergi Kristjánssyni og síðast á Sæbirni með Óiafi Júlíussyni, en allt eru þetta þekktir bátar og skipstjórar vestra. Það kom því í hlut Sigríðar að sjá um heimilið. Hún saumaði allar flíkur á börn sín, því jafnt því, að Sigríður var dugleg til allra útiverka var hún myndarleg í höndunum, hannyrðakona mikil fimm börn, Anna Ingibjörg, gift Erlingi Jóhannessyni, búsett á Sauðárkróki. Eiga þau saman eina dóttur, en einnig átti hún son áður en hún giftist, Jón Daníel að nafni, er ólst upp með afa sínum og ömmu á Stóra-Búrfelli. Jón, bóndi á Stóra-Búrfelli, kvæntur Kristjönu Jóhannesdóttur (systur Erlings sem fyrr er getið) frá Sauðárkróki. Bjuggu áður með Gísla, en nú tekur Jón við öllu búinu. Gísli var næstelstur barna Jóns og Önnu á Ásum. Systir hans, Guðrún ljósmóðir, lést aðeins 32 ára að aldri, árið 1946. Á lífi eru: Helga, Soffía og Ása, allar búsett- ar í Reykjavík. Gísli var bóndi af lífi og sál. Best naut hann sín í göngum á Auðkúluheiði. Þar var hann hvert haust í um hálfa öld, þar af lengi gangnaforingi. Hann var framúr- skarandi eiginmaður og faðir. Yfir hjónabandinu grúfðu aldrei neinir skuggar. Kona Gísla lést, eins og fyrr var getið, árið 1978, aðeins hálfsextug að aldri. Var fráfall hennar honum mikill missir, en þá kom best í ljós sálarstyrkur hans; einnig er hann tók alvarlegan sjúkdóm árið eftir. Alla sína sjúkdómstíð var Gísli hress og glaður. öllum þeim er hin síðari ár ævinnar, þegar tekið var að hægjast um fyrir henni. Aldrei kom svo maður til hennar á Hrafnistu að hún væri ekki vinn- andi að saumi eða prjónaskap. Og aldrei heldur án þess hún segði manni sögu, því að hún var sagna- sjór og sagði skemmtilega frá, hafði mikið skopskyn og það lá alltaf vel á henni og var þó sitthvað sem mæddi hana á stundum, eins og gengur, lasleiki eða eitthvað sem amaði að hjá hennar nánustu, en að sínum ellilasleika grínaðist hún. Það lagðist margt á eitt um það, að Sigríður Guðmundsdóttir lifði langa og stranga ævi án þess á henni sæi andlega. Henni var gefið gott skaplyndi í vöggugjöf, átti mann, sem alltaf var léttur og skemmtilegur, og börn, sem voru henni góð, og loks hið óbilandi traust á drottni og hans hand- leiðslu. Sigríður sagðist aldrei vera ein og hún horfði með tilhlökkun til dauða síns. Ekki af því, að hún segðist ekki hafa það eins ágætt og við væri að búast af gamalli manneskju með „slitinn líkama", eins og hún orðaði það, börn henn- ar vitjuðu hennar oft, og hún kunni vel við sig á Hrafnistu, en þar var hún í 20 ár. í byrjun júní í sumar að leið, þá 92 ára, nokkrum dögum ívant, bjó hún sig uppá peysufötin sín og fór uppá Akranes að sitja þar afmælishóf sonar síns, Árna, sem þá var sjötugur. Hún sat hófið með reisn, en skömmu síðar sótti hana heim sá sem hún hafði lengi beðið; dauðinn kom til hennar í ólækn- andi blóðsjúkdómi, sem ég kann ekki að lýsa. Það hafði góð áhrif á alla að umgangast Sigríði Guðmundsdótt- ur. Maður smitaðist af hinu milda brosi, léttri kímni og góðvild og þessu óbilandi trausti hennar á guð sinn og í minningu þessa alls, kveð ég þessa ágætu konu og bið henni velfarnaðar og vona innilega að henni hafi orðið að trú sinni. Þau hjón, Sigríður og Árni, áttu heima í Bolungavík til 1928, að þau fluttust til ísafjarðar og þar bjuggu þau til 1942, að þau fluttu til Akraness og þar lést Árni 11. apríl 1945,57 ára, fæddur 19. ágúst 1888. Börn þeirra hjóna, talin í aldurs- röð eru þessi: Ástríður, gift Sig- mundi Ingvarssyni bifreiðarstjóra á ísafirði, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Árni Halldór, verslunarmaður, kvæntur Stein- unni Þórðardóttur. Þorvaldur Snorri, skipstjóri, kvæntur ólafíu Friðriksdóttur. Matthildur, gift Pálma Sveinssyni, skipstjóra. Guðmunda Soffía Hafstein, gift Kristjáni Sigurgeirssyni, sjó- manni og Baldvin Ingi Sigurður, pípulagningameistari, kvæntur Ásu Gunnarsdóttur. Lifandi af- komendur Sigríðar og Árna eru 66. Ásgeir Jakobsson Sigríður amma er dáin. Þau urðu mörg börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin sem Sigríður amma umvafði á sinni löngu ævi og ávallt var pláss fyrir eitt í viðbót, fjölskyldan stækkaði ár frá ári. I lífi Sigríðar ömmu var engin stimpilklukka, sem staðfesti vinnustundir og sennilega hefur unga konan í Bolungarvík verið skráð „bara“ húsmóðir, en það varð gæfa fjölskyldunnar, sem í dag telur fleiri tugi afkomenda Sigríðar og Árna. Það eru forréttindi að hafa átt ættmóður sem Sigríði ömmu og það urðu líka forréttindi 5 systkina að eignast sitt pláss hjá Sigríði ömmu og lengi vel þurfti móðir þeirra ekki að staðfesta nein ætt- artengsl við Sigríði ömmu, en svo var einni heimasætunni boðið í afmæli til dóttursonar Sigríðar ömmu ... Þegar sú stutta kom í boðið, spurði hún hvort Sigríður amma væri ekki heima. Afmælis- barnið svaraði að bragði: Hún er ekki amma þín. Sú aðkomna gaf sig ekki, en móðir hennar sagði ósjálfrátt; Auðvitað er hún amma Pálma en „Sigríður amma“ þín. Þau sættust á þetta. Árin líða, Sigríður amma flytur suður á Hrafnistu og yngst af þeim 5 systkinum flytur líka suður og fer í sína fyrstu heimsókn á jóla- föstu að sækja jólavettlinga til Sigríðar ömmu. Þegar heim kom, sagði hún ákveðið: Það er eins og jólabúð hjá Sigríði ömmu. Já, hún nafna mín hefði sómt sér vel, sem listhönnuður í dag, en hún hefði eflaust gefið meira en selt, þannig var hún. 13 ár líða og það er nú ung stúlka, sem sækir sína 20 jólavettl- inga að Hrafnistu, en nú er Sigríð- ur amma orðin kraftminni, en vettlingarnir eru á sínum stað. Á sl. vetri rann upp gleðidagur, unga stúlkan varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa bæði ömmu sína og Sigríði ömmu sér við hlið, er þær fóru út á lífið eins og nafna mín sagði og hló dátt. Þær fóru út að borða á skemmtilegum veitinga- stað. Það var mikil reisn yfir þess- um gömlu vinkonum, báðar með 92 ár að baki. Hún nafna mín var með „á nótunum" eins og sagt er í dag, bæði varðandi þjónustu og gæði. Þetta varð kveðjustund ungu stúlkunnar og gömlu konunnar, þær sáust ekki framar. Megi jólaljósin handan hafsins mikla, lýsa upp þann veg, sem þau nú ganga brúðhjónin frá Bolung- arvík Sigríður og Árni. Hafi nafna mín hjartans þökk fyrir allt, sem hún var mér og minni fjölskyldu og foreldra minna. Þá senda þau úr fjarlægð Múddi og Beta-Mumma og þeirra fjölskyldur hugheilar þakkir fyrir allt sem hún var þeim öllum. Blessuð sé minning Sigríðar og Árna. Sigríður Sigmundsdóttir léttu honum sjúkdómsraunirnar, bæði læknum og hjúkrunarfólki, var hann afar þakklátur. Margt af þessu fólki, er hann kynntist á sjúkdómsskeiðinu, varð vinir hans. Áðallæknir Gísla var Þórarinn Sveinsson, sérfræðingur í krabba- meinslækningum. í dag, laugardaginn 14. desem- ber, verða jarðneskar leifar Gísla frá Stóra-Búrfelli lagðar til hinstu hvílu að Svinavatni, við hlið konu hans og foreldra — hjónanna frá Ásum. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi...“ Með innilegum samúðarkveðjum til aðstandenda Gísla Jónssonar. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgun- blaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. HÁLLÓ KRAKKAR! Einar Áskell heimsækir okkur í dag, laugardag kl. 14.00 ásamt Brian Pilkington og Ingibjörgu Siguröar- dóttur sem munu árita bók sína „Blómin á þakinu". Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ. Einar J. Gíslason áritar bók sina EINAR í BETEL ídagfrákl. 14—17. Sendum áritaðar bækur í póstkröfu án aukakostnaðar. l/erslunin Hdtún2 105 Reykjovik sími: 20735/25155 Gæði, góö verð Nýkomnir fataskápar, hillusam- stæöur og barnahúsgögn er sam- eina góö gæöi og betra verö. Fataskápur nr. 304. 100/197 cm m/3 skúff- um. Verð kr. 7.225,- ■--v- Fataskápur nr. 309. 150/197 cm með 5 skúffum. Verö kr. 9.980,- Fataskápur nr. 302. Fataskápur nr. 303 100/197 cm. 150/197 cm. Hillusamstæða nr. 20, hnota. Verö kr. 27.172,- Þýsk framleiösla, þýskur gæöastimpill. c§5Nýborg Sími 82470. Skútuvogi 4, við hliðina 6 Barðanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.