Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Aldarminning: Jön Hannesson í Deildartungu Hinn 15. desember 1985 verða liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Jóns Hannessonar bónda í Deild- artungu. Hann var í mörg ár einn áhrifamesti maður í Borgarfjarð- arhéraði í félags- og atvinnumál- um. Jón Hannesson fæddist í Deild- artungu í Reykholtsdal og voru foreldrar hans hjónin Hannes hreppstjóri Magnússon og Vigdís Jónsdóttir. Ættir þeirra hjóna voru styrkar og merkar í Borgar- firði. Þau hjónin eignuðust 11 börn en 5 þeirra dóu í æsku. Jón var yngstur og ólst upp með 5 systrum sínum. Jón missti föður sinn þegar hann var á átjánda ári, en þá var hann í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Jón hélt þá heim til móður sinnar, þar sem hann tók við bústjórn. Síðar gaf hann sér tóm til frekara skólanáms og varð búfræðingur frá Hvanneyri 1909. Heimilið í Deildartungu Árið 1913 tók Jón að fullu við búi í Deildartungu. Það ár kvænt- ist hann Sigurbjörgu Björnsdóttur bónda á Brekku f Víðimýrarsókn. Hún var orðlögð merkis- og gáfu- kona. Þau hjón bjuggu við mikla rausn og virðingu i Deildartungu í fjóra áratugi. Þau eignuðust níu börn, og lifðu sjö þeirra föður sinn. Tveir synir, Björn og Andrés, tóku við búinu í Deildartungu. Jón varð skammlífur eftir að hann lét af búskap, lést 12. júlí 1953, á 68. aldursári. Búskapur Jóns í Deildartungu var stór i sniðum en jafnframt var hann mikill áhugamaður um jarðabætur. Hann vildi láta hverja einustu þúfu hverfa úr öllum tún- um Borgarfjarðar. Hann vildi rækta búfé til aukinna afurða. Honum var einnig ljóst að bætt fóðrun búpenings hlaut að verða jafnhliða ræktun hans. f samræmi við þetta reið hann sjálfur á vaðið, og þegar sumarið 1913 lét hann plægja spildur í þýfðum móa meðfram Reykjadalsá, undan beit- arhúsunum í Deildartungu og ræktaði þar tún. Var það nýmæli að fóðra sauðfé á töðu á þessum tíma og er ekki kunnugt um að annar bóndi hafi orðið á undan Jóni í því efni. Þegar búskapur Jóns stóð með mestum blóma voru i Deildartungu um 700 ær, 20 kýr og 80—100 hross. Hann stóð oft í miklum framkvæmdum í ræktun og húsabótum. Hann lagði i erfiða og dýra hitaveitu úr Deildartungu- hver, sem tókst þó um síðir. Jón var alla tíð hjúasæll og lýsir það honum og heimilinu í Deildar- tungu betur en mörg orð. Jón var gamansamur, broshýr og skemmtilegur í samræðum, jafnt við kunnuga sem ókunnuga, en nokkuð svarkaldur ef svo bar undir. Alla tíð var hann fullur af áhuga á nýjungum sem hann taldi að gætu komið að gagni. Jón hafði góðan arð af búi sínu og fjármála- gifta fylgdi honum jafnan. Hann var sæmdur heiðursverðlaunum Kristjáns konungs IX og riddara- krossi Fálkaorðunnar. Séra Einar Guðnason prófastur í Reykholti, sem var nákunnugur Jóni í Deildartungu, ritaði minn- ingargrein um hann látinn. Hann lýsti þar meðal annars heimili þeirra Sigurbjargar þannig: „í Deildartungu unnu allir með ró og festu og gleði, því vannst svo vel. Þetta gekk allt saman svo auðveldlega þar sem Jón og Sigur- björg kona hans veittu forsjá. íbúðarhúsið var ekki mjög stórt, miðað við þann fjölda sem þar dvaldi löngum, þó fann enginn til þrengsla. Andi heimilisins var slíkur að þar var alltaf rúmt.“ Og séra Einar heldur áfram: „Börnin voru mörg eins og ég áður sagði. En þó gátu þau hjónin bætt drjúg- um við. — Hvert sumar var þar hópur barna er nutu þroskandi áhrifa sveitalífsins og velviljaðrar, næstum föður- og móðurforsjár húsráðenda. Aldrei sá ég Jón heit- inn mæta svo barni að ekki birti yfir svip hans og mildi skini hon- um úr augum. Verður mér sá þátt- ur persónuleika hans minnisstæð- astur og kærastur. Sál þess manns sér vel til vegar, sem skilur barns- hugann, barnseðlið." Félagsmálafrömuður Jón Hannesson ólst upp í Deild- artungu, þar sem fagurt hérað blasir við augum. Atorka og festa voru gildir þættir í skapgerð hans, og munu þeir hafa komið fram strax á uppvaxtarárunum. Á þeim árum var öld frelsis og framfara að ganga í garð, og bauð hann ungan velkominn til starfa. í Deildartungu voru í mörg ár haldnir helstu mannfundir héraðs- ins. Um skeið starfaði Góðtempl- arareglan í Reykholtsdal — heim- ili hennar var í Deildartungu. Jón og systur hans urðu brautryðjend- ur um stofnun ungmennafélags í Reykholtsdal, og brátt varð hann einn af forvígismönnum ung- mennafélaganna í Borgarfirði, og síðan atkvæðamaður um sam- vinnumál í verslun og landbúnaði. Þá tók hann snemma við forystu í hreppsmálum Reykdæla. Hann var lengi bæði oddviti sveitar- stjórnar og sýslunefndarmaður, og vann hann að þeim störfum með áhuga og þeirri atorku sem honum var lagið. Skilningur hans á því, sem horfði til bóta, var glöggur, og sérstaklega var honum ljóst að umbætur í samgöngumálum voru lykill að velmegun bænda. Hann vann að stofnun hf. Skallagríms, sem stofnað var til þess að annast skipasamgöngur á milli Borgar- ness, Akraness og Reykjavíkur. f því félagi var hann hluthafi og endurskoðandi alla tíð. Skólamál Skóiamálin í héraði voru mikið áhugamál Jóns Hannessonar. Hann stóð í fylkingarbrjósti þeirra manna sem keyptu og ráku Hvítár- bakkaskólann í ellefu ár, eftir að Sigurður Þórólfsson skólastjóri hætti störfum og seldi skólahús og búnað. Skólinn fluttist síðan að Reykholti 1931. Þórir Steinþórsson skólastjóri lýsti þætti Jóns í því máli m.a. þannig í minningargrein um hann látinn: „Þegar Hvítárbakkaskóli var fluttur að Reykholti lenti það að mestu leyti í hans hlut og Andrésar í Síðumúla að sjá um byggingaframkvæmdir í Reykholti og útveganir á öllu sem til þess þurfti, bæði fé og efni. Hefði það verið ærið verk, þó ekki væri ólaunað hjáverkastarf, því þó mjög myndarlega væri lagt fé til skóla- byggingarinnar af sýslufélögun- um, Ungmennasambandi Borgar- fjarðar og einstaklingum í hérað- inu, skorti þó mikið á að það nægði til að greiða þann helming stofn- kostnaðar, sem héraðinu var þá ætlað að greiða. Hvíldu því all- miklar skuldir á skólanum í byrj- un, og kom sér þá vel að fáir áttu auðveldara með að afla lánsfjár en Jón Hannesson, sökum þess trausts sem allir, er kynni höfðu af honum, báru til hans. Var al- þekkt að loforð hans öll voru óbrigðul." „Allt reikningshald fyrir skól- ann hafði Jón Hannesson á hendi þá og lengi síðan, og átti hann því mestan þátt í því hvernig gekk að byggja upp fjárhagslegt öryggi hans.“ Þá lét Jón sér mjög annt um bændaskólann á Hvanneyri, þar sem hann ungur stundaði nám, og var hann um margra ára skeið tilsjónarmaður Hvanneyrarskól- ans og prófdómari við burtfarar- próf nemenda þaðan. Samvinnumál Annar þáttur í félagsmálum Borgfirðinga, sem Jón Hannesson hafði mikil skipti af, voru verslun- armál þeirra. Á meðan Mýra- og Borgarfjarðarsýsla voru aðilar að Sláturfélagi Suðurlands, en það var stofnað 1906, var Jóij fulltrúi á aðalfundum þess. Hann sat í stjórn Sláturfélags Borgfirðinga, meðan það starfaði eða þar til það sameinaðist Kaupfélagi Borgfirð- inga. Hann var lengi endurskoð- andi kaupfélagsins en í stjórn þess var hann kjörinn 1931 og sat þar til dauðadags, síðustu 9 árin sem formaður. Um störf Jóns á þessum vettvangi sagði Guðmundur Jóns- son á Hvítárbakka, sem var ná- kunnugur þessum málum, m.a. í minningargrein um hann. „í starfi sínu fyrir kaupfélagið — eins og í öllum öðrum störfum sínum — lagði Jón áherslu á að treysta aðstöðuna og byggja upp innan frá í stað þess að berast á út á við. Hann var alltaf umbóta- maður, framfarasinnaður, hrað- fara eða hægfara eftir ástæðum. Hann hafði mikinn áhuga fyrir að færa samvinnustarfið út til nýrra starfsgreina, var annt um iðnað sem byggðist á framleiðsluvörun- um og vildi láta gera miklar kröfur til vöruvöndunar. Hann hafði af- burða greind til þess að skilja og setja sig inn í hverskonar við- fangsefni, ágæta stærðfræðihæfi- leika og hafði unun af að láta hugann glíma við erfiðar úrlausn- ir. Þessir hæfileikar komu honum ekki síst að notum í endurskoðun- arstarfinu, en þar lögðu þeir Davíð á Arnbjargarlæk, sem í mörg ár voru samstarfsmenn við það, fram margar tillögur til úrbóta á að- steðjandi vandamálum félagsins. Má segja að ekki hafi verið ráð ráðin innan KB í starfstíð Jóns þar, nema með vitund hans og vilja.“ Árið 1940 gengust garðyrkju- bændur fyrir stofnun Sölufélags garðyrkjumanna í Reykjavík. Var Jón einn af hvatamönnum þessa félags og var kjörinn formaður þess og gegndi því starfi i 8 ár. Þar eins og annars staðar reyndi á forystuhæfileika hans og útsjón- arsemi sem svo margir nutu góðs af síðar. Þegar afurðasölulögin voru sett 1940 var Jón tilnefndur í mjólkur- verðlagsnefnd, og þegar Mjólkur- samsalan var gerð að samvinnufé- lagi var Jón tilnefndur í stjórn hennar af Mjólkursamlagi Borg- firðinga. Sat hann þar um langa hríð. Um mæðiveiki og átök við erfiðleika Jón Hannesson var alla tíð framsækinn í búskap, og var engu líkara en að andbyr og erfiðleikar efldu hann til átaka. Undanhald var honum aldrei að skapi. Árið 1918 var mikið kalár í Borgarfirði og því lítil grasspretta á valllendi. Þeir bændur, sem ekki áttu því meiri fyrningar eða brokflóa til fjalla, þar sem hægt var að heyja, urðu því að fækka fé sínu að mun. Þetta sumar sá Jón fram á að geta ekki aflað nægilegra heyja í Deildartungu. Þá brá hann á það ráð að fá lánaðar slægjur frammi á fjalli í landi Sveinatungu í Norð- urárdal, brok- og ljósastararflóa. Þar aflaði Jón heyja handa 200 ám og bjargaði þeim frá niðurskurði. Þeir sem þekkja hvernig heyskap- arvinnu og samgöngum var þá háttað, renna grun í hvílíkt erfiði og amstur þessi heyskapur hefur kostað. Haustið 1933 gekkst ríkisstjórn Islands fyrir því að flytja til lands- ins karakúlfé, þar sem erlendir sérfræðingar héldu því fram að skinnasala af unglömbum af þessu fjárkyni væri margfalt ábatasam- ari en dilkasala. Einn hrútur úr þessum útlenda fjárhópi var fenginn að Sturlu- reykjum og síðar að Deildartungu. Næstu ár fór að bera á áður óþekktum sjúkdómi í fé nokkurra bænda í Reykholtsdal, og varð tjónið af hans völdum einna mest í Deildartungu, enda fjárbú þar einna stærst og þar var sjúk- dómurinn rannsakaður í byrjun. Þess vegna hlaut þessi veiki, mæðiveikin, um hríð nafnið Deild- artunguveikin eða borgfirska mæðin. Næstu árin drápust víða úr veikinni 30—40% fjárinsárlega. r Núer tækifæri • • • Ný snið — ný efni og litir V KAPUSALAN BORGARTÚNI 22 sími 23509 Næg bílastæði KÁPUSALAN AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SIMI 96-25250 Á myndinni eru nánir samstarfsmenn Jóns og eru i henni talið frá vinstri: Jón í Deildartungu, Andrés í Síðumúla, Andrés á Gilsbakka og Sverrir { Hvammi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.