Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Y fírstéttar- skattur Hvað kemur næst? Ritvélarn- ar bíða þolinmóðar inná skrifborðum blaðamannanna. Seg- ulbandstækin í viðbragðsstöðu. Kvikmyndavélarnar hlaðnar film- um. Eru fréttamenn að breytast í sjúkrabílstjóra er aka með blikk- andi Ijósum og sírenublæstri þang- að er menn liggja í blóði sínu? í umræðunum á rás I í útvarpinu síðastliðið fimmtudagskveld þar sem nýjasta „stórslysið", fjörbrot Hafskips hf., var til umræðu komst Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra svo að orði: í ís- lenskum þjóðarbúskap hafa ætíð verið miklar sveiflur og þessum sveiflum hafa íslendingar oftast mætt með því að taka erlend lán og fella gengið og svo hafa menn treyst á það að verðbólgan borgaði lánin ... við verðum að hætta að lifa á neikvæðum vöxtum ... Fyr- irtækin verða að hætta að treysta á hagkvæmar lántökur án tillits til eiginfjárstöðu ... Það er meðal annars þetta sem hefir kafsiglt Hafskip hf. Og mér kemur satt að segja á óvart hversu mörg fyrir- tæki með lítið eigið fé (rýran sjóð) freista þess að lifa á lánsfé. Við verðum að ná tökum á efnahagslíf- inu og læra að búa við raunvexti, ríkisstjórnin mun aðstoða hús- byggjendur og aðra slíka á þessu breytingaskeiði en fyrirtækin verða að gera sér grein fyrir breyttum aðstæðum. Sírenur og sjúkrabílar Svo mörg voru þau orð forsætis- ráðherra í útvarpsumræðunni og best gæti ég trúað því að sírenur fréttamannanna verði þeyttar á næstu mánuðum, því ekki boðaði Steingrímur neinar björgunarað- gerðir til handa fyrirtækjunum í landinu sem skyndilega verða að fara að sætta sig við raunvexti. Auðvitað standa gamalgróin fyrir- tæki eins og Eimskipafélag fslands með sjóð uppá næstum milljarð af sér þessa. „Timburmenn verð- bólguáranna" eins og lögfræðingur Hafskips orðaði það en hvað um öll hin fyrirtækin? Blasir ekki við stórfellt atvinnuleysi nema gamal- gróin fyrirtæki gleypi hin veikari og lax og silungur sprikli hér í öðrum hverju firði? Reið gömul kona Ég er nú alinn upp við þá sið- fræði að ætíð skuli hugsa fyrst um þá sem minna mega sín. Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður greindi frá því í fyrrgreindri út- varpsumræðu að á dögunum hefði fullorðin kona er hún kunni engin skil á vikið sér að í búð og hvíslað: Ég er orðin sjötug og hef alið 6 börn og ég fæ ekki krónu úr lífeyr- issjóði ... A dögunum var íbúðin tekin af syni mínum vegna 25 þús- und króna skuldar, ég gat ekki hjálpað honum og svo kaupa aðrir sér hús á tugi milljóna. Það er erfitt að vera reið gömul kona. Já, það er erfitt að vera reið gömul kona. Lífsstarfið lítils metið. Það er erfitt fyrir allan þorra manna að horfa upp á leik hinna innvígðu með fjármunina. Eða eins og Guðmundur Einarsson alþingis- maður orðaði það í útvarpsumræð- unni ... Það eru fleiri skattar en „Hafskipsskatturinn" er senn leggjast á þjóðina hvað um „rað- skipasmíðaskattinn“ uppá 200 milljónir, „Austurlandsvirkjunar- hönnunarskattinn" upp á 400—600 milljónir „Fiskveiðasjóðsskattinn" upp á nokkur hundruð milljónir króna og svo mætti áfram telja. Er nema von að fréttamenn aki um með sírenur og margfaldar ömmur bti á jaxlinn í mjólkur- búðum? Ólafur M. --- - - Jóhannesson- ÚTVARP/SJÓNVARP Tveir aðalleikaranna í Vonarpeningi. Vonar- peningur bandarísk bíómynd ■i Bandaríska bíó- 55 myndin „Von- — arpeningur" frá árinu 1975 er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 22.55. Leikstjóri er Mike Nichols og með aðalhlut- verkin fara: Jack Nichol- son, Warren Beatty og Stockard Channing. Söguþráðurinn er á þá leið að óprúttinn skálkur fær milljónaerfingja til að hlaupast á brott með sér. Hann getur þó ekki gengið að eiga stúlkuna en fær til þess kunningja sinn sem heimtar síðan ágóða- hlut í væntanlegum arfi. Myndinni eru gefnar þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Þýðandi er Björn Baldursson. Fastir liðir Fimmti og O "I 25 næstsíðasti A —” þáttur Fastra liða „eins og venjulega" hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 21.15. Þessi létti fjölskyldu- harmleikur er eftir þau Eddu Björgvinsdóttur, Helgu Thorberg og Gísla Rúnar Jónsson, sem jafn- framt er leikstjóri. Leik- endur eru: Júlíus Brjáns- son, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Heiðar Örn Tryggvason, Arnar Jóns- son, Hrönn Steingríms- dóttir, Jóhann Sigurðar- son og Bessi Bjarnason. Upptöku stjórnaði Viðar Víkingsson. „eins og venjulega“ Júlíus Brjánsson í hlutverki sínu. Pointer- systur í París með tríói þeirra sys sem hefst í sjónvarpi 21.45 í kvöld. í þættir flytja þær mörg af þel ustu lögum sínum, nýj og gömlum. Á eyðiey — lokaþáttur ■i Fjórði og síð- 00 asti þáttur — barnaleikrits- ins „Á eyðiey" verður á dagskrá rásar 1 í dag kl. 17.00. í þriðja þætti var ástandið orðið all ískyggi- legt hjá félögunum þrem- ur á eyðiey langt frá mannabyggðum. Matur- inn var búinn og þeir urðu að reyna að afla sér matar með því að tína ber og ætar jurtir á eynni og veiðistöngin hans Andrés- ar kom í góðar þarfir við silungsveiðar í vatninu. Dag nokkurn heyrðu þeir skothvelli í fjarska og sáu reyk frá báli langt í burtu. Kannski voru þar leitar- flokkar á ferð. Leikendur í fjórða þætti eru: Kjartan Ragnarsson, Randver Þorláksson, Sól- veig Hauksdóttir, Karl Guðmundsson og Guðjón Ingi Sigurðsson. Leik- stjóri er Bríet Héðins- dóttir. ÚTVARP LAUGARDAGUR 14. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Islenskir einsöngvarar og kórar syng)a. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. 11.00 Bókaþing. Gunnar Stef- ánsson stjórnar kynningar- þætti um nýjar bækur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 15.40 Fjðlmiðlun vikunnar. Margrét S. Björnsdóttir end- urmenntunarstjóri talar. 15.50 Islenskt mál. Asgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga. „A eyöiey" eftir Reidar Anthonsen. Leikritið er byggt á sögu eftir Kristian Elster. Fjórði og slðasti þátt- ur: „Við megum ekki æðr- ast.“ Þýðandi: Andrés Krist- jánsson. Leikstjóri: Brlet Héðinsdóttir. Leikendur: Kjartan Ragnarsson, Rand- ver Þorláksson, Sólveig Hauksdóttir, Guöjón Ingi Sigurðsson og Karl Guð- mundsson. (Aður útvarpað 1974.) 17.30 Einsöngur. Jóhann Már Jóhannsson syngur lög eftir Skúla Hall- dórsson, Sigfús Halldórsson, Pál Isólfsson, Karl O. Run- ólfsson, Björgvin Guð- /Z 14.45 Arsenal — Liverpool Bein útsending leiks I ensku knattspyrnunni. 17.00 Móðurmálið — Fram- burður Endursýndur nlundi þáttur. 17.10 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. Hlé 19.20 Steinn Marcó Pólós (La Pietra di Marco Polo) Tólfti þáttur ítalskur framhaldsmynda- flokkur um ævintýri nokkurra krakka I Feneyjum. Þýðandí Þurlður Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá mundsson, Inga T. Lárusson og Þórarin Guðmundsson. Guðjón Pá'sson leikur á planó. (Frá Akureyri). Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir: 19.30 Tilkynningar. 19.40 Stungiö I stúf. Þáttur I umsjá Davlðs Þórs Jónsson- ar og Halls Helgasonar. 20.00 Harmonlkuþáttur. Um- sjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri). SJÓNVARP LAUGADAGUR 14. desember 20.40 Staupasteinn (Cheers) Nlundi þáttur. Bandarlskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.15 Fastir liöir „eins og venju- lega“ Fimmti þáttur. Léttur fjölskylduharmleikur I sex þáttum eftir Eddu Björg- vinsdóttur, Helgu Thorberg og Glsla Rúnar Jónsson leik- stjóra. Leikendur: Júllus Brjánsson, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Heiðar Örn Tryggvason, Arnar Jónsson, Hrönn Steingrlmsdóttir, Jó- hann Siguröarson og Bessi Bjarnason. Stjórn upptöku: Viðar Vlkingsson. 20.30 Bókaþing. Gunnar Stef- ánsson stjórnar þættinum. 21.20 Vlsnakvöld. Glsli Helga- son sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 A ferö með Sveini Einars- syni. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 21.45 Pointerssystur I Parls Skemmtiþáttur meö trlói Pointerssystra. I þættinum flytja þær mörg þekktustu lög sln, ný og gömul. 22.55 Vonarpeningur (The Fourtune) Bandarlsk blómynd frá 1975. Leikstjóri Mike Nic- hols. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Warren Beatty og Stockard Channing. Óprútt- inn skálkur fær milljónaerf- ingja til að hlaupast á brott meö sér. Hann getur þó ekki gengið að eiga stúlkuna en fær til þess kunningja sinn sem heimtar slðan ágóða- hlut I væntanlegum arfi. Þýð- andi Björn Baldursson. 00.30 Dagskrárlok 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl 03.00. LAUGARDAGUR 14. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Siguröur Blöndal Hlé. 14.00—16.00 Laugardagur til lukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- 17.00—18.00 Hringboröiö Stjórnandi: Sigurður Einars- son. Hlé. 20.00—21.00 Hjartsláttur Tónlist tengd myndlist og myndlistarmönnum. Stjórnandi: Kolbrún Hall- dórsdóttir. 21.00—22.00 Milli strfða Stjórnandi: Jón Gröndal. 22.00—23.00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverris- son. 23.00—24.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjóns- son. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.