Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 55 Hafnarfjarðarkirkju hvernig stórvezír SlS, konungur SlS og litli krónprinsinn voru, að því er virðist, búnir að gleypa beituna. Þurftu þá ekki einhverjir ótíndir kaupfélagsstjórar, sem óvart sátu í stjórninni, að rísa gegn hirðinni og segja bara nei. Ja, heimur versnandi fer, stendur víst skrifað einhvers staðar í pýra- mídunum. Og þar við sat, hvað sem Valursagði. í sjálfu sér getur maður svo sem ímyndað sér, að gömlum fram- sóknaraugum þyki það heldur lygileg framtíðarsýn, að sjá t.d. Gulla í Karnabæ þramma upp á skipakontór SÍS til þess að borga fraktina sína. Einmitt þessvegna finnst mörgum það eitt, að koma þessu svona langt, þvílíkt afrek í sölumennsku, að jafna megi til sölu Norðurljósanna. En til stórra afreka í viðskiptum og athöfnum þarf mikil skáld. Athafnaskáld, sem sóma sér jafnvel í Mayfair og á Park Avenue, sem í biðsölum bankanna í Kvosinni. En þrátt fyrir þessa góðu við- leitni, þá hefur nú Eimskip gamla og gráa, sem eitt sinn var þó ungt og óskabarn sinna foreldra, gleypt þennan draum. Vonandi breytist hann ekki í martröð fyrir því. Við skulum ekki gleyma því, að af starfi Hafskips í 27 ár hefur leitt lægra vöruverð og aukna tækni í vöruflutningum, sem öll alþýða hefur notið. Almenningur má minnast þessa um leið og honum er falið að greiða tapreikn- inginn í Útvegsbankanum. Það er sjónarsviptir að Hafskip og það lýsir af þessu starfi félagsins, þó að orðublikið í brjóstum banka- stjóranna sé nú fölnað um sinn. Og þó Alþingi drúpi höfði um stund, sem ábyrgðaraðilinn. Hins- vegar virðast tilraunir íslenzka skipafélagsins til þess að mála yfir nafn og númer skipanna, til þess að forðast kyrrsetningu erlendis, lítt hafa aukið viðskiptahróður íslendinga erlendis. Manni er sagt, að ótíndir skipshöndlarar séu farnir að heimta kontant af ís- lenzkum í vaxandi mæli. Raunar má segja einnig, að örlög Útvegsbankans séu sorglegur end- ir á annars ágætri stofnun. Þessi banki hefur haft gott starfslið, skipulagningu og viðskiptasam- bönd um allan heim, sem eftirsjón er í. Honum hafa barasta verið úthlutaðir pólitískir stjórnendur, álagningu á tekjuskatti. Taldi stjórnin að með lögum þessum væri markverðum áfanga náð til að jafna stöðu kvenna og karla I þjóðfélaginu. í desember 1984 var lögum um tekju- og eignaskatt breytt þannig: Ef annar maki hafði svo lágar tekjur að neðsta skattþrep nýttist ekki að fullu, lengdist neðsta skatt- þrep tekjuhærra makans um hið ónýtta skattþrep tekjulægri mak- ans, þó aldrei um meira en 100 þúsund krónur. Þetta var og er tvímælalaust spor í átt að samsköttun. Farið var að skattleggja fólk í vissum tilfell- um eftir hjúskaparstöðu (sambúð- arstöðu) en að öðru leyti án tillits til aðstæðna. Af einhverjum ástæðum var valið að fara þessa leið í staðinn fyrir að nota sömu fjárhæð til að hækka barnabætur. Skattalækk- anir stjórnvalda hefðu þá komið öllum þeim heimilum til góða, sem þyngsta hafa framfærslubyrðina. Það hefði verið hægt að hækka barnabætur um 22%, ef sú aðferð hefði verið notuð. Það þýðir m.a. að einstætt foreldri með tvö ung börn hefði fengið um 10 þúsund krónur í viðbót í barnabótum í stað þess að það fékk ekkert út úr þeirri skattkerfisbreytingu sem gerð var. Með hliðsjón af framansögðu telur stjórn KRFÍ að með sérskött- un náist það réttlæti sem að er stefnt milli einstaklinga og sam- búðarfólks. Nota á barnabætur til að minnka skattbyrði þeirra heim- ila, þar sem framfærslubyrðin er þyngst og möguleikinn til tekjuöfl- unar er. minni. sem brugðust honum. Úr því að almenningur verður að borga tapið hvort sem er, er ekki athugandi að breyta honum nú í hlutafélags- banka með viðskiptalegri stjórn? Kannski með 200 milljónum ís- lenzka skipafélagsins og fleiri slík- um. Þannig gæti Útvegsbankinn hf. átt framtíð fyrir sér, og munað eftirleiðis að taka tryggingar fyrir útlánum. Hver er svo mórallinn fyrir alþýðumanninn? Honum getur sýnzt, að það fari bezt á því, að hver passi sína peninga sjálfur. Það virðist gefast illa að Alþingi eða stjórnarkontór- ar séu að vasast of mikið í því. Samanber Kröflu, byggðalínur, niðurgreiðslur, útflutningsstyrki á uppblástur gróðurlendisins, þör- ungavinnslur, Flugfisk o.s.frv. Honum getur sýnzt, að flestir hlutir í heiminum leiti endanlega síns j af nvægis, bæði okur og skip. Framboð og eftirspurn er þannig allt sem þarf til þess að enginn geri út okurskip. Höfundur er rerkíræðingur og annar af forstjórum Steypustödrar- innarhf Jólavaka í Hin árlega jólavaka við kertaljós veröur haldin í Hafnarfjaróarkirkju 3. sunnudag í aðventu, 15. desember, og hefst hún kl. 20.30. Jólavakan er Hafnfirðingum og þeim öðrum, sem hana sækja, augljós vottur um nánd og komu helgra jóla. Jafnframt er hún list- viðburður, því mjög er vandað til alls þess efnis í tónum og tali, sem þar er fiutt. Ræðumaður kvöldsins verður Andrés Björnsson, fyrrum útvarpsstjóri. Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal verk eftir J.S. Bach. Jóhanna Linnet sópransöng- kona syngur verk eftir G.F. Hánd- el. Þessara tveggja tónsnillinga er sérstaklega minnst á þessu af- mælisári þeirra. Auk annars tón- listarflutnings flytur svo strengja- sveit og Kór Hafnarfjarðarkirkju kantötu eftir D. Buxtehude og Helga Laufey Finnbogadóttir og Helgi Bragason leika á orgel. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim sem viðstaddir hafa fengið í hendur. Gengur þá loginn frá helgu altari til hvers og eins sem tákn um það, að sú friðar og Hafnarfjarðarkirkja ljóssins hátíð sem framundan er vill öllum lýsa, skapa samkennd og vinarþel. Megi enn sem fyrr fjölmargir eiga góða og uppbyggjandi stund á Jólavöku íHafnarfjarðarkirkju. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. Jóhannes Sveinsson Kjarval Ævisaga eftir Indríða G. Þorsteinsson „ . . . bók Indriða um Kjarval fylgir í flestum tilvikum hinni næstum sígildu ævisagnaritun eða íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slík er hún líklega sú besta sem ég hef lesið, ef ekki sú albesta. Stíll bókarinnar er tilgerðarlaus, sléttur og felldur . . . með einföidum orðum og skrúðlausum . . . Slíkt litleysi sem gætir í fari Indriða við gerð bókarinnar er afar sjaldgæft meðal rithöfunda. Því það er nú einu sinni sú skoðun þeirra að þeim beri að hafa vit fyrir öðrum, líka sérfræðingum . . . Margar prýðilegar Ijósmyndir eru í bókinni og ekki eru myndirnar af málverkunum síðri. Umhyggja fyrir myndunum er einstæð ..." (Guðbergur Bergsson t Helgarpóstinum 31. október 1985). .....ég (kann) naumast annað en hrósyrði að segja um þessa sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Hann hefur gefið okkur frábærlega vel skrifaða og glögga mannlýsingu á mikilhæfum einstaklingi, og barmafulla af smellnum frásögnum í kaupbæti . . .“ (Dr. Eysteinn Sigurðsson í NT15. okt. 1985) „Það fer ekki milli mála að það er gífurlegur fengur að lesa jafn vel ritaða ævisögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals . . .“ (Jóhann Hjálmarsson skáld í Morgunblaðinu 15. október 1985) „Ég get .„ . lýst því sem minni skoðun að höfundurinn hafi unnið hér þrekvirki . . .“ (Kristján frá Djúpalæk skáld í Degi 15. okt. 1985) BOK AUÐVTTAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.