Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aóstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Kaupmáttur og vísitala egar samið er um kaup- greiðslur, sem atvinnugrein- ar eða fyrirtæki ráða við, getur vísitölubinding gert gagn, með því að draga úr óvissu á vinnu- markaði og halda aftur af nýjum kaupkröfum. Þegar hinsvegar er samið um kaup, sem atvinnu- reksturinn hefur ekki bolmagn til að greiða, og samningar vísi- tölutryggðir í þokkabót, eins og gert var árið 1977, þá er voðinn vís. Þá á atvinnurekstUrinn enga aðra útgönguleið en velta kaup- hækkunum út í verðlagið, að öðru óbreyttu. Þá er hafinn verðbólgu- dansinn, víxlhækkanir kaups og verðlags, sem verst hafa leikið þjóðarbúskap okkar. Þetta er meginniðurstaða í grein eftir Þorvald Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla ís- lands, sem birt var í hér í blaðinu siðastliðinn fimmtudag. Fjárlög gegna tveimur mikil- vægum hlutverkum, auk þess að vera rammi utan um ríkisþúskap- inn. Þau lýsa fyrirætlunum stjórnvalda í fjármálum komandi árs og væntanlegum áhrifum þeirra á efnahagslífið. Þau eru jafnframt tilkynning til almenn- ings um það, hvers má vænta af opinberum yfirvöldum í þessum efnum. Frumvarp til fjárlaga komandi árs er aðhaldsfrumvarp. Breytingartillögur stjórnarliða við aðra umræðu fjárlaga benda til þess, að fylgja eigi þessu aðhaldi eftir. En hvoru tveggja getur þó gerzt: 1) að fjárlögin hækki við þriðju umræðu, 2) að útgjöld og lántökur opinberra aðila fari fram úr fjárlaga- og lánsfjárlagaheimildum. Verkin sýna merkin í því efni. Það skiptir því meginmáli, hvern veg fjár- lagastefnu er fylgt eftir í öllum þáttum ríkisbúskaparins. Stefna stjórnvalda og vonandi staðfesta til að hamla gegn vexti erlendra skulda hefur óhjá- kvæmilega áhrif á verðlagsþróun. Sama máli gegnir um stefnuna í peninga-, vaxta- oggengismálum. Prófessor Þorvaldur Gylfason segir í gréin þeirri, sem fyrr er vitnað til: „Mér virðist þó ljóst að það hefði verið hægt að hafa miklu betra taumhald á verð- bólgunni hér á undanförnum árum með því að halda fastar um peningaprentun og gengisskrán- ingu en gert hefur verið." Þorvaldur vekur athygli á því í grein sinni að við búum við það, sem „er einstakt í okkar heimshluta að því leyti, að allir stærstu viðskiptabankarnir eru ríkisbankar. Augljóst er,“ segir hann, “að í slíku bankakerfi hljóta stjórnmálahagsmunir oft að yfirgnæfa venjuleg viðskipta- og hagkvæmnisjónarmið við ákvörðun útlána. Hætt er við, að óarðbær útlán bankakerfisins verði fyrirferðameiri við þessar kringumstæður en þau mundu verða, ef hér væru öflugri einka- bankar með sanngjarnar arðsem- iskröfur að leiðarljósi." Hrun innlends peningasparn- aðar á tímum óðaverðbólgu, 1971-1983, og erlend skuldasöfn- un í kjölfar þess hruns, opnaði augu fólks fyrir nauðsyn þess að skapa skilyrði fyrir innlendum sparnaði á ný. Jákvæðir raun- vextir hafa „rifið innlendan sparnað upp úr þeim öldudal, sem hann lenti í á sl. áratug". Þor- valdur segir í grein sinni: „Þessi innlenda sparnaðaraukning ætti smám saman að draga úr verð- bólgu og þörfinni fyrir erlent lánsfé og glæða hagvöxt á ný.“ Tvær meginástæður valda því hinsvegar að raunvextir af mörg- um fjárhagsskuldbindingum eru óvenjulega háir. í fyrsta lagi háir raunvextir á alþjóðlegum pen- ingamörkuðum. I annan stað hafa háir raunvextir, erlendis og hérlendis, dregið minna úr láns- fjáreftirspurn en ætla mátti. í grein Þorvaldar Gylfasonar er meðal annars vikið að vanda margra húsbyggenda, sem er mikill. Greinarhöfundur segir að vandinn sé fremur fólginn í því að kaupið sé of lágt en vextir of háir. „Vextir af lánum húsbygg- enda að greiddum sköttum," segir hann, „eru yfirleitt neikvæðir, eða um 10% í mörgum tilfellum." Þegar horft er fram á veg, til nýs árs, og hvern veg mál munu þróast í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar, er óhjákvæmilegt að staldra við vinnumarkaðsmál og væntanlega kjarasamninga. Annars vegar höfum við í reynslubanka okkar víxlhækkan- ir verðbólguáranna, 1971-1983, þegar taxtahækkanir kaups brunnu jafnharðan á báli verð- bólgunnar, peningasparnaður hrundi, hundrað gamalkrónur vóru gerðar að einni nýkrónu, sem strax hóf sams konar kaup- máttarmegrun og sú gamla, og fjöldastöðvun fyrirtækja og víð- tækt atvinnuleysi blasti við í 130% verðbólgu fyrir aðeins þremur árum. Hinsvegar höfum við fyrir augum stöðugleika í efnahagslífi, og verulega betri almenn lífskjör, hjá þjóðum, sem betur hafa haldið á málum sínum. Vísitölubinding launa, eins og hún var framkvæmd, fól í sér innbyggða óðaverðbólgu, eins og dæmin sanna. Þorvaldur Gylfa- son, prófessor í þjóðhagfræði, sem fyrr en vitnað til, segir mikilvægt, ef hverfa eigi að vísi- tölu á nýjan leik, „verði verðvísi- tala innlendrar framleiðslu eða einhver önnur innlend greiðslu- getuvísitala af því tagi“ fyrir valinu „í stað framfærslukostn- aðarvísitölunnar, sem hingað til hefur verið notuð með illum af- leiðingum." iMaceíM dœéD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 316. þáttur NúerfrostáFróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð. Yfirlaxalóni liggur klakaþil. Hlær við hríðarbyl hamragil. Svo kvað Kristján Jónsson, kenndur við Hólsfjöll, í upphafi kvæðissíns, Þorraþrællinn 1866. Frost er, samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs, svo mikill kuldi að vatn frýs. Svipuð orð eru til í skyldum málum. Á gotnesku er frius = kuldi. Enda þótt frost hafi oftar en hitt eiginlega merkingu, svo sem í Sólarljóðum, þar sem fordæmdir ganga milli frosts og funa, er hitt þó til að það sé haft í líkingamáli. í Lilju talar Eysteinn munkur um frost ágirndar í brjósti sér. Þess konar frost gerir sálina tilfinninga- lausa. Eysteinn yrkir í sama kvæði um syndakuldann sem hann kallar glæpa frost. Ein- kennilegra er, þegar Sighvatur Þórðarson skáld býr til kenning- una odda frost um orustu. Varla frjósa sverðsoddarnir í bardag- anum. Nema þetta sé svo að skilja, að oddarnir valdi kulda dauðans. í Búarímum nefnir Grímur Thomsen trúleysi og til- finningakulda hjartafrost. í Höllu Jóns Trausta er mikill kuldi kallaður bruna-heiftar- helj ar-nístandi-f rost. ☆ Samsvarandi nafnorðinu frost eru að sjálfsögðu sagnirnar að frysta og frjósa. Hin fyrrnefnda er veik og ekki vandmeðfarin: frysta-frysti-fryst (3.fl. veikra sagna, o-beyging). En hin síðari hefur tvennskonar sterka beyg- ingu. í fornu máli voru kenni- myndir: frjósa-fraus-frurum-fr»r- inn. Þegar r-hljóð hefur komist inn í síðari kennimyndirnar, verður það eftir gömlum hljóð- lögmálum sem Daninn Karl Verner uppgötvaði og við hann eru kennd. Fjórða kennimyndin, frorinn, hélst illa. Var hvort tveggja, að » hneigðist mjög til að breytast í e (afkringing) og mönnum þótti hart í munni að bera fram tvö r með svo stuttu millibili. Varð því brátt svokölluð ólíking þannig að seinna r-ið breyttist í ð. Verður þá til orð- myndin freðinn og lifir sú enn. Þá er til samsetningin freðfiskur. Ekki hugnaðist mönnum til langframa að beygja sögnina að frjósa með fyrrgreindu lagi. Þeim hefur þótt ósamræmið of mikið. Því verður til ný beyging, þar sem s-ið úr fyrri kennimyndum tveimur hefur troðið sér inn í hinar síðari. Það kalla lærðir menn áhrifsbreytingu (analógíu). Segja menn svo frjósa-fraus-frus- um-frosinn. í orðabókum er ekki greindur merkingarmunur orð- myndanna (lýsingarháttanna) frosinn og freðinn. Hann er þó vissulega einhver, en ekki alltaf á sama hátt í málvitund fólks. Sumum finnst freðinn minna frosinn, en fyrir öðrum er þetta öfugt. í kvæði Kristjáns Jónssonar er Frón = ísland, en í fornum kveðskap er það haft um land eða jörð ótiltekið. Lítinn fróðleik er að finna um uppruna þess í þar til skráðum bókum. Sá spaki maður Jan de Vries kann ekki að greina milli fjögurra skýring- artilgátna. Mér sýnist sú illskást sem gerir ráð fyrir sömu ætt og af er latneska orðið pratum = engi. Þetta virðist ekki brjóta meginreglur upprunafræðanna. Frón er oft haft í kenningum að fornu. Sólar frón er = him- inninn í Heilags anda vísum, Einar Skúlason kallar handlegg- inn hauka frón, og hjá Einari Gilssyni er gull linns frón, en linnur er ormur. Ormar lágu á gulli, sem kunnugt er. Þegar aldir liðu, varð mikill siður að sérnefna frón sem ís- land, og var það einkum í kveð- skap frá 19. öld. Einar Benedikts- son hafði alla þá „æðstu á Fróni" við Messuna á Mosfelli, og Þor- steinn Erlingsson mundi að Rask kom „þegar Fróni reið allramest á“. Þá höfðu íslensk skáld uppi lýsingarorðið frónskur = íslensk- ur. Hannes Hafstein sagði Jóni Sigurðssyni til lofs, að hann „safnaði allri frónskri drótt". Þá voru menn ólatir að búa til samsetningar eins og Frónverji og Frónbúi. Fræg er vísa Andrés- ar Björnssonar skálds eldra: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta bamaglingur, en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. * Fyrrnefndur Kristján Jónsson dó tæpra 27 ára 1869. Hann var skáld heimshryggðar og lífskval- ar í íslenskum bókmenntum og var fágætlega vinsælt skáld þegar í lifanda lífi. En hann gat brugðið fyrir sig bæði glettni og karlmennsku eigi að síður. I skóla kvað hann þessa skopstæl- ingu á Drykkjumannavísum sr. Ólafs Einarssonar í Kirkjubæ og slettir latínu, eins og gert var í fyrirmyndinni. Morgundagurinn er cras á latínu, og í stað þess að segja inter pocula (lauslega þýtt= viðskál)einsogsr. Ólafur, sagði hann inter puellas sem þýðir meðal ungra stúlkna. Kristján Jónsson kvað: Gott er að búa böli flúinn bjórsviðglas, huga snúa ei hótaðcras, auðs á hrúgur ekki trúa, en ástar hefja mas inter puellas. Fleiri kunna þó vísu hans, þegar hann reyndi að herða upp hugann, sem honum gekk þó oft illa. Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega; og það er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. Aldarminning Kjarvals: 30 þúsundhafa séð sýninguna — sem lýkur um helgina Kjarvalsstaðasýningunni í til- efni aldarminningar Kjarvals lýk- ur um helgina, en nær þrjátíu þúsund gestir hafa skoðað sýning- una og þar af um 6.000 nemendur úr skólum borgarinnar og ná- grennis. 212 málverk eftir Kjarval eru á sýningunni, einnig brot af viðamiklu safni muna sem Kjarval skildi eftir sig og gaf Reykjavíkur- borg. Á minjasýningunni er einnig bátur hans Gullmávurinn. í veglegri sýningarskrá ritar Davíð Oddson borgarstjóri ávarp og segir m.a.: „Það er sjálfsögð og ljúf skylda staðar- ins, sem ber nafn hans, að efna á aldarafmæli meistarans til myndarlegrar yfirlitssýningar á verkum listamannsins. Enginn þáttur ferils hans sem list- málara verður þó tæmandi tal- inn á slíkri sýningu. Slíkt væri ofverk á yfirlitssýningu. En hún hlýtur þó að verða til þess fallin að minna borgarbúa og reyndar Jóhanncs Sveinsson Kjarval þjóðina alla á stórbrotið ævi- starf óvenjulegs listamanns um leið og nýjum kynslóðum ungra samlanda hans er boðið að kynnast Kjarval, en öðrum að endurnýja þau kynni.“ Samkeppni um hús fyrir Alþingi ALÞINGl hefur ákveðið að gang- ast fyrir samkeppni í samvinnu við Arkitektafélag íslands, um gerð skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þingsins. í fréttatilkynningu frá Al- þingi segir, að þessi nýbygging eigi að vera um 40002 kjallari og 2 til 3 hæðir, á lóðum við Kirkjustræti vestan við Alþing- ishúsið að Tjarnargötu. Þingsal- ir Alþingis skulu áfram vera í Alþingishúsinu, en í nýju bygg- ingunni skal m.a. komið fyrir fundaaðstöðu þingnefnda og þingflokka, skjalavörslu, bóka- safni, mötuneyti og skrifstofu- haldi. Keppnislýsing verður til- búin í janúar 1986. Skilafrestur verður til 15. apríl 1986. Dóm- nefnd skipa: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis, Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis, Ingvar Gíslason, forseti neðri deildar Alþingis, Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt, forstöðu- maður Borgarskjpulags, Helgi Hjálmarsson, arkitekt FAI, Hilmar Þór Björnsson, Arkitekt FAÍ og Stefán Benediktsson, arkitekt FAÍ. Trúnaðarmaður dómefndar er Þórhallur Þórhallsson skrif- stofustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.