Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 • • Onnur umræða um fjárlagafrumvarpið: Útgjöld tíl velferðarmála aukast, en verðmætasköp- un þjóðarinnar minnkar UMRÆÐA um fjárlagafrumvarpið fór fram í sameinuöu þingi í gær og lauk um kvöldmatarleytið. Fyrirhugaður er fundur fyrir hádegi í dag, þar sem greidd verða atkvæði um það hvort frumvarpinu verður vísað til þriöju um- ræðu, eins og stjórnarliðar leggja til, eða afgreiðslu þess frestað að sinni, eins og stjórnarandstaöan leggur til. Lárus Jónsson, formaður fjárveit- inganefndar, (S-NE.) fylgdi frum- varpinu úr hlaði við aðra umræðu og gerði grein fyrir þeim breyting- um, sem það hefur tekið í meðförum nefndarinnar, en frá þeim var skýrt hér í blaðinu í gær. Hann upplýsti, að nefndinni hefðu borist á fimmta hundrað bókuð erindi af margvís- legum toga. í þessum erindum er farið fram á fjárveitingar, sem myndu hækka útgjöld fjárlaga- frumvarpsins um a.m.k. tæpa tvo milljarða króna, ef samþykktar yrðu. Pálmi nefndi, að það væru eink- um þrír þættir sem réðu þeim auknu erfiðleikum sem nú væri við að fást í fjármálum ríkisins. í fyrsta lagi áföll þjóðarbúsins, sem hófust á miðju ári 1982 með minnk- andi þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjum. í öðru lagi útgjöld ríkisins og þjóðarbúsins umfram efni á ýmsum tímum, sem leitt hafa til sívaxandi greiðslubyrði vegna vaxta og afborgana. í þriðja lagi sú pólitíska stefna, sem borin hefur verið upp af ýmsum ríkisstjórnum og Alþingi í langan tíma, að koma hér upp þjónustukerfi á vegum hins opinbera, velferðarkerfi, sem líkist því sem best gerist hjá hinum auðugustu þjóðum. í sambandi við annað atriðið benti Pálmi á, að brúttó-útgjöld ríkissjóðs vegna vaxta og afborgana á næsta ári væru áætluð 7.184 millj. kr. Að vísu væri áætlað að á móti kæmu innheimtir vextir og afborganir, sem næmu 4,7 milljörð- um kr. „Eigi að síður," sagði hann, „er ljóst að fjármagnsútgjöld eiga nú orðið veigamikinn þátt í þeim erfiðleikum sem við er að fást, þegar ná skal endum saman í ríkis- búskapnum.“ Pálmi Jónsson fjallaði síðan ýt- arlega um vanda velferðarkerfisins, sem felst í því að útgjöld til mennta- mála, menningarmála, heilbrigðis- mála, tryggingarmála og félags- mála aukast sem hlutfall af ríkisút- gjöldum með ári hverju, án þess að verðmætasköpun í þjóðfélaginu, sem er undirstaða kerfisins, aukist. Þvert á móti hefur dregið úr henni. Kvað hann þetta skapa mjög alvar- Guðmundur H. Garðarsson: „Eftir tveggja ára kvóta er fískvinnslan að klára eigið fé“ GUÐMUNDUR H. Garðarsson (S-Rvk.) lýsti yfir andstöðu við frum- varp ríkisstjórnarinnar um stjórnun fiskveiða við aðra umræðu í neöri deild Alþingis á fimmtudag. „Ég er einn þeirra sjálfstæðis- manna, sem eru þeirrar skoðunar að stjórnun fiskveiða á íslandi sé best ef hún er í höndum útgerðar- manna og sjómanna, og þeir njóti ráðgjafar fiskifræðinga," sagði Guðmundur, „en við viljum ekki að þessu sé miðstýrt með þeim hætti, sem frv. gerir ráð fyrir, af innisetu- mönnum eða stjórnmálamönnum." Guðmundur minnti á, að þegar kvótafyrirkomulag var tekið upp fyrir tveimur árum, þá hefði hann lýst því yfir í mörgum ræðum að hann væri ósammála þeirri heildar- stefnu sem í því fælist, þ.e. miðstýr- ingunni. Hann hefði greitt atkvæði gegn kvótakerfinu og hefði ekki breytt um afstöðu nú. Þingmaðurinn kvaðst einnig vilja vekja athygli á tveimur öðrum atriðum. í fyrsta lagi áhrifum kvótakerfisins á sjávarútveg í heild, sem hann hefði varað við á sínum tíma. í því sambandi vitnaði hann í nýleg ummæli forráðamanna í fiskvinnslu, að atvinnugreinin stæði frammi fyrir svo brýnum vanda að nú þegar yrði að hefjast handa um að bæta rekstrarskilyrði hennar. Kvað hann samtök fisk- vinnslunnar ætla að nú væri 8-9% tap á frystingu og tap hefði einnig verið á söltun á þessu ári. „Eftir tveggja ára kvóta er fiskvinnslan að klára eigið fé,“ sagði þingmaður- inn. „Það er sem sagt komið á daginn sem ég spáði, að með þessu fyrirkomulagi og þeirri stefnu sem mörkuð var á þeim tíma þyrfti að eiga sér stað mikil eignafærsla á milli stofnana og sjóða, þ.e. frá einkaðilum og til opinberra sjóða. Nú er svo komið að eigið fé í þessum Guðmundur H. Garðarsson fyrirtækjum er að komast niður í núllið." Hitt atriðið, sem Guðmundur H. Garðarsson nefndi, var hlutur karf- ans í kvótakerfinu. Hann benti á, að i nefndaráliti meirihluta sjávar- útvegsnefndar er gert ráð fyrir því að karfakvótinn geti verið á bilinu 100-110 þúsund tonn. Hins vegar leggi fiskifræðingar Hafrannsókn- arstofnunar til að hámarksafli karfa verði 85 þús. tonn á árinu 1986. „Þetta er mat fiskifræðinga," sagði þingmaðurinn. „Nú er ég ekki að halda því fram að það þurfi endilega að vera rétt. En því miður eftir samtali mínu við sjómenn og skipstjóra hér á þessu svæði óttast ég að þetta sé rétt og hugsanlega sé ástandið enn verra. Það þýðir að fyrir fiskvinnsluna hér í Reykja- vík og í Hafnarfirði, þ.e. hjá þeim fyrirtækjum sem eru háð karfan- um, verður að grípa til annarra aðgerða, sem fela þá auðvitað í sér að það verður að færa til hjá öðrum tegundum til þessarar vinnslu ef hún á að standast." legan vanda, sem takast yrði á við af fullri alvöru. í umræðu sinni um vanda vel- ferðarkerfisins tók Pálmi dæmi af fjárveitingum til málefna fatlaðra og til námsmanna. Um fyrri mála- flokkinn sagði hann, að þar væri um mikilvæga og viðkvæma félags- lega þjónustu að ræða. Frá og með 1981-1985 hefðu framlög til þessa málaflokks nálega þrefaldast að raungildi. f fjárlagafrumvarpinu nú væri gert ráð fyrir að þau ykjust enn um 20% að raungildi. Hann spurði hvort menn vildu að útgjöld- in héldu áfram að aukast með sama hætti. „Og hvað annað á þá að víkja eða hvar ætlum við að afla tekna?" spurði hann. Hitt atriðið, sem Pálmi nefndi, var fjárveitingin til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna: „Árið 1982 námu lánveitingar til sjóðsins um 200 millj. kr. Sú tala hækkaði um um 236 millj. kr. eða 118% á árinu 1983 og varð því 436 millj. kr. Árið 1984 námu lánveitingar 635 millj. kr. og hækkuðu því um 45,6%. Á þessu ári segja áreiðanlegar heim- ildir að til lánveitinga muni renna 1 milljarður og 98 millj. kr., og er það hækkun um 463 milljónir króna eða 72,9% milli ára. Á árunum 1982 til 1985 hækka því lánveitingar sjóðsins um 450% en á sama tíma hækkar framfærsluvísitala u.þ.b. um 215%. Lánveitingar til sjóðsins hafa því hækkað um 75% að raun- gildi á undanförnum árum.“ „Ég hef lýst áhyggjum mínum með útþenslu hins félagslega kerf- is,“ sagði formaður fjárveitingar- nefndar. „Ef við viljum vernda þetta kerfi, vöxt þess og viðgang með líkum hætti og gerst hefur á síðustu árum, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að eitt- hvað verður að þoka í útgjöldum ríkisins og það er einmitt það sem gerst hefur síðustu árin. Við höfum nú dregið saman útgjöld ríkisins til flestra greina verklegra fram- kvæmda svo mjög að þar verður ekki lengra gengið. Það er einnig skoðun mín að við getum ekki gengið til fjárlagaafgreiðslu að ári liðnu undir sambærilegum kring- umstæðum hvað þessa málaflokka snertir eins og við höfum neyðst til að gera nú. Það getur ekki gengið ár eftir ár.“ Ríkisútgjöld hafa ekki dregist saman Geir Gunnarsson (Abl.-Rn.) hafði framsögu fyrir áliti minnihluta fjárveitinganefnar, sem leggur til að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað að sinni og nefndinni falið að taka það til gagngerrar endur- skoðunar með þvi markmiði að afgreidd verði hallalaus fjárlög. Geir vakti athygli á þeim breyt- ingum, sem gerðar hafa verið á frumvarpinu að forgöngu ríkis- stjórnarinnar, og sagði að fyrri fjárlagaumræða hefði af hálfu fjármálaráðherra verið byggð á alröngum forsendum. Kvaðst hann þá hafa lýst því yfir að frumvarpið væri ekki nothæfur grundvöllur til raunverulegrar umræðu um fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar, en fjármálaráðherra tekið því óstinnt upp. „Það hefur nú komið á dag- inn,“ sagði Geir, „að ályktanir mínar við þá umræðu voru réttar". Geir Gunnarsson sagði, að öðru fjárlagaári ríkisstjórnarinnar væri nú að ljúka með þeim hætti að í stað 743 millj. kr. rekstrar- halla ríkissjóðs á fjárlögum, væri nú í greinargerð með fjárlaga- frumvarpinu talið að hallinn á þessu ári yrði 1.859 millj. kr. Það væri 8 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu og líklega sexfaldað gjaldþrotið hjá Hafskip. Hann kvað hins vegar allt benda til þess að hallinn yrði enn meiri eða 2.500 til 2.700 millj. kr. „Óráðsíunni og hallarekstrinum er mætt með aukinni skuldasöfnun og samkvæmt lánsfjáráætlun og þeim breytingum sem kynntar voru við 1. umræðu um fjárlaga- frumvarpið, nemur lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs á næsta ári 3.164 millj. kr. samanborið við 1.526 millj. kr. í núgildandi láns- fjáráætlun, en það er 107% aukn- ing lánsfjár á einu ári,“ sagði þingmaðurinn. Geir sagði, að af þessum 3.164 millj. kr. væru erlend lán 1.314 millj. kr., sem er 42% hækkun miðað við árið í ár. „Þessi stöðuga skuldasöfnun leiðir til þess að vaxtagjöld hækka úr 1.472 millj. kr. á núgildandi fjárl. í 2.006 millj. kr. á næsta ári eða um 534 millj. kr.“ Þingmaðurinn vakti athygli á því, að það væri eitt meginmark- mið stjórnvalda með fjárlaga- frumvarpinu að nýjar erlendar lántökur opinberra aðila yrðu ekki meiri en næmi afborgunum eldri gengisbundinna lána. „Þessi stað- hæfing er afsönnuð í þeim upplýs- ingum sem fylgja í greinargerð um frv. til lánsfjárlaga fyrir næsta ár, þar sem fram kemur að nýjar erlendar lántökur verða hærri á næsta ári en nemur afborgunum," sagði þingmaðurinn. Þá sagði Geir, að annað aðal- markmið frumvarpsins, að jöfnuð- ur verði í rekstri ríkisins á næsta ári, muni sýnilega ekki ná fram að ganga. Rekstrarliðir frum- varpsins hafi verið lækkaðir um 170 milljónir kr. með almennum yfirlýsingum um sparnað, sem ríkisstjórnin hafi áður stefnt að en ekki getað fylgt eftir. Þingmaðurinn vakti athygli á því, að stjórnarflokkarnir hefðu keppst við að reyna að festa þá skoðun í hug manna að í stjórnar- tíð þeirra hafi síaukið aðhald verið viðhaft í ríkisrekstri og dregið úr heildarútgjöldum með ári hverju. Þetta væri ekki rétt. Heildarút- gjöld á fjárlögum hefðu hækkað verulega að raungildi frá árinu 1984. Hið sama væri upp á teningn- um nú. „Frá meðalverðlagi ársins 1984 þar til í des. í ár hefur bygg- ingarvísitala hækkað um 45,1%, en framfærsluvísitalan um 45,6%. Miðað við meðaltalshækkun þess- ara vísitalna beggja námu ríkisút- gjöld á árinu 1984 á desemberverð- lagi 1985 á greiðslugrunni 29.576 millj. kr., en áætluð útgjöld 1986 með þeim breytingum sem kynntar hafa verið 32.075 millj. kr. Það þýðir raunhækkun útgjalda frá árinu 1984 um 2.500 millj. kr.“ „Þessi raunhækkun," sagði þing- maðurinn, „nemur um sjöfaldri þeirri upphæð, sem á næsta ári á að verja samanlagt til dagvistar- heimila, grunnskólabygginga, bygginga sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva og hafnarfram- kvæmda sveitarfélaga og flug- vallagerðar." Lánsfjárlög: Ýmsir liðir vanáætlaðir — aðmati stjórnarandstöðu NEFNDARÁLIT minnihluta fjár hags- og viðskiptanefndar efri deild- ar alþingis um frumvarp ríkisstjórn- arinnar til lánsfjárlaga fyrir árið 1986 liggur nú fyrir. Þar gera þau Eiður Guðnason (A-VI), Ragnar Árn- alds (Abl.-Nv) og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kl.-Rvk.) grein fyrir andstöðu sinni við frumvarpið og segjast ekki mæla með samþykkt þess. \ f nefndarálitinu er bent á, að óvissa ríki enn um hve háar fjár- hæðir verða endanlega teknar að láni erlendis í þágu ríkissjóðs samkvæmt væntanlegum fjárlög- um. „Eins og frv. liggur nú fyrir er áformað að taka 7.936 millj. kr. að láni erlendis á næsta ári. Af- borganir af löngum erlendum lán- um nema 5.870 millj. kr. Langtíma- skuldir gagnvart útlöndum eiga því að aukast um rúmlega 2.000 millj. kr. eða sem nemur 1,7% af áætlaðri landsframleiðslu." Síðan segir: „Á sínum tíma lýsti ríkisstjórnin því yfir að erlendar skuldir í hlutfalli við þjóðarfram- leiðslu mundu ekki fara yfir 60%. Við afgreiðslu lánsfjáráætlunar í fyrra var þetta hlutfall áætlað Pálmi Jónsson Geir Gunnarsson 63,9% í árslok 1985 miðað við þáver- andi áform um erlendar lántökur og 0,7% vöxt þjóðarframleiðslu. Nú er þessi hlutfallstala áætluð út frá öðrum forsendum og með öðrum reikningsaðferðum og telst vera, miðað við landsframleiðslu, 52,9%. Ennfremur bendir minnihlutinn á, að ýmsir liðir í frv. til lánsfjár- laga gætu reynst verulega vanáætl- aðir. Nefnir hann sérstakar beiðnir hitaveitna sveitarfélaga um lán- töku að upphæð 200 millj. kr., sem einkum eigi að ganga til skuld- breytinga vegna gífurlegra fjár- hagserfiðleika nokkurra hitaveitna. Til þessa verkefnis er áformað að verja 95. millj. kr. Þá bendir minni- hlutinn á, að áætlanir um sölu spariskírteina ríkissjóðs virðist óraunsæjar og allt of háar miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum. Loks segir, að áform- aðar framkvæmdir Landsvirkjunar að fjárhæð 642 millj. kr. séu þarf- lausar miðað við spá um orkuþörf landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.