Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 33 Skapandi kenndir mikilvæg- astar í þjóðfélagi nútímans — segirBragi Ásgeirsson „Konur á atómöld og sitthvað neira“ er yfirskrift sýningar Braga Asgeirssonar á 43 myndverkum sem nú stendur í Galleríi að Vesturgötu 17 og líkur um helgina. Flestar myndanna eru frá undanförnum þremur árum en allnokkrar eru eldri, þ. á m. ein frá 1950—51. Enda þótt hér sé ekki um yfirlitssýningu að ræða er fróðlegt að virða fyrir sér konumyndir sem gerðar eru á ýms- um tímum á ferli listamannsins en spurningu um ástæðu þess að hann velur sér konuna sem efnivið svarar Bragi á þessa leið: „Konur hafa verið þema lista- manna í mörg hundruð ár. Konan er klassískt viðfangsefni, bæði í gömlum og nýjum búningi, og konur á atómöld eru því ekki frá- brugðnar konum annarra tíma þegar grannt er skoðað. Harmsaga mannsins er sú að hann hefur ekki þroskast i sama mæli og tæknin, — hvorki andlega né líkamlega í árþúsundir, en aftur á móti glatað heilmiklu af upprunalegum kennd- um — þetta er í raun hættulegra mannkyninu en atómváin. Eins og sjá má eru ekki einungis nýjar myndir á sýningunni eins og til stóð í upphafi. Ég var reyndar búinn að fá frí frá kennslu í tvo mánuði til að undirbúa sýninguna en í október kom í ljós að kennara vantaði i málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands þar sem ég er deildarstjóri og ég komst ekki hjá því að hlaupa i skarðið. Síðan var von á finnskri listakonu, Silju Rantanen, sem átti að kenna á nóvember-önn. Hún kemst ekki hingað fyrr en í janúar svo að ég varð að hlaupa í skarðið öðru sinni. Þannig missti ég tvo mikilvæga undirbúningsmánuði en sýningin var löngu ákveðin og í slíkum málum er engin leið til baka. Á vinnustofunni minni eru ca. 15 myndir, þar af 3 stórar, sem ég á bara eftir að reka smiðshöggið á en vildi ekki sýna nema fullfrá- gengnar. Ég hefði farið létt með að ljúka flestum þeirra á einum mánuði eða tveimur hefði allt gengið samkvæmt áætlun. Af þess- um ástæðum datt mér í hug að láta nokkrar eldri myndir fljóta með á þessari sýningu og neyddist raun- ar til þess. Ég hef tekið eftir því að fólki líkar það vel, einkum ungu fólki sem þekkir lítið til listar minnar. Einhverjir finna e.t.v. að þessu en þetta hefur víða tíðkast og þykir sjálfsagt, og ég set mig ekki í stellingar fyrir listfræðinga og starfsbræður mína í gagnrýn- endastétt og því síður alþjóðlega kaupahéðna á listamarkaði. Það er annars skrýtið og meinlegt hvað íslendingar eru gjarnir á að snobba fyrir öllu sem erlent er. Það gengur svo langt að það þykir miklu merkilegri frétt ef íslenzkur listnemi sýnir í listakaffihúsi í Berlln en ef viðurkenndur lista- maður heldur sýningu hér í Reykjavík." „Hvað um menningarpólitík- ina?“ „Um íslenzka menningarpólitík er það að segja í sem fæstum orðum að hún er ekki til og það er að sumu leyti beinlínis unnið gegn listamönnum i þessu landi. Til marks um þetta má benda á þá staðreynd að rithöfundar og myndlistarmenn standa algjörlega undir sér og list sinni og komast ekki hjá þvi að gera það og það verður einungis gert með tvö- til þreföldum vinnudegi ásamt því sem að helgi- og hátíðisdagar eru að fullu nýttir. Hér er það lífs- nautnin sem ræður ferðinni. Rit- höfundar halda uppi umfangs- miklum atvinnuvegi í sambandi við prentun og bókaútgáfu en bera sjálfir minnst úr býtum. Á öllum vörum sem myndlistarmenn nota eru háir tollar þannig að ríkið stórgræðir á þeim. Og þegar á að fara að spara í þjóðfélaginu byrjar þjóðfélagið á að spara við þá sem það græðir á en heldur uppi þeim sem tapa. Fáránlegur sparnaður það. Fyrir fimm árum eða svo sögðu þeir sem standa fremst í örtölvubyltingunni í heiminum að á næsta áratug og í framtíðinni yrðu skapandi listamenn mikil- vægustu menn í þjóðfélaginu því að örtölvuöldin þyrfti svo mjög á skapandi hugsun að halda. Þeir héldu því fram að í hönd færi blómatími fyrir skapandi lista- menn. Víðast hvar hafa þessir menn verið teknir á orðinu. Um allan heim rísa miklar menningar- miðstöðvar og nægir að nefna Pompidou-safnið í París og Bar- bican í Lundúnum. 1 Berlín, þar sem ég var um tíma í sumar, er að rísa gríðarleg menningarmið- stöð á Tiergarten-svæðinu. Hluti hennar hefur þegar verið opnaður en þegar hún er fullgerð verður Pompidou-safnið eins og smákofi í samanburði. Þessi menningar- miðstöð í Berlín er til vitnis um þá forystu sem Berlín er að taka á menningarsviðinu í Evrópu, enda er mikið að gerast í listum þar og hvarvetna hafa listaháskólar verið efldir til muna á síðustu árum. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað allt í kringum okkur er verið að spara þar sem sízt skyldi hér á íslandi. Hér er einungis 0.37% af tekjum ríkisins varið til lista. Á Norðurlöndum fara 2% til slíkra mála og í Frakklandi eru það 4% svo dæmi séu nefnd. Þetta er al- röng stefna í fátæku landi. Ef íslendingar vilja reisa við fjárhag sinn eiga þeir að flýta sér að ljúka við byggingu Listasafns íslands og Þjóðarbókhlöðunnar, og þeir eiga að byggja tónlistarhöll tafar- laust. Það á líka að setia Mynd- lista- og handiðaskóla Islands á háskólastig sem allra fyrst." „Hvað ynnist með því?“ Hvað myndlistina snertir þá þurfum við svo mikið á íslenzkri listhönnun að halda og ekki síður iðnaðarhönnun. Það er ein ástæð- an. Við þurfum vel menntað fólk til þess að standa undir einhverju séríslenzku á þessum sviðum. í húfi eru gífurleg verðmæti sem einungis geta orðið til í framhaldi af skapandi hugsun og hug- kvæmni. Það er illt til þess að hugsa hve lítils slík verðmæti eru metin hér hjá okkur. Til marks um það má nefna að miðað við forgengilega hluti þá hafa mynd- listarverk lækkað í verði á undan- förnum árum. Til að mynda hækk- ar klósettpappír meira í verði en myndlistarverk, svo að í raun og veru er meiri fjárhagslegur ávinn- ingur af því að fylla híbýli sín af klósettrúllum en myndlistarverk- um. Þetta á sér stað hér á íslandi á sama tíma og myndlistarverk rjúka upp í verði um alla Evrópu. Hver og einn getur séð að þetta er ekki heilbrigð þróun, hvernig sem litið er á málið. Það gleður augað meira og gefur manninum meira að hafa gott málverk á veggnum en stóran poka af klóset- trúllum. Við megum ekki fórna allri ást mannsins á lífshamingju, hugsjónum og heilbrigðum lífs- nautnum á altari fánýtra lífsgæða og gera þannig bifreið tilhugalífs- ins að skranvagni ágirndarinnar." „í málaradeild Myndlistar- og handíðaskóla íslands eru nú 45 nemendur. Hversu margir eiga erindi?“ „Allir með tölu. Þeir hljóta þarna mjög góða menntun sem kemur að fullu gagni enda þótt ekki verði þeir allir listmálarar. Þarna er fólki kennt að nota skap- andi kenndir sem eru það mikil- vægasta í þjóðfélagi nútímans. Svo aftur sé vísað til þess sem örtölvu- fræðingar hafa haldið fram þá er mikilvægt að stórauka kennslu í skapandi iðju í skólum landsins. Þeir sem hljóta slíka menntun öðlast þekkingu sem er í senn nytsöm og sterk fyrir þjóðfélagið og í algjörri andstöðu við niður- soðna og ófrjóa menningu sem fjölmiðlarnir halda að fólki." íslenska hljómsveitin; Tónleikar á Akranesi, Selfossi í Keflavík og Reykjavík ÍSLENSKA hlómsvcitin undir stjórn Guðmundar Emilssonar mun á næstu dögum flytja „The Fairy Queen" eftir breska tónskáldið Henry Purcell, á Akranesi, Selfossi, Keflavík og í Reykjavík. Mánudaginn 16. desember verð- ur verkið flutt í Safnaðarheimilinu á Akranesi kl. 20.30 og þrjú næstu kvöld á sama tíma, þriðjudaginn í Selfosskirkju, miðvikudaginn í Keflavíkurkirkju og fimmtudag- inn þann 19. í Langholtskirkju í Reykjavík. The Fairy Queen, eða Álfadrottningin, sem byggð er að hluta til á ieikriti Shakespeares, Draumi á Jónsmessunótt, er af þeirri tegund sem kallast Masque, en mætti á íslensku útleggjast grímuleikur. í grímuleiknum var tvinnað saman tali, tónum, dansi og látbragðsleik, en hér verður það flutt í konsertformi og því nokkuð stytt. Einsöng syngja Sigrún Hjálm- týsdóttir, Marta Halldórsdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Katrín Sig- urðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson og John Speight. Aðrir söngvarar eru þau Sólveig Björling, Elísabet Waage, Guðbjörn Guðbjörnsson, Kolbeinn Ketilsson, Anders Josephsson, Sigurdríf Jónatans- dóttir, íris Erlingsdóttir, Elín Sigmarsdóttir, Hildigunnur Har- aldsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Einnig munu Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari fara með stór einleikshlutverk. Tónleikun- um lýkur með fjöldasöng. Jóla- sálmar verða sungnir og kirkjukór viðkomandi safnaða munu leiða sönginn með undirleik hljómsveit- arinnar, en í Reykjavík Söngveitin Fílharmóna. En þetta verður samt ekki það síðasta sem tónlistarunnendur munu sjá og heyra af íslensku hljómsveitinni á þessu ári, því fyrirhugað er að halda fjölskyldu- tónieika við áramót með blásara- sveit hljómsveitarinnar. Flutt verða álfalög og önnur létt tónverk íslcnska hljómsveitin ásamt stjórnanda, Guómundi Emilssyni. í anda áramótanna. Tónleikarnir verða síðdegis kl. 15.00 í Selfoss- kirkju þann 27. desember, Safnað- arheimilinu á Akranesi þann 29. kl. 15.30, í Keflavikurkirkju þann 30. kl. 16.00 og að lokum í Lang- holtskirkju 20.30. þann 2. janúar kl. Frottatilkynnmn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.