Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBKR1985 45 Karlakórinn Stefnir ásamt stjórnanda sínum Helga R. Einarssyni. Hlégarður: Jólavaka Stefnis og Leik- félags Mosfellssveitar HIN ÁRLEGA jólavaka karla- kórsins Stefnis og Leikfélags Mosfellssveitar verður haldin í Hlégarði sunnudaginn 15. desem- ber nk. kl. 20.30. Flutt verður fjöl- breytt dagskrá með jólasálmum, jólalögum og leiklist. Stefnur, konur karlakórsmanna, sjáum veitingar. Kréttatilkynning Reykjavík: Alþjóðleg ráðstefna í verkefnastjórn- un haustið IIAUSTH) 1987 verður haldin í Keykjavík riðstefna í verkefna- stjórnun. Félagið Verkefnastjórnun sér um ráðstefnuhaldið í umboði NORDNET, sem eru samtök félaga á Norðurlöndum um verkefnastjórn- un, og INTERNET, sem eru samtök slíkra félaga í Evrópu. NORDNET ráðstefnur eru haldnar á hverju ári, til skiptis á Norðurlöndunum. I NORDNET-samtökunum eru nú nálægt 1.500 félagar, þar af um það bil 170 á íslandi. Undirbún- ingsnefnd ráðstefnunnar hefur í 1987 hyggju að gera hana eins alþjóð- lega og kostur er. Fjöldi þátttak- enda er óráðinn en áætlaður fjöldi er 250, þar af 50 frá íslandi, 60 frá öðrum Norðurlöndum, 50 frá öðrum Evrópulöndum, 75 frá Norður-Ameríku og 15 frá öðrum löndum. í undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar eru Jón Hjaltalín Magnús- son, formaður, Daníel Gestsson, Gestur ólafsson, Guðjón Skúlason, Gunnar Torfason, Jónas Frí- mannsson og Svavar Jónatansson. Athugasemd: Fréttirnar í hollensku blöð- unum úr News from Iceland VEGNA fréttar Morgunblaðsins þann 4. desember sl. af landkynn- ingu í Hollandi óskar undirritaður eftir að gera stutta athugasemd: 1) Umræddar fréttatilkynningar sem sendar voru út af Oosterheert bv. eru byggðar á fréttum úr News from Iceland. 2) Þar sem ekki er fjallað um sjónarmið Oosterheert bv. í umræddri grein finnst mér rétt að þeirra sjónarmið fái að koma fram. Ooterheert bv. taldi að hér væri um jákvæðar fréttatil- kynningar að ræða þar sem maur- ar og vespur væru til mikilla óþurfta í Hollandi, en væru vart finnanlegar á íslandi. Þar sýnist sitt hverjum. 3) Rétt er að taka fram að margt gott hefur verið gert í fjölmiðlum í Hollandi, svo sem aukablað í helsta hagt ímariti Hollands, Economisch Dagblatt, greinar um margar íslenskar at- vinnugreinar, og fleira. 4) í frétt- inni er tekið sterkar til orða en undirritaður hafði um málið að seffla. Omar Benediktsson, forstöðu- maður landkynningarskrifstofu Feróamálaráós í Hamborg. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BERNARD GWERTZMAN David Lange forsætisráóherra Nýja-Sjálands að varnarsamvinnu ríkjanna, sem staðið hefur öll þessi ár, verði hætt. Hver áhrif þær aðgerðir hefðu á Nýja-Sjálandi er ekki ljóst. Landið er ekki í neinni yfirvof- andi hættu. Ástralía, þar sem Verkamannaflokkurinn fer einn- ig með stjórn, hefur lýst því yfir, að varnarsamstarfinu við Nýja-Sj álandi verði haldið áfram, þótt áströlsk yfirvöld séu sammmála Washington í gagn- rýni á stefnunni í Wellington. Margir opinberrir aðilar í Bandaríkjunum telja, að áhrifin verði aðallega sálræn og valdi óhyggjum meðal íbúa Nýja- Sjálands, sem hafa alltaf metið mikils náin tengsl við Bandarík- in. Paul D. Wolfowitz, aðstoðarut- anrikisráðherra, sem fer með mál, er varða Austur Asíu og Kyrrahafslönd, segir í viðtali við nýsjálenzka sjónvarpið, sem sent verður út 12. desember: „Ég býst við að afleiðingar svona endur- skoðunar yrðu þær, að verði samþykkt lög á Nýja-Sjálandi, sem gefa þessari lokun hafnanna lagalegt gildi, leiði þau til þess að við föllum frá öllum samn- ingsbundnum skuldbindingum Nýsjálendingar og Bandaríkjamenn Harðnandi deila um ferðir skipa með kjarnorkuvopn Haft er eftir opinberum aðilum í Bandaríkjunum að Reagan-stjórnin hafi tilkynnt yfirvöldum á Nýja-Sjálandi, að haldi þau fast við þær fyrir- ætlanir að fá þingið til að staðfesta lög er banni heimsóknir skipa, sem gætu haft kjarnorkuvopn innanborðs, megi telja fullvíst, að Bandaríkin segi upp gildandi varnarsamningi ríkjanna. Talsmenn Bandaríkjastjórn- ar segja að ágreiningur yfirvalda í Washington og Well- ington, sem staðið hefur undan- farið ár varðandi heimsóknir skipa úr bandaríska flotanum, sé nú kominn á hættulegt stig. Allt bendi til þess, að niður verði felld ákvæði um gagnkvæmar varnarskuldbindingar sam- kvæmt ANZUS-sáttmálanum, sem gerður var fyrir 34 árum, en þar heita stjórnir Ástralíu, Nýja-Sjálands og Bandaríkjanna því að bregðast sameiginlega við verði á eitthvert landanna ráðizt. Ríkisstjórn Verkamanna- flokks Davids Lange, forsætis- ráðherra, hefur lýst því yfir, að hún ætli um miðjan desember að óska eftir að þingið samþykkti lög, er veita forsætisráðherra umboð til að banna öllum þeim skipum aðgang að höfnum lands- ins, sem gætu haft kjarnorku- vopn innaborðs. Þetta lagafrumvarp, sem veitir forsætisráðherra heimild til að taka ákvörðun á eigin spýtur, er breyting á fyrri hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir að ákvörðun- arvaldið yrði í höndum sérstakr- ar nefndar skipaðri fulltrúum öryggisstofnana landsins auk forsætisráðherra. Háttsettur starfsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins segir, að ekk- ert bendi til þess, að breyting hafi orðið á andstöðu Langes gegn heimsóknum kjarnorkubú- inna skipa. Þess vegna væru bandarísk yfirvöld áfram andvíg þessari lagasetningu. „Aðalatriðið er,“ sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins, „að ekki verði samþykkt nein þau lög er neyði ríkisstjórn Nýja- Sjálands til að segja til um það, hvort bandarísk skip hafi eða hafi ekki kjarnorkuvopn innan- borðs." Með nýja lagafrumvarpinu yrði formlega staðfest sú stefna, sem Lange hefur fylgt frá því hann sigraði í kosningunum í júlí 1984 og hefur þegar valdið mikl- um erfiðleikum í samskiptum Bandaríkjanna og Nýja- Sjálands. Það ósætti hófst, þegar Lange bannaði heimsókn banda- ríska tundurspillisins Buchanan í fyrravetur, eftir að yfirvöld í Washington neituðu að skýra frá því, hvort hann væri búinn kjarnorkuvopnum eða ekki. Það er stefna bandarískra yfir- valda að gefa engar upplýsingar um það hvort ákveðin skip flot- ans séu búin kjarnorkuvopnum eða ekki, þar sem þar sé um að ræða ábendingar, sem ekki sé við hæfi að veita Sovétríkjunum. Sem svar við banninu á heim- sókn Buchanan felldu Bandarík- in niður flotaæfingar, sem fyrir- hugaðar höfðu verið með Nýja-Sj álandi, hættu að veita landinu aðgang að leynilegum upplýsing- um og afboðuðu fundi ÁNZUS, sem halda átti á nýliðnu sumri. George P. Shultz, utanríkis- ráðherra, sagði í sumar er leið, að léti Lange samþykkja lög um bann við komu kjarnorkuskipa, neyddust Bandaríkin til að taka skuldbindingar sínar varðandi varnir Nýja-Sjálands samkvæmt ANZUS til endurskoðunar. En í framhaldi yfirlýsinga Lange að undanförnu, um að hann ætli að halda fast við ákvörðun sína um lagasetningu, hafa bandarísk yfirvöld skýrt stjórn Nýja- Sjálands frá því, bæði leynt og ljóst, að sú „endurskoðun" hljóti óhjákvæmilega að leiða til þess okkar gagnvart Nýja-Sjálandi. Bandalagssamskiptum Banda- ríkjanna og Nýja-Sjálands yrði hætt.“ í viðtalinu segir Wolfowitz, að Nýja-Sjáland verði „að gera sér grein fyrir því, að komið sé að vegamótum." Nýsjálendingar hafi um tvennt að velja. Annað hvort að halda áfram „þeirri ár- angursríku samvinnu, sem við höfum átt, þar sem bæði löndin leggja sitt af mörkum til að tryggja jafnvægi í þessum heimshluta, sem ég tel hafa verið furðanlega traust,“ sagði hann, „eða þeir geta kosið að halda áfram einir á algjörlega nýrri braut. Og ég held að um margt ríki óvissa. En ég tel, að ástandið í heiminum í heild yrði ótrygg- ara, og mun ótryggara á eigin hagsmunasvæði Nýja-Sjálands. Það er nokkuð sem Nýsjálend- ingar verða sjálfir að dæma um.“ Bandarísk yfirvöld neita því, að þau séu að hafa afskipti af innanríkismálumá Nýja-Sjál- andi, en opinberir aðilar viður- kenna, að þeir vonist til þess að Lange hætti við að leita stað- festingar þingsins, þegar honum sé orðið ljóst, að hann geti ekki bæði staðið gegn kjarnorkubún- aði og búið við varnarsamvinnu Bandaríkjanna. Bandaríkin og Nýja-Sjáland voru nánir bandamenn í báðum heimsstyrjöldunum, og 1 styrj- öldunum í Kóreu og Víetnam. Yfirvöld í Washington hafa litið þennan kjarnorkuágreining al- varlegum augum af ótta við, að sýni þau ekki festu i þessu máli, geti stefna Nýja-Sjálands breiðst út til annarra bandalagsríkja, sem heimilda heimsóknir banda- rískra skipa, án þess að deila um það hvort um borð í þeim séu kjarnorkuvopn eða ekki. Höíundur ritar um öryggis- og alþjóðamál í New York Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.