Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 17 geysimikil áhrif á Kanada frá öll- um hliðum, meriningarlegum, fjár- hagslegum, stjórnmálalegum og hernaðarlegum. Það er ekki ein- asta þátttaka Kanada í NATO og hernaðarlegt framlag landsins, sem kaupir Kanadamönnum sæti við borð Atlantshafsbandalagsins, heldur auðveldar það þeim öll samskipti við Bandaríkin. Því meira sem Kanada leggur af mörk- um innan NATO þeim mun auð- veldara er fyrir þá að koma ár sinni vel fyrir borð í Washington. Ég held, að hér sé ekki um að ræða minnimáttarkennd Kanada- manna gagnvart Bandaríkjamönn- um. En staðan er viðkvæm. Vanda- málið er það, að Bandaríkin eru stórþjóð, sem býr við hliðina á smáþjóð, þar sem Kanada er. En smáþjóð getur einnig sýnt styrk þó á öðrum sviðum sé, og þar hefur Kanada upp á ótal margt að bjóða, sé rétt á málum haldið. Svart á hvítu: Jónas í viðtali Bókaútgáfan Svart á hvítu hefur sent frá sér viðtalsbók við Jónas Árnason rithöfund og fyrrum alþingismann. í viðtalsbókinni, sem Rúnar Ármann Arth- úrsson blaðamaður skráði, lítur Jónas yfir æviferil sinn allt frá barnæsku og staldrar við það sem öðru fremur hefur mótað þroska hans eða af ýmsum orsökum orðið honum eftirminnilegt. Margir koma við sögu og er Jónas ófeiminn við að tjá sig af hreinskilni um sjálfan sig og samferðamenn sína. „Karakternef hans hefur aldrei látið stjórnast af flokkspólitík**, segir i frétta- tilkynningu frá Svörtu á hvítu, „Jónas er að vanda glettinn þó á milli sé slegið á alvarlega strengi". Viðtalsbókin er 250 bls. að stærð, ásamt 24 myndasíðum og nafnaskrá — prentuð og bundin í Hólum. Jónas Árnason þarf vart að kynna fyrir íslenskum lesendum. í fréttatil- kynningu frá forlaginu segir m.a.: Börn opnuðu í sakleysi sínu hjarta sitt fyrir hinum langa, nefstóra manni. Konur og karlar, mitt í amstri hversdagsins, urðu í þáttum Jónasar merkilegustu persónur á líðandi stund. Þegar bræðurnir Jónas og Jón Múli settu saman söngleikinn Del- eríum búbónis fyrir liðlega þrjátíu árum hlaut það mikiar vinsældir. Leikrit Jónasar, s.s. Þið munið hann Jörund og Skjaldhamrar, hafa einn- Morgunblaðið/Öl.K.Mag. Frá vinstri: Björn Jónasson, útgefandi, Jónas Árnason og Rúnar Ármann Arthúrsson, sem skráði viðtalsbókina við Jónas. ig náð miklum vinsældum og hafa sum auk þess verið sýnd erlendis. Hálfþrítugur varð Jónas alþingis- maður Seyðfirðinga eitt kjörtímabil og seinna alþingismaður Alþýðu- bandalagsins fyrir Vesturland í 12 ár. í bókinni greinir Jónas frá ýmsu sem ekki var flíkað á sínum tíma og hlífir hvorki skoðanabræðrum né andstæðingum ef því er að skipta. ísland og Kanada ísland og staða þess innan NATO er umræðuefni út af fyrir sig, sem ég hef skrifað um á öðrum vettvangi. ísland er eins og við vitum fyrst og fremst mikilvægt vegna landfræðiiegrar legu sinnar í Norður-Atlantshafi. Við getum sagt, að Kanadamenn verði að gjalda þess, hvað þeir hafa yfir að ráða miklum land- svæðum. Svipað má segja um ís- land. Landsmenn verða að gera sér grein fyrir mikilvægi legu landsins og á sama hátt og Kanada hegða sér eftir því á alþjóðavettvangi. mynd. Fullnaðar- greiðsla fyrir sauð- fjárafurðir 15. des. 100%greiðsla fyrir fram- leiðslu innan búmarks, en 75%vegna fram- leiðslu umfram það. SLÁTURLEYFISHAFAR eiga að greióa sauðfjárbændum fullnaðar- greióslu haustgrundvallarverðs eigi síðar en 15. desember, samkvæmt staðgreiðsluákvæði búvörulaganna. Framlciðsluráð hefur nú samþykkt reglur vegna þessa uppgjörs. Sláturleyfishafar áttu að greiða 25% af innlegginu 15. október samkvæmt fyrri samþykkt Fram- leiðsluráðs og er því í flestum tilvik- um 75% innleggsins eftir. Sam- kvæmt reglum Framleiðsluráðs á að skipta því fé sem ríkisstjórnin ákvað að lána, sem fyrirfram- greiðslu á útflutningsbótafé til að greiða fyrir greiðslunni (450 millj- ónir kr.), hlutfailslega jafnt á milli sláturleyfishafa miðað við verð- mæti afurða. Sláturleyfishafar éiga að greiða fullt haustgrundvallar- verð fyrir kjöt, gærur og slátur til framleiðenda á lögbýlum, sé fram- leiðslan innan sauðfjárbúmarks, en aðeins 75% fyrir framleiðslu sem er umfram búmarkið. Framleiðend- um utan lögbýla verði greitt 90% af haustgrundvallarverði fyrir framleiðslu innan búmarks, en 75% sé hún umfram búmarkið, eða sé ekkert búmark til hjá viðkomandi framleiðanda. Vegna skiptingar framleiðslu kjöts og mjólkur í búvörusamning- unum fellur niður réttur manna til að færa 15% á milli mjólkur og kjöts, svo sem verið hefur í upp- gjörsreglum undanfarin ár. Vegna þessa ákvað Framleiðsluráð að augiýsa eftir umsóknum um til- færslur á milli búgreina á blönduð- um búum, svo framleiðendur geti óskað leiðréttingar á hlutföllum þessum. Umsóknarfrestur er til 15. desember. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 Úrval af ítölskum Ijósum í loft á veggi - á borð - á gólf - hvar sem þörf er fyrir mjúka lifandi lýsingu. íbúðin fær hlýja birtu og blæ með Ijósi frá okkur. Þú gengur að gæðunum vísum. - § FLOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.