Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 J16 Staða Kanada innan NATO ■w I J Texti og mynd: MARGRÉT BJÖRGVINSDÓTTIR Fyrstu árin „Hlutdeild Kanada í NATO og viðræðum þeim sem efnt var til á árunum 1948 og 1949, áður en Atlantshafsbandalagið var stofn- að, olli þáttaskilum í utanríkis- stefnu Kanadastjórnar. Bar eink- um tvennt til þess. Hér var um að ræða fyrsta milliríkjasáttmála á friðartímum sem Kanada undir- ritaði sem sjálfstæð þjóð. í öðru lagi, verður að hafa í huga að þegar NATO var breytt með því að koma á fót herstjórnum þess up úr 1950, gerðu Kanadamenn út herdeildir til Evrópu í fyrsta sinn á friðar- tímum. Eftir því sem ég best fæ séð liggja aðallega þrjár ástæður til þess hvað stofnun NATO varð afdrifarík fyrir utanríkispólitík eftirstríðsáranna hér í Kanada. Hafa verður í huga að þáttur Kanadamanna í síðari heimsstyrj- öldinni var mikill. Við lok stríðsins áttu þeir að skipafjölda þriðja stærsta flota heims og höfðu yfir að ráða stærsta her sjálfboðaliða. Þeir höfðu verið mikilvirkir á sviði iðnaðar og við framleiðslu her- gagna, og töldu því mikla nauðsyn að þeir yrðu ekki afskiptir í um- ræðum um öryggismál. Með þátt- töku í síðari heimsstyrjöldinni, sem og raunar fyrri, viðurkenndu Kanadamenn að trygging öryggis í Vestur-Evrópu væri þeim sjálf- um mikilvæg. Stjórnin leit svo á að þátttaka í marghliða bandalagi á borð við NATO, væri greiðasta leiðin til áhrifa á vettvangi örygg- ismála og gætu Kanadamenn þannig tekið á sig skyldur sem væru í réttu hlutfalli við framlag þeirra til bandalagsins og raun- hæft mikilvægi þjóðar og lands. Að vissu leyti fólst í þessu við- horfi andsvar við kringumstæðum sem ríktu í Kanada í síðari heims- styrjöldinni. Eftir lok fyrri heims- styrjaldar hafði Kanadastjórn neitað að taka nokkurn þátt í formlegu varnarbandalagi með Bretum og verið mótfallin allri ábyrgð varðandi öryggismál Evr- ópu. Þegar stríðið braust út 1939, lentu Kanadamenn þegar í átökum án þess þó að hafa átt áður nokk- urn þátt í viðræðum við stjórnvöld annarra þjóða. Kom og í ljós þegar fram liðu stundir, að þótt Kanada- menn tækju mikinn þátt í styrjald- arrekstrinum, var hlutdeild þeirra í hernaðarlegu skipulagi eða ákvarðantöku óveruleg. Þau mál voru í höndum Breta og Banda- ríkjamanna annars vegar og Breta, Bandaríkjamanna og Rússa hins vegar, en Kandamenn sátu að mestu hjá. Af þessum ástæðum varð stjórnvöldum í Ottawa það umhugað, að rödd Kanada mætti öðlast aukinn styrk á alþjóðavett- vangi. Kanada væri mikilvæg þjóð, sem hefði margt fram að leggja, þátttaka í NATO myndi tryggja að þangað yrði leitað ráða um ákvarðanir um vestræn varnar- mál. Nýtt valdajafnvægi Ákvörðun Kanada um aðild að NATO átti einnig við önnur rök að styðjast. Með henni urðu hags- munir þjóðarinnar sameiginlegir Bandaríkjamönnum og Bretlandi, og hér voru samtök sem tengdu þessi þrjú lönd við Vestur- Evrópuþjóðir á sviði öryggismála. Á millistríðsárunum beindust stefnur Bandaríkjanna og Bret- lands ekki í einn farveg á sviði varnarmála á Atlantshafi og í Evrópu, sem kom Kanada í erfiða aðstöðu. Er þar ef til vill að leita orsakarinnar til þess hversu Kan- adamenn voru óviðbúnir, bæði hernaðarlega og pólitískt, við upphaf síðari heimsstyrjaldar. Þegar þessar þjóðir, þ.e. Bretar og Bandaríkjamenn, sameinuðust við stofnun NATO, og sem aðalstofn- endur NATO, var eðlilegt að Kan- ada gengið í bandalagið. Endurskoðun utan- ríkisstefnu Þriðju ástæðuna tel ég sprottna af því sjálfsöryggi sem kanadíska þjóðin bjó yfir á þessum tímum. Fyrstu árin eftir stríð voru út- þenslutímar á sviði utanríkismála. Það var því jafn eðlilegt að Kanada ætti hlut að stofnun Atlantshafs- bandalagsins eins og að fjölmörg- um öðrum vestrænum samtökum, sem stofnað var til á þessum tíma í tengslum við Bandaríkin. Bret- land og Bandaríkin voru þau tvö lönd sem Kanada átti mest skipti við, NATO var mikilvæg stofnun fyrir þau lönd og þar með eðlilegt að Kanada fylgdi með. Samt sem áður vildu Kanadamenn leggja áherslu á, að hér væri ekki ein- göngu um varnarbandalag að ræða. En ljóst var að hernaðarlega yrðu þeir aldrei svo sterkir að jafnaðist á við Bandaríkin. Kanadíska greinin Stefna Kanada var sú að smærri ríki á borð við Kanada gætu tekið á sig ábyrgð og gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavettvangi sem og innan NÁTO. Kanadamenn vildu því einbeita sér að því að nýta sérstakar auðlindir lands síns og auka framlag sitt með þeim hætti, því að hernaðarlega hefðu þeir tiltölulega lítið fram að leggja. Þess vegna lagði stjórnin áherslu á að NATO yrði annað og meira en hernaðarbandalag eingöngu og leituðu eftir að það yrði hluti af víðtækara sambandi í bæði efna- hagslegu og pólitísku tilliti. Af þessum orsökum fylgdu þeir því fast eftir að texti samninganna fæli í sér þessa merkingu. Leiddi sú viðleitni til samningaviðræðna um 2. grein í samningum Atlants- hafsbandalagsins, sem sumir hafa nefnt kanadísku greinina. Auk þess taldi stjórnin að auðveldara myndi að fá heimamenn til sam- þykkis um NATO, ef þessi þáttur væri felldur inn í. Segja má að viðhorf kanadískra stjórnmála- manna sem og almennings væru á þessum tímum fremur andhverf allri hernaðaríhlutun, og þá sér- staklega á friðartímum. Áherslan á margþætt hlutverk NATO, var ekki óeðlilegt, þar sem allir helstu samherjar þjóðarinnar voru vold- ugri. Og vitaskuld átti nábýlið við Bandaríkin hér stóran þátt. Oft vill svo verða í slíku nábýli þar sem tvær þjóðir eiga landamæri saman og mikill munur er á styrkleika þeirra, að smærra veldið leitar styrks í fjölþjóða samstarfi. í því tilviki sem hér um ræðir gegna Bandaríkin forystuhlutverki í samanburði við Kanada. En með þátttöku í NATO var það lagalega tryggt að smærri aðilinn af þess- um tveimur yrði ekki sniðgenginn. Þetta var og er ein helsta ástæðan til áframhaldandi þátttöku af hálfu Kanadastjórnar. Trudeau-árin Rétt um og eftir 1950 var staða Kanada innan NATO síður en svo lítilvæg. Kom það m.a. fram í fjár- styrkjum við endurvopnun. Hlut- verk kanadíska flughersins í Evr- ópu var einnig á þeim tíma stórt og skerfur Kanada til efnhagslegr- „Dr. Paul Buteux pró- fessor í stjórnmálafræöi við Manitóbaháskóla hefur sérhæft sig í mál- efnum Atlatnshafs- bandalagsins. Hann er fæddur á Bretlandi, nam stjórnmálafræöi viö London School of Economics og lauk þaÖ- an doktorsprófi. SíÖustu 20 árin hefur hann starfað mestmegnis í Kanada. Auk þess sem hann hefur flutt fyrir- lestra um sérgrein sína víða um Norður-Amer- íku, Bretland og megin- land Evrópu, hefur hann komið til íslands í boöi Háskóla Islands og ritað um stöðu Is- lands innan Atlants- hafsbandalagsins. Hann hefur auk tveggja bóka gefið út fjölda greina í stjórnfræöitímaritum bæði í Noröur-Ameríku og á Englandi. Morgun- blaðiö fór þess á leit viö dr. Buteux aö hann greindi frá stööu Kan- ada innan NATO. VarÖ hann góöfúslega við þeirri málaleitan, og eru svör hans við nokrum spurningum frétta- manns blaðsins í Winnipeg birt hér á eft- ar uppbyggingar í Vestur-Evrópu mikill, þó ekki stæðist hann sam- anburð við framlag Bandaríkj- anna. Síðan hefur hlutverk Kan- ada farið hlutfallslega minnkandi -sem og hlutfall það af þjóðartekj- um sem fer til landvarna. Þessi hnignun byrjaði árið 1964, þegar stjórn Frjálslynda flokksins, undir forsæti Lester Pearson dró verulega úr fjárframlögum til landvarna. Þegar Pierre Trudeu tók við embætti forsætisráðherra 1968, hélt hann áfram á sömu braut. Á þessu tímabili var búnað- ur kanadíska hersins ekki end- urnýjaður, og auk þess var fækkað •mannafla. Að hluta til var þetta gert í sparnaðarskyni en varð engu að síður til þess að draga verulega úr virkni hersins. Það hlálega er að þó kanadíski herinn búi nú ekki lengur yfir þeim styrk sem áður var, hafa þær skuldbindingar sem stjórnin tók að sér alls ekki minnkað — jafnvel frekar aukist. Má þar taka sem dæmi þau verkefni sem flughern- um eru ætluð við varnir í Noregi. Trudeaustjórnin reyndi á sínum tíma að endurskoða að verulegu leyti og breyta hernaðarlegum skuldbindingum Kanada og fella þær meir en áður að kanadískum Dr. Paul Buteux í vinnustofu sinni aðstæðum. Kom þá fram sú tillaga að draga til baka allt kanadískt herlið frá Vestur-Evrópu. Það var aðeins á síðustu stundu sem horfið var frá þeirri aákvörðun vegna þrýstings frá hinum NATO ríkjun- um. Þó var fækkað um helming í kanadísku herdeildunum í Evrópu og þær endurskipulagðar auk þess sem hlutverki þeirra innan NÁTO var breytt. Þrátt fyrir þetta var búnaður þeirra ekki bættur, og varð sú skoðun ríkjandi innan NATO að Kanadamenn legðu ekki fram þann skerf sem þeim bæri. Höfuðatriðið er raunar, að frá 1969 og til þessa dags hefur afstaða stjórnarinnar verið sú að til þess að halda sæti sínu við NATO- borðið verði hún að halda uppi herliði í Evrópu — það er gjaldið sem greiða verður til þess að vera gjaldgengur meðlimur í klúbbnum. Það sem kom til álita hjá Trudeau- stjórninni 1969 og 1970 var hvort þetta gjald væri ekki of hátt, þ.e. hvort mikilvægi Evrópu fyrir Kanada væri jafnt og áður var. Mistök stjórnarinnar voru þau að álíta að Kanada gæti valið og hafnað í þessum efnum. Snemma á áttunda áratugnum varð stjórn- inni það ljóst, að hún hafði ekki þessi forréttindi. Því var sú stefna tekin að endurmeta og leggja nú aftur meiri áherslu á mikilvægi NATO fyrir öryggi Kanada. Á þessum grundvelli var farið að veita meira fé til varnarmála, og enduruppbygging kanadíska hers- ins hófst. Þó sú þróun sé hægfara, hefur hún staðið fram á þennan dag. Samt sem áður er herstyrkur Kanadamanna tiltölulega veikur, en þau hlutverk sem honum eru ætluð yfirgripsmikil. Veikasti hlekkurinn er vafalítið sjóherinn. Þar vantar svo um munar á að þeir séu nægilega búnir til eftirlits td. á svæðunum austur af New Brunswick, Nýfundnalandi, Nova Scotia og Prince Edward Island, og má segja að skipakosturinn hafi næstum gengið sér til húðar. Staðreyndin er sú, að sé lítið gert til endurnýjunar í 16 ár, eins og varð á stjórnartíð Truedeau, þá tekur enduruppbyggingin langan tíma. Hin nýja stjórn Brian Mulr- oney hefur skuldbundið sig til að endurmeta varnarmálin og laga þau betur að nútímanum. En það eru fjárhagsleg takmörk fyrir því hvað hægt er að gera. Nú stendur yfir endurskoðun á utanríkis- stefnu landsins og falla varnar- málin þar undir. Skuldbindingar við Noreg Ein af þeim hugmyndum sem komið hafa fram í sambandi við fækkun þeirra verkefna sem Kan- ada hefur tekist á hendur innan NATO er sú að gefa upp á bátinn svokallaðar CAST skuldbindingar. Þær gera ráð fyrir hernaðaraðstoð án fyrirvara við Noreg, ef til kæmi hernaðarleg íhlutun Sovétmanna gegn norðurflota NATO. Jafn- framt felst í þessum skuldbinding- um að Kanadamenn hafi tiltæk lið sem send yrðu flugleiðis og sjóleið- is til Noregs, ef til hernaðarátaka kæmi. Margir telja að Kanada hafi ekki nægilegan styrk til að takast þetta á hendur og að aðstoð- in myndi koma of seint ef til átaka kæmi. Pólitísk rök mæla þó gegn þessu. Reikna má með að norska stjórnin tæki það óstinnt upp, ef Kanadamenn gengju þannig á bak orða sinna. í annan stað hefur Skandinavía, og þá sérstaklega Noregur og Noregshaf, fengið aukið hernaðarlegt mikilvægi á síðustu árum. Það þætti því ekki góð pólitík af hálfu Kanada að draga sig til baka, þegar umsvif virðast vera að aukast. Að mínum dómi hefði stjórnin aldrei átt að gera umrædda samninga, en ég get einnig séð að erfitt er að draga þá til baka þegar þeir hafa einu sinni verið gerðir. Það má svo benda á í þessu sambandi, að Kanada veitir hér norsku stjórn- inni verðskuldaðan styrk, þar sem Noregur er það Norðurlandanna sem leggur mest fram til varnar- mála innan NATO. Varnarmál Noröur- Ameríku Frá því eftir síðari heimsstyrj- öld hafa varnir á méginlandi Norður-Ameríku verið áhyggju- efni hér í Kanada. Vandinn er sá að lagalega falla þær utan ramma NATO. Vissulega er þó Norður- Ameríka innan varnarkerfis NATO, en ýmsir sérstakir þættir þess varnarkerfis eru utan þess og skipta hér loftvarnir mestu máli. Árið 1958 voru undrirritaðir samningar um samvinnu Banda- ríkjanna og Kanada, svonefndir North American Air Defence samningar NORAD. Samkvæmt þeim var eitt aðalhlutverk Kanada þá landfræðilegt og fólst m.a. í uppsetning aðvörunarkerfis eða radarlínu, svokallaðri DEW-línu (Distant Early Warning Line), á heimskautasvæðunum kanadísku. Aðalverkefni síðustu ára hefur verið að endurskipuleggja og end- urnýja þessi aðvörunarkerfi þar norður frá, þannig að þau verði eingöngu undir yfirsjón Kanada- manna, en svo var ekki áður. Á fundi í Quebec undirrituðu þeir Reagan Bandaríkjaforseti, og Mulroney, forsætisráðherra Kan- ada, samninga, fyrr á þessu ári, um tæknilegar endurbætur á DEW-línunni. Á síðustu árum hafa orðið mikl- ar tæknibreytingar og framfarir á sviði vísinda, sem hafa leitt til endurskoðunar á loftvörnum Norður-Ameríku. Samningarnir frá 1958 hafa tekið ýmsum breyt- ingum og nú síðast með tilkomu þeirra samninga, sem taka mið af vígbúnaði utan gufuhvolfs. Leggi Bandaríkjamenn út í uppbyggingu á því varnarkerfi sýnist svo sem þeir þurfi þá ekki lengur á kanad- ísku landsvæðunum að halda, að minnst kosti ekki á sama hátt og áður. En margt getur enn átt eftir að skýrast í þessum málum, en hlutur í þessum málum, en hlutur Kanada er þar enn mjög óljós. í nágrenni viö stórveldi Þátttaka Kanada í NATO styrk- ir óneitanlega samband landsins við Bandaríkin. Það land hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.