Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Fjárlagakreppa í Evrópubandalaginu Stranborg, 12. desember. AP. ÞING Evrópubandalagsins samþykkti í dag fjárlög fyrir næsta ár þrátt fyrir, að ríkisstjórnir aðildarlandanna hefðu áður lýst því yfir, að þau væru óaðgengileg. Þykir þetta hið versta mál fyrir bandalagið og alls óvíst hvern- ig úr því rætist. Evrópuþingið hafnaöi mála- aðildarlandanna og samþykkti, að miðlunartillögu fjármálaráðherra fjárlagaupphæðin fyrir næsta ár England: Tæp 200 án vatns Leeds, 13. desember. AP. FJÓRÐUNGUR íbúa Leeds, sem er fjórða stærsta borg Englands með rúmlega 700 þúsund íbúa, er án vatns eftir að vatnsleiðsla brast og hefur borgarstjórnin fengið 150 vatnsbíla frá hernum til að bæta úr brýnustu neyðinni. Þúsundir heimila verða að treysta algerlega á vatnsbilana og á 30 neyðarvatnshana, sem hefur verið komið upp á götum úti, þar sem fólk getur komist að þeim og fengið sér fötufylli. Yfir 20 skólum þúsund í Leeds hefur verið lokað vegna vatnsleys- is og aðalspítalinn hefur orðið að takmarka innlagnir sjúklinga vegna þess að hann fær aðeins V5 af þvi vatni sem hann fær venju- lega. I gærkvöldi, fimmtudagskvöld hafði tekist að gera við bilunina, en búist er við að þetta ástand ríki fram yfir helgi, þar sem ekki er hægt að setja fullan þrýsting á leiðsluna, sem er um 100 ára gömul, strax. skyldi vera 28,5 milljarðar dollara. Er það 260 milljónum dollara meira en ríkisstjórnirnar eru til- búnar að leggja af mörkum. Féllu atkvæði þannig, að 234 guldu fjár- lögunum jáyrði, 39 voru á móti og 20sátu hjá. Núverandi forseti leiðtogaráðs Evrópubandalagsins, Jacques Juncker, forsætisráðherra Lúxem- borgar, talaði til þingmanna rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og bað þá lengstra orða að samþykkja ekki þessi umdeildu fjárlög. Sagði hann, að „ýmis aðildarríki" væru ákveðin í að skjóta málinu til dóm- stóls Evrópubandalagsins ef mála- miðlunartillagan yrði ekki sam- þykkt. „Ég er ekki að hóta ykkur,“ sagði hann. „Mér ber bara skylda til að skýra ykkur frá því.“ 18 milljarðar dollara af 28,5 fara til að greiða niður landbúnaðar- vörur í Evrópubandalagsríkjunum en afgangurinn fer að mestu til félagsmála og í styrki við ákveðna landshluta. Þingmennirnir, sem samþykktu fjárlögin, héldu því m.a. fram, að þörf væri á meira fé vegna inngöngu Spánverja og Portúgala í EB1. janúar nk. V í m j AP/Símamynd Öflug sprenging í pósthúsi Öfiug sprengja sprakk í pósthúsi í borginni Durban í Suóur-Afríku á sunnudag. Átta manns slösuðust í sprengingunni. Sovétrfldn: Embættismenn ávít- aðir fyrir seinlæti Sameinuðu þjóðimar: íran mótmælir ásökun- um um mannréttindabrot Sameinuóu þjóðunum, 13. deseraber. AP. ÍRANSKI sendiherran hjá Samein- uðu þjóóunum, Rajaie Khorassani, sagði að samþykkt Sameinuðu þjóð- anna, þar sem fjallað er um mann- réttindabrot í íran, heföi hvatt hryðjuverkamenn til sprengjuárása í landi hans. Sagði hann að síðan fé- lagsmálanefnd allsherjarþingsins hefði gert þessa samþykkt síðastlið- inn laugardag, hefðu hryðjuverka- menn gert fjórar árásir. „Samþykktin hefur verið skilin, sem samþykki og hvatning hjá hryðjuverkamönnum andbylting- araflanna," sagði hann. Ein sprengjan hefði sprungið fyrir framan spítala og hefðu kona og barn farist. Önnur hefði sprungið fyrir utan skóla í útjaðri Teheran, en enginn hefði slasast. Hann fullyrti að ásakanir um pyntingar á andstæðingum stjórn- arinnar í íran ættu ekki við rök að styðjast og benti á að brunasár konu eftir vindlingaglóðir, sem hafði verið í haldi hjá stjórninni, gætu verið af hennar eigin völdum. MohIívu, 13. desember. AP. MIÐSTJÓRN sovéska kommúnista- flokksins hefur ávítað fulltrúa flokksins og embættismenn fyrir að taka ekki nægilega til greina áskor- un Mikhail Gorbachevs, leiðtoga flokksins og Sovétríkjanna, um endurskipulagningu og framþróun í sovéska stjórnkerfinu. Þetta kann að verða til þess að fleiri embættismenn verði látnir hætta störfum í tilraun Gorbac- hevs til þess að endurlífga sovéska stjórnkerfið. í síðasta mánuði voru sex stofnanir, sem höfðu með land- búnað að gera, sameinaðar í eina iðnaðar- og landbúnaðarnefnd. Sovéskir og erlendir sendiráðs- starfsmenn hafa látið að því liggja að þúsundir embættismanna hafa látið af störfum vegna þessarar breytingar, þó margir þeirra kunni að hafa verið þegar komnir á eftir- launaaldur og verið lítt starfsamir. í ávítun miðstjórnar flokksins kemur fram að flokksnefndin sem hefur með framleiðslu á vélum og verkfærum að gera, hafi látið undir höfuð leggjast að hraða tæknilegum framförum, eins og krafist var af flokknum í apríl, mánuði eftir að Gorbachev tók við völdum. HE-MAN Barnajogginggallarnir eru komnir aftur kr. 690.- Stærðir: 22__34 Gráir 50% bómull, 50% akríl. Sendum í póstkröfu, sími: 29190. Herra ullarbuxur á kr. 1.290. Drengja sparibuxur kr. 950.- Dömu sparibuxur kr. 950.- Stúlkna 30% ullarpeysur kr. 1.190.- Mikiö úrval af peysum, skyrtum, drengja spariskyrtum, dömu- peysum, herrapeysum og margt fleira á ótrúlega lágu veröi. Ökumenn! Þegar bíll kemur frá hægri inn á hraðbraut þá er sjálfsögð kurt- eisi að víkja á vinstri akrein. Bandarískir og sovéskir læknar: Hjartalækningar á sjónvarpsfundi Washington, 13. desember AP. BANDARÍSKIR og sovéskir hjarta- sérfræðingar munu á mánudag taka þátt í tveggja klukkustunda sjón- varpsráðstefnu um læknisfræðileg efni, og fara sendingarnar á milli með aðstoð gervihnatta. Ráðstefna þessi er eitt af þeim atriðum, sem samið var um á leiðtogafundinum í Genf í september, að sögn Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna. Sjö bandarískir hjartasérfræð- ingar munu skiptast á skoðunum við fimm sovéska starfsbræður sína um varnir gegn hjartasjúk- dómum og hjartalækningar. Forstöðumaður upplýsingaþjón- ustunnar, Charles Z. Wick, sagði að ráðstefnan væri þáttur í þeirri viðleitni að auka samstarf land- anna á sviði læknisf ræði. Grænlendingar hagnast á sölu jökulvatns Kaupmannahöfn, 13. desember. Frá Nils iörg- en Bruun, fréttarítara Morgunblaðsina. SALA grænlensku heimastjórnarinn- ar á vatni úr jökulbreiðunni á Grænl- andi hefur gengið mjög vel. Fluttir hafa verið út 200.000 lítrar af jökul- vatni, og er það notað við vínfram- leiðslu. Hagnaðurinn af sölu hvers lítra er um ein dönsk króna (um 4,60 ísl. kr.), og er það heimastjórnin, þ.e. hið opinbera, sem flytur út vatnið. Er það selt dönsku fyrir- tæki, United Wien, í Skovlunde fyrir norðan Kaupmannahöfn, en fyrirtækið notar vatnið til fram- leiðslu á ákavíti og vodka. Vatnið er sótt til Narssarssuak á Suður-Grænlandi, þar sem vatnssöfnunargeymir var byggður og leiðslur lagðar á sjötta áratugn- um vegna bandarískrar herstöðv- ar, sem þar var. Geymurinn fyllist sjálfkrafa af leysingarvatni úr jöklinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.