Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 79

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 79 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Um Foss- YOgS- dalinn Fossvogsdalur Ágæti Velvakandi. Ég má til með að senda þér til birtingar nokkrar linur um mál nokkuð sem dregið hefur verið fram í dagsljósið aftur eftir langt hlé, en það er nefnilega, margum- töluð hraðbraut í gegnum Foss- vogsdalinn. Nú hefur verið sett fram hug- mynd af hálfu Kópavogsbæjar varðandi útivistarsvæði í Foss- vogsdalnum og ber þar hæst hug- myndina um golfvöll, sem mætti nýta á fleiri vegu, m.a. sem skíða- göngusvæði á veturna. Þegar ég sá þessa tillögu fyrst birta í Morgunblaðinu fyrr í haust þá létti mér sem snöggvast og ég hugsaði sem svo að e.t.v. gæti farið svo eftir allt saman að maður fengið að sjá grænan blett ein- hversstaðar í friði, jafnvel skipu- lagðan á þann hátt að sem flestir gætu notið hans, ekki eingöngu þeir sem eiga bíla og geta keyrt eitthvað út fyrir borgina í leit að öðru umhverfi en malbiki og stein- steypu. Að maður tali nú- ekki um að fá að sjá e.t.v. örlítið meira af trjám í sjálfri höfuðborginni. En Adam var ekki lengi í para- dís, „stóri bróðir" í Reykjavík lýsti því yfir að Kópavogsbær fengi ekki að komast upp með svona nokkuð án samþykkis borgarstjórnar og það var greinilegt að slíkt sam- þykki stóð ekki til að gefa. Útivistarsvæði og golfvöllur, ekki nema það þó! — Nei takk, hér í Reykjavíkinni hefur nefnilega „skipulaginu" á gatnakerfinu verið klúðrað svo rækilega, að þegar byggðin hafði þanist upp um fjöll og firnindi í Breiðholtinu, kom í ljós, að gleymst hafði að gera ráð fyrir umferðinni. Eða öllu heldur skipulagði einn þetta og annar hitt. En draumur draumanna er nú að eyðileggja Fossvogsdalinn með dýrindis hraðbraut í gegnum hann endilangan nánast ofan í húsa- garðana þar, gegnum a.m.k. eina af ekki tvær gróðrastöðvar. Gott og vel, látum vera að möguleikinn á útivistarsvæði á einum veðursæl- asta stað á landinu sé eyðilagður. En þá er bara að hefjast handa við jarðvegsskiptin miklu. Það er alkunna að í Fossvogsdalnum er einn albesti jarðvegur sem til er á landinu fyrir gróður og trjárækt og mun vera ansi djúpt niður á fast þar. Þessum jarðvegi þurfti að byrja á að ryðja öllum í burtu og síðan að bera ofan í ómælt magn af vegaundirlagi. Hvað skyldi sú framkvæmd kosta? Fyrir nú utan það að á meðan barist er hörðum höndum við að rækta upp landið við erfiðar aðstæður, því í ósköpunum þá ekki að nýta þá fáu staði á landinu sem eru eins og skapaðir fyrir gróður og trjárækt? En slíkur er einmitt Fossvogs- dalurinn. t honum búa verðmæti sem aldrei verða metin til fjár í landi sem okkar, ekki síst vegna veðursældar. Þess vegna ættu reykvískir ráðamenn að sjá sig um hönd í þessum efnum og rækta upp Fossvogsdalinn, t.d. í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Skógræktarstöð félagsins ber þess rækilega vitni hvað dalurinn hefur upp á að bjóða í þessum efnum umfram aðra staði landsins. í stað þess að ryðja niður meir en orðið er af stöðinni og þeim trjám þar sem tekið hefur áratugi að ná upp í þá hæð sem á þeim nú er. Nóg hefur nú fengið að víkja fyrir malbikinu samt . i ... Skógræktarstöðin er einmitt mjög vinsæll staður til gönguferða og fegurðin þar jafnt sumar sem vetur er hreint ótrúleg. En þar sem þar fer fram uppeldi og ræktun á viðkvæmum plöntum og mikil vinna liggur þar að baki, þá er ekki hægt að hafa stöðina alveg opna fyrir almenningi, en því þá ekki að skapa svipuð skilyrði til gönguferða og útivistar fyrir utan uppeldisstöðina sjálfa, þar sem Kópavogsbúar og Reykvíkingar og reyndar fleiri geta notið þar veður- blíðunnar í fallegu umhverfi rétt við bæjardyrnar? Nú þegar í öllu skipulagsleysinu og óræktinni sem er í Fossvogsdalnum, þá er dalur- inn mjög vinsæll til útivistar. Þar má sjá unga sem aldna á ferð jafnt vetur, sumar, vor og haust. Á meðan skipulögð leiksvæði barna i Fossvogsdalnum standa auð árið um kring, má sjá krakkahópana leika sér neðar í dalnum sjálfum. Þar eru þau m.a. í fótbolta, á skautum á pollum á veturna og ótal margt fleira. Þar má daglega sjá margan manninn á gangi eftir malarstígnum sem þar er, sumir jafnvel skokka þar sér til heilsu- bótar. Á veturna, þegar nægur snjór er, er Fossvogsdalurinn hreinasta paradís fyrir skíða- göngufólk. Þar má sjá æ fleira fólk sem nýtur þess að skella sér á gönguskíðin við dyrnar heima hjá sér og fá sér hressandi göngu- sprett. Þarna mætti gera samfellt gróður- og útivistarsvæði eftir endilöngum Fossvogsdalnum upp með Elliðaánum, Breiðholti og Árbæjarhverfi. Það má þegar sjá heilu fjölskyldurnar sem nú þegar notfæra sér þetta. Heyrt hef ég að einn núverandi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, Katrín Fjeldsted yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni í Fossvogi, sé ásamt fleirum mjög hlynnt hraðbrautinni í gegnum Fossvogsdalinn. Sé svo finnst mér það skjóta skökku við að aðalfor- svarsmaður umferðarvikunnar i Reykjavík skuli vera á þessari skoðun ekki síst þar sem viðkom- andi er heimilislæknir fjölda fólks í Fossvognum. Vill hún virkilega fá hraðbraut ofan í Fossvogsskóla sem er barnaskóli alveg við lóða- mörk bæjanna? Þar er einnig Snælandsskóli Kópavogsmegin, fvrir nú utan allt íbúðarhúsnæðið. Á sama tíma berst þessi kona fyrir því að hámarkshraði í gamla vest- urbæ Reykjavíkur sé 30 km/klst. Mér er spurn, gera menn sér almennt grein fyrir þvf hvað auða svæðið í Fossvoginum er í raun og vqru Iítið? Katrin. hlýtur aun.k.iað gera það, því frá Heilsugæslustöð- inni er ágætis útsýni yfir dalinn og auk þess hlýtur hún margoft að eiga erindi heim til sjúklinga sinna í hverfinu. Það er nefnilega ekki nema rétt steinsnar þarna á milli Kópavogs og Reykjavíkur og það þyrfti því að leggja hraðbrautina ofan í skól- ana og húsagarðana í bókstaflegri merkingu. Menn geta rétt ímyndað sé afleiðingarnar af því, og það er fáráð að setja börnin í þessa hættu. Það hafa einnig heyrst raddir um það að byggja yfir þessa hrað- braut að hluta og grafa hana niður. Það yrðu aldeilis milljónir sem þar fykju, og nóg hefur þegar verið sóað peningum í fáránleg „glæsi- mannvirki". Ég er hrædd um að áform um útivistarsvæði ofan á göngunum yrðu litið aðlaðandi. Og varla er hægt að rækta tré ofan á þeim. Fyrir nú utan allt raskið sem yrði á meðan á framkvæmdum stæði, sem sennilega tæki nokkur ár. Það er ég hrædd um að vinnuvélarnar gæfu lítinn frið fyrir nágranna sína beggja vegna við. Enda brjál- æði að fara svona með landið þarna. Fossvogsbúar, stöndum nú einu sinni saman og verndum dalinn okkar fyrir þessum ósköpum. Styðjum nágranna okkar í Kópa- voginum og ráðamenn þar sem greinilega hafa skynsemina í lagi og geta séð hinn mannlega þátt í þessu máli, þótt ekki sé nú minnst á annað. Það er ekki þar með sagt að golfvöllur sé eina lausnin, en sú hugmynd er svo sem ekki vit- lausari en hver önnur, að undan- skildri hraðbrautinni. Og þar sem borgarstjórnarkosn- ingar eru framundan á næsta ári, þá væri gaman og í raun nauðsyn- legt að fá að vita afstöðu frambjóð- enda. Kristrún Þ. Egilsdóttir Söngur Jó- hönnu Möller 8487-3936 hringdi: Um leið og ég vil þakka Jóhönnu G. Möller fyrir frábæran söng sem var I ríkisútvarpinu fimmtudaginn 5. desember vildi ég fara þess á leit við útvarpið að endurtaka dagskrána, vegna þeirra mörgu sem misstu af henni og einnig hinna sem langar til að heyra hana aftur. Það er vel þess virði. i,, Ritið Hvolfþak himins eftir Einar Pálsson er komiö út. Þetta er rit allra þeirra sem áhuga hafa á listum, þjóöfélagsfræöi og uppruna íslenskrar menningar. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, sími 25149. Skíða- kynning Einar Úlfsson og Halldór Matthíasson leiðbeina viðskiptavinum okkar um val á skíðabúnaði í versluninni í DAG FRÁ KL. 14—18 TYROLIA DACHSTEIN adidas TOPPmerkin í íkíðavörum öpíð d Cau/pxridöaiML ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.