Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 78

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 r> F^rirgeP^u fyrirgetn^inn/en þaS er veirið cxb máia. /ofii6 hja o/ckur-" * Ast er... ... að halda upp á daginn. TM Rag. U.S. Pat. Off.-all rlghts reserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVlSI ,,./4llTaf SAMi gamli kransinm, 'AR eftir 'ar!" Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur. § 1 r- . 9 4 KI iH #, > Þessir hringdu ... Borgin slétti hrúgurnar fyrir áramótabrennu Kristjána hringdi: „Þannig er að ár hvert hafa íbúar í Litla Skerjafirði haldið áramótabrennu á flötinni sunn- an við Norræna húsið. Þar hefur oft verið glatt á hjalla og mein- ingin var að halda fagnaöinn einnig um þessi áramót. En upp á síðkastið hafa vörubílar full- hlaðnir mold og ýmsu járnarusli sturtað farminum á brennuflöt- ina svo að vonlaust virðist að halda brennuna í ár vegna þess hve óslétt svæðið er orðið. Af þessu tilefni mælist ég til þess að borgaryfirvöld láti slétta hrúgurnar sem fyrst svo að við getum, líkt og aðrir borgarbúar, farið að safna í áramótabrennu. Myndin um Karenu Blixen Anna Stefánsdóttir hringdi og óskaði eftir því að myndin um skáldkonuna Karenu Blixen yrði endursýnd. „Fólk af eldri kyn- slóðinni sem þekkti vel til Karen- ar og verka hennar missti af myndinni vegna þess að hún var seint á dagskránni. þess vegna væri þjóðráð að endursýna hana og jafnvel síðdegis á helgidegi." Land míns föður góð sýning Leikhúsgestur hringdi og hrós- aði mjög sýningu Kjartans Ragn- arssonar „Land míns föður“, sem nú er á fjölum Iðnó. „Stríðsárin og ástandið var ljóslifandi á sviðinu og stemmn- ing þessa tímabils rifjaðist upp fyrir manni. Einnig var það mjög vel til fundið að láta aðal sögu- hetjurnar vinna við þvotta því að á stríðsárunum þöktu grænu hermannafötin þvottasnúrurnar í heilu byggðarlögunum.“ Meira af bfla- íþróttum Bjössi hringdi og var óánægður með íþróttaþættina. „Á sumrin fjallar hann um fótbolta og á vetrum um handknattleik. Það þarf að sýna frá fleiri greinum t.d. bílaíþróttum og slíku.“ Víkverji skrifar * Avegum Verðlagsstofnunar hafa reglulega verið gerðar verðkannanir á undanförnum árum. Víða hefur verið borið niður og hefur stofnunin verið í takt við hugleiðingar neytenda á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að ný- lega var verð á leikföngum kannað, á vorin eru það gjarnan bygginga- vörur einhvers konar, kjötvörur að hausti að svo framvegis. Vel upplýstir neytendur eru bezta aðhaldið, sem hægt er að veita í verðlagsmálum. Ekki svifaseint og þungt kerfi boða og banna. XXX Reykvíkingar og nágrannar kvarta á stundum yfir reikn- ingum Hitaveitunnar. En hvað segðu íbúar á höfuðborgarsvæð- inu, ef þeir þyrftu að greiða svip- aða reikninga og fólk víða úti á landi, til dæmis á Akureyri. Þar er ekki óalgengt að heita vatnið kosti á ári fimm sinnum meira heldur en í höfuðborginni. í Reykjavík og næstu sveitarfélög- um hagnast íbúarnir á framsýni og dugnaði fyrri kynslóða, meðan Akureyringar t.d. eru að greiða niður nýlega veitu með tilheyrandi erlendum lánum og vaxtafargi. XXX Tíðarfarið var lítillega til um- ræðu í þessum dálkum í föstu- dagsblaðinu. Veðurblíðan var róm- uð, en jafnframt bent á hættuna í umferðinni í hálkunni sem oft hefur verið undanfarið. Á loðnu- miðunum hefur ekki verið slíkt koppalogn sem á Tjörninni í Reykjavík síðustu daga. Eigi að síður hefur tíðin verið góð og loðnusjómennirnir fært á land þúsundir tonna af loðnunni. Má það með ólíkindum telja að slíkt hafi verið hægt í þessum dimmasta mánuði ársins og tekjurnar fyrir þjóðarbúið kom sér örugglega vel á þessum „síðustu og verstu". Allra veðra er von á þessum árstíma og er vonandi að engin óhöpp verði. XXX að er greinilega verið að reyna að gera andlitslyftingu á sjón- varpsfréttunum um þessar mund- ir, enda þótt nokkuð séu skiptar skoðanir á því hvernig til hafi tekist. Hins vegar er ástæða til að kvarta yfir tæknilegum frágangi sjónvarpsfréttanna. Það er raunar mál, sem á sér lengri sögu en aftur til fréttastjóraskiptanna, en mi- stök í útsendingum frétta eru tíð- ari en eðlilegt getur talist. Þulur er iðulega enn að flytja inngang að einhverri frétt þegar frétta- maðurinn kemur á skjáinn og svo byrjar hann að tala, áður en frétta- þulur hefur lokið sér af. Líka gerist það að það gleymist að skrúfa upp í hljóðinu, þegar fréttainnskot með fréttamanni í mynd birtist. Að ógleymdum þeim atvikum, þegar klippt er á viðmælendur sjón- varpsins, sem hverfa af skjánum, bærandi varirnar í þöglu ákalli til áhorfenda. En hvimleiðast er þó, að í mörg- um fréttainnskotum sem tekin hafa verið á myndbönd út um hvippinn og hvappinn eru hvers kyns myndtruflanir alltof tíðar. Þetta bendir til þess að tæknideild sjónvarpsins noti myndbönd þau, sem notuð eru í fréttirnar of oft því að það er slík ofnotkun, sem veldur myndtruflunum. Vel má vera að verulegur sparnaður sé því samfara að geta notað sömu myndböndin aftur og aftur, en slík sparnaðarsjónarmið mega ekki ganga of langt, sem verður þegar tæknilegt yfirbragð sjónvarpsút- sendingar er eyðilagt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.