Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 73

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 73 ÁRNI EINARSSON sem á þessu ári varð Islandsmeistari í karate lenti í þriðja sæti í Norðurlandakeppni „Maður getur stundað karate alla ævi og verið að læra nýjungar dag hvern“ Nýverið leit blaðamaður inn í kennslu- stund hjá Árna Einarssyni sem á þessu ári varð íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki í Karate, Kumite (frjálsum bardaga), en einnig lenti hann nýlega í þriðja sæti í Norðurlandakeppninni í Kata (formlegar æfingar). „Ég þyrjaði að stunda Karate fyrir um það bil tíu árum og hef þá verið fjórtán ára gamall. Á þeim tíma gekk það eins og eldui í sinu að prófa íþróttina og ég lét tilleiðast eins og hinir, því þetta var spenn- andi ogdularfullt. Núna æfi ég daglega og stundum tvisvar á dag ef framundan er keppni eða mót. Aftur á móti getur það farið svo að ég æfi bara fjórum eða fimm sinnum í viku ef það er ekkert að gerast." — Hefurðu oft áður tekið þátt í keppn- um? „Já ég hef tekið þátt í ótal mótum og keppnum. Keppnir eru samt. ekkert aðalat- riði í þessari íþrótt og meginþorri þeirra sem stunda hana keppa aldrei í greininni. Ég hef líka verið erlendis í æfingabúðum og meðal annars farið til Japan í þeim tilgangi. Við fórum þá fjórir saman og í þeirri ferð nældi ég mér í svarta beltið. — Hvað er það við þessi íþrótt sem heillaði þig það mikið að þú hélst áfram? „Það var og er ýmislegt. Þetta er mjög fjölbreytt, hægt að keppa í tveimur grein- um sé áhugi fyrir hendi, og svo eru æfin- garnar skemmtilegar. Þessi íþrótt er nefnilega þannig að maður getur stundað hana alla ævi og lært nýjungar dag hvern. Ef vel ætti að í kennslustund há Árna. vera þá gæti maður verið í framför alveg fram á grafarbakkann. Já og svo er þetta bara góð æfing fyrir allan líkamann." Og með það var Árni rokinn aftur inní kennslustund, þar sem hann var að kenna krökkum allt frá sjö ára aldri sjálfsvörn." Árni Einarsson. MorKunblaðiÖ/Ámi Sæberg SÍGILD HÖNNUN Boröstofustóll án Boröstofustóll m. örm- arma kr. 3.980 stgr. um kr. 4.340 stgr. Stóll m. leöri eöa Stóll m. leöri kr. hrosshári kr. 9.970 10.700 stgr. stgr. Legubekkur meö svörtu leöri eöa hross- hári kr. 32.555 stgr. sem sagt .. á oumflyjanlega hagstæðu verði iv ILJI Bláskógar Ármúla 8, s. 686080 - 686244.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.