Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Skáldsaga eftir Hafliða Vilhelmsson. □ □ Þetta er merkileg saga sem skyggn- ist djúpt í Iff lesenda. örn Ólafsson DV. Hafliði hefur mikið að segja . .. kraftmikill. . . hugmyndaríkur í besta lagi. Stíll hans ber vott um ágæta fagkunnáttu. _ Erlendur Jónssonuly!. □ SkáldsaganBeyguráþaðskiliðað vera lesin af mörgum. Eysteinn Sigurösson NT. Höfundur hefur gott vald á máli og segir skemmtilega frá. Ég skemmti mér vel við lestur þessarar sögu. Takk Hafliði. Arni Öskarsson Þjv. Útgefandi Hlödugil Dreifing: Innkaupasamband Bóksala □ Átt þú ekkí smávini í útlöndum? SRIAN IIUiM.Tl*'. ■ y. 8KIAN P1UÍIM(.H« - Blminaþaki] fkjwers roof M«:.i:Kr>\KrxTniR ■ iJatí. fa .... * IMdWÖBG S*XKf>«lX>rnR i Ní.iKm, s*,tRr*\Rrx7niR Sendu þeím fallega íslenska bamabók að gjöf. Blómin á þakínu, eftír Brian Pílkíngton og Ingíbjörgu Sígurðardóttur, fest nú líka í enskrí útgáfu. Veið ta. ö90.* Góð bók gleður iMálog menning Bjarni K. Bjarna- son — Kveðjuorð Fæddur 4. september 1911 Dáinn 8. nóvember 1985 Bjarni K. Bjarnason var á sínum bestu árum frumkvöðull nýjunga og áræðinn athafnamaður. Hann var valinn til forustu í sínu stéttar- félagi og í samtökum sjómanna. Menn löðuðust að honum vegna dagfarsprúðra gáfna og atgervis. Með honum var gott að vera og sækja hann ráðum. Hann hafði mannhylli. En sól brá sumri. Síðustu fimmtán árin voru Bjarna erfið. Heilsan þvarr og andstreymi ágerðist. En af þeim kjörviði var Bjarni gerr, að aldrei duldist fyrri reisn. Bjarni Kristjón Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 4. september 1911. Foreldrar hans voru Ingunn Friðriksdóttir og Bjarni Bjarnason söðlasmiður, Jónssonar frá Skerð- ingsstöðum í Dalasýslu. Bjarni naut skamma hrið umönnunar móður sinnar, því að hann fylgdi föður sínum og var í umsjá hans. Var hann á ýmsum stöðum þar, sem faðir hans gat komið honum fyrir. Fast heimili og samastað eignaðist hann ekki fyrr en faðir hans kvæntist Guðfinnu Guðna- dóttur, Jónssonar frá Eyrarbakka. Guðfinna átti eina dóttur, Svövu Loftsdóttur (Jensen) sem var nokkru yngri en Bjarni. Guðfinna var Bjarna sem besta móðir og var alltaf kært með þeim. Árið 1917 flutti fjölskyldan til Patreksfjarðar. Þá voru tímar erfiðir, skortur mikill vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og frosta- veturinn mikli fór i hönd. En allt fór vel. Faðir Bjarna vann við iðn sína, söðlasmíði, að vetrinum, en stundaði sjómennsku á sumrin, . aðallega á skútum sem gerðar voru út frá Patreksfirði. Á uppvaxtarárum sínum var Bjarni í sveit á sumrin. Hann komst til góðs fólks á Brekkuvelli á Barðaströnd. Þaðan átti hann góðar minningar, sem hann ræddi oft um. Þegar Bjarni var átján ára fór hann að heiman til ísafjarðar og stundaði þar sjómennsku á mótor- bátum. Hann fór í vélstjóranám og lauk hinu meira-mótorvél- stjóraprófi. Eftir það var hann vélstjóri á mótorbátum meðan hannbjóáísafirði. Á þessum árum kynntist hann Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Bol- ungarvík. Þau stofnuðu heimili á ísafirði og bjuggu saman í sjö ár, þar til Bjarni veiktist af berklum og fór á Vífilsstaðahælið. Þau Guðrún eignuðust tvö börn, Viggó sem nú er látinn, og Birnu, sem er gift ísleifi Jónssyni verkfræð- ingi. Bjarni var á Vífilsstöðum tvö ár. Hann náði aftur heilsu og fór að nýju á sjóinn. Hann réðst á mb. Rafn, sem sigldi til Englands með ísaðan fisk. Á meðan Bjarni dvaldi á Vífils- stöðum rofnaði samband hans og Guðrúnar og settist hann þá að í Reykjavík. Árið 1943 kvæntist Bjarni Jak- obínu Kristmundsdóttur hár- greiðslukonu, úr Vestmannaeyj- um. Þau eignuðust fallegt heimili. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu húsmóður, Bjarna rennismið og Kristmund, sem er við nám erlend- is. fuíl skemjna ‘tfjólatrjam Norðmannsþinur 70—100 v,m. kr. 890.- 101 —125cm.kr. 1.085.- 126—150 cm. kr. 1.390.- 151 — 175cm.kr. 1.785.- 176—200cm.kr. 2.440.- 201—225cm.kr. 2.830.- 226—250cm.kr. 3.150.- Neitt á könnunni og appelsín fyrir bömin VIÐ MIKLATORG Árið 1944 þegar Reykjalundur var í uppbyggingu réðst Bjarni þangað og vann að og sá um upp- setningu á smíðaverkstæði, sem stofnsett var til að þjálfa starfs- menn eftir veikindi og til þess að afla fjár til reksturs heimilisins. Þegar verkstæðið tók til starfa árið 1945 var Bjarni ráðinn þar verkstjóri. Á Reykjalundi naut Bjarni trausts og trúnaðar, bæði starfs- manna hans og eins forráðamanna stofnunarinnar. Fengu þeir honum og fjölskyldu hans til íbúðar fyrsta húsið sem byggt var fyrir starfs- menn. öll störf fóru Bjarna vel úr hendi, enda völundur, svo sem hann átti ættir til. Hagsýni og snyrtimennska voru og ríkur þátt- ur í fari hans. Stuðlaði hann að ýmsum nýjungum í framleiðslu skólahúsgagna, einkum borða og stóla fyrir mismunandi aldurs- hópa. Fór enda svo að Bjarni hugði á stofnun eigin fyrirtækis. Árið 1955 stofnaði Bjarni fyrir- tækið Stálprýði hf. Hann byggði af stórhug verksmiðju og íbúðar- húsnæði að Grensásvegi 12. Rekst- urinn gekk vel. Fjölskyldan var samhent og unnu eldri börnin, Guðlaug og Bjarni, með föður sín- um í rekstrinum. Þótt Bjarni væri á þessum árum og fyrr önnum kafinn maður skor- aðist hann ekki undan merkjum, þegar menn sóttust eftir forustu hans í félagsmálum. Hann var þannig um all langt skeið formað- ur Mótorvélstjórafélagsins, sem síðar var sameinað Vélstjórafélagi íslands. Hann átti einnig sæti í stjórn Sjómannadagsráðs og var í bygginganefnd fyrsta áfanga Hrafnistu. Eftir nokkurra ára góðan rekst- ur Stálprýði hf. fór að halia undan fæti. Heilsubrestur þeirra Bjarna og Jakobínu hafði lamandi áhrif á starfsemina. Seldi Bjarni þá fyrir- tækið og lét af öllum rekstri. Upp úr þessu slitu þau hjónin sam- vistir. Bjarni dvaldi um eins árs skeið í Suður-Þýskalandi til lækn- inga, en heilsan batnaði lítið. Gerðist hann árið 1969 vistmaður á Hrafnistu og var þar til hinstu stundar. Bjarni náði aldrei góðri heilsu að nýju og verst var, að síðustu árin var hann mjög sjóndapur. Gat hann hvorki lesið né horft á sjón- varp. En þrátt fyrir andbyr hélt hann hugarró sinni, enda karl- menni. I þessari síðbúnu kveðju sendi ég börnum hans og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Einar Thoroddsen VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.