Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 38

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Malta: FÍugræning- inn ákærður Valletta, Möltu, 13. desember. AP. Palestínumaöurinn Omar Mo- hammed Ali Rezaq, sem sakaður er um aö hafa rænt egypskri farþega- þotu í endaöan nóvember, var á fimmtudag færður af gjörgæsludeild sjúkrahúss heilags Lúkasar á Möltu og fyrir rétt, þar sem hann var sak- aður um aö hafa myrt tvo farþega, Bandaríkjamann og Israela. Sextíu manns létust meðan á flugráninu stóð og þegar egypsk stormsveit gerði áhlaup á Boeing 737 þotuna. Yfirvöld á Möltu telja að Rezaq hafi einn flugræningjanna lifað af áhlaupið og var hann sakaður um 16 brot fyrir réttinum á Möltu. Rezaq var fölur í vöngum, en hann stóð uppréttur meðan Char- les Bonello, lögregluforingi, las yfir honum ákærurnar. Rezaq kvaðst saklaus af öllum brotum. Alvarlegasta brotið, sem Rezaq var gefið að sök, var að vera valdur að morðum á tveimur farþegum, báðum konum. Þær voru meðal fimm farþega, sem flugræningj- arnir skutu og hentu út úr flugvél- inni meðan hún var á valdi þeirra á Luqa flugvelli á Möltu. Hinir farþegarnir þrír lifðu af. Rezaq var einnig ákærður fyrir morð'Mraun á átta farþegum og að halda farþegunum í gíslingu. Þá voru bornar á hann þær sakir að hafa varpað handsprengju og sært fjóra egypska stormsveitar- menn alvarlega. Þyngsti dómur, sem Rezaq gæti fengið, er lífstíðarfangelsi. Dauða- refsing hefur verið afnumin á Möltu. AP/Símamynd Brjóstmynd afprinsinum af Wales Ófullgerð brjóstmynd af William prins, syni prinsins og prinsessunnar af Wales. Myndböggvarinn Franta Belsky geröi brjóstmyndina sam- kvæmt tilskipun Elísabetar drottningar. Gengi gjaldmidla London, 13. deaember. AP. GENGI Bandaríkjadollara var misjafnt gagnvart öllum helstu gjaldmiölum heims í dag og breytt- ist lítið á mjög rólegum degi á gjald- eyrismörkuðum Evrópu. Þegar gjaldeyrismarkaðir í Tókýó lokuðu í dag kostaði dollar- inn 202,30 japönsk jen (202,80). I London kostaði pundið síðdegis í dag 1,4362 dollara (1,4395). Gengi annarra helstu gjald- miðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,5190 vestur-þýsk mörk (2,5225), 2,1090 svissneska franka (2,1078), 7,6950 franska franka (7,7025), 2,8415 hollensk gyllini (2,8400), 1.716,50 .ítalskar lírur (1.720,50) og 1,3895 kanadíska doll- ara (1,3877). Söfnuðu matvælum handa hungruðum í Afríku Londoa. 13. desember. AP. BRESK skólabörn hafa safnað yfir 2.000 tonnum af matvælum handa hungruðu fólki í Afríku, að því er stjórnendur söfnunarinnar sögðu í dag. „Börnin hafa verið geysilega dugleg," sagði rokkstjarnan Bob Geldof, sem átti frumkvæðið að því í sumar, að hafist var handa við söfnunarstarfið. „Ég trúi því varla enn, hvað þetta hefur gengið frábærlega," sagði hann. Nemendur í um 9.000 skólum söfnuðu heilhveitimjöli, sykri, þurrkuðum ávöxtum og baunum að verðmæti um tvær milljónir punda (um 60 millj. ísl. kr.). Mestu af matvælunum hefur þegar verið komið um borð í skip, sem flytja munu þau til Afríku, og er ætlunin, að maturinn berist á áfangastað á jólunum, að því er sagt í tilkynningu frá söfnunar- stjórninni. Barist við „grænu línuna“ í Beirút Beirút, Líbanon, 13. desember. AP. Herir kristinamanna og múha- meðstrúarmanna hófu bardaga með skriðdrekum og fallbyssum yfir „grænu línuna“ i Beirút á fóstudag. Þegar hefur verið tilkynnt um þrjá fallna og níu særða vegna bardag- ans. Haft er eftir lögreglu að átök þessi séu hin verstu er orðið hafa við „grænu línuna", sem er fimm km breitt belti er aðskilur borgar- hluta kristinna og múhameðstrú- aðra í höfðuborg Líbanon. Útvarpið í Beirút flutti aðvörun til borgara að fara ekki út á götur borgarinnar er skriðdrekar og fallbyssur hófu að skjóta sprengi- kúlum yfir Tayyouneh og Galerie Semaan borgarhverfin. Útvarps- stöðvar kristinna sögðu að Michel Samaha og Assad Shaftari, samn- ingamenn hers kristinna, myndu eiga fund með Abdul—Halim Khaddam varaforsetga Sýrlands á laugardag og sunnudag. Flugslysið í (iander: Arrow-félagið: Sektað fyrir slæm- an rekstur í Wa.shington, 13. desember. AP. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) sektaði Arrow-flugfélagið í fyrra fyrir slæman rekstur og gerði alvarlegar athugasemdir við hvernig að rekstrinura væri staðið. Óskað var m.a. eftir því að félagið ALVARLEGAR bilanir komu upp í júlí í einum hreyfli þotunnar, sem fórst í gær með 258 manns innanborðs við flugvöllinn í Gand- er á Nýfundnalandi, að sögn flug- virkja, sem vann þá að viðgerð á þotunni. Flugvirkinn, Randy Stirm, segir að þegar þotan hafi verið í skoðun hjá Servair-fyrirtækinu í Tacoma í Washingtonríki í júlí hafi þrýstingsfall átt sér stað í einum hreyflanna. Ástæðan var bilaðir ventlar í hreyflinum. Tveir flugvirkjar reyndu að lag- færa hreyfilinn með því að setja í hann nýja ventla, en samt gerði þrýstingsfall vart við sig áfram. Stirm sagði flugvirkjana ekki hafa hirt um að skipta um bilaða síu, sem valdið getur því að elds- sniði sér stakk eftir vexti meðan ýmislegt í rekstrinum væri fært í betra horf. Félagið var eitt 16 flugfélaga, sem tekið var til ná- kvæmrar rannsóknar eftir skyndi- skoðun á rekstri 400 bandarískra neyti safnist fyrir í hreyflinum. Þrýstingsfall getur leitt til hreyfilsprengingar. Bilun af þessu tagi er óalgeng og verður helzt vegna ísmyndunar. Stirm segist hafa neitað því að skrifa nafn sitt í viðgerðarbók þotunnar þar sem hann taldi hreyfilinn, og þar með þotuna, I svo slæmu ásigkomulagi að hann hafi ekki viljað skrifa hana út. Stirm setti sig í samband við bandarísku flugmálastjórnina og skýrði henni frá þessu þegar hann komst að því að þotan sem fórst í Gander hafi verið sú sem hreyfilbilananna varð vart í. Talsmenn Arrow-flugfélagsins segja það ekki hafa fengið vitn- eskju um bilunina. fyrra flugfélaga í byrjun árs í fyrra. Félagið hlaut þungar ákúrur fyrir slæmt rekstrareftirlit, fyrir að vanrækja viðhald eða skjóta því á frest og fyrir notkun úreltra handbóka við viðhald. Ástæða þótti ekki til að svipta flugfélagið flugrekstrarleyfi þar sem það hafði rekstur sinn til ítarlegrar endurskoðunar og vann að end- urskipulagningu hans þegar rannsókn flugmálayfirvalda átti sér stað. f millitíðinni hefur verið skipt um flesta stjórnendur þess, þ. á m. deildarstjóra og verk- stjóra, og félagið hlotið hrós FAA. Auk þess að skipta um yfir- menn í fyrirtækinu var starfs- fólki fækkað um þriðjung við endurskipulagninguna og flug- leiðum breytt. Óhappið í Gander er fyrsta slysið í sögu félagsins þar sem manntjón verður. f nóv- ember 1983 bilaði vökvakerfi í þotu Arrow-flugfélagsins en hún lenti heilu og höldnu á alþjóða- flugvellinum í Miami. í fyrra nauðlenti þota félagsins á sama flugvelli þegar mælar í stjórn- borði hennar biluðu. í fyrra flaug Arrow með á aðra milljón farþega til 245 borga í 72 löndum. í viku hverri flugu þotur félagsins 150-200 ferðir með farþega. í eigu félagsins eru átta DC-8 þotur, tvær DC-10, ein Boeing-707 og ein Boeing-727. Tíðar bilanir í einum hreyfli San Diego, 13. desember. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.