Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Borg, Miklaholtshreppi: Basar til styrktar Rauðamelskirkju Borg, MiklaholUihreppi, 12. desember. SÍÐASTLIÐINN laugardag, 7. des- ember, héldu konur í Eyjahreppi basar með fjölbreyttum munum, bsAi gómsætum og öórum med listi- lega fallegu og smekklegu hand- bragði. Sýnir það, sem reyndar er vitað, að húsmæður ■ sveitum lands okkar, eru margar listfengar og smekklegar í verkum sínum. Mikill fjöldi fólks mætti á þess- um basar. Allur ágóði rennur til Rauðamelskirkju, sem nú er verið að endurbæta, því á næsta ári er 100 ára afmæli kirkjunnar. Nýlega höfðu konur hér í Miklaholts- hreppi á vegum kvenfélagsins handmenntanámskeið 1 fatasaum. Flestar konur félagsins gátu mætt þarna og aukið handmennt sína verulega. Saumuðu þær margs konar fínar flíkur, sem bera gott vitni handlagni og smekkvísi. Leið- beinandi á þessu námskeiði var Geirþrúður Kristjánsdóttir, tízku- hönnuður, sem lauk nýlega námi í þessu fagi í Danmörku. Lofuðu félagskonur góða tilsögn og list- rænt handbrag kennara síns. Páll Nýjar sendingar af sófasettum íleðri og taui BOHGAR- Hroyfilshútinu á horni Grons- Jh áavogar og Miklubrautar. vl Forvarnir í læknisfræði — átak Hjartaverndar Höfundur er yfirlæknir við Lungna- og berklararnadeild Heilsurernd- arstöðrar Reykjaríkur. — eftir Þorstein Blöndal Forvarnir í Iæknisfræði hafa sannað gildi sitt á sviði smitsjúk- dóma, sem tekist hefur að fækka eða jafnvel útrýma með bólusetn- igum. Þegar kemur að öðrum sjúk- dómaflokkum hefur þó þessi grein læknisfræðinnar stundum átt merkilega örðugt uppdráttar. Einkum á þetta við þegar orsaka sjúkdóma er að leita í lífsmynstri eða hegðun manna og miklir fjár- munir eða atvinnumál eru í húfi. Rannsóknir á orsökum sjúk- dóma og dauðsfalla í síðustu ára- tugum hafa m.a. leitt í ljós þrjá stóra ytri orsakaþætti, sem eru reykingar, áfengisneysla og slys. Þessir ytri orsakaþættir verka oft saman í flóknu samspili með a.m.k. tveimur innri áhættuþáttum þ.e. hækkuðum blóðþrýstingi og hárri blóðfitu. Sérstakir áhættuþættir kransæðasjúkdóms, þar á meðal kransæðastíflu eru hækkaður blóðþrýstingur, reykingar og hátt kólesteról. Þetta eru allt áhættu- þættir, sem unnt er að vinna gegn með samstilltu átaki til bættrar þjóðheilsu. En hverjir eru algeng- ustu dánarorsakirnar frá fertugu til sjötugs? Og ekki síst, hverjar eru orsakir sjúkdómanna? „Sérstakir áhættuþættir kransæðasjúkdóms, þar á meðal kransæðastíflu eru hækkaður blóðþrýst- ingur, reykingar og hátt kólesteról. Þetta eru allt áhættuþættir, sem unnt er að vinna gegn með samstilltu átaki til bættrar þjóðheilsu.“ Dánarorsök fólks á aldrinum 40—69 ára. England og Wales 1983. Dánarorsök samkvæmt Vegna Vegna hárrar sjúkdómaflokkun reykinga blóðfltu Hjarta- og æða- sjúkdómar 46% 16% 33% Illkynjaæxli 35% 12% Lítið Öndunarfæri 8% 5% Lítið Annað(slys) 10% Lítið Lítið Samanlagt 33% 33% Það sem er sérstaklega athyglis- vert við töfluna hér að ofan er að þetta eru einstaklingar í blóma Hfsins og við fulla starfsorku. Vegna skörunar dánarorsaka af völdum reykinga og hárrar blóð- fitu verður summa þessara tveggja dánarorsaka þó ekki 66% heldur 50%. íslenskar dánartölur sýna einmitt, að kransæðadauði hefur minnkað í eldri aldursflokkum karla, en það geigvænlega er, að í yngri aldursflokkunum frá fertugu til sextugs hefur svo til engin breyting orðið. Nú boðar Hjarta- vernd í samvinnu við heilsugæslu- stöðvar, að gert verði nýtt átak og sérstaklega á þessu sviði. Nú kann einhver að spyrja. Er virkilega unnt að hafa áhrif á þessa tvo áhættuþætti? Svarið er já. Dregur slik lækkun áhættu- þátta úr sjúkdómatíðni og dauða? Svariðer líkajá. í fyrstu grein tóbaksvarnalaga nr. 74/1984 segir. „Markmið þess- ara laga er að draga úr tóbaks- neyslu, og þar með því heilsutjóni, sem hún veldur og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks." Á fyrstu 11 mánuðum þessa árs er tóbakssalan frá ÁTVR 25 smálest- um minni en á sama tíma í fyrra. Slík minnkun á sölutölum ÁTVR er óvenjuleg og gerðist síðast 1977, þegar sjónvarpið hafði öfluga fræðslu um skaðsemi tóbaks. Hins vegar er vitað að æ minni hluti fullorðinna einstaklinga revkir miðað við það sem áður var. Árið 1968 reykti 63% fullorðinna karl- manna en árið 1985 40%. Tölurnar fyrir konurnar eru 45% og 39%, miðað við sömu ár. Ljóst er því, að löggjafinn hefur haft meðvind, en þó aukið ferðina með því að vinda upp fleiri segl. Vitað er, að um 30.000 manns hér á landi hafa hætt að reykja; oft eftir hvatningu eins og á „reyklausum degi“ eða eftir umfjöllun í fjölmiðlum, en langoftast upp á eigin spýtur og án mikillar utanaðkomandi hjálpar. Vitað er, að ráðleggingar læknis um reykbindindi hvetja fólk til að hætta að reykja og þessi áhrif má auka enn frekar með skriflegum upplýsingum um langtimaáhrif tóbaksnautnar og markvissu nám- skeiðshaldi, sem einmitt verður á dagskrá hjá Hjartavernd og heil- sugæslustöðvunum. Þorsteinn Blöndal Skrif um fitu og blóðfitu hér á landi hafa gjarnan einkennst af því, að framleiðendum og öðrum hagsmunaaðilum hefur þótt nærri sér höggvið. Hvað kransæðasjúk- dóm varðar erum við þar þó öll á sama báti. Nýlega birtist í tímariti bandaríska læknafélagsins (JAMA 1985;253:2080-6) umræða um kól- esteról og og kransæðasjúkdóm. Ályktanir voru dregnar af rann- sókn, sem hófst 1973 og nú hefur verið vegin og metin og ráðlegging- ar fyrir fólk þar vestra gefnar. Það er ljóst, að orsakasamband er milli hárra blóðfitugilda og kransæða- sjúkdóms. Jafnframt er ljóst að lækkun blóðfitu með mataræði einu sér eða lyfjum leiðir til lækk- unar á nýgengi kransæðasjúk- dóms. Það eru ekki deildar mein- ingar um þessa rannsókn, sem þykir vera vel gerð og ærleg. Báðir þeir áhættuþættir, sem aðallega hafa verið gerðir að umtalsefni hér, verka einir sér og saman til skaða fyrir þjóðheilsuna. Reykingar og há blóðfita eru gegn hagsmunum almennings. Þess vegna er það merkisatburður í sögu íslenskra heilbrigðismála, þegar Hjartavernd boðar þetta átak á sviði fyrirbyggjandi læknis- fræði. Eftir 18 ára starfsemi býr Hjartavernd yfir ekki lítilli þekk- ingu um hegðun þessa sjúkdóma meðal manna. f samvinnu við heilsugæslustöðvarnar nýtist til hins ýtrasta sú góða starfsaðstaða, sem endurnýjun frumheilsugæsl- unnar leiddi til. Ekki spillir heldur að frumkvæði Hjartaverndar kemur á réttum tíma. íslendingar fara ekki varhluta af heilsubylgj- unni og fólk almennt vill nú vita meira um það hvernig líkaminn vinnur bæði heill og sjúkur. í Bandaríkjunum hefur forvarna- starfsemi kransæðasjúkdóms ve- rið starfrækt um margra ára skeið og í nágrannalöndum okkar eru þessi mál einnig komin lengra á veg. Því þarf að taka þessum mál- um af snerpu. óbreytt ástand er óviðunandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.