Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 23

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 23 íslenska kvenþjóAin er óneitanlega fríð Velkomnar í vorn — eftir Valgerði Kristjónsdóttur Nýlega barst mér í hendur tíma- ritið Mannlíf, gott blað og fallegt, sem ég hafði ánægju af að lesa. Þó er eitt atriði í þessu 6. tölublaði 2. árgangs sem ég sé ástæðu til að fara nokkrum orðum um, eink- anlega af því að mér er málið skylt. t dálkum sem bera yfirskriftina „Fólk“ er pistill sem nefnist „Nýtt bókaforlag með nýtt efni“. Segir þar frá tveimur konum sem á góð- viðrisdegi í haust stofnuðu sitt eigið bókaforlag og þær bóða út- komu tveggja bóka nú á jólamark- aðinn. Ég vil taka undir þau orð blaðamanns að það er ekki á hverj- um degi sem stofnuð eru bókafor- lög hér á landi og fagna jafnframt „þessu einkaframtaki" kvennanna tveggja. Hins vegar tel ég mér skylt að gera athugasemd við þá staðhæfingu að aldrei hafi það gerst fyrr að konur hafi stofnað forlög hér á landi. Upplýsingar liggja fyrir um að fimm konur stofnuðu með sér bókaútgáfuna Bjölluna árið 1972, sem starfar enn á Bröttugötu 3B hér í borg og hefur gefið út at- hyglisverðar bækur cg fjölbreyttar að efni. 21. júní 1984 var stofnsett útgáfufélagið Bókrún, með aðsetri í Einarsnesi 4 í Reykjavík. Einnig þar voru það fimm konur sem tóku sig saman um framtak af þessu tagi og hafa þegar gefið út tvær bækur og sú þriðja er væntanleg. hóp Að sjálfsögðu gætu konur hafa komið fleiri forlögum á fót þó upplýsingar liggi ekki fyrir, en vitað er að ófáar konur hafa gefið út eigin bækur án þess að stofna til reglulegrar útgáfustarfsemi. Ástæðan er vafalaust sú sem drep- ið er á í umræddum pistli í Mann- lífi „að konum gangi erfiðlega að fá útgefin verk eftir sig og þær vanti einhvern vettvang." Útgáfufélagið Bókrún var gert að hlutafélagi 1. október síðastlið- inn og vil ég sem einn forsvars- manna þess bjóða hinn nýja aðila velkominn í vorn hóp, tel að efnið sem boðuð er útgáfa á sé allrar athygli vert, Hjá Bókrúnu kom út í desember 1984 I. bindi útvarpserinda eftir Björgu Einarsdóttur Úr *vi og starfi íslenskra kvenna, annað bindi er væntanlegt á næstunni en alls verður þetta safnrit í þremur bind- um. Hinn 24. október kom út Minnisbók Bókrúnar 1986, alman- aksbók með kvennasögulegu efni við hvern dag ársins; einnig hefur forlagið gefið út tvö póstkort. Engin ástæða er til að ætla annað en þessi forlög rúmist öll þlið við hlið á hinum íslenska bókamarkaði, blæbrigðamunar kann að gæta í efnisvali og ekki er nema gott um það að segja að „kvennapólitík", sem er býsna rúmt hugtak, sé rekin úr fleiri áttum samtímis. Höfundur er raraformaður Bók- rúnarhf. Afli landsmanna um síðustu mánaðamót: Rúmum 100.000 lestum meiri en á sama tíma í fyrra FISKAFLI landsmanna var um síð- ustu mánaðamót orðinn 1.476.763 lestir, rúmum 100.000 lestum meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta er þeg- ar orðið eitt mesta aflaár á fslands- miðum og skortir um mánaðamótin á annað hundrað þúsund lestir á að metið frá 1979 verði slegið, en þá veiddust 1.640.688 lestir alls. Verði loðnuveiði svipuð í desember nú og í fyrra gæti þetta orðið mesta aflaár sögunnar, en til þessa er loðnuaflinn í mánuðinum tæplega 100.000 lestir. Loðnuaflinn vegur þyngst í heild- araflanum og var hann um mánaða- mótin orðinn 850.390 lestir. Ársafli f slendinga á loðnu hefur orðið meiri árin 1978, 966.741 lest, 1979, 963.557 lestir og 1984, 864.821 íest Loðnuafl- inn nú, frá upphafi vertíðar í haust til 9. desember er 600.000 lestir og hefur aldrei verið meiri. Þorskaflinn um mánaðamótin var 298.523 lestir, en á sama tíma i fyrra var hann 256.264 lestir. Afli annars botnfisks nú var 243.514 lestir, en 276.336 í fyrra. Afli annarra helztu nytjategunda er svipaður nú og í fyrra. Þorskafli togara nú var 152.331 lest en í fyrra 133.851. Heild- arafli togaranna er 319.189 lestir en var í fyrra 318.030. Þorskafli báta var 146.192 lestir en í fyrra 122.413. Afli annars botnfisks er um mán- aðamótin 76.656 lestir en 83.157 í fyrra. Heildarafli báta nú er 1.157.574 lestir, en í fyrra 1.049.228. Afli smábáta umdir 10 tonnum var um mánaðamótin 24.143 lestir, þar af þorskur 22.175. Aflinn á Suður- og Vesturlandi var 8.036 lestir, 7.049 af þorski, á Vestfjörðum 4.963 lestir, 4.661 af þorski, á Norð- urlandi 5.468 lestir, 5.293 af þorski og á Austfjörðum 5.676 lestir, 5.172 af þorski. Af einstökum stöðum var mestu landað á Rifi, 1.514 lestum, Neskaupstað 1.477, Húsavík 1.390, Bolungarvík 1.337 og á Akranesi 1.337 lestum. f f f f & ff Aöventuhátíö í kirkju Óháða safnaðarins sunnudagskvöldiö 15. desember kl. 20.30 f Ingibjörg Guðjónsd. Trausti Gunnarsson A Ræöa kvöldsins: Ómar Ragnarsson, fréttamaöur. * Einsöngur og tvisöngur: Ingibjörg Guöjónsdóttir, sópransöngkona Trausti Gunnarsson, bariton. * Kirkjukór Óháöa safnaöarins, söngstjóri Heiðmar Jónsson * Ljósin tendruö Bæn Þorsteinn Ragnarsson, safnaöarprestur. lík-j meiriháttar /■TIGft. BRUNSLEDI tryllitækH með stýri og öryggisbremsum og þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stiga brunsleðinn er níðsterkur: Hann ber jafnt börn sem fullorðna. Með stýrisskiðinu nærðu krappri beygju. örugg handbremsa við Skíðin eru úr þrælsterku Etan-plasti og allar aðstæður og varn- renna þvi mjög vel. argrind fyrir framan fæturna. Með sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn til hliðar og stöðvast sjálfkrafa ef þú missir hann. ÖRNINN Spitalastig 8 viðóðinstorg símar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.