Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 22

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 á nýjum stað í rúmgóðum, glæsilegum húsakynnum (beint á móti Tónabíói) Lítið inn og smakkið okkar afbragðsgóðu, einstöku pítur, með alls konar fyllingum. Bjóðum einnig upp á Ijúffengar heilhveitipítur, sem er nýjung. Ókeypis gos með matnum. Afar skemmtileg leikaðstaða fyrir börnin. Næg bílastæði. Opið verður áfram á Bergþórugötunni n ^L±±±j tíTR u m H'i"R"I H I! 1 □ H 1 H H 1 H mt- a 1 íé ** Ljósin tendr- uð á jóla- trénu í Hafnarfirði KVEIKT verður á jólatrénu i Thorsplani viA Strandgötu í Hafnar- firði í dag, laugardag, kl. 16, en tréð er gjöf fri Frederiksberg, vinabæ Hafnarfjarðar í Danmörku. Hans A. Djurhuss, sendiherra Danmerkur, afhendir jólatréð formlega í nafni bæjarstjórnar- innar í Frederiksberg og þvínæst tendrar ungur drengur af dönskum og íslenskum ættum ljósin á jóla- trénu. Einar I. Halldórsson, bæjar- stjóri veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd Hafnfirðinga. Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir syngur jólalög. Jólasveinar verða á ferð um bæinn og verslanir í Hafnar- firði verða opnar til kl. 18. FrétUtílkynniiig Nemendatón- leikar Tón- skóla Sigur- sveins NEMENDUR Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar halda tónleika i morgun, sunnudag, og nk. fimmtu- dag, 19. desember. Tónleikarnir á morgun eru sem hér segir: Kl. 13.30 leika yngri nemendur i Menningarmiðstöðinni við Gerðurberg; kl. 15 leika gítar- nemendur í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg; kl. 16 leika yngri nemendur í Neskirkju. Á fimmtu- daginn halda framhaldsnemendur tónleika í vestursal Kjarvalsstaða og hefjast þeir kl. 20.30. FrétUtílkynning Vísindafélag Norðlendingæ Háskóli á Akureyri verði sjálf- stæð stofnun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ilyktun um hiskóla i Norðurlandi fri Vísindafélagi Norð- lendinga: „Vísindafélag Norðlendinga fagnar þeim umræðum, sem fram hafa farið undanfarna mánuði, um stofnun háskóla á Akureyri, og jákvæðum undirtektum Háskóla- rektors og Menntamálaráðherra. Telur félagið einsýnt, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að stofnun norðlensk háskóla, með sérstakri fjárveitingu á næsta ári og ráðningu forstöðumanns (eða rektors), er fái það hlutverk að undirbúa stofnunina. Félagið leggur áherslu á, að fyrirhugaður háskóli á Akureyri verði sjálfstæð stofnun frá byrjun, og fái að þróast eftir eigin mark- miðum og leiðum, með samvinnu við skyldar stofnanir, innanlands og erlendis. Þar sem vísindalegar rannsókn- ir og fræði eru undirstaða allra háskóla (universitates), telur fé- lagið mikilvægt, að sérstakt átak verði gert til að efla slíka starfsemi hér í Eyjafirði og þær stofnanir sem hana annast (eða gætu tekið hana upp), svo sem Amtsbókasafn- ið, minjasafnið, náttúrugripasafn- ið, fjórðungssjúkrahúsið, tilrauna- stöð og rannsóknastofu Ræktunar- félagsins o.fl. Ennfremur lýsir félagið ein- dregnu fylgi við tillögu Bókasafns- nefndar um ráðningu söguritara og vísi að sögustofnun við Amts- bókasafnið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.