Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 18 Hollustubyltingin/ Jón Óttar Ragnarsson Fæðan og útlitið íslendingar eru yfirleitt taldir fremur fríð þjóð, ekki síst kven- fólkið. En hvers vegna? Að hluta til eigum við þetta án efa erfðum að þakka. Hinn nor- ræni stofn með háu hlutfalli af hávöxnu og ljóshærðu fólki stendur fyrir sínu. En umhverfisþættir koma ekki síður við sögu, þ. á m. næringin sem hefur áhrif á ótrúlega marga þætti útlits okkar þ. á m. bein- vöxt, tennur, húð og hár og holda- far. Um alla þessa þætti verðum við að hugsa bæði fyrir sjálf okkur og aðra og vegna þess að gott útlit og góð heilsa fara yfir- leitt saman! Næring og útlit Rannsóknir í næringarfræði hafa til þessa beinst einkum að því að finna tengsl milli mataræð- is annars vegar og hættulegra sjúkdóma hins vegar. Því miður hefur allt of lítið verið gert að því að rannsaka sambandið milli þess sem við borðum og hins hvernig við lítum út frá degi til dags. Fæðan og útlitið Engu að síður sýna þær rann- sóknir sem fram hafa farið að þessi tengsl eru svo margslungin, að nær öll þekkt næringarefni fæðunnar, yfir 40 talsins, koma við sögu! Bein og tennur Þeim sem horfir á kvikmynd á hvíta tjaldinu blandast ekki hugur um að fallegur limaburður og óskemmdar tennur skipta sköpum fyrir útlit fólks. í fyrri grein var sérstaklea fjallað um þennan þátt. Kom þar m.a. fram að við þurfum a.m.k. 14 mismunandi efni til að tryggja heilbrigði þessara vefja. Þau efni sem við þurfum helst að gæta að fá nóg af eru kalk, D-vítamín og flúor, enda þótt hin efnin 11 séu að sjálfsögðu einnig mikilvæg. En það er ekki nóg að fá þessi efni á vaxtarskeiði. Bogið bak og jafnvel tannlos á fullorðinsárum geta stafað af skorti á þessum efnum síðar á ævinni. Það er athyglisvert að Guðrún Gísladóttir tannlæknir telur að íslenska mysan hefi sennilega bjargað mörgum sjúklingi sinna frá tannlosi! En það er ekki nóg að halda Þáttur__________________ afbrigðileg bein og tennur bogið bak og e.t.v. tannlos skemmdar tennur léleg húð, hár og neglur fölvi á húð • offita Hugsanleg vöntun/ofskömmtun kalk, A-, C- og D-vítamín, zink, magníum, mangan, kopar o.m.fl. kalk, D-vítamín, flúor o.m.fl. flúor/sykur A-vítamín, Bl-, B2-, B6-vítamín, fólasín, pantóþensýra, C-, E-víta- mín, selen, járn, zink, fjölómett- aðar fitusýrur o.m.fl. járn, kopar o.fl. trefjaefni, fita, sykur tönnunum í gómnum. Við viljum líka koma í veg fyrir að þær skemmist. Og í þeim efnum skiptir mataræðið sköpum! fslendingar eru því miður með einkar lélegar tennur. Eru helstu orsakirnar mikið sykurát, lítill flú- or í fæði (og drykkjarvatni!) og léleg tannhirða! Húðin Húðin getur haft afgerandi áhrif á útlitið, einkum ef hún er ekki eins og best verður á kosið. Sérstaklega er þetta slæmt ef við þurfum að kljást við útbrot og húðsjúkdóma. En það er líka slæmt að vera með feita, þurra og grófa húð. Slæm húð og húðsjúkdómar geta átt sér meira en hundrað mis- munandi orsakir, þ. á m. kemur til greina skortur á meira en 20 mismunandi bætiefnum. Þannig ráða A-vítamín og öll B-vítamínin ásamt zinki, járni, fjölómettuðum fitusýrum, o.m.fl. bætiefnum miklu um ástand húð- arinnar. Jolasmmmir koma Jólasveinamir koma til okkar í dag kl. 16.00—18.00 og skemmta krökkunum. í leiðinni munu jólasveinarnir koma við hjá sælgætisgerðinni opal og verða því með fulla pokana af góðgæti. Ath! Við bjóðum upp á ókeypis Coke handa öllum matargestum. ísfugl AMERICAN STYLE SKIPHOLTI 70 SÍMI 686838 Við A-vítamínskort verður húðin hörð, hrjúf og hornkennd (fyrst á olnbogum og rasskinnum), hár fellur af og hvítar bólur myndast. Við B-vítamínskort verður húðin þurr og feit, flögnuð (um nef og munn) og sprungin (munnvik), auk þess sem útbrot eru algeng, einkum kringum munn og nef. Svipað gerist á tungum og vör- um: ójöfnur hverfa af tungunni sem verður bólgin og jafnvel sprungin. Varir þorna og springa, einkum í munnvikum. Áhrif skorts á snefilsteinefn- um, t.d. járns, zinks eru svipuð, enda hlutverk þeirra oft mjög áþekkt hlutverki B-vítamínanna (hjálparhvatar). Loks hafa fjölómettaðar fitusýr- ur, t.d. línolsýra, veruleg áhrif á húð sem verður rauð, þrútin, þurr og þakin útbrotum vanti þær í fæðið. En bætiefnaskortur getur einnig haft áhrif á litarhaft. Sérstaklega ef okkur vantar t.d. járn eða kopar í fæðið verðum við föl (hvít) þ. á m. í andliti. Járn hefur einnig áhrif á negl- ur sem verða þunnar, flatar og skeiðarlaga auk þess sem þær rifna við minnsta átak ef það vantar í fæðið! Síðast en ekki síst skulum við hafa í huga að E-vítamín, selen og fleiri andoxarar geta ráðið miklu um áhrif ellihrörnunar m.a. á húðina! Offita Og ekki skiptir holdafarið minna máli. Oft er það einmitt það sem við tökum eftir þegar við hittum einhvern í fyrsta sinn. Bætiefnaskortur virðist hafa lítil áhrif á holdafar. Mataræðið skiptir samt sköpum því aðalor- sökin er ofneysla fitu og sykurs og of lítið af trefjaríkum mat. Besta leiðin til að grennast niður í kjörþyngd er auðvitað að draga úr neyslu þessara efna og borða þeim mun meira af hollum, bætiefnaríkum mat. Mataræði og útlit Af ofansögðu er ljóst að mat- aræðið skiptir sköpum fyrir út- litið. Sérstaklega er mikilvægt að fá nóg af A-, B- og D-vítamínum, ásamt kalki, zinki, járni, fjölómett- uðum fitusýrum og trefjaefnum og lítið af fitu og sykri. En jafnvel þetta er ekki nóg! Til þess að tryggja nægan flúor fyrir tennur þarf að auka veru- lega flúortekju fyrstu 20 ár ævinnar e.t.v. með flúorbætingu drykkjarvatns. En fyrst og fremst þurfum við að neyta sem mest af heilu korni og garðávöxtum, mjólkurdrykkj- um, lýsi, innmat og síðast en ekki síst... fiski. „Búðar- dagar“ á Krákunni BÚNAR Marvinsson, matreiðslu- maður frá Búðum á Snæfellsnesi, mun næstu daga matreiða fyrir gesti veitingastaðarins Krákunnar, Laugavegi 22. Nú um helgina hefjast svokall- aðir Búðardagar þar sem Rúnar kynnir eigin matseðil. Búðar- dagarnir standa í eina viku og á Þorláksmessu kynnir matreiðslu- maðurinn nýstárlega uppskrift af kæstri skötu. Að kvöldi annars dags jóla og á föstudag 27. des- ember heldur Rúnar „gala-fiski- veislu" fyrir gesti Krákunnar. Á milli þess sem Rúnar matreiðir verður boðið upp á hinn hefð- bundna Krákumatseðil en að auki mun matreiðslumaðurinn Heimir Einarsson bjóða upp á svokallað „Meze“ þar sem gestum gefst kost- ur á að bragða 10-12 rétti af mat- seðlinum, sitt lítið af hverju. (Frétlatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.