Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 15

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 15 Hin fræðilega úttekt Aðalsteins Ingólfssonar verður alllangdregin og fær á köflum svip af rabbstíl, sem kemur myndum Jóhannesar ekki alltaf mikið við. Hann leggur áherslu á að útlista, að Jóhannes hafi verið einfari í íslenzkri mynd- list — virkar það, sem hann hafi staðið einn uppi, er allir aðrir máluðu abstrakt. En hér á Jó- hannes marga félaga og samherja, sem líkt og hann reyndu um skeið að nálgast hið óhlutbundna til að þóknast tíðarandanum í listinni, en sem átti svo ekki við geðslag þeirra, og í raun var það stór hóp- ur, er var úti í kuldanum í list- pólitíkinni um árabil. Margt er skarplega útlagt í skrifi Aðalsteins, og eins og allir góðir málarar varð Jóhannes fyrir áhrifum frá mörgum málurum, en það þótti mér merkilegt, að hvorki í lesmáli bókarinnar sjálfrar né í nafnaskrá er minnst á færeyska málarann Samuel Jonesen-Myki- nes. Allir, sem vilja vita, gera sér ljós hin sterku áhrif, er Jóhannes varð fyrir af þessum mikla málara , á færeyskri yfirlitssýningu hér í ! borg árið 1962 — þau áhrif ber | hvorki að fela né lasta, því að þau urðu listamanninum upprövun og hvati til svipmikilla átaka. Val mynda af listaverkum í bók- ina hefur tekist allvel og lýsa Jó- hannesi ágætlega sem listamanni, en þó hefði t.d. módelteikningin úr Handíðaskólanum mátt missa sín, 1 því að hún ber full sterk einkenni lærimeistarans. Hins vegar hefði mátt fjölga hinum mörgu óborg- anlegu karla- og skopmyndum, er hann gerði á þeim árum, er höfðu yfir sér sterk persónuleg höfund- areinkenni. Persónuleg kynning í návígi við frummyndirnar orkar yfirleitt öllu sterkar en eftirmynd- irnar í bókinni, og er það lista- manninum ávinningur, því að oft vill þetta vera öfugt. Uppsetning Torfa Jónssonar er létt og lifandandi en þó koma sumar fjölskyldumyndirnar líkt og skollin úr sauðarleggnum. Hér hefði verið meiri aðgreiningar þörf. Stutt yfirlit um feril lista- mannsins frá ári til árs hefði og verið æskilegri, en fyrirferðamikil skrá yfir eigendur verka lista- mannsins. Ágæti Jóhannesar Geirs Jóns- sonar sem málara orkar ekki tví- mælis og bókin um hann verður að teljast drjúg kynning á lista- manninum, sem mikill fengur er að. birtu. Þessu er lýst með kröftug- um, umbúðalausum pensildrátt- um, er bera heitri og sterkri skap- gerð vitni. Sumarnætur virðast Jóhannesi kært viðfangsefni og hér er hann í miklum ham. Ég tók ekki eftir því fyrr en eftirá, að ég hafði merkt við heilar fjórar myndir í sýningarskrá, þar sem þetta viðfangsefni er á dagskrá (nr. I, 10, 23 og 50). Hér var ég að merkja við þær myndir, er orkuðu sterkast á mig. Hinar voru „Skáld- ið: Jónas Svavár (19), sem er furðu- leg mynd, því að þótt ekki sé hún beinlínis lík maninnum, er einhver útgeislan í henni, sem minnir sterklega á skáldið á þessum tíma. Er miður að Jóhannes skuli ekki hafa málað fleiri slíkar myndir, því að hér er innsæið í hámarki. „Fá Grindavík" (35), Tjöruvinna" (38), Jarðaför á króknum" (42), „Blönduhlíð" (46) og „Áning í þoku“ (51). Það eru slíkar myndir, sem hrífa mig mest og í þeim tel ég, að list Jóhannesar rísi hæst. Sýningin í Listasafni Alþýðu er í senn falleg og sterk, en ekki var ég sáttur við val pastelmyndanna, því að hér álít ég, að listamaðurinn hafi gert miklu betur. Þetta atriði og ýmislegt annað við sýninguna gerir það að verkum, að skoðun , mín er sú, að hægt hefði verið að ná saman ennþá öflugari yfirlits- sýningu á verkum listamannsins. Að öllu samanlögðu er þetta mjög hrifmikil sýning, sem ein- dregið skal mælt með. Þrír breskir læknar . sæmdir fálkaorðunni FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi nýlega þrjá breska lækna, þá Matthias Paneth, Edgar Sowton og Noel Rice, Riddarakrossi hinar íslensku fálkaorðu. Hinn 9. desember afhenti sendiherra íslands í London. Einar Bene- diktsson, þremenningunum orðurnar í höfn. í frétt frá sendiráði íslands í London segir að Matthias Paneth sé mörgum Islendingum að góðu kunn- ur. Hann hafi verið yfirskurðlæknir við Brompton sjúkrahúsið frá 1979, en þangað fari langflestir þeirra íslendinga sem gangist undir hjarta- aðgerðir. Edgar Sowton er er bæði verkfræðingur og læknir. í frétt sendiherrabústaðnum við hátíðlega at- sendiráðsins segir að hann sé einn af frumkvöðlum nýrrar tækni við lækningar kransæðasjúkdóma sem nefnist „blástur". Hafi hann beitt þeirri aðferð við fjölda íslendinga sem annars hefðu þurft að gangast undir skurðaðgerð. Sowton starfar sem hjartasér- fræðingur við Guy’s sjúkrahúsið en hefur sinnt flestum Islendinganna á Harley Street læknamiðstöðinni. Hann hefur haldið fyrirlestra á Is- landi og verið Islendingum hollur ráðgjafi um ýmis efni. Noel Rice er yfirskurðlæknir við Moorfields sjúkrahúsið fyrir sjúklinga með augnsjúkóma og hefur hann annast marga Islendinga, að því er segir í frétt sendiráðsins. Hann er mikill Islandsvinur og hafa Islendingar notið sérstakrar fyrirgreiðslu á sjúkrahúsinu þar sem hannn starfar. vísindastyrki NATO Átta fengu Menntamálaráöuneytið hefur út- hlutað styrkjum af fé því sem kom í hlut íslendinga til ráðstöfunar til vísindastyrkja á vegum Atlantshafs- bandalagsins á árinu 1985. I fréttatilkynningu frá ráðuneyt- inu segir, að umsækjendur hafi verið 27 og hlutu 8 þeirra styrki. Ágústa Guðmundsdóttir, BS, 110.000 kr., til framhaldsnáms í örverufræði og lífenfafræði við University of Virginia, í Bandaríkj- unum. Björgvin S. Gunnlaugsson, BS, 70.000 kr., til framhaldsnáms í tölv- unarfræði við McGill University i Kanada. Fjalar Kristjánson, cand. pharm., 110.000 kr., til framhalds- náms í lyfjaefnafræði við Univers- ity of Kansas, í Bandaríkjunum. Gestur Valgarðsson, M.S., 110.000 kr., til framhaldsnáms í vélaverk- fræði við University og Tennessee, í Bandarikjunum. Guðmundur Stefánsson, BS, 110.000 kr., til framhaldsnáms í matvælafræði við Leeds University í Bretlandi. Guðrún Marteinsdóttir, MS, 110.000 kr., til framhaldsnáms í vistfræði við Rutgers University í Bandaríkjunum. Hans Kr. Guðmundsson, Ph.D, 145.000 kr., til 4 mánaða dvalar við University of Illinois í Urbana- Champaign, í Bandaríkjunum, til að vinna að rannsóknum á fram- leiðslu og eiginleikum málmglerja og örfínt kristallaðra ef na. Kolbeinn Arinbjarnarson, BS, 70.000 kr., til framhaldsnáms í aðgerðagreiningu við Stanford University, í Bandaríkjunum. >: >«=■* ?■ " * •<• ’.b/ :v Beinar siglingar: ísland — Ameríka M.v. „Rainbow Hope“ Áætlun: Lestun/losun Njarðvík — Norfolk 1. jan. —12. jan. 23. jan. — 31. jan. 10. feb. Rainbow Navigation.lnc. Umboðsmenn okkar eru: Cunnar Cuðjónsson sf Hafnarstræti 5 P 0 Box 290 121 Reykiavík. simi 29200 Telex 2014 Meridian Ship Agency, Inc. 201 E. City Hall Ave, Suite 501 Norfolk Va 2S510 U.S.A. Simi (8041-625-5612 Telex 710-881-1256 VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill! JtfanrgittttM&fetfr • Og í hljómplötu- deild Karnabæjar í Glæsibæ frá kl. 16.00 til 17.30. Laddi áritar Hinn eini sanni Laddi, uppáhalds £ húmoristi þjóðarinnar, mætir í eigin persónu í Karnabæ Austur- stræti 22 og í Glæsibæ í dag til aö árita plötuna „Einn voöa vit- laus“ og nýju jólaplötuna meö Strumpunum. • Laddi veröur í hljómplötudeild Karnabæjar í Austurstræti 22 frá kl. 14.00 til 15.30 ídag. -S55SS5?-» r ^ i tutai ^ a\óó Tssætæ&L Taf ian , prey'wr- Við viljum einnig minna á nokkr- ar nýjar plötur sem viö höfum verið aö taka upp síöustu daga. Depeche Mode — The singles ’81—’85 Christopher Cross — Everturn of the World Jethro Tull — Original Masters Twisted Sister — Come out and Play Echo and the Bunnymen — Song to Learn and Sing Al Jarreau — In London Ivan Rebroff — Festliche Weihnacht Ýmsir — The Greatest Hits of Christmas Julio Iglesias — Ein Weihnachtsabend mit Julio Paul Hardcastle — Paul Hardcastle Aled Jones With the BBC Welsh Chorus ssgssssr 1&KARNABÆR HLJÓMPLÖTUDEILD Austurstræti 22, Rauöarárstíg 16, Glæsibæ, Rvk. Dreifing steinorhf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.