Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 12

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Fótfesta á ljóðlandinu Bókmenntir Guðbrandur Gíslason llltima Thule Island — Feuerinsel am Polar- kreis 40 Ijósmyndir í lit teknar af Helfried Weyer. Ljóð eftir Matthías Johannessen á íslensku og í snörun Jóns Laxdal á þýsku. Formáli eftir Kolf Hádrich Eulen úgáfan, Freiburg i. Br. 1985. Til er sá staður í landafræði hugans þar sem ljóð og land renna saman í eitt. Hvorug- tveggja ljóðið og landið eiga griðastað í vitundinni um hjart- sláttinn og þyngdarlögmálið og án þeirra missa menn fótanna. Þessi bráðfallega bók segir í máli og myndum frá þessum griða- stað. Hún er kjörin reisubók fyrir þá sem vilja ná fótfestu í ljóðlandinu hvort sem þeir lesa íslensku eða þýsku sér að gagni því ljóðabrot Matthíasar Jo- hannessen eru þar á báðum tungumálum og andspænis þeim á hverri opnu eru ljósmyndir Prússans Helfrieds Weyer á máli augans. Matthías hefur áður unnið með málurum og ljósmyndurum með góðum árangri og er þar skemmst að minnast ljóðmáls- verka hans og Sveins Björnsson- ar sem sýnd voru í nýju galleríi á Seltjarnarnesi ekki alls fyrir löngu. í bókinni Ultima Thule gengur hann til samstarfs við þekktan þýskan ljósmyndara sem hefur ferðast um ísland og tekið undurfagrar ljósmyndir af auðn þess, umbrotum og hlé- drægum gróðri. í þessum ljós- myndum fer lítið fyrir þeim sem byggja landið, enda varla til þess von í bók sem ber þetta heiti. Meðal Grikkja og Rómverja til forna táknaði Ultima Thule endimörk veraldar til norðurs en hefur á síðustu öld og þessari hrist af sér breiddargráðuklaf- ann að nokkru leyti og tekið á sig yfirfærða og enn goðsagna- kenndari merkingu: land í sköp- un, óflekkað af mannsins hendi. Þetta land er í huga margra Þjóðverja ísland og vel má vera að heitið Ultima Thule greiði fyrir sölu bókarinnar erlendis með skírskotun sinni en þó er hún varla réttmæt því ljóð Matthíasar drepa landið úr dróma einsemdarinnar og gæða það návist ástar mannsins, sem er á stundum allt að því erótísk en öðrum þræði upplýst af þrí- hyrningi manns, guðs og moldar, agape. Ljóð hans eru þrungin vitneskjunni um líf fólksins á þessu landi og saga þess verða aldrei skilin frá því sjálfu, held- ur eru þau heilög, mystísk þrenning. Þetta bergmála ljóð Matthíasar, hvísla því eins og ljóðum er lagið, eða eins og hann segir sjálfur: „Landslagið/geng- ur aftur/í söng ykkar." Því er það að þessi bók er ekki um ímyndina Ultima Thule, heldur um fótfestuland okkar íslend- inga, ljóðlandið ísland. Ljóð Matthíasar eru eins og hjart- sláttur á hverri síðu og þau bjarga þessari bók frá því að vera einungis snotur. Jón Laxdal valdi ljóðabrot úr tveirnur ljóðabókum Matthíasar, Tveggja bakka veðri, og Mörg eru dagsins augu, svo best færi með ljósmyndum Weyers, og „endurorti" þau á þýsku. Skýra málvitund þarf til að þýða texta sem virðist auðskilinn en á auð- legð sína undir einfaldleika myndanna sem hann dregur upp. Jóni virðist oftast nær hafa tekist vel til, og á hann hrós skilið fyrir það. Þó lætur hann undan þrýstingi fyrstu myndar- innar, sem er frá Látrabjörgum og þýðir „þögult gljúfur" Matth- íasar sem „stille Bucht", kyrr vík. Fyrir bragðið fara þýsku- mælandi lesendur á mis við manvísun frumtextans. En ekki verður á allt kosið. Aðdáunar- vert er hve oft ljóð og ljósmynd eiga samleið, ekki síst annars í ofannefndu dæmi. Þýski leikstjórinn Rolf Háe- rich ritar formála að ULTIMA THULE. Hann hefur unnið ís- lenskri menningu þarft verk m.a. með því að gera Brekku- kotsannál að þýsku sjónvarps- leikriti, Das Fischkonzert. Hér segir hann frá íslandi og fslend- ingum sem goðsögn, uppfinningu í anda ímyndarinnar um Ultima Thule. Eflaust er hann ekki einn um þá ímynd. Þessi bók hjálpar þeim lesendum til að hafa fast land undir fótum. Bókin Ultima Thule er óvenju vönduð að allri gerð. Litgrein- ingar eru skýrar, pappír vandað- ur, umbrot og röðun hnökralaus. í bókinni er kort þar sem vísað er á þá staði sem Helfried Weyer ljósmyndaði. Þess vegna er hún leiðarvísir að ýmsum fegurstu stöðum landsins fyrir ferðalanga ekki síður en reisubók um ljóð- landið ísland. Gaman væri að sjá þessa bók með ljóð Matt- híasar á fleiri tungumálum og þá með öðru og beinskeyttara heiti. Höfundur lagði stund á bókmennta- fræði rið Kölnarháskóla í Vestur- Þýskalandi. Hann hefur skrifað greinar í Morgunblaðið undanfarin ár, m.a. um menningarmál. Áskríftarsíminn er 83033 Stórkostlegur kvartett Tónlist Jón Ásgeirsson Ameríski strengjakvartettinn lék á vegum Tónlistarfélagsins sl. miðvikudag. Á efnisskránni voru tvö verk, Lýrísk svíta, eftir Alban Berg og Strengjakvartett í G-dúr, op. 161, eftir Schubert. Lýriska svítan eftir Berg er samin 1926 og er stórkostlegt verk. Á þessum tíma voru nokkur góð tónskáld að fást við nýja tóntúlkun, sem í bland var stefnt gegn akademískri predikun um rétt og rangt. Það sem er m.a. merkilegt við Lýrísku svítuna og reyndar mörg önnur verk frá þessum tíma, að í henni má heyra öll þau tæknibrögð, sem menn eru enn, sextíu árum síðar að telja sér trú um að séu nútíma- leg. Fyrir utan leikinn að blæ- brigðum er tónlist Bergs þrungin af tilfinningum og tónrænum leik og því verða tæknibrögðin ekki markmið, heldur aðeins hluti af, jafnvel óverulegur hluti af því sem er að ske. Leikur Ameriska strengjakvartettins var í einu orði sagt stórkostlegur. Það er trúlega vandfundinn sá kvartett sem leikur þetta verk með meiri glæsibrag, þrungnari af tilfinningu og „músikalskt" fallegar. Kvartettinn eftir Schubert á í raun margt sameig- inlegt með svítunni eftir Berg og sömuleiðis eru þessi verk ekki síður af sama meiði og aukalagið, sem var lokakafli úr kvartett eftir Haydn. Frá Haydn til Berg eru óslitin tengsl í gerð kammer- verka og var Haydn ekki minni nýung en Berg er nú. Þá má heyra í Berg margt, t.d. tematík, formtilfinningu, og leik með andstæður, sem tengjast öllu því sem ritað var fyrir daga Bergs. í kvartett Schuberts eru marg- víslegar nýjungar sem rómantík- in hafði ekki að fullu tileinkað sér fyr en löngu eftir dauða hans. Leikur Ameríska strengjakvart- ettsins í Schubert var glæsilegur, helst til of glæsilegur. Það mætti segja að í flutninginn vantaði þá rósemi náttúrudýrkandans, sem gleymir tíma sínum í aðdáun sinni og að þessi ótrúlegi hraði, sem kom fram í leik þeirra, sé í ætt við þann flýti sem einkennir nútíma náttúruskoðun. Það má ekki skilja orð þessi svo, að vantað hafi alla túlkun í Schubert. Svo var ekki, hann var einfaldlega of hratt leikinn, leið fram hjá eins og landslag, sem horft er á úr nútímafarartæki. Tónlistin á sína lífsmynd í líð- andi tíma og skynhraði mannsins er takmarkaður, því við viss hraðamörk verða sundurslitin hljóð að samfelldu suði, rétt eins hröð skipti kyrrstæðra mynda breytist í kvikmynd við vissan hraða. Leikur með hraðann getur verið skemmtilegur. En eru áheyrendur þá að hlusta á kvart- ett, sem leikur með ofsa hraða og miklum tækniglæsileik eða er það Schubert sem hlustendur eiga erindi við. Þetta er að verða vandamál á tímum fullkominnar tæknikunnáttu, að náttúran sjálf er að verða of ófullkomin. Nú þegar fullkomnunin fær til liðs við sig nýja möguleika tölvunnar, fer það að vera æ meira áberandi að fullkomleiki mannsins sjálfs, byggist á ófullkomleika hans. Þar mun hann eiga sér undankomu- leið, þegar óskeikulleikinn er búinn að sturla og þræloka allt samfélag mannsins. hátíð Falleg sófasett á frábæru verði -- --T.d. Leöursófasettf. kr. 75.500stgr. Bláskógar Ármúla 8. S. 686080 — 686244*^“"“"^ Tausófasett f. kr. 42.750stgr. Stakir leöurstólar f. kr. 29.800stgr. Stakirtausófarf.kr. 18.900s\qr. Raösófasett f. kr. 41.70östgn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.