Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 10

Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Ríkissaksóknari svarar iðnaðarráðherra: Ógerlegt að taka þátt Alberts einan út úr rannsókninni MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi svarbréf ríkissaksókn- ara, Þórðar Björnssonar, til Alberts Guðmundssonar, iðnaðarráðherra: „í bréfi, dags. 9. þ.m., vekið þér, hr. iðnaðarráðherra, athygli mína á ásökunum sem fram hafa komið opinberlega í yðar garð um að þér hafið misbeitt aðstöðu yðar sem formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands til að greiða fyrir viðskipt- um Hafskips hf. Þér teljið að ásak- anir þessar séu tilhæfulausar með öllu og að þér getið með engu móti setið undir þeim. Farið þér þess á leit að ríkissaksóknari láti fara fram opinbera rannsókn vegna þessara ásakana. Af þessu tilefni skal tekið fram eftirfarandi: 1. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála er skilyrði fyrir því að hafist sé handa um opinbera rannsókn að fyrir liggi vitn- eskja eða rökstuddur grunur um, að refsiverð háttsemi, er ber undir opinbera ákæruvald- ið, hafi verið drýgð. Opinber rannsókn getur verið tvenns konar: Lögreglurann- sókn og dómsrannsókn. Ef rannsókn fer fram út af ætluðu broti gegn almennum hegning- arlögum er oft talað um saka- málsrannsókn. Opinber rannsókn á hendur manni fer fram í því skyni að sannreyna hvort hann hefur gerst sekur um refsiverða hátt- semi. Rökstuddur grunur um slíkt athæfi er lágmarksskilyrði fyrir því að hefja megi opinbera rannsókn á hendur manni. Þetta skilyrði er sett þegnum þjóðfélagsins til verndar. Að gefnu tilefni vegna orða- lags í fyrrgreindu bréfi yðar, er rétt að taka fram að það getur aldrei verið aðaltilgangur með opinberri rannsókn að hreinsa eða hvítþvo menn af ásökunum eða orðrómi um refsiverða háttsemi. í þeim til- vikum getur hins vegar komið til álita að beita ákvæðum laga- um ærumeiðingar og málsmeð- ferð þeirra. 2. Bú Hafskips hf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipa. I 4. tölulið 88. gr. gjaldþrotaskipta- laga nr. 6, 1978 segir að telji skiptaráðandi, að þrotamaöur eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsivert athæfi, skuli hann tilkynna það ríkissak- sóknara, sem kveður á um rann- sókn málsins. Sú rannsókn skal fara fram að hætti opinberra mála. Þá hefur ríkisstjórnin lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um skipun þriggja manna nefndar, er kanna skal hvort um óeðlilega viðskiptahætti hefur verið að ræða í samskipt- um Útvegsbanka íslands og Hafskips hf. á undanförnum Þórður Björnsson árum. 3. Sú opinbera rannsókn sem þér beiðist, varðar samskipti Haf- skips hf. og Útvegsbanka ís- lands á þeim árum, er þér voruð samtímis stjórnarformaður skipafélagsins og formaður bankaráðsins. í þeirri rannsókn hlyti að vera lögð áhersla á eftirfarandi: a) Að afla framburða, fundar- gerða og annarra skjalgagna um fjármálaskipti skipafé- lagsins og bankans á þessum tíma. b) Að rannsaka öll atvik að lánveitingum bankans til skipafélagsins, þar á meðal að afla upplýsinga um grein- argerðir fyrir lánabeiðnum og sannleiksgildi þeirra, um dagsetningar, fjölda og fjár- hæðir veittra lána, tíma- lengd þeirra og lánskjör svo og um greiðslutryggingar lána, verðmæti þeirra og veðhæfni á hverjum tíma. c) Að afla upplýsinga um hlut hvers einstaks stjórnar- manns skipafélagsins og bankans að hverri lánbeiðni og lánveitingu. 4. Nú á þessu stigi máls þegar rannsókn skiptaréttar er varla byrjuð, er eigi fyrir hendi sá rökstuddi grunur að unnt sé að hefjast handa um sakamáls- rannsókn út af ætlaðri refsi- verðri háttsemi vegna fyrr- greindra starfa yðar. Það verður verkefni skipta- réttar og væntanlegrar rann- sóknarnefndar að rannsaka atriðu þau, sem rakin eru í 3. lið hér að framan. Ef sú rann- sókn leiðir til þess að stjórnar- menn Hafskips hf. eða/og Út- vegsbankans, einn eða fleiri, kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi er skylt að tilkynna það ríkissaksóknara, sem kveður þá um rannsókn þess eða þeirra sakarefna. Ákvörðun eða ákvarðanir um sakamálarannsókn hljóta því að bíða framvindu þeirrar rann- sóknar, sem nú er að hefjast. 5. Þáttur yðar í fjármálaskiptum Hafskips hf. og Útvegsbanka íslands verður eigi aðgreindur frá þáttum samstjórnarmanna yðar í félaginu og bankanum. Ef reynt yrði að skilja þátt yðar frá þáttum annarra, sem hér eiga hlut að máli, í því skyni að flýta málalokum, að því er yður einan varðar, væri það ekki aðeins ógerlegt af mál- efnaástæðum heldur einnig ský- laust brot gegn jafnréttisregl- unni, sem er einn af hyrningar- steinum íslenskrar réttarskip- unar.“ Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra: Rökstuddur grun- ur í minn garð er ekki fyrir hendi MORGUNBLAÐINU barst í gær- kvöldi eftirfarandi yfirlýsing frá Albert Guðmundssyni, iðnaðarráð- herra: „Mér hefur í dag borist bréf frá ríkissaksóknara i tilefni af tilmæl- um mínum í bréfi dags. 9. þ.m. um opinbera rannsókn vegna ásakana sem fram höfðu komið opinberlega í minn garð um misbeitingu á aðstöðu sem formaður bankaráðs Útvegsbanka Islands. Ríkissak- sóknari tekur fram í svarbréfi sínu að rökstuddur grunur um refsivert athæfi sé lágmarksskilyrði fyrir því að hefja megi opinbera rann- sókn á hendur manni. 1 svarbréfi ríkissaksóknara kemur ennfremur fram að hann telji að eigi sé fyrir hendi sá rökstuddi grunur að unnt sé að hefjast handa um sakamála- rannsókn vegna fyrrgreindra starfa. Ég tel að í því felist að líta verði svo á, að fullyrðingar þeirra Albert Guðmundsson manna sem sett hafa þessar ásak- anir fram séu ekki marktækar. í öðru lagi kemur fram að óhjá- kvæmilega myndi rannsókn ríkis- saksóknara beinast að sömu atrið- um og rannsókn skiptaréttar og hugsanlegrar rannsóknanefndar á gjaldþroti Hafskips. Telur ríkis- saksóknari sýnilega að í því felist óhagræði. Tilmæli mín um opinbera rann- sókn voru byggð á því að ég taldi og tel enn að skjót niðurstaða vegna þessara ásakana væru nauð- synleg allra hluta vegna. í bréfi mínu var jafnframt tekið fram að þrátt fyrir rannsóknarhlutverk skiptaréttar skv. gjaldþrotalögum óskaði ég eftir að þessi leið væri farin einmitt til að flýta málinu. í bréfi mínu var í því sambandi vakin athygli á yfirlýsingu skipta- réttar í fjölmiðlum um að rann- sókn málsins myndi taka langan tíma. Rannsókn mun því engu að síður fara fram vegna þessara ásakana í minn garð þótt hún muni sýnilega taka lengri tíma en verið hefði ef ríkissaksóknari hefði látið fara fram sérstaka rannsókn. Við því verður sýnilega ekki gert. Hitt stendur eftir, sem auðvitað skiptir mestu, að ríkissaksóknari telur ekkert marktækt tilefni hafa komið fram sem réttlæti opinbera rannsókn.“ Ræður og ritgerðir Jóns Þorlákssonar ÚT ER komió ritsafn Jóns Þorláks- sonar, verkfræðings, kaupmanns og forsætisráðherra, á vegum Stofnunar Jóns Þorlákssonar, nýrrar rann- sóknastofnunar í stjórnmálum og atvinnumálum en Almenna bókafé- lagið annast dreifingu. Þetta ritsafn er gefið út í tilefni fimmtugustu ártíð- ar Jóns, en hún var 20. mars á þessu ári. Dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, sagnfræðingur og stjórn- málaheimspekingur, sá um útgáfuna, en inngangur er eftir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, sem þekkti Jón vel persónuiega, en það er erindi, sem dr. Gunnar fiutti í útvarpið á hundrað ára afmæli Jóns 1977. Jón Þorláksson var sem kunnugt er einn helsti framfaramaður á íslandi á sinni tíð. Hann var þriðji íslendingurinn, sem lauk verk- fræðiprófi, og það féll í hans hlut að hafa forystu um verklegar framkvæmdir hér sem landsverk- fræðingur á heimastjórnarárun- um. Hann varð einnig snemma virkur í stjórnmálum, ötull stuðn- ingsmaður Hannesar Hafstein, á meðan hans naut við, en síðan forgöngumaður um að fylkja þeim mönnum, sem höfnuðu innfluttum stéttarbaráttuhugmyndum, sam- an í einn flokk. Hann var sem kunnugt er fyrsti formaður Sjálf- stæðisflokksins. Ritsafn Jóns er allmikið að vöxtum eða 640 bls. Það skiptist í fimm hluta. f fyrsta hlutanum, „Frá heimastjórn til fullveldis", eru birtar stjórnmálaritgerðir Jóns á árunum 1907—1935. Þar leiðir Jón meðal annars rök að því að frjálslynd íhaldsstefna hæfi íslendingum best, og telur að at- vinnufrelsi á grundvelli séreignar sé besta leiðarljós þjóðarinnar á veginum frá fátækt til bjargálna. Hann andmælir öllum hugmynd- um um að stjórnmálaflokkar eigi að vera stéttarflokkar, skýrir sameiningu íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins 1929, færir rök gegn þingrofinu 1931, mælir með kjördæmaskipan svipaðri Jón Þorláksson þeirri sem tekin var upp 1959, og lýsir yfir stuðningi við erlent fjár- magn á íslandi, ef það er á réttum forsendum. f öðrum hlutanum er bók sú um peningamál sem Jón samdi 1924, Lággengið. Ýmsar ritgerðir Jóns um fjármál og peningamál eru í þriðja hlutanum, og má eflaust segja, að Lággengið og þessar rit- gerðir séu einhverjar merkustu heimildir um hagsögu landsins á tuttugustu öld, sem völ er á. Birt er meðal annars hið fræga erindi sem Jón flutti í Bárubúð 12. febrú- ar 1924, en þar gerði hann upp ríkisreikningana, sem höfðu fram að því verið mjög óskýrir, og sýndi fram á stórfelldan hallarekstur ríkissjóðs. Jón hafði síðan forystu um það sem fjármálaráðherra og síðar forsætisráðhera 1924—1927 að jafna þennan hallarekstur, greiða niður skuldir íslendinga erlendis og selja ríkisfyrirtæki. í þriðja hlutanum er einnig ritgerð eftir Jón um peningamál þjóðveld- isaldar, en þar beitir hann annál- aðri vísindalegri skarpskyggni sinni til þess að skýra atvik í Þorvaldar þætti víðförla. í fjórða hlutanum eru ýmsar ritgerðir Jóns um verkleg efni, svo sem um samgöngubætur innan- lands, byggingarlag, en Jón var forgöngumaður um notkun stein- steypu og rak sjálfur byggingar- vöruverslun um árabil í Reykjavík, hitaveitu og rafmagnsveitu í Reykjavík og verklega hagnýtingu jarðvarmans. f fimmta hlutanum er síðan birt mikið rit, sem Jón tók saman að tilhlutan Fossanefndar árið 1919, en það nefnist „Vatnorka á íslandi og notkun hennar". Þar ræðir Jón möguleikana hérlendis á áburðarverksmiðju, álbræðslu, karbitvinnslu, kísiliðju, járn- blendiverksmiðju og svo fram- vegis. Dr. Gunnar Thoroddsen segir meðal annars í inngangi sínum um Jón Þorláksson: „Hann boðaði af eldmóði framfarir, framsókn og framkvæmdir og réðst þá einnig af ritsnilld á afturhald og kyrr- stöðu. Verklegar framfarir, frjáls- lyndi og bætt kjör þjóðarinnar voru leiðarstjarna hans og lífs- hugsjón, sem hann reyndist trúr í orði og verki allt til æviloka." (Frí útgefanda) Hafnarfjöröur Til sölu m.a.: Austurgata 3ja-4ra herb., 98 fm, góö efri hæð í tvíb.húsi. Verð 1,8-1,9 millj. Hringbraut Gamalt steinhús á tveim hæö- um, 48 fm aö grunnfl. Mjög stór lóð. Skipti á 2ja herb. íbúö í noröurbænum koma til greina. Opið í dag frá kl. 13.00-17.00 Ámi Gunnlaugsson m. Austurgötu 10, sfmi 50784.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.