Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 5

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 5 Bladafulltrúi Páfagarðs: Engar upplýs- ingar um Norðurlanda- ferð páfa „ÞESSARI hugmynd var hreyft á ráðstefnu kaþólskra bískupa á Norð- urlöndum, fyrir um það bil einu og hálfu ári, en ekkert liggur fyrir um hvort eða hvenær af þessari heim- sókn gæti orðið“, sagði kaþólski biskupinn á íslandi, Hinrik Frehen, er hann var spurður um orðróm þess efnis, að Jóhannes Páll páfi II, kæmi hugsanlega í heimsókn til íslands á næsta ári. Hinrik Frehen sagði að heim- sókn páfa til fslands væri óhugs- andi nema í tengslum við ferð hans til hinna Norðurlandanna, en engar upplýsingar lægju fyrir um að tekin hefði verið ákvörðun um Norðurlandaferð páfa. Biskupinn sagði, að hugmyndir um Norður- landaferð páfa á næsta ári hefðu tengst umræðu um að taka Niels Steensen biskup (d. 1685) í dýrl- ingatölu, en áhöld væru um hvort hann teldist þýskur eða danskur. Öll umræða um hugsanlega ferð páfa til Norðurlanda væri því á viðkvæmu stigi enda engar ákvarðanir verið teknar þar að lútandi, en slík ferð krefðist mikils undirbúnings. Blaðafulltrúi Vatikansins í Róm sagði í samtali við Morgunblaðið að engar upplýsingar lægju fyrir um ferð Páfa til Norðurlanda og kvaðst hann raunar ekki hafa heyrt þetta nefnt á nafn. Eina ferð páfa, sem þegar væri ákveðin á næsta ári væri til Indlands, dag- ana 1. til 10. febrúar. Yfir 3000 ein- tök af hjálpar- plötunni seld „ViÐ ERUM alveg himinlifandi yfir þessum góóu viðtökum og sérstak- lega því að lagið virðist falla fólki vel í geð. Þetta undirstrikar líka skilning fólks á þessu starfi okkar,“ sagði Guðmundur Einarsson ,fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, en hljómplatan „Hjálp- um þeim“ hefur nú selst í yflr 3.000 eintökum og er nú í efsta sæti vin- sældarlista rásar 2. Guðmundur Einarsson sagði að upplag plötunnar væri 10.000 ein- tök og ef tækist að selja það upplag myndi það nægja fyrir byggingu heimilis fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu. Börnin eru um 250 talsins og eru nú saman komin í búðunum þar sem íslenska hjálparfólkið starfar. Guðmundur sagði að alls hefði nú safnast um 4 milljónir króna í söfnuninni, þar af um ein milljón af sölu plötunnar. Innbrotið f KRON upplýst Rannsóknarlögregla ríkisins handtók á fimmtudag ungan pilt vegna innbrots í KRON í Breiðholti um síðustu mánaðamót. Þaðan var stolið 60.000 til 70.000 krónu og hefur pilturinn játað verknaðinn. Pilturinn stal í KRON peninga- skáp með áðurgreindri upphæð, reikningum og krítarkortakvittun- um. Er hann var handsamaður hafði hann eytt öllu fénu og hent peningaskápnum í sjóinn, en reikningar og kvittanir komust til skila. Björgunarhnífurinn Jólagjöfin handa: Björgunarsveitarmönnum, veiðimönnum, snjósleðamönnum og fjallamönnum Verð aðeins kr. 5.800. Póstsendum um allt land. - er loksins kominn til íslands. Hnífurinn með 20 nauðsynlegum fylgihlutum Marto-umboðið Sími 671190 - eftir kl. 19 og um helgar. Stanslaust I jör í Gamla Miöbænum MIÐSTÖÐ ALLRA LANDSMANNA UPPÁKOMUR Nýi Laugavegurinn í Austurstr./Lækjartorgi kl. 14.00. Lúörasveit verkalýösins flytur létt jólalög. skemmta Jólasveinar fyrir framan Laugav. 1 og Laugav. 20 kl. 14.30. Viö Laugaveg 7 Plötukynning: Óli Prik, Grafík og Magn- ús Þór kl. 15.00. Viö Kjörgarö Laugav. 59 kl. 13.30. Jólasveinar koma og skemmta. í Austurstræti/Lækj- artorgi kl. 16.00. Plötukynning: Óli Prik, Grafík og Maqn- ús Þór. Viö Rammageröina Hafnarstr. 19 kl. 14.00. Askasleikir og félagar veröa fyrir framan versl. og skemmta og gefa sælgæti og Opib V}'K'v ^8.00'da9’ GAMLIMIÐBÆRINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.