Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 „Stórkostlegt að vera komin heim“ — sagði Hólmfríður Karlsdóttir, fegurðar- drottning heims, við komuna til landsins í gær „SJÁIÐI hvað kórónan er flott,“ hrópaði lítill snáði við barnaheimilið á Vífilsstöðum, þegar Hólmfríður Karlsdóttir, feguröardrottning heims, steig út úr bílnum við komuna þangað síðdegis í gær. Fjöldi fólks fagnaði Hólm- fríði við heimkomuna og bæjarstjórinn í Garðabæ, Jón Gauti Jónsson, var kominn á staðinn til að bjóða Hólmfríði sérstaklega velkomna. Hólmfríður kom til landsins frá London með Flugleiðavél laust eftir klukkan 16.00. Hún var fyrsti farþeginn sem út úr vélinni og skartaði kórónunni og borðanum. Við landganginn voru foreldrar hennar, Asta Hannesdóttir og Karl Guðmundsson, vinkona henn- ar Sigríður Thorlacius og lítil frænka, Ásta Bennie, sem færði henni blóm, en þær eru systradæt- ur. „Það er stórkostlegt að vera komin heim,“ var eitt af því fyrsta sem Hólmfríður sagði er hún steig útúr vélinni. Sally Kemp, skrifstofustjóri „Miss World“ keppninnar var í för með Hólmfríði, og mun hún dvelja hér á landi fram í næstu viku. Auk þess komu með vélinn blaðamaður og ljósmyndari breska blaðsins „Daily Mail“, til að fylgjast með heimkomu Hólmfríðar. Viðdvölin í Keflavík var stutt þar sem krakk- arnir á Vífilsstöðum biðu fegurð- ardrottningarinnar með óþreyju og unnusti hennar, Elfar Rúnars- son, beið tilbúinn með bílinn og síðan var ekið sem leið lá í Garðabæinn. Hólmfríði var vel fagnað á Víf- ilsstöðum og krakkarnir þyrptust um hana því allir vildu kyssa Hófí og óska henni til hamingju. Það var greinilegt að börnunum fannst þau eiga töluvert í henni og Hólm- fríður ætlaði aldrei að komast inn í barnaheimilið vegna kossa og faðmlaga. Lúðrasveit Garðabæjar, sem Hólmfríður lék eitt sinn með, lék nokkur lög og þegar hún var spurð hvort hún ætlaði ekki að taka lagið með sveitinni svaraði hún að bragði að hún hefði því miðurgleymt klarínettinu heima. Þegar inn var komið voru sungin jólalög. Hólmfríður söng með og kunni augljóslega vel við sig innan um krakkana. Þegar blaðamaður spurði eina litla hnátu hvort henni findist Hólmfríður hafa breyst svaraði sú litla: „Hún er eiginlega alveg eins, nema bara að hún er svo fín og kórónan er ofsalega flott." Hólmfríður kvaðst hlakka til að slappa af með ættingjum og vinum yfir jólin, en þó verður í ýmsu að snúast hjá henni vegna undirbúnings íslandskynningar- innar. Móðir hennar, Ásta Hann- esdóttir, kvaðst vera afskaplega fegin að fá hana heim yfir jólin. „Við fáum víst ekki að sjá svo mikið af henni á næsta ári, en þó held ég að hún fái leyfi til að koma heim af og til,“ sagði Ásta. Ólafur Laufdal, veitingamaður, hafði opið hús með jólaglögg í Broadway á milli klukkan 19.00 og 21.00 í tilefni af heimkomu Hólm- fríðar. Var henni vel fagnað af gestum og færðu margir henni blóm. Sally Kemp, sem er systir Júlíu Morley, eiganda keppninnar, ávarpaði gesti og sagði hún meðal annars að Hólmfríður hefði nú þegar aflað sér mikilla vinsælda í Englandi. Hún væri glæsilegur fulltrúi fslands og ætti án efa eftir að bera hróður landsins víða um heim. Foreldrar Hólmfríðar, Asta Hannesdóttir og Karl Guðmundsson, fagna dótt- urinni við heimkomuna. Hólmfríður og unnustinn, Elfar Rúnarsson, f hófinu í Broadway. Afsláttur á skyri Opið svarbréf til Davíös Schevings Thor- steinssonar frá Ólafi Ragnari GrímSsyni MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi opið svarbréf til Davíðs Scheving Thorsteinssonar frá Ólafi Ragnari Grímssyni: „Hæstvirti forstjóri og fyrrum stjórnarmaður í Hafskip hf. Ég þakka opið bréf þitt í tveimur dagblöðum, sem bar heitið „Þeir sletta skyrinu sem eiga það“. Þar víkur þú að tveimur efnisatrið- um. í fyrsta lagi segir þú að hvorki Smjörlíki hf. né Sól hf. hafi fengið desember- og jólaupp- bætur frá Hafskip hf. Er sjálf- sagt að taka orð þín gild, þótt mínar heimildir hafi haldið öðru fram. í öðru lagi viðurkennir þú að það sé rétt hjá mér, að fyrirtæki þín hafi fengið afslátt á farm- gjöldum hjá Hafskip hf. Þú verð þig hins vegar með því að nefna fjölmörg önnur fyrirtæki, þar sem þú hefur einnig fengið af- slátt. Sá er þó munurinn á þess- um fyrirtækjum — flestum eða öllum — og Hafskip hf., að hvorki munt þú hafa verið stjórnarmaður né stór hluthafi í þeim. Það varst þú hins vegar hjá Hafskip hf. og fékkst því í því tilfelli afslátt hjá sjálfum þér. í bréfi þínu kom ekki fram hve oft þú fékkst þennan afslátt né hve miklum upphæðum hann nam né heldur hvort hann var meiri eða svipaður og sá afslátt- ur sem Hafskip veitti hliðstæð- um fyrirtækjum, sem ekki voru í Davíð Scheving Thorsteinsson Ólafur Ragnar Grímsson eigu stjórnarmanna Hafskips. Væri æskilegt að slík efnisatriði kæmu fram fyrst þú ert á annað borð kominn út í opinbera um- ræðu um málið. Eða eigum við kannske að bíða í mörg ár eftir að það verði upplýst í rannsókn skiptaréttar? Það er hins vegar rétt að hæla þér í leiðinni fyrir að hafa ekki gefið kost á þér áfram í stjórn Hafskips á síðasta aðalfundi. Þar sýndir þú meiri vitsmuni en ýmsir aðrir. Með sambærilegri virðingu, Ólafur Ragnar Grímsson." Eldvíkin föst í Hull FLUTNINGASKIPIÐ Eldvík er enn kyrrsett í Hull í Englandi vegna ágreinings um reikning skipamiðlara þar í landi að upphæð um 1,2 millj- ónir króna. Ekki er taliö að skipið losni fyrr en eftir helgi. Finnbogi Kjeld, forstjóri, Víkur- skipa, eiganda Eldvíkur, sagði í samtalið við Morgunblaðið, að skip- ið hefði að öllu eðlilegu átt að sigla frá Hull á miðvikudag. Þrátt fyrir að greiðsluábyrgð upp á rúm 16.000 pund hefði legið fyrir á fimmtudag, hefðu lögfræðingar skipamiðlarans tafið málið vísvitandi með orð- hengilshætti og yfirgangi. Þeir hefðu til dæmis seint á fötudag komið fram með athugasemdir á orðalagi greiðsluábyrgðarinnar, þrátt fyrir að þeir hefðu haft hana undir höndum í tvo daga og þannig komið í veg fyrir að málið leystist fyrir helgina. Þeir virtust vísvit- andi vera að tefja málið til að valda skipafélaginu erfiðleikum. Svona tafir kostuðu auðvitað bæði pen- inga og álitshnekki. Því myndi skipafélagið gera viðkomandi menn ábyrga fyrir beinu og óbeinu tapi, sem af töfinni yrði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.