Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1970 LENGI..^, — Ég býst við, sagði Rick, — að framkoma min við hana hafi verið undir nokkrum áhrifum frá því, sem hún vissi um Maas- kirche. En það var ekkert af- gerandi. Eftir að orðið var sama um það hélt ég uppteknum hætti við hana. — Ég skil. En hver vissi, hvað Edith Desmond vissi um Maas- kirche? Rick leit snöggt upp. — Enginn, mér vitanlega. — Ég fékk nafnlaust bréf þar sem mér var ráðið til að athuga samband yðar við Edith Des- mond viðvikjandi Maaskirche. Hafið þér nokkra hugmynd um, hver gæti hafa skrifað það bréf ? — Fenguð þér það? Rick hleypti brúnum, eins og hann væri að hugsa sig vanölega um, en annars virtist honum sama um þetta. — Ég á fjölda óvina, Raeburn. Ég býst við, að ég komi fyrir í fjölda nafnlausra bréfa. Að minnsta kosti fæ ég allmörg sjálfur . . . En sjáið þér til, mér dettu" í hug einn mað- ur, sem heitir Turner Roberts. Hann hatar mig eins og skratt- ann. — Það var ekki Turner Ro- berts. — Hvernig vitið þér það. Nú var röddin í Rick hissa og hvöss. — Mér var sagt í bréfinu að fara og hitta Turner Roberts. — Það hefur ekkert að segja. Hann gæti vel hafa skrifað það sjálfur. Það er ósköp einföld blekking. — Hann skrifaði það ekki. Ég fór að hitta hann. Og hann varð raunverulega hissa. Rick hló dá- lítið harkalega, en samt var eins og hann skemmti sér. — Það er ekkert ósvikið í sam bandi við Turner Roberts. Hann er jafnfalskur og hárið á hon- um. Hann hefur skrifað þetta bréf. 38. — Nei. Raeburn hristi höfuð- ið. — Þér virðizt heldur betur viss í yðar sök. Aftur kom for- vitni í röddina hjá Riek. En nú, að rifrildinu loknu, voru þeir farnir að tala saman eins og gamlir kunningjar. — Ég hef haft talsverða æf- ingu við að yfirheyra vitni, bæði heiðarleg og óheiðarleg. Ég segi ekki, að mér skjátlist aldrei. En ég veit, að í þetta sinn var Turn er Roberts ekki að gera sér læti. Hann skrifaði ekki þetta bréf. Svo varð þögn og Ricl' hallaði sér aftur á bak. Eftir andartak hleypti hann brúnum og neri nef ið á sér, þar sem það hafði brotn að, hálf feimnislega, en rétt eins og maður, sem væri einn síns liðs og að ihuga eitthvert vanda- mál. — Erum við að tala í trúnaði? spurði hann. — Vitanlega. — Og sem bandamenn ? — Það er einmitt það, sem ég óska. — Jæja . . . við erum að leita að einhverjum, sem vissu um Maaskirche. Einhvern, sem vissi um Pollards og þekkti jafnframt Turnar Roberts. Einhvern, sem þekkti Edith Desmond, eða vissi að minnsta kosti, að hún vissi um Maaskirche. Það eru nú ekki margir, sem uppfylla öll þau skil yrði. Mér geta ekki dottið nema tveir i hug. Annar er Alec Des- mond. Ég efast ekki um, að Edith hafi sagt honum frá því. Hún var of drykkfelld til þess að .þegja yfir því. Og svo . . . nei, þetta getur ekki átt sér stað. — Kannski gerir það nú samt það, sagði Raehurn. — Dettur yður í hug Ciayton ofursti? — Clayton ofursti? Þessi gamli skrjóður þarnar í Wimbledon? — Einmitt. Gamli skrjóðurinn í Wimnledon. — Já, en vissi hann nokkuð um Maaskirche. Og þekkti hann Edith Desmond vel? Til hvers hefði hann átt að fara að senda yður nafnlaust bréf ? — Ég held, að honum hafi ver ið fullkunnugt um Maaskirche. Og hann þekkti Edith Desmond mætavel. Og ég hef að minnsta kosti mína skoðun á þvi, hvers vegna hann sendi bréfið. — Lát heyra. — Eitt hið fyrsta, sem ég heyrði um Clayton ofursta var það, að hann væri gefinn fyrir stúlkur. Og þó sérstaklega veik ur fyrir, ef falleg kona í vand- ræðum væri annars vegar, — og það væri engin hræsni hjá hon- um — og hann bauð Sally Ev- ans í te, af þvi að hann hélt, að hún væri eitthvað einmana. Og hún sagði, að hann væri indæll. En hann er gamall og gigtveik- ur og ekki mundu margar kon- ur taka hann alvarlega — ef þær eru innan við fertugt, eða svo. En það gerði Edith Desmond. Hún gat aldrei fengið of mikla samúð og Clayton jós líka sam- úðinni yfir hana. Hann lánaði henni líka peninga. Og hún var heldur kaldranaleg í sambandi við það. Þegar hún var sérstak- lega blönk, skrifaði hún sér til minnis í vasabókina sína að slá hann um tíu eða tuttugu pund, eða eins mikið og hún gæti haft út úr honum. Það eru einar tvær innfærslur: A.C. £20? Ég las þannig úr þvi, að það þýddi „Au brey Clauton — get ég fengið tuttugu pund hjá honum? En þó var hún nú ekki algjörlega kæru laus. Hún var vön ást og um- hyggju, og hún fékk ekki mik- ið af sliku undir lokin. En þó fékk hún það hjá honum. Hún þarfnaðist hans. Og hann svar- aði með þvi að verða ástfanginn af henni. Raeburn þagnaði. — Þetta er dálítið vandræða- legt, sagði Rick. Raeburn kink- aði kolli. — Já. Hún fór oft til hans, þó einkum eitt kvöld þegar hún var drukkin og hafði alveg sleppt sér og hafði skorið sig á enninu í þessu rifrildi við Des- mond. Clayton trúði þeirri sögu eins og nýju neti. Hann var orð inn þræl afbrýðissamur í garð Desmonds, og reyndar i garð allra, sem hann hélt að Edith þætti vænt um eða treysti. Og hann hataði Desmond áfram eftir að Edith var dáin. Það var hann, ölllum öðrum fremur, sem beindi grunsemd lögreglunnar að Desmond. Og til þess að gera það enn áhrifameira, þá lét hann ekki uppi, hve mikill kunnings- skapur sinn og hennar hefði ver ið. Hann fékk mig til að trúa því, að þa-u hefðu bara verið kunningjar, og sennilega hefur hann villt fyrir lögreglunni á sama hátt. Og af því að Edith treysti yður, var honum illa við yður alveg eins og við Desmond. Hann vissi, að ég hafði talað við yður, vegna þess að SaJly Evans sagði honum af því. Hann vildi leiða gruninn að yður. — Þér eigið þá við, að Clay- ton hafi ekki einasta skrif- að nafnlausa bréfið, heldur hafi hann líka myrt Edith? — Ég er aðeins að setja fram kenningu, sem getur verið i mestu samræmi við það, sem vit- að er um máilð. — En hver var tilgangur hans þá? — Það hefði getað verið af- brýðissemi. Sumarbústaður óskast Leitum að sumarbústað á góðum stað við Þingvallavatn eða Álftavatn. Þeir sem vilja selja leggi nafn og símanúmer inn á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Við vatn — 4767". Nýjar peysur Fjölbreytt úrval CLUCCINN Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Áframhald verftur á andstreymi gærdagsins. Beyndu að vcra þolinmóður, ef þú mátt, og láttu aðra um arg og þras. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Gamlar vitleysur og síungar örður á tilverunni eru alltaf að angra þig, og má þar um kenna ólestri i meðfcrð þeirra mála, sem þetta á við um. Reyndu að ihuga þetta, án þess að talra nokkra sök á þig. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Farðu eins langt í verki þvi, sem þú ert að vinna, og þú telur góðu hófi gegna. Og svo skaltu hætta. Sú skalt ekki hefja verkið á ný, fyrr en hetri undirhúningur er fyrir hendi. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Beyndu að halda þig við þau verk, sem þú ert þegar byrjaður á, og það skaltu vita, að þú getur náð miklum árangri, með stöðugu áframhaldi og eftirliti Vertu vel á verði. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Beyndu að taka þá leiðina, sem þér finnst björtust og einföldust. Láttu, sem þú hafir þegar unnið verkið, og þá batnar hagur þinn og skap allt eftir því, sem á daginn líður. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þessi dagur ætti að vera þér sæmilega rólegur, eftir allt, sem á undan er gengið. Vogin, 23. september — 22. október. Vera má, að þú þurfir að leggja eigin áform á hilluna í upphafi til að geta fylgzt með. Seinna geturðu hugað að eigin vandamálum cf þú vilt. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Því minni athygli, sem þú vekur á vinnu þinni, því betra fyrir þig. Haltu áfram að vinna verk, sem þú kannt til hlítar, og reyndu að afkasta sem mestu. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að komast hjá öllum andmælum og togstreitum, þar sem þú átt hagsmuna að gæta. Beyndu að taka nýjar hliðar málsins til meðferðar, og finna beinni leiðir. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Áhyggjur vegna einkamála halda áfram að dreifa huga þínum. Þolinmæðin cin hjálpar þér til að koma öllu í réttan farveg. Beyndu að skemmta þér eitthvað í kvöld. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að hylja galla gærdagsins, þar sem þér er ekki vandinn fyliilega ljós. Reyndu ekki að byrja á neinu, sem er mjög nýstártegt. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að nota timann framan af degi til að vinna verk, sem bezt er að vinna í einrúmi. Gott er að ræða vandamálin i dag. Þú nýtur þín vel í kvöld. — En það væri sama sem hann væri biiaður í kollinum? — Gamlir menn verða oft svona. — En fjandinn hafi það Rae- burn. Ég átti alls ekki við Clay- ton ofursta. Sá sem ég átti við var Michael Evans. Hann gat vel vitað um Maaskirche. Hann var að semja sögu Assecs. — Já, hann vissi um það, sagði Mark. — Og vafalaust hefur hann líka vitað um Pollards og eins að Turnar Roberts var með í Maaskirche. — Mjög trúlegt. — Og hann þekkti Edith Des- mond. — Já. — Þá gæti það vel átt við hann. — Hann var í Kanada. Rick yppti öxlum. — Ekkert er auðveldara. Setj ið þér það með skjölum tilheyr- andi Assechúsinu og sendið hon um svo skeyti um, að það hafi orðið fyrir mistök og biðjið hann að senda það aftur í pósti. Eða senda það til bankans hans eða lögfræðingsins. Evans kann á þetta. Hann hefur tatsverða æf- ingu i svona brögðum. Þér vit- ið svo margt, og þá vitið þér það kannski líka. — Já, ég hef heyrt orð haft á því. — Það er sjálfsagt allt saman satt. Evans er greindur ungur maður. Vel greindur og talsvert áræðinn. Ég hef sett hann í mikil væg verk. Og þegar ég geri það, nægir mér ekki að líta bara á háralitinn á hlutaðeigandi mannd heldur spyrst ég fyrir. Mike Ev- ans hefur talsvert orð á sér sem kvennamaður. En hann drekkur ekki eða spilar fjárhættuspil né snuðar á ferðakostnaðinum meira en við hinir og hann er ekki kommi, svo að mér má vera alveg sama. Nema hvað ég vil auðvitað vita um veiku hliðarn- ar hjá mönnum, sem ég hef í minni þjónustu. ,— En hvers vegna ætti Evans að fara að skrifa svona bréf? Rick leit á úrið sitt. — Sjáið þér til, ég á að borða með landsstjóranum í Kanada og er þegar orðinn of seinn. Ég verð fyrst að ná í skjöl í einkaskápn um mínum og flýta mér svo. Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.