Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBBR 1970 A SLOÐUM ÆSKUNNAR Umsjén STEFÁN HALLOQRSSDN IUI Svar við yfirlýsingu fimm hljómsveita í REYKJAVÍKURBRÉFI, sem birtist í Mbl. sl. sunnudag, voru rifiuð upp orð Valtýs Stefánsson ar, ritstjóra, er hann sagði: „Ég vandist því fljótt að bókstafur- inn blífur, það sem einu sinni hefur verið prentað í dagblaði, verður ekki aftur tekið. En ég held að þeir, sem ekki hafa kynni af daglegum störfum blaða- mannsins, eigi erfitt með að skilja þessa tilfinninigu að þurfa alltaf að sætta sig við bókstaf- inm.“ í blaðamennsku fer margt aflaga, og þegatr blaðamaiðuómn gefur höggstað á sér, á hann að líta á það alvarlegum augum og heita því með sjálfum sér, að það skuli ekki koma fyrir aftur“. í grein þeirri, sem fylgdi kjör seðlinum í kosningum Gluggams úr hlaði, var leitazt við að út- skýra þessa nýju kosningatilhög un og forsendur hennar. í grein inni stóð m.a.: „En hvers vegna er þetta form haft á kosningunni? Hefði ekki verið mun einfaldara að láta hvem kjósanda aðeins greiða einni hljómsveit atkvæði sitt? Það hefði að sjálfsögðu verið mun auðveldara fyrir þá, sem talninguna annast, en hins vegar er það álit forráðamanna Gluggans, að með þessu fyrir- komulagi fáist réttari mynd af röð beztu hljómsveitanna. Ef hver kjósandi mætti aðeins greiða einni hljómsveit sitt at- kvæði, þá er það víst, að hljóm- sveitin Trúbrot fengi bróður- partinn af atkvæðunum, en aðr- ar hljómsveitir lítinn hluta þeirra. Þannig væri eiginlega alveg öruggt, að hljómsveitir eins og Mánar frá Selfossi, Tatar ar, Trix, Pops, Logar frá Vest- mannaeyjum, Gaddavír 75 o. fl. o. fl. hljómsveitir fengju sárafá eða jafnvel engin atkvæði, og því fengist ekki rétt mynd af stöðu þeirra á lista yfir beztu hljómsveitarinnar.“ Við erum fúsir að viðurkenna, að þarna hafi okkur orðið á mis- tök, sem þó er erfitt að bæta fyr ir nema með því að biðjast af- sökunar. Því hefðum við verið fúsir að biðjast afsökunar á þess um ummælum, ef ekki hefði kom ið upp sérstætt mál. Seinni hluta mánudags í síð- ustu viku kom á ritstjórnarskrif stofur Morgunblaðsins Ámundi Ámundason og vildi ræða við annan umsjónarmann Gluggans. Það var auðfengið. Ámundi kvaðst vilja bera fram mótmæli vegna þessara skrifa og taldi hann þau sýna og sanna, að umsjónarmenn Gluggana væru búnir að dæma einni hljómsveit sigur í kosningunum fyrirfram. Þaið væri mjö>g alvairtegt mál og myndu ýmsar hljómsveitir alls ekki vilja una við svo búið. Ámundi kvaðst hafa sína at- vinnu og sitt lifibrauð af dans- leikjahaldi, en þó bæri hann hag hljómsveitanna meira fyrir hrjósti, og yrðum við að hafa það í huga, að hér væri um mik ið hagsmunamál hljómsveitanna að ræða, svo mikið, að gæta yrði fyllsta hlutleysis í öllum skrif- um um kosningarnar, til að spilla ekki sigurmöguleikum einstakra hljómsveita. Sagði Ámundi, að ef hljómsveit, sem hingað til hafi verið álitin eiga heima í t.d. þriðja sæti, félli allt í einu nið ur. í áttunda sæti, þá gæti það orsakað tekjutap hjá hverjum liðsmanni við’komandi hljóm- sveitar allt að fimm þúsund kr. á viku. Síðan hefur Ámundi hriingt og skammazt næstum daglega og á endanum kom hann svo sjálfur með yfirlýsinguna, en frá hljóm- sveitunum sjálfum höfum við hvorki heyrt eitt né neitt, hverju sem það sætir. Við teljum, að hljómsveitirn- ar eigi ekki að þurfa að láta Ámunda Ámundason eða neinn annan sjá um að koma sínum mótmælum á framfæri. Hljóm- sveitirnar eiga sjálfar að standa fyrir sínu móli, og ef þær ekki vilja eða þora, þá verður það aðeins til að spilla fyrir málstað þeirra. Við hefðum undir eðli- legum kringumstæðum verið reiðubúnir að biðjast afsökunar á þessum mistökum, sem að okk ar dómi voru smávægileg, en við viljum ekki biðja Ámunda afsök unar, þar sem þetta mál kemur honum hreinlega ekki við. Við teljum það fráleitt, að áð umefnd ummæli okkar um lík- leg úrslit, ef kosið hefði verið eft ir gömlu tilhöguninni, hafi haft nokkur áhrif á kjósendur og val þeirra, og því teljum við alveg óþarft hjá hljómsveitunum að draga sig úr keppninni. Þá virðist okkur yfírlýsimg þeirra fljótfærnislega unnin og lítt fallin til að vekja samúð kjósenda. Það má teljast mjög líklegt, að ef nöfn þessara hljómsveita hefðu ekki verið á atkvæðaseðl- inum, hefðu þær mótmælt ákaft. Því er ekki hægt að taka fyrstu kvörtunina mjög alvarlega. Allar hljómsveitir „sitja við sama borð til vinnings", því kjós endum er algeriega í sjálfsvald sett, hvaða hljómsveitum þeir greiða atkvæði, og eru af Glugg ans hálfu engar takmarkanir þar á. Brot okkar á hlutleysi teljum við lítið og ótrúlegt, ef það hef ur einhver áhrif á kjósendur. Reyndar hafa hljómisveitirnar fimm (og Ámundi) gert sig sek ar um lítið brot á hlutleysi, þeg ar þær ákváðu að senda yfirlýs inguraa til Vísis og Alþýðublaðs ins, auk Morgunblaðsins. Virðast þær hafa með þeirri ákvörðun dæmt Tunann og Þjóðviljann HJjómsveitirnar Mánar, Óð- menn, Pops, Ævintýri og Nátt- úra eru á prófkjörslista í Les- bók Morgunblaðsins 4. október, að þeim forspurðum og hefur ekki verið leitað til þeirra um til högun þessa'rar keppni Eftir lestur greinar, sem fylgdi með atkvæðaseðli vinsældalist- ans, telja ofangreindar hljóm- sveitir sig ekki sitja við sama borð til vinnings í téðu próf- kjöri. Einnig telja þær ekki nægi legs hlutleysis gæta í skrifum höf unda þáttarins, Af þessum ástæðum telja ofan þýðingarminni og ómerkilegri dagblöð en hin þrjú, og er það okkar mat, að hljómsveitirnar hefðu átt að láta slíkan úrskurð eiga sig. En við höfum heitið því með sjálfum okkur að láta mist.ök í svipuðum dúr og nefnd voru hér á undan ekki henda okkur aftur. Vonandi sjá hljómsveitirnar að sér og láta ekki þau mistök henda sig oftar, að láta Ámunda Ámundason eða einhverja aðra gerast talsmenn sína eða þá að taka aðra eins fljótfærnisákvörð un og þá að draga sig úr keppn- inni. Við hvetjum þá, sem enn hafa ekki kosið, að fylla atkvæðaseð- ilinn sinn sem fyrst út, eins og ekkert hafi í skorizt. Skilafrest- ur rennur út 31. október. Stefán Halldórsson, Sveínbjörn Sævar Ragnarsson, umsj óniarmenn Gluggans. greindar hljómsveitir sér ekki fært að taka þátt í þessum kosn ingum um beztu hljómsveit og popstjörnu ársins 1970. Vilja hljómsveitirnar beina þeim tilmælum til aðdáenda sin.na, að taka ekki þátt í þessum vinsældakosningum. Einnig fara þær fram á við stjórnendur Gluggans, að nöfn viðkomandi hljómsveita séu tekin burt af list anum — og krefjast þess að nöfn þeirra verði ekki birt, þegar greint er frá úrslitum. Afrit sent Vísi og Alþýðúblað inu. Yfirlýsing fimm hljómsveita: Tökum ekki þátt í kosningum Gluggans Gott og ekki eins gott Fyrir 2 vikum voru haldnir í Háskólabíói tvennir hljóm- leikar, sem vert er að geta Iítillega. Ríó-tríó hljóðritaði um 20 lög, sem síðan verður valið iir á 12-laga plötu. Tæp Iega þúsund áhugasamir áhorf endur fylgdust með upptök- unni og vorn fagnaðarlæti þeirra hljóðrituð eins og allt annað. Síðari Iiljómleikarnir voru reyndar nefndir pop-há tíð og var það •Tónínuklúbli- urinn, sem reyndar er aðeins annað nafn á ritstjórn tán- ingablaðsins Jónínn, sem stóð fyrir hátíðinni. Og áhugasam- ir áhorfendur fylltu húsið, þrátt fyrir hátt miðaværð, 350 krónur. Ríótríóið hefur örugglega aJdrei verið betra en það er nú. Samstillingin í söng og hljóðfæraleik er aðdáunar- verð og mikil gæfa fyrir ís- lenzka tónlistarunnendur, að sú samstilling skuli hafa ver- ið fest á segulband. Fyrri huti hljómleikanna var afbragðs góður, en seinni hlutinn heldur síðri. Munaði þar mestu um taugaóstyrk þeirra Ríó-félaga, sem höfðu auðsjáanlega miklar áhyggjur af hljóðrituninni. Gerðu þeir því ýmsar smávillur, sem að vonum juku taugaóstyrkinn til muna. Var svo komið þeg- ar að lokum dró, að svitinn bogaði af andlitum þeirra of- an á hljóðfærin og fínu fötin, sem þeir klæddust. En þrátt fyrir taugaóstyrkinn var flutningur Ríó-tríós mjög góður og það er óhætt að fullyrða, að áhorfendum hafi ekki leiðst eitt augnablik all an þann tíma, sem hljómleik- arnir stóðu yfir. En hins vegar er ótrúlegt, ef einhverjum áhorfanda að „Pop-fíaskó ‘70, eins og Óm- ar Valdimarsson nefndi hátíð ina, hefur ekki hundleiðst á milli atriða og jafnvel í miðj- um atriðum. Er óhætt að segja að allar hljómsveitirn- ar, sem þarna komu fram, hafi leikið þó nokkuð undir getu, og því ástæðulaust að hrósa þeim. Auk þess er víst rétt ast að nefna engin nöfn, því það gæti verið brot á hlut- leysi í kosningum þeim, sem nú fara fram á vegum Glugg ans í Lesbók Mbl. Vonandi tekst einhvern tíma að halda góða pop-há- tíð her á landi. Islenzkirpop áhugamenn eiga heimtingu á einni slíkri fyrir hinar, sem hafa misheppnazt. Ég man þó eftir einni ágætri í Klúbbn- um í ágúst í fyrra, þ.e. fyrra kvöldinu, sem var velheppn- að, en hið síðara var lélegt. íslenzkar pophljómsveitir eru hins vegar alls ekki iélegar og þvi á að vera mögulegt að halda aftur góða pop- hátíð. Ég bíð og vona. Ríó-tríó á sviðinu í Háskólabíói. og Ævintýri líka. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.