Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 3
MORGUtNBLAítfÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1970 3 Þriðjungs aukning 1 milli- landaflutningum F.l. Félagið skuldlaust við ríkisábyrgðarsjóð — Greiddi 75 millj. kr. á þremur mánuðum Á TÍMABILINU maí til sept- ember varð um þriðjungs aukning í millilandaflutning- um Flugfélags íslapds miðað við sömu mánuði í fyrra. Nýttist þota félagsins til fulls þennan tíma, og er nú verið að kanna hvemig félagð get- ur annast flutningana á kom- andi sumri, ef aukningin verð ur sú, sem allt útlit er fyrir nú. Leitaði Mbl. frekari frétta af rekstri félagsins og fyrir- ætlunum hjá Emi Ó. Johnson forstjóra. — Flutningarnir í milli- landafluginu urðu mun meiri í sumar en félagið þorði að gena ráð fyriir í upphafi sum- aráætlunar. Nemur aukning- in um þriðjungi á tímabilinu maí til september, ef miðað er við sömu mánuði í fynra. Samanburðurinn gefur þó ekki alveg rétta mynd, þar sem árið 1969 var víðiast erf- itt fjárbagslega. Aukníngin í sumiar er nokkuð misjöfn eft- ir mánuðum, t.d. varð hún 53% í maí og 23% í ágúst. — Hvað veldur þessairi mi'klu aukningu í maí? — Að einhverju leyti má þafcka þetta ráðstefnum, sem haldnar voru, en erlendir ferð'amenn komu einnig fyrr nú en oft áður. Er stefnan sú að reyna að lengja ferða- maninatímabilið þannig að það takmarkilst ekki við sum- aranánuðina, heldur komi ferðaraenn hingað fyrr á vor- iin oig síðar á haustin en verið hefur. — Varð nýting þotunnar góð? — Yfir sumarmánuðina var þotan alveg fullnýtt og getur hún litlu meira afkast'að en hún gerði. Flugfélag íslands viminur nú að því að athuga hvernig félagið gétur annað þeirri aukningu, sem allt út- lit er fyrir að verði á komandi sumri. — Yrði það þá gert með því að kaupa nýja vél, eða taka vél á ieigu? — Það mál er á frumstigi og ekfci tímabært að ræða það frekar nú. — Hefur hagur félagsins ekki batmiað í kjölfar þessarar flutningsaukningar? — Hagurinn hefur batnað allverulega frá sl. ári. Mikl- air hæfcfcanir, sem orðið hafa á tilkostnaði, og verkfallið í vor hafa haft neikvæð áhrif á reksturimn, en þó höfum við getað á síðustu þremur mán- uðum greitt ríkisábyrgðar- sjóði að fullu skuld okfcar við hann, 75 milljómir króna. Þótt félagið hafi greitt þessa sfculd þá etr enm eftir að greiða stór- ar fjárfúlgur vegna þotunnar og tekur um 4 ár að greiða þær skuldir að fullu. — En hvernig hefur innan- lamdsflugið gengið? — Inn'anlandsflugið hefur aðeins aukizt en þó nemur he i Idaraukn ing in aðeins fá- um prósentum. Hafði verk- fallið í sumar þarna veruleg áhritf. Sætanýtingin fynstu 8 mánuði ársins varð 64% í inn aniandsfluginu, en var 57% sömu mánuði sl. ár. — Er útlit fyrir að félagið skili rekatrarhagnaði í ár? - — Það er of smemmt að segja nokkuð um það. En von ir stamda til að einhver rekstr arhagnður verði, ef svo held- ur áfram sem verið hefur í sumar. — Hvaða áhrif hefur mi'ss- ir Fokker-Friendship-vélar- innar í Færeyjum hiaft? — Við höfum tekið þann kost að setja aðra af tveim- ur Fokker-vélum félagsims í Færeyjaflugið í bili og hef- ur það haft í för með sér breytimgar á innanlandsáætl- unimni. Félagið kannar nú möguleifca á að leigja Fokker- vél til að annast það flug í vetur, en frá því hefur þó STAKSTEI!\IAR Örn Ó. Johnson forstjóri ekki verið gengið ennþá. — Hvernig lízt Flugfélag- iinu á fyrirætlanir BEA um íslandsflug? — Flug BEA þýðir að sjálf- sögðu aukna samkeppni við okkur — en einnig má þúast við að það auki ferðamanna- strauminn til landsina. Flug- félag íslands og BEA hafa átt viðræður um hugsamlega sam vinnu, en ekkert hetfur þó enn verið ákveðið hvað úr verð- ur, sagði Örm Ó. Johnson að lokum. I>rennt slasast Akureyri, 13. október. MJÖG harður bílárekstur varð í morgun á mótum Þingvalla- strætis og Þórunnarstrætis i björtu og góðu veðri. Fötliuð kona ók í bíl sínum suður Þórunnarstrætis, sem er aðalbraut, ásamt tveimur sonum sínum, 11 og 12 ára. Þegar hún kom að Þingvallastræti kom austur þá götu jeppi úr Reykja- vik og ók inn í hiið fólksbíls- ins aftanverðan. Báðir bilarnir köstuðust til við áreksturinn og snerust við. Eldri drengurinn, sem sat í framsæti, kastaðist út úr bílnum og báðir hilutu drengirnir allmikil meiðsli. Þeir voru ásamt móður sinmi fluttir í sjúkrahús, þar sem þau eru enn. Ekki mun þó um beinbrot að ræða. Farþegi i jeppanum hlaut höfuðhögg en var leyft að fara af sjúikrahúsi að laeknis- rannsókn lbkinni. Ökumaður jeppans meiddist ekkert. Báðir bíl'arnir eru mikið skemmdir, fólksbillinn þó miklu meira. Þá varð árekstur á Eyjafjarð- arbraut, skammt norðan við Kristnes klukkan 13:15 í dag, milli jeppa og fólksbílls. Bílarn- ir mættust á hæð og stakkst jeppinn austur af veginum nið- ur allháa og bratta brek'ku og stöðvaðist út í mýri. Engim telj- andi meiðsli urðu á fólki, en jeppinn er stórskemmdur. Nokkr ar skemmdir urðu á fólksbilnum — Sv. P. V iðbeinsbr otnaði FIMM ára dmeiiugur, Sævar Bjarnasom, Aðalbóli við Star haga, viiðbeimsbrotmaði, þegar hamtn va.rð fyrir bíl um áttaleitið í gærkvöldi. Sævar litli hjóp í veg fyrir bíil á Stairlhaga, á móts við hús númer 12, og lenti á vinstra fraimlhorni bílsims. NY SAMKEPPNI! HANDAVINNA HEIMILANNA HUGMYNDABANRINN Hugmyndabankinn efnir á ný til samkeppni um beztu tillögurnar að ýmsum handunnum vörum úr íslenzku ullarbandi og lopa frá Gefjun og margs konar föndurvörum úr íslenzkum loðgærum frá Iðunni á Akureyri. Verðlaun eru því veitt í tveim flokkum: 1. Prjónles og hekl 2. Skinnavörur hvers konar úr langhærðum eða klipptum loðgærum. 1. verðlaun í hvorri grein eru 15 þús. kr. 2. verðlaun kr. 10 þús. 3. verðlaun kr. 5 þús. Fimm aukaverðlaun kr. 1.000,- í hvorri grein. Allt efni til keppninnar, hæði garn, lopi og skinn margs konar, fæst í Gefjun, Austurstræti, en þar liggja einnig frammi nánari upplýsingar um keppnina, matsreglur dómnefndar o. fl., sem einnig er póstlagt eftir heiðni. Verðlaunamunir og vinnulýsingar verða eign Hugmyndabankans til af- nota endurgjaldslaust, en vinna og efni verður greitt sérstaklega eftir mati dómnefndar. Áskilinn er réttur til sýningar á öllum keppnismunum í 3 mán- uði eftir að úrslit eru hirt. Keppnismuni skal senda með vinnulýsingu til Hugmyndahankans, Gefjun, Austurstræti merkta númeri, en nafn höfundar með sama númeri skal fylgja í lokuðu umslagi. Skilafrestur er til 10. desember næst komandi. Dómnefnd skipa fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Hugmyndahankanum. Liggið ekki á liði ykkar. Leggið í Hugmyndabankann. GEFJUN AUSTURSTRÆTI ^ M £ Tillögur Nixons Seinustu tillögur Nixons um frið í Indóidna hafa víða verið til umræðu að undanföwiu elns og að líkum lætur. The New York Times sagði m.a. um þess- ar friðartillögur í tforystugrefin fj'rir skömmu: „Sem liður S al- meuuri viðleitni til þess að binda . enda á styrjöldina felur vopna- hléstilboðið í sér vilja til þess að samþykkja status 'quo í stjórn málalegu, hernaðarlegu og land- fræðilegu tilliti sem gnmdvöll að bráðabirgðasamkomulagi. Þetta álit er byggt á þeirri áherzlu, sem Nixon lagði á hin 20 „meg- inatriði“ sín, frá þvi S april, þar sem hann gerði tUlögu nm „sann gjama stjórnmálalega Iausn“, sem taka myndi til athugunar „ríkjandi tengsl stjómmálaafl- amia“ i Suður-Víetnam og sann- gjama „skiptingu“ hins póli- tíska valds. Ætla má, að ráðstefna á breið um grundvelli um Indóldna eins og Nixon leggur til muni taka upp samningaviðræður um Laos og Cambodíu, og þegar Parísar- samkomulag um Víetnam kemst í sjónmál, fella þá öll þessi at- riði saman í almennt samkomu- lag um þetta svæði. Nixon býðst einnig til þess að semja um fyr- irframgerða tímaákvörðim um algjöran heimflutning banda- rísks herliðs samkvæmt óskum Hanoi. Fyrri kröfur Bandaríkjanna um kosningar koma ekki fram í hinum nýju friðartillögum Nix ons. Raunverulega eru kosning- ar sem sUkar ekki nefndar á nafn. Þessi áherzla 6 samnings- bimdna lausn er sönnun á sveigj anlegri og raimhæfri viðleitni." Spor í friðarátt „Nixon neitar tillögum komm- únista, sem gera ráð fyrir að þrír aðalleiðtogar stjórnarinnar í Saigon hverfi frá völdum áður en gengið verður að samningnni um pólitiska lausn. En tillögnr hans gera ekld ráð fyrir að úti- Ioka kommúnista frá lilutdeUd að stjórninni í Saigon fremur en í þjóðþinginu. 1 samningaviðræðum um vopnahlé, verður samt sem áð- ur lögð á það áherzla í upphafi að skilgreina status quo. Ætla má að það þýði svæðisbundna skiptingu valdsins í byrjim frem ur en tilraunir, etftir harðvituga misklið í þrjá áratugi, tU þess að deila miðstjómarvaldinu nú þegar með bráðabirgða sam- steypustjóm eins og kommún- istar gera tillögur um. Það virðist svo sem engir fyr* irframskilmálar séu í tiUögum Nixons. Þess er ekki kratfizt, að kommúnistar samþykki alla fimm liðina, þó að þeár tengist hver öðrum, eða einhvem ákveð inn Uð algerlega eða í megin- atriðum áður en gengið er til samninga . . . Öll þessi atriði munu að þvl er ætla má koma skýrax i ljós, þegar tillögurnar veirða ræddar í París. En það sem virðist liggja í augum uppi er óskin um að vera svelgjanlegur, pg að ræða öll atriði í hvaða röð sem er, ef kommúnistar vilja falla frá fyrri sldlyrðum um, nð Bandaríkin samþykki að koma leiðtogunum í Saigon frá og ákveða dag fyrir einliliða heirn- köllun.“ Tillögur Nixons liafa fengið misjafnar undirtektir samnings- aðilanna í París, en sýnast þó vera eitt stærsta skrefið, er stig ið hefur verið fram að þessn til þess að stuðla að friði í Indó- kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.