Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1970 Atvinna óskast Ungur maður með Samvinnuskólapróf óskar eftir atvinnu, helzt skrifstofustarfi eða afgreiðslu tollskjala og bankavið- skipta. Hefir lítinn bíl til afnota. Tilboð óskast send Morgunblaðinu merkt: „Stundvísi — 4459". Laus staða Staða tryggingayfirlæknis er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um umsækjanda, sendist heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 172, Reykja- vík, fyrir 15. nóvember n.k. Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 13. október 1970. Afvinna Sparisjóður Alþýðu óskar að ráða pilt eða stúlku til bók- haldsstarfa. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 453 Rvík., fyrir laugardagskvöld 17. október. Atvinna Innflytjandi véla og verkfæra óskar að ráða duglegan og sam- vizkusaman mann til skrifstofu- og sölustarfa. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbl. sem fyrst merkt: „4461". AFA-STANGIR 1 U VTW Handsmíðað smíðajárn. FORNVERZLUN og GARDlNUBRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745. Rauði kross íslands, Rvíkurdeild Wdmskeið í skyndihjnlp Almennt námskeið í skyndihjálp hefst í Heilsuverndarstöð- inni, þriðjudaginn 20. október. Kennt verður á kvöldin. Kennari er Jónas Bjarnason. Kennsla er ókeypis. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Islands, Öldugötu 4, sími 14658. Reykjavíkurdeild R.K.I. NÝTT - NÝTT MIDI KÁPUR, MAXI KÁPUR MED HETTU Bernharð Laxdal Kjörgarði Fimmtugur í dag: Jakob Þorsteinsson bifreiðarstjóri EITT sinn var mér sagt, að það hafi verið draumur manns nokk- urs að verða snjall ræðumaður. Hann knúði á náðardyr ræðu- skörungs í þeirri vo'n, að ósk hans mætti rætast. Heilræðið, sem hann fékk, var á þessa leið: „Til þess oð vera góður ræðu- maður þarftu að hafa eitthvað til að tala um!“ í dag snýst draumur ósk- hyggjumannsins við. Það vant- ar nefnilega ekki efniviðinn í þetta afmælisrabb, heldur skort- ir hæfileika til að færa það þannig í letur, að afmælisbarn- inu verði til sæmdar og lesend- um létt til aflestrar. Jakob Þorsteinsson, Giljalandi 20, á fimmtíu ára afmæli í dag. Hanm er fæddur að Geithömrum í Svínadal, Austur-Húnavatns- sýslu, 14. október 1920. Hann er kvæntur Ástu Þórðardóttur, sem fædd er að Yzta-Gili í Langa- dal. Þau eiga fjögur böm, sem öll eru vel á vegi stödd til mann- dóms og þroska. Jakob dvelur í sveit sinni við þau margþættu og erfiðu störf, sem tíðkuðust í þá daga, unz hans flyzt búferlum suður 28 ára gamall. Segja má, að þar hafi bændastéttin misst góðan starfs- kraft á mölina. En um hann mætti segja, að hann skorti hvorki vit eða vilja, vöðvastyrk né sálarþrótt. En Jakob á enn ramma taug til föðurtúna, og sem dæmi um það má nefna, að árléga fara þau hjónin í Auð- kúluréttir, fyrst og fremst til að leysa úr læðingi eldmóð æsku sinnar. En hvað um það. Jakob Þor- steinason flytur til Reykjavíkur og hefur akstur á Bifreiðastöð Reykjavíkur árið 1948. Þá bif- reiðastöð þarf varla að kynna. En geta má þess, að það mun hafa verið stolt stofnenda henn- ar og starfsmanna, að þar væru Rangæingar í algerum meiri- hluta. Þurfti þá hvorki Gunnar né Njál. Á styrjaldarárunum blómgaðist atvinna og efnáhagur á Islandi og þar af leiðandi einn- ig á B.S.R. Haustið 1941 voru þar aðeins 17 leigubílar, en nú eru þeir orðnir 145. Við aukn- ingu leigubíla á stöðinni, halda Húnvetningar innreið sína þang- að. Það leyndi sér ekki, að þar voru karlar á ferð, sem ekki höfðu kastað út síðasta mörs- iðrinu. Var ekki laust við, að norðangustur færi um stolt okk- ar Rangæinga. En á þessari ágætu bifreiðastöð hefur jafnan ríkt andi friðar og samlyndis, og þess vegna bundust norðangust- urinn og rangæska stoltið sam- tökum ixm eflingu félagslífs og bætt lífsikjör. Þegar ég hóf akstur á B.S.R. haustið 1941, veitti ég því strax eftirtekt, hve félagslíf var þar gott. Þá þótti nægja að halda tvo dansleiki á ári. Ég man, að þeg- ar dansleikur var auglýstur, var „Stóridómur" birtur um leið. Hann var í stuttu máli á þá leið, að hver sá sem gerði uppsteit eða braut hinar hefðbundnu reglur um háttvísi, mundi ekki framar fá inngöngu á dansleiki B.S.R. Eitt sinn gerðist það, að „Stóri- dómur“ var kveðinn upp og honum framfylgt. Ég vildi gerast sáttamaður í málinu og gerði sakboming þess vegna að heið- ursgesti mínum með fullri ábyrgð á næsta dansleik. En þá brá svo við, að dyravörðurinn tilkynnti mér, að fyr-st ég væri í svo miklu vinfengi við þennan félaga okkar, þá skyldi ég góð- fúslega fylgja honum heim til hans! Sakargiftin var þó ekki önnur en sú, að þessi félagi hafði gerzt meira en í meðallagi málskrúðugur, þegar Bakkus konungur bauð honum upp í táradans. Brátt tóku norðanmenn að gerast ötulir í félagslífi á B.S.R., og var Jakob Þorsteinsson þar fremstur í flokki, enda vel til fomstu fallinn. Sýndist mér hann hafa hugsað eitthvað á þessa leið: Hér er verk að vinna, og nú skal hafizt handa þegar í stað. Félagslíf jókst stórlega í formennskutíð hans. Ei-n sam- koma var haldin í mánuði hverj- um frá vetumóttum til vordæg- urs og ein sameiginleg sumar- ferð að auki. „Stóridómur" var afnuminn, og þurfti ekki framar til hans að hugsa, enda mun vart finnast samstilltari hópur á gleðistund en starfsfólkið á Bif- reiðastöð Reykjavíkur. Með starfi sínu á B.S.R. gerð- ist Jakob Þorsteinsson umsvifa- mikill í kjaramálum bifreiða- stjóra almennt. Ekki leið á löngu, þar til honum voru falin trúnaðarstörf í stéttarfélaginu „Frama“. Fullyrði ég. að hann hafi verið dugmesti samstarfs- maður Bergsteins Guðjónssonar, formanns félagsins, en þann mann er óþarft að kynna. Hið síðasta og jafnframt hug- stæðasta, sem mig langar til að segja hér um vin minn, Jakob Þorsteinsson, er hlutdeild hana í stofnun lánasjóðs bifreiðastjór- anna á B.S.R. Hann gerir bif- reiðastjórunum kleift að endur- nýja bíla sína, áður en viðhalds- kostnaður verður þeim óbærileg- ur. Þessi sjóður hefur verið starf ræktur með svo miklum myndar brag undiir forustu Jakobs Þor- steinssonar, að langskólagengnir menn mættu vera hreyknir af. Nú vitum við bifreiðastjórarnir, hvernig hagur okkar stendur í raun og veru hverju sinni, og það eigum við fyrst og fremst að þakka trúverðugri forustu Jakobs Þorsteinssonar. Trúlegt þykir mér, að traust okkar á honum hafi aldrei verið meira en einmitt á þessum tíma- mótum í lífi hans, og fer sann- arlega vel á því. Til gamans g<Jt ég þess, að á síðasta ársfundi lánasjóðs okkar, báru nokkrir félagar fram tillögu um skipu- lagsbreytingu, sem okkur flest- um þótti fráleit. Okkur stuðn- ingsmönnum Jakobs var ekki grunlaust um, að nú væri kom- inn „köttur í ból bjarnar". Við mættum því vel á fundinum, og sigur Jakobs varð ekki neinn „Pyrusarsigur". Eftir þennan hressilega fund, gat hann sagt með sanni: ,,Ég kom, ég sá, ég sigraði.“ Eitt er einkennandi fyrir Jakob Þorsteinsson og það er, hve háttvís hann er í málflutn- ingi og deilum. Hann óvirðir aldrei andstæðing í ræðum sín- um. Harðasti andstæðingur hans að kveldi getur orðið bezti vinur hans að morgni. Slíkir menn, sem starfa af drengskap og ræktarsemi, eru vel til þess fallnir að leysa erfið- an vanda. Eins og fyrr getur er Jakob kvæntur Ástu Þórðardóttur. Vinur minn, Haraldur Á. Sig- urðsson, sagði eitt sinn, er hann flutti minni kvenna: „Frá því að konan var sköpuð í þennan heim úr rifi mannsins, hefur hún ætíð staðið í rifrildi við mann sinn.“ Því verður auðvitað ekki mót- mælt, að frú Ásta hefur sótt kyn sitt til Evu formóður, en skap- lyndi hennar hefur hún ekki erft. Að Giljalandi 20 eru þau hjón búin að reisa sér nýtt hús, sem ber samhjálp þeirra og einhug fagurt vitni. Allir þeir mörgu gestir, sem komu í þorraboð til þeirra á síðastliðnum vetri, sann færðust um, að þar hefuir hugur og hönd hjónanna beggja verið að verki. Vart mun betra heim- ilislíf að finna en einmitt hjá þeim. Á áfmælisdegi sínum er Jakob á ferðalagi erlendis ásamt konu sinni. Ég sendi þeim kveðju okk- ar hjónanna í tilefni dagsins og segi að lokum: Til hamingju með hálfa öld! Ólafur Jónsson frá Skála. Til sölu 11 tonna bútur byggður í Bátalóni 61. Fasteignasalan Skólavörðustíg 30 s!mi 20625 og kvöldsími 32842. Lagermaður óskast til ýmiskonar lagerstarfa. Tilboð með upplýsingum um fyrri störf sendist til Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: .,4765“. Oskum eftir að ráða stúlku til verksmiðjustarfa. (Vaktavinna). Upplýsingar hjá verkstjóra eftir kl. 5. AXMINSTER, Grensásvegi 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.