Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 18
18 MOBGUNBLAÐIÐ, MLÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1870 Karólína Káradóttir — Minningarorð Fædð 6. maí 1902 Dáin 4. október 1970 ÞAÐ er undarlegt að standa við dánarbeð vinar. Tími og rúm virðast ekki lengur til, og ekkert er til nema þú og þessi látni líkami, sem á beðinu hvílir. Hug urinn fyllist beyg, en jafnframt finnur þú til tómleika. Góður vinur er genginn, og höggvið er skarð í vimahópinn. Það er undarlegt að standa við dánarbeð vinar. Þó veitir það huggun að vita, að nú er mál að hvílast eftir erfiða baráttu, þá baráttu,, sem við eigum öll eftir að heyja að lokum. Karólína Káradóttir var fædd 6. maí 1902 að Lambhaga í Mos- feDssveit, dóttir hjónanna Steinsu Pálínu Þórðardóttur og Kára Loftssonar, er þar bjuggu. Var hún yngst fjögurra dætra þeirra hjóna. Systur hennar eru Þuríður, Guðríður og Kristín, og t Móðir min, Helga Magnúsdóttir, andaðist að Hrafnistu 7. okt. Jarðsett verður frá Neskirkju föstudagintn 16. okt. kl. 10,30. Grímur Bachmann og aðrir vandamenn. lifa þær allar systur sína. Karól- ína reyndist foreldrum sínum góð og umhyggjusöm dóttir, og raunar öllum þeim, sem til henn ar leituðu. Móður sinni hjúkraði hún af sérstakri alúð og um- hyggju í lamgvarandi veikind- um hennar, en hún lézt 4. marz 1928, en þá tók Karðlína við bús foráðum hjá föður sínum, þar til hann lézt. Flutti hún þá til syst ur sinnar, sem bjó í sama húsi, að Bergsitaðastræti 30, Reykja- vík, og bjó þar til dauðadags. Karólína Káradóttir stóð báð um fótum á íslenzkri storð. Hún var alin upp í foreldrahúsum á íslenzku sveitaheimili, þar sem hún lék sér að legg og skel að hætti lítilla barna í þá daga. Að baki hennar rís fylking íslenzkra bænda, þess fólks, sem í alda- raðir barðist hetjubaráttu við óblíða náttúru landsins, og hélt velli. Hetjulund og dug tók hún því í art. Það er þungbært að eiga við vanheilsu að stríða allt frá æsku dögum og berjast síðan við dauð ann að leiðarlokum. Sagan mun aldrei greina frá slíkri baráttu. Hetjulund hefur löngum verið mæld í stigum mannvíga og rán- yrkju, og svo mun vera enn. Því mun sú barátta, sem háð er inn an fjögurra veggja þröngrar sjúkrastofu og í einni manssál hvergi skipa glæstan sess á spjöldum sögunnar. Samt er sú barátta sannrar hetju, þó að hljóðlát sé. T Eíginmaður minn og sonur okkar, JÓHANNES LARUSSON, hæstaréttarlögmaður, verður jarðsettur irá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. þ. m. kl. 1 30 siðdegis. Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu mínnast hans er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir. Erla Hannesdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir, Lárus Jóhannesson. t Systir okkar, KARÓLfNA KARADÓTTIR, Bergstaðastræti 30, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum þann 4. þessa mánaðar. Samkvæmt ósk hinnar látnu, var útför hennar gerð í kyrrþey. Kristin Káradóttir, Bergstaðastræti 30, Guðríður Káradóttir, Þórsgötu 12, Þurtður Káradóttir, Kvisthaga 11. t Móðir okkar og tengdamóðir STEFANlA SIGURÐARDÓTTIR andaðist í Kristneshæli laugardaginn 10. október. Jarðarförin er ákveðin föstudaginn 16. október kl. 13,30 (er 1,30 e.h.) frá Akureyrarkirkju. Jónina Eggertsdóttir, Brynhildur Eggertsdóttir, Sigtryggur Þorbjömsson, Bergþóra Eggertsdóttir, Marius Helgason, Fanney Eggertsdóttir, Haraldur Oddsson, Einar Eggertsson, Helga Brynjólfsdóttir. „Hvað er Hel — ? öllum líkn, sem lifa vel — engill, sem til ljóssins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu breiðir, sólarhros, er birta él, heitir Hel. Eilíft líf. Ver oss huggun, vörn og hlíf, lif í oss, svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kíf? Eilíft líf“. Unnur Steingrímsdóttir. Margrét Erlingsdóttir — Minningarorð Fædd 11. marz 1968 Dáin 7. október 1970 í DAG verður borin til hinztu hvílu Margrét litla Erlingsdóttir. Það er skammt milli lífs og dauða, eins og svo mörg okkar hafa orðið að reyna. Ég minnist Möggu litlu eins og við kölluð- um hana, sem litillar telpu með ljósa lokka, fallegt bros á vör og létta lund. En þá sem Guð elskar mest er sagt að hann taki fyrst frá okkur. En mynd hennar mun ávallt lifa í hugum okkar, og fal- lega minningu eigum við þó allt af eftir. Ég votta móður hennar, systk- inum og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Steinunn. ÞÆR stundir eru til í lífi okkar mannanma, að við stöndum gagn- vart þeim í lamandi undrun. Svo Þorsteinn Jónsson, bókari — Minning I DAG fer fram frá Háteigs- kirkju, útför Þorsteins Jónsson ar, bókara. Þorsteinn fæddist 12. febrúar 1910 að Skrapatungu, Vindhælishreppi, A-Hún., einn fjórtán bama þeirra hjóna Jóns Helgasonar, síðar á Blönduósi og Ingibj argar Sveinsdóttur. Þorsiteinn hóf nám við Sam- vinnuskólann árið 1933 og út- skrifaðiist þaðan árið 1935. Það hefur verið erfitt ungum manni frá barnmörgu heimili utan af landsbyggðinni að brjótast til náuus af eigin rammleik á þess um árum, enda bar Þorsteinn ávallt sterkan hug til skóla síns og skólastjóra. Uppeldi Þorsteins og umhverfi skólaáranna mun hafa mótað á- kveðnar stjómmálaskoðan i'r hans og áhuga á sögu lands og þjóðar, en Þorsteinn var fróður vel og lesinn og hagyrð- ingur góður. Þorsteinn starfaði við bók- halds- og skrifstofustörf að námi lokmu, lengst af hjá Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur, en nú síðustu ár hjá Brunabótafélagi íslands. Árið 1936 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi konu sinni Kristínu Pálsdóttur, Árnasonar lögreglu- þjóns í Reykjavík Samhent reistu þau heimili sitt og hefur frú Kristín verið manni sínum styrk stoð, nú síð- ast í erfiðum veikindum hanð. Böm þeirra voru: Jón Ragnar, sem lézt 1968, kvæntur Margréti fór mér, er ég frétti hið svip- lega fráfall Mangrétar litlu Erl- ingsdóttur, frænku minmar. Það er svo erfiít að trúa því, að brum ið á vori eignist ekki sumar held ur aðeins haust. Á slíkum stimd um er það aðeins kenning Krists, sem veitir skjól og svar. Hann gaf okkur vonarbraut heimsins og jarðsviðið er aðeins forgarður þess. Bæði líf okkar hér og hand an grafar er í kærleiksfaðimi Guðs, hinn burtkallaði aðeins nær hjarta hans en áður. Því vil ég trúa, að Margrét litla hjali nú móti ylgeislum himina, og þar sé henni búinn þroski meiri en nokkur jarðlífsganga getur veitt. Ég bið Guð að gefa for eldrum hennar þá vissu, bið kær leiksarm hans að bera byrðina, með þeim, sem nú í dag þjakað ir standa frammi fyrir beði henn ar. Frændi. LESIO DRCIEOR Leifsdóttur, ljósmóður; Kristín gift Kristmanni Eiðssyni, kenn- ara; Þórhildur ógift í heimahús- um og Þorsteinn, sem er við nám í Háskóla íslands. Sorgin, sem við sonarmissi sótti heim heimilið að Drápuhlíð 38 fyrir tveimur árum, grúfir þar aftur yfir í dag á útfarardegi heimilisföðurins. Samstarfsfólk Þorsteins, kveð ur í dag hógværan og prúðan mann og þakkar samfylgdina. Frú Kristínu og fjölskyldunni færum við innilegar samúðar- kveðjur. Hilmar Pálsson. Innileigia þakka ég öilumn sem glöddu miig með vinarbug á sjötuigsafmæliimu þ. 2. oktáber. Guð blesisi ykkuir öll. Jón Ásmundsson. t Hugheilar þakkir sendum við til allra þeirna, sean aiuðsýndu okkur samúð og vinarhug vi'ð amdlát og jarðarför, Málfríðar Gísladóttur, frá Bræðraminni, Bíldudal. Jens Viborg, börn, tengdaböm, barnaböm og systkin hinnar látnu. t Bugheilar þaikikir sendnm við til allra þeirra, sem aiuðsýndu okikur samúð og viinarhuig við andlát og jarðarför móður okkar, Sigurbjargar Ágústsdóttur, Hólavegi 1, Dalvík. Börnin. Ölluim þeim sem heiSðruðu mig á sextíu ára aftnæli mímu 9. þ. m með heimsókinum, gjöfum og skeytum, sendi ég miíinar beztu hjartans þakkir. Guðni Bjarnason. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar SNÆRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd dætra. systkina og annarra vandamanna. Hallgrímur Halldórsson. t Þökkuim ininilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Katrínar Kjartansdóttur, Njálsgötu 2. Vandamenn. t Þöktoum hjartamlega auðsýnda samúð og viiniarhug við amd- lát og jarðarför mammsins míns, föður, temgdaföður, afa og lamgafa, Jóns Magnússonar, Vesturgötu 74, Akranesi. Kristín Sigurbjörnsdóttir, börn, tengdaböm, bama- og barnabamaböm. Hjartams þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsókinium, gjöfum og sitoeyt uim á 70 ára aifmæli mínu. Guð blessi ykltour öll. Björg Valdemarsdóttir frá Hrísey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.