Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 Þorgerður Helena Guðmundsdóttir Því kóngborin sál gerir kimann að sal, að kastala garðshomið svalt. Stephan G. 1 dag verður jarðsett frá Hafn- arfjarðarkirkju Þorgerður Helena Guðmundsdóttir, er andaðist á Heilsuvemdarstöðinni í Reykja- vík þ. 28. des. sl. Þorgerður var fædd 28. sept. 1888 í Geirakoti í Fró’ðárhreppi. Æskuheimili hennar var vel Sitætt og hún nam þar ung og af næmum hug öll viðfangsefni heknasætunnar enda kom það sér vel síðar. Um aðra skólagöngu var naumast að ræða fyrir stúlku á þeim árum. Nokkrar vikur í bamalærdómi, fullt vald á heim- ilishaldi, fæmi tii hverskonar sauimaskapar og Gerða litla var útskrifuð. Nú mátti veröldin kwma og banka. Og það stóð ekki á því. Þar með hófst hinn langi starfs ferill, sem stóð óslitinn alla daga og ásamt mörgum nóttum í meira en 60 ár. Margt hafði hún hlotið í vöggugjöf, en fátt varð drýgra en heilsuhreystin, sem ekki bil- aði að ráði fyrr en síðustu vik- umar. Þeir fáu dagar, sem fóru í sex sængurlegur, voru ekki undanþegnir störfum. Þorgerður giftist 1912 Jens Kristjánssyni þeim hjarthlýja öðlingi, sem nú, eftir rúmlega 56 ára ólýsanlega sambúð, faer þunga jarðlífsins að reyna. Megi t Faðir okkar Guðmundur Andrjesson, frá Ferjubakka andaðist að Hrafnistu 3. þ.m. # Börain. Maðurinn minn Birgir Thoroddsen skipstjóri, andaðist í Landsspítalanum 2. janúar. Hrefna Thoroddsen. Jónína Guðrún Jónsdóttir frá Smiðjuvík, Grunnavíkurhreppi, lézt að Elliheimilinu Grund 28. des. sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 3. Sigríður Hjálmarsdóttir. Eiginmaður minn Tómas Óskar Jóhannsson Njarðargötu 47, vérður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu mánudaginn 6. jan. kl. 3 e.h. Fyrir hönd ættingja og vina. Katrín Kjartansdóttir. samhugur vinahópsins vera hon- um nokkur hlíf. Af sex bömum Jens og Þor- gerðar eru fjögur farin á undan henni, Haukur, Sigurvin, Bragi og Júlíana, en tvær dætur hlúa nú að högum þeirra, Heiða og Málfríður. Dótturbam sitt, Gúð- rúnu, ólu þau hjón upp að miklu leyti og er mér ekki grunlaust um, að hún hafi bætt þeim og bæti barnamissinn. Hingað til Hafnarfjarðar ligg- ur leið þeirra hjóna 1925. Þá er það sem sverfur að fiátæktin, hrakningar milli kjallara og háa- lofta, vinnuleysi, allsleysi. Meðan Gerða signir böm sín og laugar, næstum ílátalaus, raul ar hún bókmenntaperlur og hetju Ijóð. Gesitanauðin finnst henni sjálfsögð hirð. Heimilið verður samasta'ður ljóðaunnenda, og þegar þau ráða sjálf húsum, í blessuðum gamla Dalbæ, hýsa þau alla starfsemi kvæðamanna- félagsins í ein tvö ár. Þar sýndi sig kannski bezt, hve félagslyndi og leiðsaga Gerðu var frábær. 1 áratugi stjórnaði hún skemmt- unum og ferðalögum og brast aldrei þekking á landinu, mann- inum, krónunni eða bílnum. Hún var gerð heiðursfélagi Kvæða- mannafélags Hafnarfjarðar. Framhald á hls. 17 Utför Vigfúsar ísleifssonar bónda Flókastöðum Fljótshlíð, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. jan. kl. 3 eh. Vandamenn. Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðar för Evlalíu Guðmundsdóttur Bolungarvík. Böm tengdabörn og barnaböm. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för móður minnar og ömmu Guðrúnar Jónsdóttur Jónina Jónsdóttir, María Bergmann Flókagötu 64. Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir Fædd 17. des. 1893. Dáin 28. des. 1968. SIGURLAUG fæddist þann 17. desember 1893 að Gauksmýri í V.-Húnavatnssýslu. — Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigurð- ardóttir og Sigurvaldi Þorsteins- son, bæði úr Húnaþingi. Þau voru fátæk af veraldarauði, eins og algengast var hjá alþýðufólki þeirra tíma. En litla stúlkan, sem var þriðja barn þeirra hjóna, hlaut engu að síður góðar vöggu- gjafir, að vísu ekki keyptar fyrir peninga, en þó öllu gulli verð- mætari. Gjafir þessar voru glað- lyndi og gott hjartalag, ásamt trú á guð og hin góðu öfl þessa heims og annars. Þetta var hinn rauði þráður lífs hennar og þenn an þráð tókst henni að varðveita óslitinn og hnökralausan til sevi- loka. Þegar Sigurlaug var tveggja ára, dó faðir hennar frá þremur ungum dætrum, en eina höfðu þau misst í frumbernsku. Eins og að likum lætur, er slíkt mikið áfall fyrir börn og móður, en Ólöf átti einlæga trú- arvissu, sem var hennar styrkur í þessum raunum. Henni tókst að halda hópnum saman og dæt- urnar fengu áfram að njóta móð- urkærleikans. Síðar giftist Ólöf Birni J. Jósa- fatssyni og héldu þa-u áfram bú- skap á Gauksmýri. Börnunum fjölgaði enn og urðu ellefu tals- ins. Sigurlaug var í æsku flugnæm og lærði af móður sinni ógrynni af ljóðum og þulum, auk annars, er til gagns og ánægju mátti verða. Á sviði söngs og ljóða var Ólöf sá nægtabrunnur, sem aldrei þraut. Hún hafði mikla og fallega söngrödd, sem var upp- spretta yndis og ánægju á heim- ilinu, og börnin lærðu að syngja, jafnvel áður en þau fengu vald á málinu. Engan skyldi því undra, þótt Sigurlaug hafi tekið í arf nokkuð af þessum eiginleik- -um móður sinnar, né heldur hitt, að þeir hafi þróast með henni í uppvextinum og orðið hennar góðu lífsförunautar. Sigurlaug dafnaði vel, þrosk- aðist og varð íturvaxin, falleg stúlka. Innan við tvítugt fór hún á Blönduósskóla og var þar einn vetur. Þótti þessi ágæti kvenna- skóli veita ungum stúlkum góða undirstöðumenntun, áður en lagt var út í lífsförina. Að námi loknu fluttist Sigur- laug að Litlu-Borg til unnusta síns, Guðmundar Péturssonar frá Stóru-Borg. Á Litlu-Borg hafði þá búið Kristófer gullsmiður, bróðir Guðmundar, en var, þeg- ar hér var komið, orðinn ekkju- maður. Tóku þau Sigurlaug og Guðmundur við búskap þar, en Kristófer dvaldist áfram á heim- ilinu og vann að gullsmíðum. Sigurlaug og Guðmundur gengu í hjónaband 9. des. 1917. Þau bjuggu aðeins tvö ár á Litlu- Borg, en fluttust þá á eignarjörð Guðmundar, Refsteinsstaði í Víðj dal. Áður en þau fluttust þangað. Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð, og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Guðmundu ísleifsdóttur Suðurlandsbraut 100. Ragnar Veturliðason, Ragna Ragnarsdóttir, Jens Guðjónsson, Ólafur Herbert, tengdadætur og barnabörn. höfðu þau eignast eina dóttur. Nú hófst sinn eiginlegi anna- tími ungu húsmóðurinnar. Eftir sextán ára búskap á Refsteins- stöðum voru börnin orðin níu. En eins og ævinlega skiptast á skin og skúrir í lífinu, og á þess- um árum urðu veikindi húsmóð- urinnar því valdandi, að hún varð að sjá af tveimur dætra sinna í fóstur til annarra. Þetta mun ekki hafa verið sársauka- laust í fyrstu, en Sigurlaugu var gefið að sjá fyrst og fremst bjartari hliðarnar á öllum hlut- um. Dæturnar tvær voru á góð- um heimilum, hjá frændum og vinum, sem tóku ástfóstri við þær, svo nú áttu þær í raun og veru tvenna foreldra. Þetta varð og til þess að sterkari tengsl mynduðust við þessi heimili og urðu að þeirri vináttu, sem aldrei rofnaði. Þröngt var oft á þessum ár- um í litlu baðstofunni á Ref- steinsstöðum, meðan öll bömin voru heima, og tíðum einnig vinnu- og kaupafólk. Þá mun og oft hafia vantað ýmsa hluiti, sem í dag væri ekki hægt án að vera. En húsmóðurinni tókst að leysa öll slík vandamál og gera gott úr öllu. Og enn eins og áður hljómaði söngur í lítilli baðstofu. Þar var jafnvel hægt að slá upp smá darusleik, ef svo bar undir. Er gesti bar að garði var þeim konunglega fagnað af húsráðend um og allt það bezta á borð bor- ið. Enda má með sanni segja, að það hafi verið aðalsmerki Sigur- laugar, að vilja vera veitandi, hvort heldur var í mat eða öðru. Og ef um einhvern þurfandi eða lítilsmegnugan var að ræða, voru gjafir ekki skornar við nögl. Þrátt fyrir ýmislegt mótdrægt, má með réttu segja, að á Ref- steinsstöðum hafi Sigurlaug lif- að sitt blómaskeið. Eins og áður er að vikið, bjuggu þau hjónin þar í sextán ár. Þá seldu þau jörðina og flutt ust upp úr því að Nefstöðum í Fljótum, en þar bjuggu þau í átta ár. Ekki er mér grunlaust, að Sigurlaug hafi fyrstu árin saknað sárt heimasveitarimnar og vina sinna þar, en hún átti í fór- um sínum þann hæfileika, að geta aðlagast nýju umhverfi og nýju fólki, enda eignaðist hún innan tíðar marga góða vini í Fljótunum, jafnframt því, sem hún reyndi að halda sambandi við sveitunga sína í heimabyggð. Eftir þetta tímabil seldu þau Nefstaði og keyptu ásamt þrem- ur sonum sínum Hraun í Fljót- um og bjuggu þar í sambýli með þeim í nokkur ár. Nú voru öll börnin löngu flogin úr hreiðrinu, flest búin að mynda sín eigiin heimili, og sum þeirra þá búsett í Kópavogi. Þangað fluttu þau nú, hjónin, og héldu þar lengst af heimili út af fyrir sig, þar til Guðmundur andaðist þann 14. ágúst 1964. Sigurlaugu var enn sam fyrr ríkt í huga að geta haldið sitt eigið heimili, verið gestgjafi og tekið á móti sínum mörgu vin- um og ættingjum. Hún fluttist nú til Reykjavíkur, til að vera meira miðsvæðis. Það var þægi- legast fyrir alla, sem vildu hitta hana. Öðru hvoru var hún hjá bömum sínum tíma og tíma, en Framhald á bls. 17 Hjartkæra systir mín, svanurinn minn, sólgeislinn bjarti frá æskunnar dögum, þín rósemid hjartan's, þín rósfagra kinn og röddin, sem nærði mig himneskum lögum; allt þetta sindrar um sál mína nú er sé ég á eftir þeim gofigasta vini, trú, von og kærleiikur byggja’ okkar brú í Blíðheima andans í kvöldsólarekini. Hjartkæra systir, faive sæl, ó, hve sæl söngelska barninu fagnar vor móðir, himnesk-u lögin og ljóðin inndæl leika á hörpurnar englarnir góðir; það var þín sígilda, síunga trú, eorgir og andstreymi þó oss hér mæti, barnsglaði andinn, faann á sér þar bú um eilífð sem stendur og farizt ei gæti. Hjartkæra systir, svo brosmild og blíð, með börnin þín miörgu og vinanna fjölda, þú fylgdiist í öllum með æskunnar tíð í ástvinafaópnum, þó tæki að kvölda; faðmur þinn, grátandi og brosandi böm blessaði jatfnt, — það var inndælt að heyra, Þú sagðir að frelsarinn væri þeim vöm, þau vildu til ömmu að læra’ um það meira. Hjartkæra systir, við kveðjum þig klökk, þig kærleikans faðirinn umvefji blíði; við kveðjum með ólstúð og aiúðarþökk fyrir allt, sem þú varst oss í daganna stríði. Ber kveðjur í faimininn, hreinaista sál, við hlökkum svo til þess að ná þessum tindi sem kveikt er á vizkunnar blosisandi bál, þar bíður þín vissan um fögnuð og yndi. Kristín M. J. Bjömson. Hjartans þakkir færi ég öll- um fjær og nær sem glöddu mig á 70 ára afmælisdaginn 22. des. 1968. Börnum mínum, tengdabömum og barnaböm- um þakka ég sérstaklega rausnarlegar veitingar og stór- gjafir. Gleðilegt nýtt ár! Pálína Guðjónsdóttir Þórsgötu 3. Hugfaeilar þakkir færi ég öll- um þeim mörgu, samstarfs- mönnum mínum, vinum og velunnurum, sem glöddu mig á margvíslegan hátt, með heillaóskum, gjöfum og vinar- kve’ðjum í tilefni 70 ára af- mælis mínu, þann 2'6. des. sl. Blessun guðs sé með ykkur öllum. Valgarður Stefánsson Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.