Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANUAR 1969 3 Allir, sem rekstur stunda bókhaldsskyldir Ný bókhaldslög gengu í gildi um áramót HINN 1. janúar síðastliðinn gengu í gildi ný bókhaldslög, er Jeysa af hólmi 30 ára gömul lög um bókhald. Þessi nýju lög snerta marga aðila þjóðfélagsins, þvi að nú eru allir, sem ein- hvern rekstur stunda, bókhalds- skyldir. Frá því er fyrri löggjöf var sett, hafa orðið hérlendis stórfelldar breytingar í atvinnu- háttum og hugmyndir manna um hlut 'erk bókhalds og reiknings- skila hafa verulega breytzt. í tilefni gildistöku laganna boðaði Jón Sigurðajon, ráðuneyt isstjóri í f jármálaráðuneytinu, blaðamenn á sinn fund í gær ásamt svokallaðri bókhaldslaga- nefnd þriggja manna, sem í eiga sæti Ólafur Níelsson, skattrann- sóknarstjóri, Guðmundur Skafta son og Sigurður Stetfánsson, lög- giltir endunrkoðendur. Hlutverk nefndarinnar er að svara fyrir- spurnum um vafaatriði og semja síðar meir reglugerð á grund- velli þeirra fyrirtspurna, sem ber ast. Lögin, sem hér uan ræðir, voru sett á síðastliðnu vori. Þeir fjórmenningar sögðu á blaða- mannafundinum í gær, að nobk- un bókhalds og hvers konar reikningsskila í nútíma atvinnu- rekstri miðaði fynst og fremst að því að veita eigendum hsvers konar rekstrarupplýsingar um reksturinn og einstaka þætti hans til þess að þeir geti á hiverj- um tíma fylgzt nákvæmlega með rekstrinum og lagt álherzlu á þau atriði, sem bætt geta afkomu hans. Þ»á stuðlar notkun bóikhalds og hvers konar reiikningsskila einn- ig að því að lánadrottnar, bank- ar og aðrir, geti fengið áreiðan- legar upplýlsingar um fjárhags- stöðu og afkomu restrarins á hverjum tíma. Einnig á þá að vera unnt að gefa opinberum að- ilum, þ.á.m. skattaytfirvöldum, þær upplýsingar, sem þeir þarfn- ast. Hefur reynslan og sannað að þeir, sem færa fullkomið bók- hald, fara mun betur út úr skatti en þeir, sem ekki geta gefið upp- lýsingar um rekstur sinn og ríkis valdið verður þar af leiðandi að áætla gjaldstotfna hjlá. Helztu breytingar frá gömlu lögunum eru: 1) Nánar er tiltekið en áður, hverjir eru bókhaldtsiskyldir. 2) Ýmsum smiávinnurekend- um er gert að skyldu að færa einhliða bókhald. 3) Sett er sú meginregla, að krötfur til bókhaldis Skuli í hverju tilfelli miða við það sem telst góð bókhalds- eða reikningsskila venja. 4) Skilgreint er, við hvaða þarfir skuli miða bókhaldið og hvaða kröfur skuli gera til skýr- leika þess. 5) Því aðeinis er veitt heimild til að nota lauls blöð og kort við bókhaldið, að þau séu hluti af öruggu og skipulegu kertfi. 6) Sett eru ný ákvæði um birgðatalningaibælkur og nánari reglur um frumbækur. 7) Ákvæði eru um gerð árs- reikninga, sem eru að verulegu leyti ný. 8) Ráðherra er veitt heimiHd til að setja með reglugerð fyrir- mæli um framkvæmd laganna og þar með talið að fyrirskipa staðl að bókhaldsskipulag fyrir ákveðnar atvinnugreinar. Að því er varðar setningu reglugerðar hefur ráðuneytið tal ið rétt að fresta þeirri reglugerð- arsetningu þar til nokkur reynsla er fengin af framkvæmd laganna. Vafaatriðum, sem upp kunna að koma í þessu sam- bandi, mun netfnd sú, er vinnur að samningu reglugerðarinnar, leysa úr eftir föngum. Nefndin hefur aðsetur í skrifstofu ríkis- skattstjóra, Reykjanesbraut 6, með síma 1749'0 og mun fynst um sinn taka við fyrirspurnum mánudaga og fimmtudaga milli kl. 16 og 18. Gögn, sem safn- ast saman við sl'íkar fyrinspurn- ir, munu verða undirstaða við samningu reglugerðarinnar. Fjármálaráðuneytinu er ætlað að hatfa á hendi yfirstjórn fram- kvæmdar þesisara laga og hetfur atf því tilefni sent eintak af lög- unuim til allra þeirra aðila, sem ráðuneytinu og stofnunu-m þess var kunnugt um og ætla mlátti, að séu bókhaldssky!dir skv. lög- unum. Ráðuneytið hetfur tekið upp samistanf við ýmis samtök, sem hér eiga hlut að máli og mun að auki setja á laggirnar etftirlit til þess að fyligja lögun- um fram eftir því sem aðstæður frekast leyfa. Fjármálaráðuneytið sér ástæðu til að benda á, að skatt- yfirvöldum er mikilvægt, að bók hald fyrirtækja og hivens konar atvinnurekstrar sé í góðu lagi. Hins vegar vill ráðuneytið gera sitt til að útrýma þeim almenna miaskilningi, sem er ríkjandi víðs vegar í landinu, að bókhald sé eingöngu til vegna skattyfir- valda og haldið í því skyni að geta talið fram til skatts og vill í því saimbandi ítreka það, að bókhald og reikningsskil veita einnig eigendum og stjórnendum upplýsingar um reksturinn og einstaka þætti hans. Bjáti eitt- hvað á, geta þeir lagt áherzlu á atriði, sem bætt geta afkomu hans. Þá veitir bókhald bönkum, lánadrottnum og öðrum upplýte- ingar um fjárhagsstöðu rekstrar- ins. Margir standa í þeirri trú, að með ótfullkomnu bðkhaldi komi þeir í veg fyrir eða takmarki eftirlitsmöguleika skattytfirvalda. Þessu er þó alls ekki þannig far- ið, heldiur ber að hafa hugtfast, að bókhald og reikningBskil er undirstaða skattframtala atvinnu rekenda og í þeim tilivikum sem bókhald er ekki fært á lögskip- aðan hátt, eru sikattframtöl, sem byggð eru á slíku bókhaldi, naumast nothæf sem grundivöll- ur fyrir álagningu opinberra gjalda. Við þær aðstæður hljóta skattyfirvöld í vaxandi mæli að neyðast til að nota heimildir, sem þeim eru tiltækar til að áætla gjaldstofna. Samkvæmt hinum nýju lögum verða atvinnurekendur bókhalds skyldir, þótt þeir séu með óveru legan rekstur svo sem við á um þá, sem einir harfa með höndum atvinnurekstur án aðkeypts vinnuaflls, en bókhaldsskylda þeirra er jafnframt takmörkuð í lögunum. Sjaldnast er þó at- vinnurekstur svo óverulegur eða einíaldur í sniðum, að unnt sé að hafa tfullkomna yfirsýn ytfir hann án góðs bókhalds. Að lokum gat Jón Sigurðsson, ráðuneytisistjóri, þess, að fjár- málaráðuneytið vildi hvetja alla þá, sem hér ættu hlut að máli, til að kynna sér þessi nýju lög um bókhald nr. 91/1968 og koma sínu bókhaldi í það horf, sem lög in mæla fyrir um, etf það er ekki þannig nú þegar. Mun maðurinn nú loksins læra að þekkja sjálfan sig Hugleiðingar Archibald MacLeish í tilefni tunglfararinnar EFTIRFARANDI grein var rituð af Archibald MacLeish, skáldi og Ieik- ritahöfundi, Pulitzerverð- launahafa og fyrrum bóka verði Þingbókasafnsins í Washington. Greinin var rituð fyrir The New York Times og birtist á forsíðu International Herald Tri- buna 26. des. sl., og var rit- uð á meðan á tunglferð Appollo stóð. „Hugmyndir mannsins um sjálfan sig og aðra hafa ævinlega verið grundvall- aðar á skilningi hans á jörðinni. Þegar jörðin var Heimurinn — eini heiinur- inn, sem til var — og stjörnurnar voru ljós í Himnaríki Dante og jörðin undir fótum manna þak helvítis, litu mennirnir á sjálfa sig sem miðdepil al- heimsins, hið eina, sem Guð bar sérstaka um- hyggju fyrir, og úr þessu hásæti sinu stjómaði mað- urinn, drap og sigraði eins og honum sýndist. Mörgum öldum síðar, er jörðin var ekki lengur Heimurinn, heldur aðeins lítil, vot spinnandi pláneta í sólkerfi minniháttar stjömu í útjaðri tiltölulega lítilfjörlegrar stjörnuþoku í hinni ómælanlegu víðáttu algeimsins — er Himnaríki Dante hafði horfið og ekki var lengur neitt Helvíti til (a.m.k. ekki undir fótum manna) — tóku menn að gera sér grein fyrir að þeir voru ekki leikarar, stjórn- að af Guði, í miðpunkti göfugs leikrits, heldur einnig hjálparvana fómar- lömb. Milljónir var hægt að drepa í heimsstyrjöld- um, í uppsprengdum borg- um eða í þrælabúðum án hugsunar eða ástæðu, nema valdsýningar — ef hægt .er þá að kalla það ástæðu. Nú, á þessum síðustu klukkustundum, má vera að hugmyndir mannsins um sjálfan sig hafi enn einu sinni breytzt. í fyrsta sinn hafa menn séð jörð- ina; séð hana ekki séð hana sem meginlönd og úthöf úr jafn lítilli fjar- lægð og eitt til þrjú hundmð km., heldur litið hana augum utan úr óra- víðáttu geimsins. Þeir hafa séð hana heila, hnöttótta, fagra og svo litla að jafn- vel Dante — hin „fyrsta ímyndun kristindómsins“ — hefði aldrei dreymt um að sjá hana svo smáa; eins og 20. aldar heimspeking- ar fáránleikans og örvænt- ingarinnar hafa ekki getað trúað, að svona mætti sjá hana. Og í huga þeirra, sem sáu hana svo, skaut upp einni spurningu: „Er hún virkilega byggð?“, spurðu þeir hver annan og hlógu — en þeir hættu brátt að hlæja. Hvað kom þeim í hug hundrað þús- und mílur úti í geimnum — miðja vegu til tungls- ins“ eins og þeir orðuðu það — það sem þeim kom í hug var h'fið á þessari litlu, einmanalegu fljót- andi plánetu; þessum smá- fleka á reki í hinni gífur- legu og tómu nótt. „Er hún byggð?“ Miðaldahugmyndir um jörðina gerðu ráð fyrir manninum sem miðju alls. Kjarnorkuhugmyndir um jörðina gerðu hvergi ráð fyrir honum — komnum út fyrir sjóndeildarhring skynseminnar jafnvel — glataður í fáránleika og styrjöldum. Hin síðasta hugmynd kann að hafa aðrar afleiðingar. Hún myndaðist í hugarheimi hetjulegra ferðamanna, sem einnig voru menn, og hún kann að breyta hug- myndum okkar um mann- kynið allt. Þar sem hann er nú ekki lengur mið- punkturinn, sem allt snýst um, ekki lengur hið van- virta og niðurlægjandi fórnardýr á útmörkum raimveruleikans og blind- aður af blóði, má svo kannski fara að maðurinn verði loks hann sjálfur. Að sjá jörðina, eins og hún sannarlega er, litla, bláa og fagra í hinni eilífu þögn þar sem hún flýtur, er að sjá okkur sjálf sem sameiginlega ferðamenn, bræður á hinni björtu feg- urð í hinum eilífa kulda — bræður, sem nú vita, að þeir eru vissulega bræð- ur. STAKSTEIEVAR Aukning iðnþróunar mikilvægasta verkeínið EINS og kunnugt er hefur Jó- hann Hafstein, iðnaðarmálaráS- herra, mjög beitt sér fyrir því, að nýjar iðngreinar rísi upp á tslandi og talið stóriðjumálin meðai hinna mikilvægustu við- fangsefna. 1 áramótagrein sinni víkur hann að þessu stórmáli og segir m. a.: „Við höfum verið að ratfvæða landið, að senda ljós og yl inn á heimilin. Ratfvæðing okkar í fram tíðinni mun beinast að þvi öðru framar að beizla orku til iðnvæð ingar í þessu landi, orku til nýrra atvinnugreina og framleiðslu- aukningar nýrra og áður óþekktra verðmæta. Við erum hér í kapphlaupi við timann. — Hversu lengi verður orkan i fall- vötnunum og jarðhita eftirsókn- arverð og samkeppnisfær við aðra orku nýrrar tækni og nýrr- ar þekkingar. Við megum ekki láta arka að auðnu í þessum efn- um, við verður að taka umsvifa- laus og snögg viðbrögð í því að beita öllum okkar beztu mönn- um og þekkingu að því að skilja möguleika okkar og skynja okk- ar vitjunartíma. f dag eigum við ef til vill leikinn, á morgun kynni það að vera otf seint.“ Þolir enga bið Eins og Jóhann Hafstein vikur að, lækkar framleiðslukostnaður rafmagns, sem framleitt er með kjarnorku, óðum og svo kann að fara innan fárra ára, að orkulind- ,ir okkar verði ekki lengur sam- keppnishæfar við stærstu kjarn- ork'uverin. Einmitt þess vegna má engan tíma missa. Við þurf- um að fullrannsaka orkulindirn- ar og gera áætlanir um efna- iðnað og hrinda þessum verkefn- um í framkvæmd, því að engin orka er ódýrari, en sú sem fram- leidd er í vatnsafls- eða gufu- orkuverum, eftir að stofnkostn- aður hefur verið afskrifaður að miklu eða öllu leyti. „Endurmat stjórnvalda" Jóhann Hafstein heldur enn áfram í áramótagrein sinni að ræða þetta mikilvæga mál og segir: „Fólkinú fjölgar, það leitar til fanga. Hvar á hin vinnuglaða hönd að fá verkefni? íslenzkur iðnaður í vaxandj mæli er ein þeirra leiða, sem liggja til fram- tíðarinnar. Á því er ekki nokkur efi, að raunsætt endurmat stjórn. valda — Alþingis, ríkisstjómar og peningastofnana — verður án tafar að fara fram á möguleikum iðnþröunar í landinu. Á enga aðra atvinnugrein er hallað, þótt viðurkennd sé sú staðreynd, að atvinnuöryggið í landinu á kom- andi árum er fólgið í vaxandi iðnaði öðrum atvinnugreinum fremur. Að metast um gildi at- vinnuvega er fánýtt. Allar eru atvinnugreinar okkar stoðir, sem þjóðarbúskapurinn hvílir á, en hvorki iðnaður né nokkur ný at- vinnugrein má lenda í skugga þess, sem áffur var og þá þótti gott og er enn gott. En þannig er þetta í dag og mönnum sést yfir þau örfandi sannindi, að nýjar atvinnugreinar skyggja í fæstum tilfellum á eldri, heldur veita þeim nýjan lífskraft og hvatningu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.