Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 11 Soffía Kjaran — Minningarorð HINN 28. desember sl. lézt hér í borg Scxffía Kjaran, ekkja Magnúsar Kjarans stórkaup- manns, nýlega 77 ára. Soffía fæddist í Hafnarfirði 23. desem- ber 1891, dóttir Franz E. Siem- s'ens, sýslumanns og konu hans, Þórunnar Ámadéittur landfógeta Thorsteinson, en ættir þeirra Thorsteinsona og Finsena eru kunnari en svo að hér þurfi að rekja. Soffía ólst upp í hópi mannvænlegra systkina og er nú aðeins eitt þeirra enn á lífi, Sig- ríður, ekkja Páls Einarssonar, hæstaréttardómara, en bræður þeirra, Ámi ræðismaður og Theódór kaupmaður em látnir. Þær systur fengu hið bezta vegamesti frá móðurgarði, en móðir 'þeirra var hin myndarleg- asta húsmóðir. Um aldamótin, er foreldrar Soffíu fluttu til Reykjavikur, komst hún, þá á táunda ári, í það umhverfi ættmenna og vina er síðan móta'ði líf hermar. Hún gekk þar á Kvennaskólann og átti þar og síðar í ungmennafé- lagsskapnum samleið með nán- ustu vinkonum sínum og stall- systrum og síðan langa ævi, sem hin frjóu viðhorf þessara ára mótuðu, og þar spratt hin ævi- langa vináttu þeirra Dóm Þór- hallsdóttur. í ungmennafélagsskapnum hófust kynni hennar og Magnús- ar Tómassonar Kjaran, hins glæsta glímukappa, en þau gift- ust 25. september 1915. — Magn- ús 'hafði þá þegar gerzt verzlun- armaður og varð brátt einhver umsvifamesti kaupmaður Reykjavíkur, er hann varð fyrst meðeigandi en síðan einkaeig- andi verzlunarmnar Liverpool, er hann rak til 1930. Hafa menn enn í minnum hve Magnús bar af um röskleik og snyrti- mennsku og var hann mörgu verzlunarmannsefni fyrinmynd. Eftir 1930 gerðist Magnús stór- kaupma'ður og rak heildverzlun æ síðan en fyrir 1930 tók hann að sér hið ábyrgðarmi'kla starf að verða framkvæmdastjóri und- irbúningsnefndar IOiOO ára afmæl ishátíðar Alþingis. Það er óþarft hér að bæta lofi á það afrek sem Magnús þá vann, og var lof- að jafnt innanlands sem erlend- is, en hitt er ástæða til að rninna á nú, að það er ekki sama hver við hlfð manns stendur við slík stórvirki, og Magnús naut þá sem oftar mannkosta sinnar glæsilegu eiginkonu, ljúfmennsku hennar, glaðlyndis og hjartahlýju, ásamt afburða húsmóðurhæfileikum, sem allt bætti upp útsjónarsemi, röskleika og kjark bóndans, enda þurfti alla þá kosti til að svo vel tækist sem varð. — Þá og bæði fyrr og sáðar voru hús- móðurstðrf Soffíu mjög umsvifa- mikil. Magnús var mjög um- svifamikili framámaður í röðum verzlunarmanna, í Verzlimarráði og bæjarstjóm og á síðari árum, áfram í anda ungmennahreyfing- arinnar, einn af frumkvöðlum Lionsfélagsskaparins, en áður í stjóm Rauðakrossins. — Þau hjón vooru mjög vinmörg og vina glöö, og ærið oft gestkvæmara en heimilisfólkinu næmi. — Soffía var sjálf fyrst og fremst og af öllu hjarta húsmóðir, þ.e. eiginkona og móðir, en hún var þó, svo sem hún átti ætt til, list- hneigð og naut þess vel í sam- búð við mann sinn, sem var hinn rnesti fagurkeri um söfnun bóka og annarra listaverka. Soffía var um margra ára bil mikið starfandi í Lestrarfélagi kvenna, sem á árunum milli styrjaldanna gegndi mjög þörfu mermingarhlutverki, ásamt skemmtihlutverki, sem einnig var nokkurs virði. — Mér, sem óx upp og bjó í næsta nágrenni hennar um áratugi verður ávallt kærust minningin um hjarta- 'hlýju glæðværð og óbilandi já- kvasíð lífsviiðhorf, sem engum munu gleymast er hana þekkti. Soffía missti mann sinn 1962, eftir nærri fimm áratuga sam- búð, og varð einnig fyrir þeirri sorg, að dóttir hennar, Þórunn, hin gjörvilegasta kona, sem gift var Pétri Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra, féll frá eftir erfitt sjúkdóms'Stríð á bezta aldri, 1966. Þessi áföll bar Soffía méð þeim styrk sem vænta mátti og var áfram sem áður börnum sín- um og barnabörnum uppspretta hjartahlýju og jákvæðra lífsvið- horfa. Börn hennar, Birgir hag- fræðingur og alþingismaður, sem kvæntur er Sveinbjörgu Blönd- al frá Siglufirði, Sigriður, sem er gift Sigurjóni Sigurðssyni, lögreglustjóra og Eyþór, sem alla tíð og til hinztu stund- ar hennar bjó hið næsta henni, svo og barnabörn- in og þ eirra böm munu varðveita og skila áfram mann- kostum hennar, sem hún greipti í huga þeirra, en sá minnisvarði mundi henni kærastur. Baldur Möller. SOFFÍA Kjaran, ekkja Magnús- ar Kjaran stórkaupmanns, er lát- in eftir margra ára sjúkdómsbar- áttu. Með henni er horfinn af sjónarsviðinu rismikill fulltrúi aldamótakynslóðarinnar og mik- ilhæf mannkostakona er verður minnisstæð öllum, sem henni kynntust. Heimili þeirra Soffíu og Magn- úsar var eitt af fyrstu heimil- imum, sem ég, bamungur, kynnt ist, vegna vináttu foreldra minna og þeirra. Magnús Kjaran og faðir minh vom samherjar í ungmennahreyfingimni, og tók- ust þá þegar með þeim góð kynni. Með foneldrum Sofifíu og hennar fólki annars vegar og föðurforeldrum minum hins veg- ar voru náin tengsl og vinátta, og leiddi þet'ta aLlt til sambands milli fjölskyldnanna, sem hefur ekki rofnað til þessa dags. Eg og mitt fólk á þeim Magnúsi og Soffu — eins og vinir hennar alltaf kölluðu hana — mikið að þakka, og er það ástæöa þess- ara fáu orða. Magnús Kjaran vann sig upp úr fátækt, hann fékk litla skóla- göngu, en aflaði sér menntunar, sem margur háskólagenginn mað ur mátti öfunda hann af. Hann var einn af mestu glímumönnum landsins, og þátttakandi í Ol- ympíuleikjunum 1912. Hann lagði fyrir sig verzlimarstörf, fyrst í annarra þjónustu, en brátt fyrir eigin reikning, og hann varð einn af duigmestu kaup- sýslumönnum þessa lands. Af- reks- og atorkumaður var hann í öllu, sem hann fékkst við, og hamhleypa til allra starfa. Unun var að því að sjá hann vinna og láta aðra vinna. Ég átti því láni að fagna að kynnast þessari hlið Magnúsar, og bý að því enn. En um gáfur, dugnað og kunnáttu Magnúsar — og um þáð traust, sem til hans var borið — nægir raunar að nefna það eitt, að hann varð valinn til að verða framkvæmdastjóri Alþingishátíð arinnar 1930, eins stærsta og áhættumesta fyrirtækis, sem ráð izt hefur verið í á íslandi. All- ir, sem til þekkja, eru á einu máli um það, að hann leysti þetta verkefni af hendi eins vel og á varð kosið, og mun það halda nafni hans á lofti um langa framtíð. — Magnúsi Kjar- an verður annars ekki lýst með fáum orðum, eins fjölhæfur og litríkur persónuleiki og hann var. Soffía Kjaran var af merku og siðfáguðu fólki komin, og það fór ekki fram hjá neinum, sem átti skipti við hana. Hún var tiginmannleg — en þó látlaus — í framkomu, og sópaði að henni hvar sem hún fór. Þeir, sem kynntust henni vel, mátu mest heilsteypta skapgerð hennar og trygglyndið, sem aldrei brást. Hún var mjög vel gefin og menntuð kona, og í vinahópi var hún sú, sem bezt yar hlustað á og mest tekið tillit til, en hún beitti áhrifavaldi sínu með nær- gætni. Hún kaus að helga starfs- krafta sína heimili, eiginmanni og bömum, og fjölmargir vinir þeirra hjóna nutu þar góðs af. Veit ég, að margir minnast heimilis þeirra nú me'ð þakklát- um hug. Þau vom bæði höfð- ingjar í lund og gestrisin svo af bar, og heimili þeirra var þekkt fyrir rausn og myndarskap. Það var ekki aðeins fallegt og smekk legt heimili, heldur bar það merki ríks listaáhuga hjónanna. Hjónaband Soffíu og Magnús- ar Kjaran var óvenju farsælt, þau voru mjög samhent og studdu hvort annað eftir mætti. Soffía var manni sínum ómetan- leg stoð í veikindum hana síð- ustu árin, sem hann lifði. Eftir lát hans, 1962, fór heilsu hennar að hnigna fyrir alvöru, og síð- ustu æviárin átti hún við mikla vaniheilsu að stríða, en hún sýndi frábæra þrautseigju í veikind- um sínum, og kvartaði aldrei. Hún hélt andlegri reisn sinni til síðustu stundar. Nú við lát Soffíu Kjaran vil ég fyrir hönd margra vina votta minningu hennar virðingu og þökk, og færa ástvinum hennar hjartanlegar samúðarkveðjur. Klemens Tryggvason. þedrra hjóna, án þess að hafa vit á að gefa því gaum hversu svip- mikið og fagurt heimili þeirra var. Síðar á Mfsleiðinni varð okkur ljóst, að þau hjónin höfðu skapað heimili, sem geymdi eitt fegursta safn listaverka og bóka, sem tffl er 1 Reykjavík. Þessu kynntumst við betur á fullorðinsárunum, enda hlutað- ist frú Soffía til um það, að við bræður heimsæktum hana einu sinni á ári. Eru minningar okk- ar frá þeim heimsóknum hinar ljúfustu. Okkur, sem búíð höfum í þess- um borgarhluta, eru minnis- stæðar kl'ukknahringingarnar úr kirkjugarðinum, þegar Bjami gamli hringjari stóð þar við lík- húsdymar og kvaddi Reykvík- inga síðustu kveðju. Á sama hátt er okkur minnisstæður sálma- söngurinn, sem barst út á hljóð- látum dögum. í bók sinni, Brekkutootsannál, lýsir Laxness snilldarlega áhrifum þessa klukknahljóms, en enginn vafi er á því, að hann hefir sömu klukkuna í huga. í dag hringir þesisi klukka enn einu sinni og þá til að kveðja síðasta yininn, sem var í blóma Mfsins í þessu hverfi, þegar við fluttumst í það. Við systkinin frá Hólavöllum sendum Kjaranssystkinunum innilegustu samúðarkveðjur og þökkum þeim og móður þeirra fyrir ævilanga vináttu. Hólavallasystkin. Kveðja frá Lionsklúbb Reykjavíkur. VIÐ félagamir í Lionsklúbb Reykjavíkur minnumst frú Soffíu Kjaran með virðingu og þakklæti. Við minnumst hennar frá þeim tíma að hún toom fram á sam- fundum okkar við hhð manns síns, Magnúsar Kjaran, stofn- anda klúbbsins, fyrsta for- manns okkar og fyrsta umdæm- isstjóra. Við minnumst glæsi- leika hennar og þeirrar mildi og heiðríkju, sem hún flutti jafnan með sér. Við minnumst hennar etoki síður eftir að hún varð ein og þá sérstaklega hins ein- læga áhuga hennar fyrir vel- famaði okkar. Hún bar móðurlega umhyggju fyrir okkur og hafði vakandi áhuga fyrir starfsemi okkar og allri vegferð. Þegar við nú kveðjum þessa góðu og göfugu toonu viljum við heiðra minningu hennar fyrst og fremst með því að reyna að bregðast ekki trausti hennar. E. H. SOFFÍA Kjaran er horfin af sjónarsviðinu. Þar er genginn persónuleiki, er seint mun gleymast, þeim er áttu því láni að fagna að kynnast henni. Eg minnist hennar fyrst fyrir 38 árum. Þá kom ég á heimffli henn- ar og manns hennar, Magnúsar Kjaran stórkaupmanns. Við Birgir sonur þeirra vorum bekkj arbræ'ður og þar vorum við skólabræður alltaf velkomn- ir og ávalít tekið með þeirri alúð og hlýju sem var þeim hjónum svo eiginleg. Eftir skóla- námið skildust leiðir í bili, vegna breyttrar búsetu. En 1945, er við hjónin fluttumst til Stokk hólms, lágu leiðir saman á ný. Þau Soffía og Magnús voru þá þar fyrir og tóku okkur eins og við værum börn þeirra, og sú hjálpsemi, sem við nutum hjá þeim var í senn ómetanleg og ógleymanleg. Soffía var óvenjulega vel gerð toona. Hún var ein af þeim sem lét sér ekkert mannlegt óvið- toomandi. Hún fylgdist með öUu og hafði fágætan áhuga á öllu, sem gerðist nær og fjær. Og hin sfðari ár, eftir að heilsu henn- ar fór að hnigna, virtist þetta ekkert breytast. Aðeins nokkr- um dögum áður en hún dó, heim sótti ég hana og þar var enn að finna sömu hlýjuna og sama áhugann, sem hafði einkennt hana allt hennar líf. Hún ói mest allan aldur sinn í Reykjavík og mér finnst borg- in orðin fátækari að henni genginni. Við hjónin kveðjum hana með söknuði og sendum bömum hennar og öðrum vandamönn- um innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Tryggvason. Kveðja frá Hólavöllum: Á BJÖRTUM degi vorið 1924 fluttumst við fjögur systkinin með foreldrum okkar að Hóla- vöUum við Suðurgötu. Syst- kinahópurinn átti eftir að stækka, þannig að í því húsi tvöfaldaðist hópurinn. Þá stóðu örfá hús sunnan vfð Landakots- hólinn en norðan við kirkju- garðinn. Þessi byggð var í raun- inni í útjaðri borgarinnar, því þá var engin byggð toomin á Melana og vestur undan var næstum engin byggð komin, aUt vestur að Eiði, nema húsin Hof og Ás. I fallega húsinu sunnan við Landatootshólinn bjuggu þau Magnús og Soffía Kjaran og ruðu böm þeirra fljótt leikfélag- ar okkar systkinanna, enda voru þau á svipuðu reki og við. Kynnt umst við því heimili Kjarans- hjónanna strax og urðum þar húsgangar á æskuárunum. Frá þeim dögum hefir haldizt vin- átta okkar systkinanna við Kjaranssystkinin. AUtaf var gott að tooma á heimili Soffíu Kjaran. Hún var barngóð og glaðlynd. Hún hafði gott auga fyrir því broslega við hlutina og oft minntist hún á það við okkur síðar á Mfsleið- inni að eintoennilegt hafi sér fundizt að sjá okkur sex bræð- uma klifra yfir girðinguna um hús hennar nokkra metra frá hliðinu og sumir það litlir, að hjálpa varð þeim yfir. Hjá henni áttum við jafnan öruggan skilning á vanda okk- ar ungiinganna, góðan -málsvara og tryggan vin. Og hún hafði eirihvern veginn alltaf tíma til þess a’ð hlusta á vandamálin og leggja á ráðin um hvemig fram úr skyldi ráðið. — Á þeim árum umgengumst vfð heimili SVAR MITT jfgH EFTIR BILLY GRAHAM ÉG heyri, að það sé erfitt að vera trúaður maður. Er þá ekki bezt að leitast við að lifa góðu lífi og láta svo kylfu ráða kasti um framhaldið? Já, vegur kristinnar trúar er ekki greiðfærasti veg- urinn, enda hefur sá, sem lagði hann, Jesús Kristur, aldrei fullyrt, að svo væri. Hann sagði: „röngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann“ (Matt. 7,14). Ef þér eruð að leita að auðveldri leið, þá skuluð þér fyrir alla muni ekki verða kristinn. Boðorðin um að elska, um að fyrirgefa og að hlýða eru fjarri því að vera auðveld. Sama er að segja um að „afneita sjálfum sér“, og það reynir jafnvel enn meir á þol- rifin að „taka upp kross sinn og fylgja Jesú“. Það er alltaf hægara að láta berast með straumn- um en- að berjast á móti honum, og það er miklu skemmtilegra að vera í hópi fjöldans en að vera „öðruvísi en aðrir“, jafnvel svolítið „kyndugur“ eins og sumir segja. Það er þægilegra að kitla sínar lægri hvatir, gera það, sem okkur sýnist og fara þangað, sem okkur þóknast, en að hlusta á rödd samvizkunn- ar. Sé yður ekkert áhugamál að finna lífi yðar tilgang og grundvöll og þér viljið hætta á að fara á mis við gleði himinsins og að líf yðar verði ekki of þungt á metaskálunum, þá ráðlegg ég yður eindregið að verða ekki lærisveinn Jesú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.