Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 Sími 22-0-22 Rauðarárstig 31 > !,M' 1-44-44 mmm Hverfissötu 103. Siml eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR skiphouiT! síma«21190 «ftir lokwn slm'i 40381 BÍLALEIGAISI - VAKUR - Sundlaupavepi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 Kaupmenn. Atvinnurekendur. Traustur miðaldra maður. vanur margs konar af- greiðslu, óskar eftir af- greiðslu eða innheimtu- starfi, sem allra fyrst. Hef- ur bíl. Allt getur komið til greina. Upplýsingar í sima 37152. Kvenfélag Ásprestakalls Barnaskemmtunin fellur niður vegna inflúenzunnar. — Stjórnin. JOHHS - MAIUVILLE glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álika fyrir 4” J-M glerull og IVi" frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Simi 10600. 0 Hjálparsveitir gegn jarðskjálftum „Kæri Velvakandi: Gleðilegt ár! Eins og allir muna varð snarp- ur jarðskjálftakippur hér á Suð- urlandi nýlega, sem betur fer sluppum við blessunarlega frá þessum hamförum, en oft hefur mér dottið 1 hug að verr hefði gefcað farið og það sem vekur mesta furðu, er að engar upp- lýsingar eru gefnar til fólks, ef um snarpari kippi væri að ræða. Er t.d. ekki sjálfsagt að hafia hurðir opnar. Ef dyrakarm- ar skekkjast þá gæti útgönguleið lokast, hvemig er ráðlegast að haga sér fyrir fólk í háhýsum? Hvað um glugga? sprungnar hita leiðslur? Er ðruggara að vera í kjallara húss, eða er bezt að forða sér á víðavang? Hvað um elliheimili og sjúkrahús. Er ekki bráðnauðsynlegt að hafa öryggis- sveitir td. 50 manns sem mættu við hvert sjúkrahús í bænum og hver hefði 'ákveðnu starfi að gegna, og allir gjörþekktu aðstæð ur sérþjálfaðir í hjálp í viðlögum. Sama máli gildir um barna- skóla bæjarins. Samkomuhús og þess háttar staði. Ég er þess fullviss að þátttaka í þessum sveitum yrði nægileg. Hér er vissulega verkefni fyr- ir Abnannavarnir, Slysavamafé- lagið, Rauða Krossinn. Þama gætu meira að segja samtök ungra stjórnmálaman na unnið sam an og lagt hönd á plóginn án sundurþykkju. Um kostnað er það að segja í fljótu máli að hann yrði hverfandi lítill. öryggissveit irnar yrðu skipaðar sjálfboðalið- um, og ég þykist vita að þeir myndu sjálfir vilja borga fyrir kennslu og annað í þessu sam- bandi og eitt aðalverkefnið yrði að fara með þeim um sjúkrahús og skóla og þá staði sem verst gætu orðið úti. Þá má einnig benda á hve vel 2/o herb. íbúð að Austurbrún 4 á 5. hæð, er til sölu — 2 lyftur eru í húsinu, iaus 1. janúar 1969. Selst milliliðalaust með mjög góðum kjörum ef samið er strax. Upplýsingar í símum 52669 og 34466. Arðvænlegt fyrirtæki óskar eftir meðeiganda, sem getur séð um bókhald og fjáureiður. Tilboð leggist inn á Morgunblaðið merkt: „Framtíð — 6842“. Sendisveinn óskum eftir sendisveini hálfan eða allan daginn. Ný skellinaðra „Honda 50“ til afnota. Upplýsingar í síma 38540. Suðurlandsbraut 6. alha a^ altibtcj öiium j>eim7 ulíA óem óýndu mér uir&in^u inarliucj á 73 ára a^mceii 26. deóember 1968. mtnu CUNNAR EINARSSON. þessar sveitir kæmu að gagni ef um styrjöld yrði að ræða, stór flugslys, eða drepsóttir kæmu upp. Megi Guð forða okkur frá öllum slikum háska, en bæri hann að höndúm í dag, er ég þess fullviss að ringulreið, vand- ræði og skipuiagsleysi, tæki ótal- in mannslíf, sem bjarga mætti. Ég skora á almannavarnir að stíga fyrsta skrefið með leið- beiningum til almermings um það hvernig ber að haga sér ef jarð- skjálfta ber að höndum. Eldibrandur". 0 Hvers eiga lögreglu- menn að gjalda? „Velvakandi! Mikla athygli vakti frásögn Bjarka Eliassonar, yfirlögreglu- þjóns, hér í blaðinu á aðfanga- dag, er hann lýsti aðförum mót- mælalýðs. Kvenskiass nokkurt, karlmaður að burðum, beitti þeirri „stríðstækni“ að leggjast á bakið í götuna og reyna að sparka milli fótanna á lögreglu- mönnum, er þeir tóku af henni barefli. Bareflið var fánastöng, sem brotnaði við átakið og straukst um leið við enni valkyrj- unnar, þannig að smáskeina myndaðist. Nuddaði hún þá blóði yfir andlit sitt og kallaði siðan á sjónvarpsmeran, sem létu ekki á sér standa og gerðu þenraan pils- varg að píslarvætti. Væri nú ekki rétt, að sjón- varpið sýndi vörðum laga og rétt ar fréttamyndir af þessu tagi, áð- ur en þær eru teknar til birting- ar? Ég horfði á atgang mótmæla lýðsins á Þorláksmessukvöld. Lögreglan myndaði vegg með því að knýta saman örmum, svo að fylkingin ylli ekki umferða- truflun á þessum mikla annadegi. Meðan hendur lögreglumannanna voru þannig bundnair, tóku óláta- belgir að sparka í kynfærin á ein stökum lögreglumönnum að dæmi áðumefndrar konu, og aðrir lædd ust aftan að lögreglumönnun- um og slógu þá í höfuðið með flöskum. Nokkrir slösuðust við skyidustörf sln. Hafe sjónvarps- menn heimsótt þá á sjúkrahúsin? Ég furða mig á því, að lög- reglan skuli send óvarin gegn skemmdarvörgum og sadistum. Sjá má á erlendum sjónvarps- fréttamyndum, að lögreglan not- ar við götuóspekktir hjálma með plasthlíf fyrir amdliti. Skora ég á lögreglustjóra að útvega islenzku lögreglunni slíkar hlífar. Ef til vill fæst og eitthvað til vemd- ar kynfærum, sem hér virðist að- al skotmark ofbeldismanna. Annars er ekki sfður undmn- «refni, hvers vegna kommúnist- ar leggja svo mikið kapp á að æsa borgarana, einkum ungviði án ábyrgðar, gegn lögreglunni. Hvað hafe þeir til sakar urmið, nema gera sina skyldu að halda uppi lögum og reglu? Nær allir lögreghimenn okkar eru frá al- þýðuheimihjm hér I borg og ut- am af landi, synir verkamanna, bænda og miilistéttarfólks. Hvers eiga þeir að gjalda? Margur var bissa að sjá Sig- urð A. Magnússon í hópi óspekt- armanraa, beita orðbmgði götu- lýðs og egna til mótþróa. Sumir segja þó, að nú sé bamn loks kominn þar, sem hann á heima. G.“ 0 „Vopnasmiður hanastéls“ Jóra Jónsdóttir í Hafnarfirði skrifar: „Kæri Velvakandi! í dálkum þínum þ. 28.12. er nokkuð minnzt á listaskáldið góða, Vilhjálm Andrésson frá Hofi og kveðskap hans frá Skagafjarðarttmabilinu. Hinsveg ar þekkja ailir gamlir Hafnfírð- ingar siagnirnar af Hugborgu sikáldkonu og Vilhjálmi Andrés- syni, þegar þau bjuggu saman i Hvaleyrarvatnsseli hér áður fyrr meir. Mikill kveðskapur hefir varðveizt í Hafnarfirði eftir Hug- borgu skáldkonu, miklu meira en það sem eftir Vilhjálmi er haft, enda mála sannast að Hug- borg skáldkona var ofjarl Vil- hjálms í flestu, bæði andlega og lfkamlega. En eins og fleiri muna sem komnir eru til vits og ára, þá geymist í Hafnarörði harm- leikurinn í Hvaleyrarvatnsseli í ljóðum Hugrúnar skáldkonu, svo sem þessá vísa. Vilhjálmur í vingli éis vopnasmiður hanastéls, álmadrós við angur hels yfir vakir hlóðum sels. Þessa vísu kvað Hugborg þeg ar Vilhjálmi seinkaði úr Firðin- um í hríð um vetur. Kenningin, „hanastéls vopnasmiður“, mun vera frumsmíð Hugborgar, og þar með er innleidd í mál vort ný merking á orðinu hanastél, þar sem hér mun átt við drykkju siði Vilhjálms sem þóttu allný- stárlegir á þeirri tið. Að öðru leyti er ekki kunnugt að þau hjú hafi haldið hænsn í Hvaieyrar- vatnsseli. Gott væri ef einhverjir minn- ugir sendu Velvakanda fleina af ljóðasmíðum þessara stórskálda, áður en iangt um líður. Jóra Jónsdóttir Hafnarfirði." Frá Hugborgu skáldkonu og Sigga skotti Eins og flestir Hafnfirðingar muna, þá var Siggi skott um sdmn smali hjá þeim Hugborgu skáldkonu og Vilhjálmi Andrés- syni í Hvaleyrarvatnsseli. Ærinin klæklskap viðhafði Siggi, svo sem þegar hanin sneið skottið af fressi Hugborgar, henni til skapraunar. Sagt hefir verið á prenti, að Siggi skott hafi ekki gert ílugu mein og mun það óvéferagjanlegt. Aftur á móti vann hann ketti mein, og af því atviki stafar við- urnefni hans, svo sem segir 1 visu Hugborgar: Seggur kalt með sigurglott, sá nam sniða af kisa vél. Kenndur mun við kattarskott kauðinn Siggi, það ég tel. Visu þessa er að finma í himni landskunnu ljóðasyrpu Helga bónda í Gráhellu. Fol 007 I Landsbókasafni. Jóra Jónsdóttir." SVFS Rastæfingor Næsta umferð kastæfinga stangaveiðifélagann* f Reykjavík og Hafnarfirði hefst í íþróttahöllinni I Laugardal sunnudaginn 5. janúar kl. 10.20. Nánari upplýsingar og áskriftir hjá Halldóri Erlends- syni síma 18382, Sigbirni Eiríkssyni síma 34205 og á æfingunum. KASTNEFNDIRNAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.