Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 „En það skritna er, að rétt þegar hún var farin, fann ég nokkur skot í töskunni minni, sem ég var alveg búin að gleyma. En ég sagði henni ekki af því ti Maigret, sem hélt enn á flösk unni í hendinni, gaf þýðandan- um bragð og fór síðan til að gera varðmönnunum sömu skil, til þess að halda þeim vakandi Þegar hann svo kom aftur inn í skrifstofuna sína, þar sem Jan vier stóð upp fyrir honum, hóf hann strax aðra umferð. — Ég hef verið að hugsa mál- ið, Serre. Ég er farinn að halda að þér hafið ekki logið eins miklu og mér datt í hug. Hann hafði sleppt „herra"- titlinum, rétt eins og þessi sam- vera þeirra hefði gert þá að eins konar kunningjum. En tannlækn irinn horfði bara á hann með tortryggnissvip. — Maríu var ekki ætlað að hverfa frekar en fyrri konunni yðar. Hvarf hennar var ekki yð- ur í hag. Hún hafði tekið saman farangur sinn og tilkynnt, að hún ætlaði til Hollands. Hún ætl aði raunverulega að fara með næturlestinni. — En svo veit ég ekki, hvort henni var ætlað að deyja innan húss eða utan. Hvað getið þér sagt mér um það? Guillaume Serre svaraði þessu engu, en svipurinn á honum varð enn áhyggjufyllri. — Ef þér viljið heldur orða það þannig, þá var henni ætlað að deyja eðlilega, eða þannig, að það virtist eðlilegur dauðdagi — En svo varð ekki, því að ef svo hefði verið, hefðuð þér ekki þurft að losna við líkið eða farangurinn. — Og svo er annað, sem kem- ur ekki heim og saman. Þ>ið vor- uð búin að kveðajst. Þá hafði hún ekkerf erindi inn í lesstof- una yðar. Samt lá lík hennar þar á tiltekinni stundu, síðar um nóttina. — Ég bið yður ekkert að svara mér, heldur aðeins fylgja röksemdafærslu minni. Ég er bú inn að komast að því, að kanan yðar átti skammbyssu. — Ég er reiðubúinn að sam- þykkja, að þér hafið skotið í sjálfsvöm. En svo slepptuð þér yður. Þér skilduð líkið eftir, þar sem það var komið, meðan þér tókuð út bílinn yðar. Og það var þá — rétt um miðnætti — sem dyravarðarkonan sá yð- ur. — Það sem ég er að reyna að komast að, er það hversvegma þið breyttuð bæði áformum ykk ar. Þér voruð í lesstofunni, var ekkisvo? — Það man ég ekki. — Þér sögðuð það sjáflur. - Það getur vel verið. — En ég er nú samt fullviss um, að móðir yðar hefur ekki verið í sínu herbergi, heldur inni hjá yður. — Hún var í sínu herbergi. — Þér munið þá það? — Já. — Þá hljótið þér lika að muna að þér hafið verið í yðar her- bergi. Konan yðar var ennekki farin út til að ná sér í bíl. Hefði hún náð í bíl þarna um nóttina, hefðum við haft uppi á eklinum. Með öðrum orðum, þá var það áður en hún fór út, að hún sá sig um hönd og fór inn til yðar. Og til hvers? — Það hef ég enga hugmynd um. - Þér játið, að hún hafi komið inn til að hitta yður? — Nei. — Það er óklóklegt af yður, Serre. Þess eru mjög fá dæmi í glæpasögunni, að lík hins myrta hafi ekki fumdizt fyrr eða seinna. Og við finnum lik hennar áreið um, að líkskoðunin leiðir í ljós, að hún hafi fallið fyrir einu eða fleirum byssuskotum. En það, sem ég vildi vita, er hvort hún hefur fallið fyrir skoti úr sinni eigin byssu eða yðar. — Undir því er komið, hversu alvarlegt málið verður fyrir yð- ur. Ef skotið hefur verið úr henmar byssu, verður af því sú ályktun dregin, að af einhverj- um ástæðum hafi henni dottið í hug að gera upp sakirnar við yður og ógna yður. — Kannski hefur það verið út af fjármálum, Serre? Hann yppti aðeins öxlum. — Þá stukkuð þér að henni og afvopnuðuð hana, og ýttuð á gikkinn óviljandi. Önnur álykt- un getur verið sú, að hún hafi ógnað móður yðar en ekki yður. Konu hættir meir til að hata aðra konu heldur en karlmenn. — Svo er enn sá möguleiki, að byssan yðar hafi ekki verið í Barðstrendingaiélagið Reykjovík Nýársfagnaðurinn er í kvöld í Domus Medica kl. 20.30. Félagsvist og dans. Féiagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR innritar dagana 4. og 5. janúar að Óðins- götu 11 eða í síma 19246 kl. 5—8 síðdegis. SKÓLASTJÓRI. herberginu yðar, þar sem þér komuð henni fyrir seinna, held- ur í skúffunni í skrifborðinu yð ar. — María bemur inn. Hún er vopnuð. Hún ógnar yður. Þér dragið upp skúffuna og verðið fyrri til að skjóta. — Hvort sem heldur er, þurf ið þér ekki að óttast dauðadóm. Þama getur ekki verið um að ræða glæp að yfirlögðu ráði, þar sem það er ekki nerna eðli- legt að hafa skammbyssu í skrif borðskúffunni sinni. — Þér getið meir að segja bor ið fyrir yður sjálfsvörn. — en það, sem eftir að að gera grein fyrir er það, hversvegna konan yðar, sem er alveg að leggja af stað, kemur allt í einu þjótandi inn til yðar með byssu í hendi. Hann hallaði sér aftur á bak og tróð í pípuna sína, án þess að haflaaugun af binum. — Hvað segið þér um þetta? — Það er ekki hægt að halda þessu áfram til eilífðar nóns, sagði Serre og röddin lýsti við- bjóði. — Þér neitið þá enn að tala? — Ég svara reiðulega öllum spurningum. — Þér hafið ekki sagt, hvers vegna þér skutuð hana. — Ég skaut hana ekki. — Þá hefur móðir yðar gert það. — Móðir mín gerði það ekki heldur. Hún var uppi í herberg- inu sínu. — Meðan þér voruð að rífast við konuna yðar? — Við rifumst alls ekki. — Þér skiljið, Serre, að ég hef gert mitt bezta til þess að finna ástæðuna til þess, að kon- an hefur ásett sér að gera upp sakimar við yður og ógna yður. — Hún ógnaði mér ekki. — Verið þér nú ekki ofviss um það, vegna þess að þér getið komið til að iðrast þess síðar meir, Því að það verðið þér, ef þér haldið því fram við mig eða við kviðdóminn, að móðir yðar hafi verið í hættu. Serre brosti meinfýsnislega. Hann var þreyttur, sat allur í kút svo öxlunum skaut upp, en þar fyrir hafði hann ekki glaltað sjálfstrausti sínu. Skeggrótin var bláleit á kinnum hans. Himinn- inn var ekki alveg eins dimm- ur lengur úti um gluggana að sjá og loftið þarna inni var orð ið svalara. Það var Maigret, sem fann fyrstur fyrir kuldanum og hann gekk út að glugganum og lokaði honum. — Það var ekki yður í _hag, að hafa lík á höndunum. Ég á þar við lík, sem enginn mátti sjá. Skiljið þér, hvað ég á við? — Nei. — Þegar fyrri konan yðar dó, gerðist það þannig, að þér gát- uð kallað á Dutilleux lækni til að gefa dánarvot'torðið. — Þannig var Maríu ætliað að deyja, af meintum eðlilegum ástæðum. Hún var líka veil fyr- ir hjarta. Það sem hafði getað gengið einu sinni, ætti að geta gengið aftur. — En eitthvað fór úr lagi. — Skiljið þér nú hvað ég er að fara? — Ég myrti hana ekki. — Og þér komuð heldur ekki líkinu undan, ásamt farangrin- um og innbrotsverkfærunum? — Það var emginn innbrots- þjófur hérna á ferðinmá. — Ég get semnilega sýnt yður hann, eftir nokkra klukkutíma. — Hafið þér þá fundið hann? En málrómurimn var nú engu að síður dálítið hikandi. — Okkur tókst að finm/a fingra förin hans í lesstofunmi yðar. Þér reynduð eftir megni að þurrka af húsgögnunum, en mönnum sést nú alltaf yfir eitt- hvað. Það vill svo til, að hann er gamall afbrotamaður — meist ari á sínu sviði og vel þekktur hérna, og hc-itir Alfred Jussi- Ég var svo óheppinn að missa þína ísköku niður, pabbi. aume, kallaður „Dapri Frissi". Hanm sagði konunrni sinni, frá því, sem hann hafði séð. Hún er núna írammi í biðstofu hjá móður yðar. Hvað Jussiaume snertir, þá er hann í Rouen og hefur enga ástæðu til að fela sig lengur. — Og svo höfum við þegar húsvarðarkonuna, sem sá yður taka bílinn yðar út úr skúrm- um. Emnfremur járnvörukaup- mamminm, sem seldi yður seinni rúðuna klukkan átta á miðviku- dagsmorguninn. Tæknideildin getur sanmað, að bíllinn yðar hefur verið hreins- aður síðan. — Og yður finnst þetta mikl- ar sannanir, eða hvað? — Þegar við höfum fundið líkið og farangurinn er mínu verki lokið. — En þá munuð þér senmilega ákvarða að skýra fyrir okkur, hversvegna þér voruð með lík, sem þurfti að losna við strax í staðimm fyrir 'löglegt lík, ef svo mætti kalla. — Nei, þarna kom eitthvað og ruglaði fyrir yður. Og hvað var það, Serre? Maðuriinn dró upp vasaklút,, þerraði ennið á sér og svo var- irnar, en opnaði ekki munninn til að svara þessu. — Klukban er orðin hálffjög ur. Og mér er farið að leiðast þetta. Eruð þér enn ákveðinn að segja ekkert? — Ég hef ekkert að segja. — Gott og vel, sagði Maigret og stóð upp. Mér þykir leitt að fara að beita gamla konu hörku Bn ég sé fram á, að ég neyðist til að yfirheyra móður yðar. Hann bjóst við mótmælum, eða að minnsta kosti, að hinn sýndi merki einhverra tilfinninga. En tannlæknirinn deplaði ekki einu sinni augum, og Maigret fannst jafnveí, að honum létti eitthvað og taugar hans róuðust. — Taktu við , Janvier. Ég ætla að tála við móðurina. Þetta var raunverulega ætlun hans, en hann gat ekki fram- kvæmt hana Strax, þvi að Vach er hafði komið inn, í sýnileg- um æsingi með böggul undir hendinni. — Fé hef fundið það! Það tók dálítinn tíma, en ég held, að þetta sé það rétta. Hann tók gamalt dagblað ut- an af bögglinum, en í honum voru múrsteinsmolar, rauðleitir á litinn og dálitið af rauðu ryki. — Hvar var þetta? — Á Biil'lancour - bakkanum beint á móti Seguin. Ef ég hefði farið niður með ánni í staðinn fyrir upp með, hefði ég fundið það strax. Ég hef farið eftir öll- um bökkunum, ef Billancourt er eini staðurinn, þar sem múrstein um hefir verið skipað upp ný- lega. — Og hvenær? — Á máinudagirun var. Skipið fór á þriðjudag og múrsteinam- 4. JANÚAR Hróturlnn 21. marz — 19. apríl Gættu heilsunnar. Þú þarft einhverja tilbreytingu. ‘Nautið 20. apríl — 20. maí Skrifaðu ekki undir neina samninga. Ferðalög valda þér von- brigðum. Tvíburatnir 21. maí — 20. júní Umræður um fjármál leiða ekki að neiinni niðurstöðu. Sinntu fjölskyldunni. Krabbn.n 21. júní — 22. júlí Sinntu menningarlegum málefnum. Þér gengur vel að telja aðra á þitt band. Ljónið 2S. júlí — 22. ágúst Eitthvað, sem þig hefur lengi grunað, kemur sennilega fram. Vertu því fómáll, ef þú hefur átt í deilum um þetta. Meyjan. 23. ágúst — 22. september Ekkert ávinnst með samræðum, allt misskilst Sinntu sjálfum þér. Vogin 23. september — 22. oktober. Tími til kominn að sinna heimili og fjölskyldu. Farðu gegnum fatnaðinn o.fL Skipuleggðu endurbætur. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Vertu nngrir í anda Þú skipuleggur framtíðina, og hefur hreinan skjöld. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Persónusambönd, sem stofnað er til í dag verða langlíf. Vertu aðeins viss um að þú hafir tryggt það nægilega. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Mikil áherzla er lögð á hugmyndaflug þitt i uppbyggingu ýmissa málefna. Ágætt kvöld til að gera gott úr deilum. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Farðu vel í öll vafaatriði, áður en þú lætur til skarar skrlða. Llklegt er að þú hafir fengið rangar upplýsingar. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Reyndu að byggja upp, en ekki of mikið í senn. Harmleikur kann aö vera á næsta leiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.