Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 17 Myndin er úr barnaleiknum Síglaðir söngvarar, sem sýnt er við mikla hrifningu í Þjéðleikhúsinu um þessar mundir. Þetta er þriðja barnaleikritið, ,sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir hinn vinsæla norska barnahöfund, Thorbjörn Egner. Leikur þessi er nú um þessi jól sýndur í mörgum leikhúsum á Norðurlöndum og hefur alls staðar vakið hrifningu. Næsta sýningin á leiknum í Þjóðleikhúsinu er á sunnudag 5. janúar kl. 15. Mvndin er af Bessa Bjamasyni í aðalhlutverkinu og af Lárusi Ingólfssyni í hlutverki veitingamannsins. - LOCH NESS Framhald af bls. 5. 1934, þeg-ar hann var þarna á ferðalagi. Þótt Gordon Tutíker og félagar hans þykjast hafa fenjgið góðar sannanir fyrir tilveru Nessíar, eru þeir þó varkárir í ful/Iyrðingum sín- um eins og vísindamanna er siður. „Við getum í rauninni ekki sagt neitt áikiveðið um hvað það er sem leynist í vatn inu, en vonumist til að geta fljótlega hafið rannsóiknir að nýju með enn fullkomnari - Þorgerður Framhald af bls. 14 En það át'tu fleiri hugsjónir ítök í Þorgerði. í>ó hún kynni manna bezt að uimgangasit höfð- ingja sem væri hún af aóli, var það saimt lítilmagninn, sem hún bar fyrir brjósti. En allt þras um þá hluti var henni fjarstætt. Ó- friður þreifst ekki í nálægð henn ar. Hún vildi óspilltan heim, óspilltan mann. Þess vegna gerð- ist hún starfskraftur Goodtempl- arareglunnar. Hún trúði í ein- lægni á mannibætandi áhrif og sigur Reglunnar sinnar og vann henni langt og gott starf. Bak við störfin og ferilinn er svo persónan sjálf. Tvenmir eðlis- þættir Gerðu skáru sig úr við nánari kynni. Annað var hennar næma tilfinningaskyn þótt jafn- vel bæði þekkingu og skilning vantaði hitt var hámákvæm smekkvísi. Það urðu víst engin undur eða stórmerki við fæöimgu hennar eða andlát en það fylgdi henni alltaf sama undrið. Þar mætti maður svo hreinni og heillandi sál sem veröldinni hafi hvorki tekizt að beygja eða blekkja. Og nú þegar eilifðin hefur bankað og kvatt hana með sér til anmars starfs vitum við öll og vonum að hún sé reiðubúin. Því hvað annars um okkur? Kjartan Hjálmarsson. — Sigurlaug Framhald af hls. 14 þar var hún alls staðar boðin og velkomin. En alltaf leitaði það á að geta sjálf verið 'veitandinn. Eiitt hið mesta yndi henmar var, þegar eitthvað af barmabörn unum kom í heimsókn. Þetta var í rauninni auðskilið, því sjálf var hún æskumaður fram i andlátið og átti því auðvelt með að skilja unga fólkið og gera þess áhuga- mál að sínum. Það gladdi hana þvi sérstaklega, þegar fimm prúð búnir bræður, somarsynir henn- « tækjabúnaði“. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfundur Ákveðið hefur verið að viðhafa allisherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Listum eða tillögum skal skilað í skrifstofu V.R. eigi síðar en kl. 12 á hádegi á þriðjudag 7. janúar n.k. KJÖRSTJÓRNIN. BLAÐBURÐARFOLK * OSKAST í eftirtalin hverfi: AðaJstræti — Langholtsveg frá 110—208. — Tjarnargata. Talið við afgreiðsluna i sima 10100 ar, komu í heimsókn til hennar á sjúkrastofuna á aðfangadags- kvöld. Og þótt hún hefði frem- ur kosið að geta tekið á móti þekn sern húsmóðir, þá gladdist hún sarnt innilega yfir komu þeirra, var stolt af þessum mann vænlegu afkomendum sínum. . Það var því heldur engin til- viljun, að hún var alltaf mál- svari æákufólksins, ef á það var halliað, og naunar var það ein- kennandi fyrir hana, hve hún sá ógjarnan ávirðingar annarra. Hún vildi bæta.úr öllu, sem af- laga fór, og bera sáttarorð á milli manna. Eftir að Sigurlaug fluttist al- farin úr Norðurlandi og amnir ævidagsins fóru minnkandi, kom hún stöku sinnum hingað suður og dvaldist þá hjá okkur hjón- unum nokkra daga í senn. ‘Var þetta okkur óblandin ánægja, því þá opnaði hún gjarnan hinn gamla, góða, en hálf týnda ævin týrahekn bernskuárannia, hafði yfir kvæði og þulur og rifjaði upp hugstæðar minningár frá æskustöðvum þeirra systkinanna. Það var alveg sérstök unun að heyra hana flytja kvæði af munni fram eða segja flrá, hún gerði það á svo eðlilegan og á- hrifaríkjam hátt. Hún talaði hreint og fallagt mál, en framsetning- in var svo skír og litrík, að mað- ur hlaut að hrífast með og fylgja söguhetjunum í gegn um þunnt og þykkt. Minnið var með af- brigðum gott fram til hins síð- asta, svo að lítið sem ekkert hafði glatazt af því, sem hún nam í æsku. Öll börn Sigurlaugar Jakobínu eru á lífi og eru þau þessi: Elísa- bet, gift Kristjáni Sturlaugssyni kennara á Siglufirði, Ólöf, gift Guðmundi Jóhannssyni póstfull- trúa á Selfossi, Vilhjálmur bóndi á Gauksmýri, kvæntur Jónínu Hallgrímsdóttur, Pétur bóndi á Hraunum í Fljótum, kvæntur Rósu Pálmadóttur, Sigurvaldi pípulagningamaður Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu Björgvins- dóttur, Steinunn, gift Baldri Krist iensen, pípulagningameistara, Rvík, Sigurbjörg, gift Svavari Jónssyni bónda Öxl A-Hún., Unn steinn pípulagningamaður Rvík, kvæntur Elinbjörgu Kristjáns- dóttur og Klara gift Páli Vil- mundssyni, bifreiðastj óra, Kópa- vogi. Barnabörn Sigurlaugar eru 42 og barnabarnabörnin 6. Allt er þetta vel gert og myndarlegt fólk. f kveðjuorðum þeim, sem ég hér hefi tileinkað Sigurlaugu mágkonu minni, er dregið fram það, sem mér fannst eftirtektar- verðast og fallegast í fari henn- ar. Verri hliðunum, sem talið er að flestir eigi til, kynntist ég aldrei hjá henni og er mér nær að halda, að þær hafi engar verið til. Enda þótt okkur finnist dauð- inn vera óþarflega tíður gestur og oftast óboðinn, er þó gott til þess að vita, að hann tekur aldrei frá okkur minningar um góða vini. Ég votta ástvinum hinnar látnu innilega samúð. Blessuð sé minning Sigurlaugar Jakobínu. Minn hugur nemur klið af klukknahljóm á kveðjustund. — Ég bið þú sofir rótt. Með hlýrri þökk nú legg ég lítið blóm á leiði þitt og býð þér góða nótt. Lóa Þorkelsdóttir. LINDARBÆR Gömlu dansarnir í kvöld. Polka kvartettinn leikur. Húsið opnað kl. 8,30. Lindarbær er að Lindar- götu 9. Gengið inn frá Skuggasundi. Sími 21971. Ath. Aðgöngumiðar seld- ir kl. 5—6. LINDARBÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.