Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAR.DAGUR 4. JANÚAR 1969 Siðmannasiðan ÁSGEIR JAKOBSSON: Aukin frumleiðni er luusnin SJÓMENN standa nú í eldi kjarabaráttu og það heitir svo að venju, áð þeir séu að sækja fé í hendur útgerðar- manna. Hitt mun þó réttara, að þeir séu að heimta rétt- Iátari skerf af þjóðartekjun- um. Hér fara á eftir ummæli nokkurra þekktra manna í sjómannastétt, sem eldurinn brennur nú á. Haraldur Agústsson: MÉR er það ljóst að kjörsjó- manna eru orðin afleit og bráðr- ar úrbótar er þörf. Ég, eins og aðrir skipstjórar, er áhyggju- fullur yfir því, að eins kunni að fara fyrir bátaflotanum og tog- urunum fyrir nokkrum árum, það er, að færustu mennirnir flykkist í land. Á skipunum er mikið um afbragðsverkmenn, sem sóitzt er eftir við störf í landi. Það er meira atriði en margur gerir sér Ijóst utan sjómanna- stéttarinnar, að skipin séu vel mönnuð. Ég er þeirrar skoðun- ar, að aukin hagræðing á rekstr- inum, skipuleg nýting fiskimið- anna og aukin nýting í fiskiðn- aðinum geti stórlega bætt kjör sjómanna, og í þessu og ýmsum öðrum tæksnilegum möguleikum tii framfara, sé fólgin eina var- anlega lausnin. En þau úrræði eru of langsóítt til lausnar þeim vanda sem steðjar nú að, og þess vegna verður að grípa til ein- hverra bráðabirgða úrræða til að losa skipin frá bryggjunni. Nú- mannsins. Annars er lítið hægt um þessi mál að segja meðan fiskverðið hefur ekki verið ákveðið. Eins og sakir standa búa sjómenn okkar við 50—60prs lægra bo'lfisksverð (skiptaverð) uppúr skipi en norskir sjómenn og samt er fiskur af íslandKsmið- um betri að flestra dómi en fisk ur veiddur við Noreg eða í Bar- entshafi. Það hjálpar margt að til að þrýsta verðinu hér niður. Of mikið berst að vinnslu- stöðvunum í aflahrotunum, en það hefur í för með sér mikinn aukakostnað, 60prs af allri fisk- vinnslunni er unnin í eftir- eða næturvinnu og bliakostnaður undir slíkum kringumstæðum er til dæmis gífurlegur. Þessum afla hrotum, þegar ekki hefst undan með eðlilegum hætti fylgir ekki aðeins óeðlilegur vinnslukostn- aður, heldur léleg nýting á afl- anum. Síðan standa fiskvinnslu stöðvarnair aðgerðarlausar lang- tímum saman með fólk á fullu kaupi og þá bullandi tapi, sem dreifist á framleiðsluna alla. Það Haraldur Agústsson tímaþjóðfélag eins og okkar, hef tir ekki efni á því að vélar þess stöðvist. Ingólfur Stefánsswn: — Það er náttúrlega fyrst og fremst aflaleysið, sem þrengir kosti sjómanna, en fleira kemur þó til, að þeir telja sig knúða til að hefjasit handa. Frumvarp það í sjávarútvegsmálum, sem nú er orðið að lögum og flestir kunna skil á, þar það hefurvald Ið deilum, gerir ráð fyrir auknu frádragi af óskiptu, en við það rýrnar skiljanlega hlutur sjó- Páll Guðmundsson er þetta hvorttveggja, ójöfn og óhagkvæm vinnsla en þó senni- lega mest lé'leg nýting aflans sem hefur áhrif til lækkunar á fiskverðið hérlendis. Menn hafa fesit mjög augun á netafiskin- um, en það er ekki allur fiskur netafiskur og hann er yfirleitt ekki verri, að ég held, en sá fiskur, sem Norðmennirnir eru oft að vinna úr. Ég veit að það má margt bæta um borð og við veiðarnar til bættrar nýtingar, en ég held að megingallarnir í fisknýtingu okkar séu í landi. Hvað sem um það er, þá er það staðreynd, að þetta mál, nýtingu aftens verðum við að kryfja til mergjar. Það hlýtur að beina athygli bátasjómanna enn meira en áður að fiskverðinu erfendis, að þeir selja nú tíðum sjálfir erlendis, og það kemur þeim spanskt fyr- ir, svo dæmi aé nefnt, að Fær- eyingar skuli geta keypt af þeim síldina fyrir 22 aura danska, kr. 2.58 ísl. uppúr skipi, en Fær- eyingar landa sjálfir eða greiða áhöfninni fullt tímakaup, ef þá skortir fólk. Hér er verð á bræðslusíld uppúr skipi kr. 1.21 ísl. Þetta er enginn smáræðis- munur. Okkur eru kunnir nokkr ir kositnaðarliðir, eiins og Efta- tollurinn og útflutningsgjaild sem hér verður að greiðast en Færeyingar losna við hvort- tveggja, en það vantar samt nokk uð til þess, að þessi verðmunur fáist fullskýrður. Páll Guðmundsson: Það er mín skoðun, að ýmsar aðrar leiðir hefðu frekar komið til greina, til dæmis, lækkun olíuverðsins, sem er hærra en í nokkru öðru landi, sem ég þekki til og lækkun tryggingagjalda, Eggert Gíslason sem eru þrefalt hærri en í ná- grannalöndunum, lækkun vaxta og fleira til lækkunar. Þessi sí- felldi ágangur á fiskverðið get- ur ekki leitt til annars en þess, að við verðum að endingu kaup- lausir. Fyrirkomulagið er úrsér- gengið og ekki nothæft lengur, þannig, að segja má, að ekkert sé á móti því að tækifæri fæsit nú til að sitokka spilin upp og og finna heilbrigðan og varan- legan grundvöll til að ákveða laun okkar eftir. Þó er nú hitt kannski líklegra að fundin verði bráðabirgðalausn, niú en síðan og það liggur við að segja megi, unnið að varanlegri grundvelli. Það gengur margt í ólestri hjá útgerðinni, það er öllum ljóst að þar þurfi hvaðeina endur- bóta við og sumt gagngerra breytinga. Ég hef reynlt að und- anförnu að kynna mér sérstak- lega geymslu fisks um borð í bátunum, og mér er það ljósrt að þar liggja ónotaðir möguleikar bæði, hvað snertir geymslu síld- ar og bolfisks. Vonandi gefst mér síðar tækifæri ti'l að gera grein fyrir athugunum mínum og plönum á þessu sviði, en nú verð ur að vinda bráðan bug að því, að leysa út flotann, ef svo má segja, þannig að ekki komi til langvarandi stöðvunar. Ekki bætti það ástandið." Þorsteinn Gíslason: — Þú hefur orðið fyrir lítils- háttar aðkasti fyrir að standa að samþykkt frumvarpsins, sem nú er efst á baugi hjá sjómanna- stéttinni? — Já, ég fékk jólakveðju í einu dagblaðanna. Það er nátt- úrlega ekki til að taka nærri sér og h-rín ekki á mér. Flókin vandamál verða ekki leyst með skætingi í garð náungans. Ég er varaþingmaður og var sitefnit til jíingsetu að kvöldi þess dags sem frumvarpið var til seinni umræðu í Efri deild, en í henni á ég sæti. Mér vanmst lítilltími til að kynna mér öll rök í mál- inu, en var það þó strax ljóst, að það myndi leiða til öngþveit- is ef frumvarpið yrði fellt. Ég átti strax og ég kom til þings, tal við nokkra þá af forsvarsmönnum sjómannia, sem ég vissi að höfðu kynnt sér mál- ið ýtarlega og fylgzt með því frá byrjun. Þessir menn litu ekki svo óskaplega alvarlegum augum á samþykkt frumvarps- ins, því að þeir töldu að fleira myindi á eftir koma, sem yrði sjómönnum til bóta. Þegar ör- uggt mátti telja að samningar fengjust lausir og lögin yrðu ekki látin verka aftur fyrir sig, gaf ég frumvarpinu atkvæði mitt. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar, að það eigi ekki fyrst að ráðast á garðinm þar sem hann er lægstur, en það eru nú hásetakjörin á síldveiðiflotanum. Ég hef heldur ekki trú á að sú verði raunin, þrátt fyrir þau ákvæði frumvarpsins, sem mörg- um vaxa í augum. „Síldveiðisjómenn þakka öill um þeim, sem veitt hafa þeim aðstoð og hjálp við veiðarnar á hinum fjarlægu miðum, sem þær eru nú orðið stundaðar á, en einkum þakka þeir lækn unum Hannesi Finnbogasyni og Snorra Hal'lgrímssyni það brautryðjendastarf, sem þeir umnu með veru sinni á mið- unum síðast liðið sumar. Einnig ber að þakka sér- staklega loftskeytamönnunum á Árna Friðrikssyni og við Norðfjarðarradíó fyrir ár- vekni og lipurð við margs- konar fyrirgreiðslu við flot- ann. íslenzku veðurstofunni vilja sjómenn einnig þakka fyrir síbatnandi þjónustu, jafnframt því, sem þeir beina þeim tilmælum til þeirrar ágætu stofnunar að spá um veðurfar lengra fram í tím- ann en hún nú gerir, en það tíðkast nú orðið með nágranna þjóðum okkar, að áætlað sé líblegasta veðurfarið nokkra sólarhringa fram.“ Happdrætti SÍBS byrjar 20. VÖRUHAPPDRÆTTI SÍBS er nú að byrja 20. starfsár sitt, það hóf göngu sína í október 1949. 'Það ár var aðeins dregið tvisvar sinnum, þannig að fyrsta heila starfsárið var 1950. Fyrstu árin var dregið í öðr- um hverjum mánuði, en árið 1953 var þvi breytt, og síðan hef- ur verið dregið miána'ðarlega. Frá upphafi hafa verið dregn- ir út hjá happdrættinu 184.621 vinningur og heildarverðmæti þeirra hefur numið 265 milljón- um króna. 1 fyrra tók happdrættið upp þá nýbreytni að bæta einum verð- mætum auikavinningi við aðal- vinningasikrá ársins. Þá var þessi vinningur Camaro-six>rtbifreið. Aukavinningurinn 1969 er Volvo 1800 S sportbifreið, árgerð 1959, að verðmæti um 700 þúsund krónur á núverandi gengi. Bíll þessi er frægur víða um lönd, því að þetta er bíllinn, sem hin þekkta sijónvarpsstjama, Simon Templar, „Dýrlingurinn“, ekur, og vitanlega hvítur að lit eins og bíll „Dýrlingsins". Þetta er verð- mætasti bíll, sem dregið hefur starfsárið verið um í happdrætti hér á landi. Aðrir vinningar eru 16280 að tölu, sá lægsti 1500 krónur, en hæsti vinningurinn er að fjár- hæð ein milljón króna. Liðlega fjórða hvert númer hlýtur að jafnaði vinning árlega í Vöru- happdrætti SÍBS, og happdrættið gefur aðeins út eina miðaseríu, allt heilmiða. Ver*ð miðans hækk ar ekiki, það verður áfram kr. 80,— á mánuði. Öllum hagnaði happdrættisins hefur verið varið til hinnar fjöl- þættu starfsemi SÍBS í þágu ör- yrkja. I vinnu- og endurhœfing- arstofnunum samtakanna í Reykjalundi og Múlalundi dvelja alls um 175 öryrkjar, en þvi fer víðs fjarri, að hægt sé að sinna öllum umsóknum, þrátt fyrir það, að sumir vistmenn þurfi ekki nema stuttan tíma til end- urhæfingar; t.d. bomu um 300 nýir vistmenn að Reykjalundi á síðastliðnu ári og jafnmargir útskrifuðust. Hvers konar öryrkj- ar eiga rétt til dvalar í þessum stofnunum. (Frá SÍBS). Hér á myndinni stendur Simon Templar, „Dýrlingurinn“, hjá bíl sínum, Volvo 1800 S. Samskonar bíll er aukavinningur i Vöru- happdrætti SlBS i ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.