Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 23 Bretar gera miklar athuganir á ís- ingarhættu og stööugleika togara markmiðið að sjóslysin við íslands- sfrendur í fyrra endurfaki sig ekki SJÓSLYSIN mi'klu, sem urðu við ísland í fyrra, en þá fórust m.a. 59 brezktir togarasjómenn, hafa orðið til þess að Bretar eru að láta fara fram uimfanglsmiklar rannsóknir á ísingarhættu og stöðugleika togara. Skýrir brezka blaðið The Times frá þessum athugunum nýlega, en markmið þeirra er að koma í veg fyrir að atburðirnir í janúar og febrúar í fyrra end-urtaki sig. Er einn liður þessara athug- ana tilraun með afísingartæki, sem framleidd eru undir stjórn Sir Barnes Wallis. Togarinn Boston FTiantom, sem eins og unnugt er var tekinn að ólögleg- uim veiðum úti fyrir Veetfjörð- um fyrr í vetur, er útbúinn slík- um tækjum, og er hann fer á veiðar nú í janúar verða um borð tveir sérfræðingar, sem fylgjast eiga með hvernig þessi afísingartæki reynast. Afísingar- tækin eru eins konar gúmmí- hosur, sem komið er fyrir á brú og á fleiri stöðum, þar sem ís- singarhætta er mest. Með því að bl'áisa hosurnar upp má sprengja af ísinn, sem á þær sezt. Rannsókn sjóslysanna í fyrra leiddi í ljós, að ástæðan fyrir því að togararnir Kingston Peri- dot og Ross Cleveland fórust væri líklega sú, að þeir hafi ekki verið nógu stöðugir til að stand- ast oftearok, ísingu og stórsjó — allt í senn. Að rannsókn mláls- ins lokinni var frá því skýrt, að siglingamáladeild verzlunarmála- ráðuneytisins brezka og nokkrir einkaaðilar myndu takast á hend ur að prófa stöðugleika allra brezkra uthafstogara, sem eru um 140, að undanskildum nokkr- um þeim nýjustu. Þá er verzlunarmálaráðuneyt- ið að senda út spurningalista til allra úthafsskipstjóra, þar sem þeir eiga að svara mjög nákvæm lega hvar á skipinu ísing mynd- ast, í hvernig veðri hún myndast, hvað þeir gera til að losna við hana og hvaða áhrif hún hefur á siglingu skipsins. Er það von manna að svörin geti gefið skýra mynd af ísingarhættunni, en henni hefur verið lítill gaumur gefinn nema fyrst eftir að slys hafa orðið. Átján Hull- og Grimsby-togar- ar hafa þegar verið prófaðir með tilliti til stöðugleika og á næst- unni kemur röðin að Fleetwood- togurunum, að þvi er segir í Tíie Times. Eru stöðugleikapróifanirnar í því fólgnar, að togararnir eru settir í kví, þeim hallað um nokkrar gráður og ýmsar mæl- ingar gerðar, en niðurstöður þeirra síðan settar í rafreikni. Það er tekið fram, að niðuretöð- urnar eigi ekki að leiða í ljós, hvort skipið hafi „staðizt prófið eða fallið", heldur sé verið að komast að því, hve stöðugir tog- ararnir eru við verstu skilyrði. Segir í The Times, að í mörg- um tilfellum sé að líkindum hægt að komast fyrir „meinið“ með þvi að auka kjölfestu skips- ins eða með því að færa til dyr og önnur op sem eru nálægt yfir borði sjávar. Þeir, sem hafa stöðugleikapróf anirnar með hendi, eru þess full- vissir, að allir brezkir togarar, sem nú stunda veiðar á útihöfum, geti rétt sig við, þótt þeir séu komnir á hliðina svo framarlega sem sjór kemst ekki undir bilj- ur gegnum dyr, lestarop eða kýr- augu. Telja sérfræðingarnir að með því að flytja þeosi op til megi í nokkrum tilfellum gera togarana svo að segja ósökkv- andi. Rannsókn á inn- fluttum blysum — ein gerð ranglega merkt SLÖKKVILIÐSSTJÓRI hefur sett í gang rannsókn á innflutt- um blysum og hefur þegar fundizt ein gerð, sem var rang- lega merkt. Nokkur brögð voru Ovíst um framtíðar- verkefni Stálvíkur ',,VIÐ höfum verið verkefnalitlir | því tjóni, sem langvarandi verk- Sl. 15 mánuði og nú er svo komið ! efnaskortur hefur valdið“. tað við höfum sagt upp öllu 'starfsfólki okkar 47 talsins með jsamningsbundnum fyrirvara frá '31. desember að telja“, sagði Jón Sveinsson hjá Stálvík, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Á sl. ári var nýt- ing skipasmíðastöðvarinnar að- éins 30%. Nú eru í smíðum hjá Stálvík tveir bátar, 120 rúmlestir hvor, 'og verður sá fyrri afhentur síðar í þessum mánuði og hinn í marz »k. Sagði Jón, að engin ný verk- efni væru fyrir hendi, og er uppsögn starfsfólksins miðuð við þessi tvö verkefni, sem nú er unnið að. i „Þrátt fyrir þessa erfiðleika munum við ekki gefast upp“, sagði Jón, „og erum við nú að safna auknu hlutafé til að efla Starfsemina og vega upp á móti Kvaðst Jón binda miklar vonir við, að málin leystust farsællega á þann hátt, að hafin yrði seríu- smíði skipa en nefnd hefur nú ■unnið á annað ár að tillögum um hentugustu bátastærðirnar til hennar. - STÖRBRUNI Framhald af bls. 24. voru í Glerá og auk þess er að ■jálfsögðu notazt við vatn af geymum slökkvibílanna. Kunnugir telja, að mikil sprengi hætta stafi af þynnigtunnum, sem geymdar eru á neðri hæð skinnaverksmiðj unnar, og mikið kapp er lagt á að kæla olíugeymi, sem stendur sunnan við hina brennandi álmu, en nú leggur eldtungumar frá verksmiðjunni um geyminn. Áramótaskákmótið í Hastings: Smyslov og Tukmakov efstir HIÐ árlega skákmót í Hastings í S-Englandi stendur yfir um þessar mundir. Eftir fimm um- ferðir, eru sovézki stórmeistar- inn Vassily Smyislov og landi hans, Tukmakbv (22 ára), efstir og jafnir með 4 vinninga. Júgó- slavneski stórmeistarinn Sveto- zar Gligoric er þriðji með 3% vinning. Keene frá Bretlandi og Hartoch Hollandi hafa 214 vinn- ing hvor. Vestur-Þjóðverjinn Húbner og Smeijkal frá Tékkó slóvakíu hafa 2 vinninga (af 4 mögul.). Kottnauer Bretlandi, hefur 2 vinninga, Clarke Bret- landi hefur 1% vinning (af 3 mögul.), Persirz, fsrael, og Wright Bretlandi, hafa 1% vinn ing hvor og Fuller frá Ástralíu rekur lestina með 1 vinning. Mikið er um jafntefli á mótinu og hafa 15 skákir af 24 orðið jafntefli. að því að fólk brenndi sig á blys um á gamlárskvöld og kenndi fólkið illa merktum blysum um. Þessari gerð, sem um ræðir, fylgdu skýringar á ensku, þar sem sagði, að alls ekki mætti halda á blyisunum, en á miðum með íslenzkum texta, sem límd- ir voru á blysin stóð, að halda ætti í annan endann. Sagði slökkviliðsstjóri, að slíkar rang- túlkanir væru mjög alvarlegar og vítaverðar. Þá leikur einnig grunur á að ein gerð blysa hafi splundrast öðru vísi en vera átti og kvað slökkviliðsstjóri það geta stafað af óhentugu geymsluihúsnæði en slík slys þarf að geyma við ákveðið raka- og hitastig. Er það mál einnig í rannsókn. Flugvélurræn- ingi irumseldur? Kairó og Aþenu, 3. janúar AP—NTB EGYPZK yfirvöld héldu í dag á- fram rannsókn í máli Grikkjans Georg-es Flamourides, sem rændi flugvél Olympic-flugfélagsins í gær. Talsmaður egypzka utanrik isráðuneytisins sagði að þetta mál mætti ekki spilla góðum sam- skiptum Egyptalands og Grikk- lands. Gríska stjómin hefur kraf- izt þess að flugvélarræninginn verði framseldur, og í Aþenu vinna lögfræðingar að rannsókn málsins, sem er m jög flókið, með al annars vegna þess að Grikkir og Egyptar hafa ekki með sér samning um framsal afbrota- manna. Flamourides sem er múrari frá Krít, hefur sagt blaðamönnum að hann sé kommúnisti og hafi setið í fangabúðum grísku stjórn arinnar. Hann hyggst leita hæl- is sem pó'litískur flóttamaður í Egyptalandi eða Sovétríkjunum en hefur einnig sagt að hann vilji komast til Rómar og þaðan til Norðurlanda. Farþegar rændu flugvélarinniar, 97 að tölu, eru komnir til Aþenu og flugvél inni hefur verið skilað. Orsino. Leiðbeina breskum togurum hér við land BREZKI verksmiðjutogarinn unblaðið ræddi við Louth, Orsino frá Hull er nú á var bræla á miðunum og voru vegum siglingamáladeildar brezku togararniir í vari. — brezka verzlunarmálaráðu- Sagði Louth, að átján brezkir neytisins á hafinu norður og togarar væru nú að veiðum á norðvestur af íslandi til að- eftirlitssvæði Orsino og auk stoðar brezkum togurum, sem þedrra nokkrir þýzkir og svo eru þar að veiðum. Morgun- íslenzkir togarar. blaðið hafði í gær tal af Brezku togararnir gefa Ors- manni um borð í Orsino, ino staðarákvörðun sína á Louth að nafni. tólf tíma fresti en frá Orsino Sagði Louth, að Orsino hefði eru sendar út veðurfréttir og lagt upp frá Hull 1. desember togaraskipstjórunum gefnar sl. og er ætlunin, að skipið ýmsar leiðbeiningar m. a. um, verði á framangreindum slóð- hvort hyggilegt sé að leita um til aprílloka. Auk áhafn- vars eða ekki. Þá aðstoðar arinnar, sem er 18 manns, eru Orsino togarana, ef þörf kref- um borð veðurfræðingur. ur. ( læknir og svo Louth, Siem Louth sagði að læknirinn stjórnar leiðbeiningarstarfsem um borð í Orsino hefði sex inni við togarana. sinnum farið yfir í brezka Louth sagði, að mestan togara tál að gera að meiðslum þann tíma, sem þeir hefðu togaramanna; þrír sjúklingar verið á miðunum, hefði skipið hafa verið teknir í sjúkrahús- haldið sig í 30—40 mílna fjar- ið um borð í Orsino, og þrjá lægð norður og norðvestur af veika menn hefur skipið flutt íslandi, en í gær, þegar Morg- til ísafjarðar. Enn eitt flugvélarránið 140 farþegar fluttir nauðugir til Kúbu Miami, Florida, 3. jan. (AP) ENN einni fsyrÞegaflugvél Var rænt í nótt. Að þessu sinni var um að ræða DC-8 þotu frá banda ríska flugfélaginu Eastern Air- lines, sem var á leið frá New York til Miami með 140 farþega auk áhafnar. Rétt áður en þot- an átti að lenda í Miami símaði flugstjórinn að hann hefði verið neyddur til að fljúga til Havana á Kúbu, en gaf engar frekari upplýsingar um flugvélarræn- ingjann eða ræningjana. Síðdegis í dag flaug áhöfnin þotunni til Miami, og fengu 14 farþeganma að fara með. Er þetta mjög óvenjuleg ráðstöfun, því yf irvöld í Havana hafa jafnan kraf izt þess að smærri flugvélar flyttu farþega frá Kúbu á þeim forsendum að flugvöllurinn væri ekki nógu stór til flugtaks með hlaðna þotu. Eastern flugfélagið sendi tvær smærri flugvélar til Varabero flugvallarins, um 140 km. fyrir norðan Havana, til að sækja þá farþega, sem eftir urðu. Var bú- izt við þeim til Miami í kvöld. Við komuna til Miami í kvöld ræddi ein flugfreyjan, Linda Abolt, við fréttamenn, og gaf þá nánari upplýsingar um ránið. Sagði hún að blökkumaður einn hafi staðið að ráninu. Hafi hann þrifið ungbarn frá móður þeas og hlaupið með það að stjórn- klefa þoturmar. f fylgd með hon ttm var blökkukona, sem bar sex mánaða bam í fangi sínu. Blökkumaðurinn bar stolna bamið á öxl sér, og hélt á skamm byssu í hendi. Rauk hann að ann ari flugfreyju við dyrnar að stjómklefanum, miðaði á hana byssunni, og krafðist þess að hún opnaði dymar inn í stjómklef- ann. Þriðja flugfreyjan hafði lyk ilinn að stjómklefanum, og hleypti hún blökkumanninum þangað inn ásamt stolna bam- inu, blökkukonunni og bami hennar. Þar voru svo skötuhjúin þar til flugvélin lenti í Havana. Skilaði blökkumaðurinn stolna barninu við lendingu. Ók ú sex bílu EKIÐ var á 6 kyrrstæða bíla I Reykjavík á nýársnótt og er tal ið, að þar hafi sami ökumaðurirm verið að verki í öll skiptin. Er álitið, að hann hafi ekið ljósblá um fólksbíl með hvítan topp. Alí ir bílarnir sex skammdust mik- ið. Fjórir bílanna stóðu við veit- ingahúsið Röðul og veit rann- sóiknarlögrelan, að einhverjir hafa orðið vitni að ákeyralun- um þar, m.a. einn leigubílstjóri •og biður rannsóknarlögreglan þessi vitni að gefa sig fram. Þá var ekið á G-4560, sem er Skoda, þar sem hann stóð við Háteigsveg 23 og loks á R-23026, sem er Volkswagen, þar sem hann stóð við Nóatún 29. Biður rannsóknarlögreglan vitni að þessum ákeyrslum að gefa sig fram og einnig skorar hún á öku manninn, sem þsima var að verki, að gera slíkt hið sama. JOHN ADAMIS - LÁTINN - GRÍSKI fiskkaupmaðurinn John Adamis lézt nýlega í Aþenu tæp lega sextugur að aldri. Adamis var mörgum hér á landi að góðu kunnur er hann um árabil sá um yfirtöku á salt- fiski fyrir griska kaupendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.