Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JAJSTÚAR 1969 Undirbúningur hafinn aöApollo-9 — Tilraurtir gerðar með tunglferjuna i byrjun marzmánaðar — Kennedyhöfða, 3. jan. (AP) SATURNUS-5 eldflaugin, sem á að flytja Apollo-9 geimfarið á braut umhverfís jörðu 28. febrú- ar næstkomandi, var í dag flutt til skotstöðvanna á Kennedy- höfða. Eldflaugin er 110 metra há, og var flutt á gríðarstórum flutningavagni um 5,6 kílómetra vegalengd frá smiðjunni, þar sem hún var sett saman. Tók ferðin sjö klukkustundir. í Apollo-9 geimfarinu verða þrír geimfarar, þeir James Mc- Divitt, David Scott og Rusael Schweickart. Eiga þeir að hring sóla á braut umhverfis jörðu í tíu sólarhringa og gera ýmsar til raunir með tunglferjuna, er síð ar verður notuð til að ferja fyrstu bandarísku geimfarana niður á yíirborð tunglsins frá Apollo- geimfari á braut umhverfis tungl ið. Verður tunglferjan samskipa Apollo-geimfarinu út í geiminn, og þegar á braut er komið um- hverfis jörðu mun McDivitt snúa Apollo-geimfarinu til að tengja það við ferjuna. Næstu tíu dag- ana gera svo geimfararnir þrír margskonar tilraunir með að tengja Apollo og tunglferjuna saman úti í geimnum, skilja skip in sundur og láta þau hittast á ný. Eru þessar tilraunir mjög mikilsverðar, því þegar banda- rísku geimfaramir lenda á tungl inu seinna á naesta ári, verður tunglferjan að vera fullreynd. Fara þeir með ferjunni niðtir á yfirborð tunglins, en frá tungl- inu er ferjunni svo skotið á braut á ný, þar sem henni er aetl að eiga „stefnumót" í geimnum við Apollo-geimfarið. Á þriðja eða fjórða degi Ap- ollo-9 tilraunarinnar er fyrirhug að að Scweickart bregði sér út úr tunglferjunni og svífi yfir að Apollo-geimfarinu til að æfa það hvemig væntanlegir tunglfarar komast heim til móðurskipsina Næsti kirkjugarður Reykvíkinga verður í landi Korpúlfsstaða MJÖG er orðið þröngt í kirkju- garðinum í Fossvogi og þarf því fljótlega að sjá fyrir öðrum greftr unarstað fyrir Reykvíkinga. Hef ur um nokkurt skeið verið til umræðu land undir kirkjugarð 1 landi Korpúlfsstaða, norðan og vestan við land Rannsóknarráðs í Keldnaholti. Kirkjugarðsstjórn hefur viljað fá þama mikið land og til vem legrar frambúðar. Umsögn skipu lagsnefndar um málið kom til borgarráðs nú um áramótin. Er skipulagsnefnd ekki reiðubúin til að gera tillögu um stærðina og ákveðin mörk, meðan Korpúlfs- staðaland er ekki skipulagt, en leggur til að 16 hektana land verði látið undir kirkjugarð þama núna með möguleikum á stækkun seinna, einkum í aðra áttina. Dýptarmælingar hafa sýnt að þetta land er heppilegt fyrir kirkjugarð, og mun þar verða næsti kirkjugarður Reykvíkinga. Hjá þeim, sem um þetta mál hafa fjallað, hefur einnig verið rætt um það, í þessu sambandi hvort ekki væri rétt að endur- skoða lögin um líkbrennslu, svo fólki verði gerð líkbrennsla auð veldari en nú er. En mjög lítið er um líkbrennslu hér á landi. ef illa skyldi takast að tengja tunglferjuna við Ppollo-geimfar- ið að tunglferð lokinni. Ef tilraunin með Apollo-9 tekst að óskum verða þrír geim- farar sendir umhverfis tunglið í ApoUo-10 um miðjan maí. Þeir verða ekki látnir lenda á tungl- inu, en eiga hinsvegar að gera tilraunir með tunglferjuna á braut umhverfis tunglið. Takist sú tilraun, verða svo fyrstu geim fararnir látnir lenda á tunglinu um miðjan júlí þegar ApoUo-11 verður skotið þangað. „Menn órsins“ UNDANFARIN f jörutíu ár hef ur bandaríska vikuritið Time haft það fyrir sið að velja ár- lega mann — eða menn — árs ins. Oftast eru þetta stjórn- málamenn eða þjóðarleiðtog- ar, sem vikuritið telur að hafi haft mest áhrif á gang mála á nýliðnu ári, og er tilkynnt hver hafi verið kjörinn mað- ur ársins í fyrsta tölublaði hvers árs. Fyrsta hefti Time 1969 er nýkomið út, og að þessu sinni hefur vikuritið kjörið tunglfar ana þrjá, Frank Borman, Jam- es Lovell og WilUam Anders „Menn ársins 1968“. f ritstjómargrein vikuritsins segir, að afrek þremenning- anna hafi borið hæst aUra at- burða ársins, og í bili varpað skugga á aðra stórviðburði. Segir vikuritið að sagan muni engi geyma nöfn tunglfaranna þriggja og 147 klukkustunda ferð þeirra út 1 himingeiminn. Miklir erfiðleikar í rekstri vélsmiðja - RÆTT UM AÐ 5ELJA HLUTA AF VÉLAKOSTI TIL ÚTLANDA MEISTARAFLLAG járniðnaSar- manna í Reykjavík sendi fyrir skömmu bréf til meðlima sinna, þar sem rætt er um erfiðan starfsgrundvöll málmiðnaðarins í landinu. Segir í bréfinu, að stjórn fé- lagsins hafi túlkað sjónarmið málmiðnaðarins fyrir ríkisstjórn og ráðandi mönnum í bankamál- lum, en án árangurs. í bréfinu er einkum farið hörð •um orðum um aðferðir hins op- inbera við innheimtu gjalda og þá sérstaklega nauðungaruppboð, sem hafi verulegt eignatjón í för með sér. Vegna þessa ráðleggur stjórn Frestur til 6. jon. YFIRNEFND verðlagsráðs sjáv arútvegsins sat á fundi í gær til að ákvarða bólfiskverðið og er arrnar fundur ákveðinn síðdegis í dag. Sjávarútvegsmálaráðuneyt- ið hefur gefið nefndinni frest til 6. janúar að ákveða verðið fyrir vetrarvertíðina. Hvar eru kaupendurnir RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur beðið Morgunblaðið að lýsa eftir tveimur mönnum, sem keyptu ísskáp í Höfðaborg 104 29. desember sl., en maður sá, sem ísskápinn seldi, var ekki eig andi að honum. meistarafélagsins meðlimum sín- um að kanna, hvort ekki sé ráð- legt að draga starfsemi fyrir- tækjanna saman og selja hluta af vélakosti smiðjanna til út- landa til að forða eignatjóni í erfiðleikum þeim, sem við blaisa. Morgunblaðið ræddi við Sig- urð Sveinbjörnsson, formann Meistarafél. járniðnaðarmanna, og spurði hann nánar um ástæð- urnar fyrir því, að bréfið var sent út. Sigurður sagði, að smiðjunum væri gert að greiða mjög há gjöld til hins opinbera og væri gengið fast eftir innheimtu þeirra, svo menn yrðu fyrir miklu eignatjóni. í»ess vegna væri betra að selja vélarnar á þolanlegu verði erlendis og miklu hærra verði, en fengist fyrir þær, en ef til nauðungar- uppboðs kæmi. Sigurður sagði, að fyrirgreiðsla banka til málmiðnaðarins væri í algeru lágmarki og gæti þet.ta ekki gengið lengur. Því yrði málmiðnaðurinn að draga saman seglin. Sigurður Sveinbjörnss. kvaðst vita um þrjár smiðjur, sem hefðu sagt upp öllu sínu starfsfólki og margar aðrar hefðu fæ'kkað starfsmönnum, meðal annars hans eigin vélsmiðja. Yrði fleiri starfsmönnum sagt upp á næst- unni. Aðspurður sagði Sigurður, að 450—500 manns störfuðu í 23 vél- smiðjum í Reykjavík og Hafnar- firði. Vatnajökull verð- ur skírður Laxfoss — Eimskip annast allan freðfiskút- flutning 5H nœstu tvö árin Flóttamenn frá Biafra fá íslenzka skreið Farmi að verðmœfi 50 milli. kr. dreift nœstu daga á flóttamannasvœðum Einkaskeyti til Mbl. frá AP. Lagos, 3. janúar. HJALPARSTOFNUN kaþólsku kirkjunnar, Caritas, skýrði frá því i dag, að islenzkri skreið að verðmæti 560.000 dollara (um Jórdanir fó eldflaugar London, 3. janúar NTB VAKIÐ hefur úlfúð í Bretlandi, áhyggjur í ísrael og ánægju í Jórdaníu að Bretar hafa ákveðið að selja loftvamaeldflaugar af gerðinni Tigercat til Jórdaníu. Á- reiðanlegar heimildir herma, að eldflaugamar, sem teknar verða í notkun í lok þessa árs, vegi upp á móti sendingu 50 bandarískra Phantom-þotna til ísraels, og fsra elsmenn telja að Hussein konung ur láti þær skæmliðum í té- Em- anuel Shinwell fv. varaarmála- ráðherra, sem er Gvðingur, hef-, ur harðlega gagnrýnt þessar vopnasendingar og segir að stjóm Wilsons hiióti að vera viti sínu fjær: fátt geti aukið eins mikið viðsjár í Miðausturlöndum. 50 millj. ísL kr.), sem Caritas gefur, yrði dreift næstu daga meðal flóttamanna á svæðiun nálægt Port Harcourt og Calabar. Skreiðin kom með skipi til Lagos á aðfangadag og var send til Port Harcourt og Calabar að lokinni skóðim og afgreiðslu skipsins þremur dögum síðar. 1 ráði var að losa hluta farmsins í Port Harcourt, og því er af- ■gangurinn af farminum senni- lega nú á leiðinni til Calabar. Starfsmenn svokallaðrar endur- reisnamefndar sambandsstjórnar innar á flóttamannasvæðunum mun-u dreifa skreiðinni þar sem hennar er mest þörf. Eitt af þess- um svæðum er Uyo-hérað, þar sem talið er að nú séu alls um 400.000 flóttamenn, og verður því skreiðinni dreift til staða talsvert langt inni í landi, þar á •meðal Ikot Ekpene, sem er á svæði sem sambandsherinn og hersveitir Biafra-manna hala lengi barizt um. Fram til þess hafa gjafir, Car- itas til sambandsstjórnarinnar numið um það bil helmingi verð- mætis skreiðarinnar, sem nú verður dreift. Hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar hefur heit- ið því að framhald verði á um- fangsmikilli aðstoð á borð við skreiðarsendinguna, en frá því hefur enn ekki verið greint í einstökum atriðum. Caritas hefur sætt gagn- rýni sambandsmanna, sem sumir hverjir halda því fram að stofn- unin fylgi aðskilnaðarsinnum í Biafra að málum, en stofnunin hefur um langt skeið aðstoðað sambandsstjómina á ýmsa lund ★ I Genf var skýrt frá því í dag, að farnar hefðu verið 1.000 flugferðir með vistir til Biafra á vegum Joint Church Aid, en að þeirri sameiginlegu hjálparstofn- un standa kaþólskar hjálpar- stofnanir, hjálparstofnanir kirkn- anna í Bandarikjunum, Vestur- Þýzkalandi og Hollandi, Caritas Intemational og hjálparstofnun norrænu kirknanina, Nordchurc- haid. Nýlega hafa verið keyptar fjórir risastórar flutningavélar af C97-gerð af bandarísku stjóm- inni til þess að auka loftflutning ana. Til þessa hafa verið fluttar um 10.000 lestir af vistum og matvælum tý Biaframanna frá Fernando Po og eru nú daglega fluttar 200 lestir. Stjómin í Guineu, sem áður var spönsk nýlenda, afnam í dag 14 daga frest á flugfer'ðum Al- þjóða Rauða krossins til Biafra þar sem samkomulag hefur tek- izt um breytingar á samningi um þessar flugferðir. Flutning- amir lögðust niður í tvo daga í desember. „VATNAJÖKULL", nýjasta skip Eimskipafélagsins, var tekinn í slipp í gærmorgun til skoðunar og um leið verður það málað í litum Eimskipafélagsins og nafni þess breytt. Hlýtur það nafnið Laxfoss eftir Laxfoss í Borgar- firði. Um leið og Eimskipafélagið samdi við hf. Jökla um kaup á skipinu í sl. mánuði tók það ann- að skip hf. Jökla, Hofsjökul, á leigu til tveggja ára. Samtímis gerði félagið svo samning við SölumiðstöS hraðfrystihúsanna um flutning á öllum freðfiskút- flutningl þeirra næstu tvö árin. Eimiskipafélagsskip hefur ekki áður borið mafnið Laxfoss. Hins vegar bar skip, sem var í förum milli Reykjavíkur og Akraness, þetta nafn, en þegar skeið gamla Laxfoss var á enda runnið eign- aðist Eim^kipafélagið nafnið, en félagið hefur skrásettan einka- rétt á öllum fossanöfnum lands- ins. Unnið að nafnbreytingunni. „VatnajökuII" skafið burt og „Lax- foss“ málað í staðinn. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.