Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JAJSTÚAR 1969 15 Minningar Höfundur: Frú Guðrún Jónmundsdóttir tltgefandi: Prentsmiðjan leiftur. ,,ÞÁ VAR ég ungur og elskaði Fljótin", segir séra Jónmundur Júlíus Halldórssoni á einum stað í bókiirani. Ungur var séra Jónmundur, er hanin settist að á Barði sem klerkur Fljótamanna. Þegar hiann kom í fyrsta skiptið í hús- vitjun á heimili foreldna minna, var ég töluvert innan við ferm- ingaraldur, en mér varð star- sýnlt á mamninn. Þar var karl- menni mikið á ferð. Á sínum tíma varð ég svo fenmingarbarn hans, og á því um hann góðar endurminningar. Ég hiakkaði til að lesa bókina, ekkent síður þótt um hana væri ritaður fremur niðnandi ritdómur. Vandalaust er að benda á galllla bókarimnar, en svo er um margar bækur, en miklu ánægjuílegra er að dvelja við kosti hennar. Frú Guðrún Jónmundsdóttir er svo miskumnarlaus við sjálfa sig, að nefna sig hálfgert vand- ræðabarn og síðar vandræða mannveru. Slík lýsing bendir ótvírætt til þess að hún hafi, allt frá fyrstu bernisku og áfram, verið gædd miklu sálar og lík- amsþreki, verið fjörkálfur hinn mesti, þar af hennar ýmsu smá- ævintýri. Hún h'lýtur að vera góðum gáfum gædd og hafa einn ig erft allmikið af röskleik og dugnaði föður síns. Um það finnst mér bókin vitna. Það er blátt áfnam aðdáunar- vert, hvílíkan fjöttda fólks hún nafngreimir, talar fallega um flestalla, sem hún mkmist eitlt- hvað á, telur upp örnefni og staðaheiti og lýsir landi og lýð, þar sem landið er stórbrotið og svipmikið, og fólkið var traust og er enn, það sem eftir er. Nei, bókin er a'Ilmikið afrek, hvað sem göllum hennar líður. Vissulega hefði séra Jónmundur átt skillið eran fullkomnari lýs- iragu, en skyldleiki dótturinnar gait naumast gefið henni færi á að skrifa um hann slíka lýs- ingu. Séra Jónmundur var maður stór í sniðum alla vega: Kempa á velli, kraftajötunn, hamhleypa við alla vinnu, göngugarpur mik ill, geiglaus við hættur og svað- illför á sjó og landi, góðum gáf- um gæddur, hagyrðingur ágæt ur, orðkappi í ræðu og aðsóps- mikill aila vega. Þessi kappi orðs og athafma gerðist ungur prestur fátækra sveita, þar sem þörf var mikilla framfara. Krafturinn ólgaði í æð um hans og áreiðanlega var það einlæg ósk hans að geta orðið þessum sveitum að góðu liði, en margt getur öft valdið því, að vopnið snúizt svo í höndum jafn vel kappa, að það særi þá sjálfa, og særður fór séra Jónmundur úr Fljótunum, sem hann segist ungur hafa elskað. Á þekn árum var góðum gest- um oft boðið í staupinu og fyr- irmyndar bændur riðu góðglaðir um héruð, og varla þótti fært að grafa sæmdar bónda, án þess að hafa eitthvað á kútnum. Minmist ég þess að vera sendur, rúm'lega fermdur yfir fjöll og breiðar byggðir norðan úr Flóka dal upp á Sauðákrók til að sækja á brennivínskúft, sem nota skyldi í sambandi við jarðarför. í þeirri ferð sá ég nokkur merki um ömurlega drykkjusiði manna Nærri má geta, að hinum unga klerki hafi oft verið boðið glas í húsviltjunarferðum haras og við ýms tækifæri, en hálar eru braut ir í fylgd með áfengispúkanum, j'afnvel kmfltakörlum. Séra Jón- muindur var ekki bindindismað- uir um eitt skeið í Fljótunum, en hann átti eftir að „fæðast á ný“, og þá runnu upp hans beztu ár. Mörg góð bréf á ég frá séra Jónmundi eftir að hann kom að Stað í Grunnavík. Það sem einraa helzt óprýðir tunrædda bók, eru margarlausa um séra Jónmund vísurnar og er harla ótrúlegt, að þannig hafi séra Jónmundur gengið frá þeim, til þess var hann of vel hagmæltur. Eina vísu kann ég eftir hann, sem frú Hegla Grímsdóttir, systir Dúa Grímssonar, Margrétu yfir- setukonu og þeirra systra, lof- aði mér að heyra. Hún hafði ver ið gestur prestshjónanna og kvöld eitit, er hún bauð góða nótt, sagði prestur: Góða nótt og gakk í sæng, gríma fljótt þig vefur. Sofðu rótt und sjóla væng, er sælu og þróttinn gefur. Hér er hefðbundnum brag- reglum fylgt. Hið saman er að segja um vísu, sem séra Jón- mundur skrifar sjálfur í ferða- sögu sína ( sjá 179. bls.) Þá er ég kominn, móður mold, mættur hjá þér að vanda. Alltaf bezt er fsafold aJlra heimsins landa. Það er svo fjarri því, að slík- um bragreglum sé fýlgt í vísun- um, sem he'lzt óprýða bókina. Þar hlýtur eitthvað að hafa brenglast. Af ljóðum, sem séra Jónmund ur orti um Fljótin, eru birt í bókinni aðeins þrjú stefin og skilst mér á því að eitthvað hafi farið í handaskolum um handrit- ið. Það sá ég aldrei, en lærði ljóðið af öðrum, og nú birti ég það eins og ég lærði það, hvorlt sem það dæmist rétt eða ranglt: Þó fátæk séru Fljótasveit þú framtíð átt í brjóstum sona. Þeira unna sínum áareit. Þú afbragðs góða kosta sveit, í brjóstum lifir helg og heit, huggun frægða, beztu vona. Þó fátæk sértu Fljótasveit, þú framtíð átt í brjóstum sona. Þó fannþung sértu Fljótasveit, (Ekki aftur, fátæk) í framtíð má þig bæta og laga. Undir hvítum kufli ég veit kostagóðan aldinreit, annaxsstaðar ei ég leit yndis'legri sumarhaga. Þá fannþung sértu Fljótasveit í framtíð má þig bæta og laga. Þó afskekkt sértu, auð og köld út úr skötin, snœvi drifin, í Fljótum margt er fagurt kvöld, við frostglitrandi Ránartjöld, þá umheims sólna sé ég fjöld, sálin verður unaðshrifin, ! eins er sól um sumarkvöld sæinn kyssir gulli drifinn. Þó enn sé menning ung og smá úr því bætir tímans faðir. Sundrung hrynur, samtök ná sigri björtum lýði hjá. Feðragröfum fornum á festa yndi niðjar gliaðir, planta, vökva, sæði sá, sem ávöxt ber um aldaraðir. Hér er líka táp og tryggð, trú á Guð og 'lífsinis gæði, mörg ein sál af mæðu skyggð, mörg ein hetja, er beygiir hrygð, arkabjört er elskan, dygð, unað sálna, himnesk fræði hún feðrar seinna, blíða byggð sem blessast mun í sögu og kvæði. Þannig lærði ég ljóðið. Þori ekki að ábyrgjast að rétt sé. Þegar Góðtemplarareglan átti hundrað ára afmæli orti séra Jónimundur þróttmikið ljóð. Fyrsta stefið er á þessa leið: Þeir voru ekki nema þrettán fyrst, sem þorðu að beizla „fossinn:“ elska, trúa og treysta á Krist, og takia upp fórnarkrossinn. Binda' upp hvern kvist, sem brákaðist við Bakkusar svikabossinn. Efla í mannheimi l'án og list og lífsdyggða æðstu hnossin. Þetta er úrvals ræðuefni. Fáir voru þeir, aðeins 13, en þeir áttu hyggni brautryðjandans, að í- klæðast kraftimum, beizla foss- inn, taka í þjónustu sína orku- lindina, með nægri orku er unnt að vinna stórvirki. Krist- iu- sagði við lærisveiraa sína, sem ekki voru nema 12: „Þér munuð öðlast Kraft, er heilagur andi kemur yfir yður. Kraftinn feragu þeir, ruddu braut nýrri heimsmenningu til þjóðanna, ylj uðu hjörtunum og fengu þau til að brenna af nýjum vonum, stóð í okkur öllum. Hann ræddi um grein í Helgakveri, og var þar lýst Paradísarvist Adams og Evu á þessa leið: „. . . .en hún var fólgin í há- leitri þekkingu, hreinu hugar- fari, sælurikum sáiarfriði, en samfara þessu var þjáninga- laust líf og ódauðlegt líkams- eðli“. Spurning prestsins var þessi: „Hver var þessi háleita þekking?" Ekkert svar. Mig undr aði hve prestur gat orðið vond- ur, hefur sennilega vaknað úr- ur tilefni til þess, og allt fór svo vel. Eitt sinn kallaði hann mig út fyrir kirkjuvegg og lagði tölu- vert fast að mér að vista mig hjá sér, en þótt kjarklítill væri ég á þeim árum, vildi ég ekki ganga að tilboði hans. Þetta undr aðist hann og spurði, hvers vegna ég vildi ekki vista mig hjá honum? Mér varð svarafátt, en sat við minn keip. Senni- lega hef ég verið flón að taka ekki tilboði hans. Hann hefði áreiðanlega kenmt mér ýmislegt og ef til vill greitt mér á ein- hvern hátt leið til skólamennt- unar, og þá hefði ég orðið lærð- ur maður. En — „Best var det, kan hænde, det gik, som det gik, — og saa faar du ha‘e tak da, Gud!“ lætur Ibsen Þorgeir I Vík segja á örlagastund. — „Mikið ég fékk fyrir mikið sár, máske fer bezt eins og sökira Stár — og Guð, þér sé þökk fyrir allllt!" — Matt hías. Hið sama segi ég, ef til vifll var bezt, að svo fór sem fór, og Guði mínum er ég þakklátur. Bókin um séra Jónmund rifjar upp margar góðar endurminning ar og hún hefur verið mér góð- ur fengur. Þökk frú Guðrún Jón mundsdóttir. Pétur Sigurðsson, kveiktu ljós í myrkrinu og vöktu nýtt Hf hvarvetna. Siguirsæld þeirra var ekki fólgin í höfða- tölu þeirra, heldur hinu, að þeir áræddu að „beizla fosskun“ Ljóðin 13 í síðasta hlluta bók- arinnar sýna, að séra Jónmundur kunni góð tök á að yrkja. Dýr bragarháttur er á ljóðinu um Sölva Betúelsson, en samt er þar komið fyrir 50—60 örnefn- um. Geri aðrir betur. Þessum ljóðakafla fylgir eitt kvæði eftir Árna G. Eylands, ort 1962. Það heitir Grunnavík og hefst á eftirfarandi stefi: Fyrrum var Guðslára í Grurana vík, gamli Jónmundur bjó á Stað, byggðin af vilja og viti rík, vinir og frændur gengu í hlað. IV. þáttur ljóðsins endar á þessa leið: Það tjáir ekki að tala neitt um það, tilveran neitar stundum öllum griðum. Byggðina þraut að eiga hann Jónmund að. —. Ósköp er fátt af mönnum — stórum í sniðum. Séra Jónmundur átti marga vini og góða, og þeir sáu í hon- um mikinn rraann, stóran í snið- um. Bókin um hann, efltir Guð- rúnu dóttur hans, er hressilega skrifuð. Hafi hún þökk fyrir. Hana kryddar hún dálítið með kynjasögum og ýmsum frásögra- um. Og bókin vex því meir, sem hún nálgast endirinn. Ferðasaga prestsins til London, þýðinghans á ævinitýrinu „The Happy Prince" — gæfusami prinsinra, eftir Oscar Wilde, og flleira í þessum kafla er ágætt lesmátt. Lokaorð bókariraraar er svo ein hin kröftugasta og snjallasta hugvekja sem ég hef lesið fyrr og síðar. Heitir hún Gull-úlfar og er að miklu leyti þýðirag eða endursögn úr ensku blaði. Undr andi er ég yfir því, að séra Jón- mundur, viraur minn, skyldi ekki senda mér og blaðinu Einingu þessa kröftugu grein. Bókin springur ekki á háu tónunum, því að hún endar á hinum hæsta, og honum gef ég miflt kröftuga „Mapp“. Á krikjugólfinu hjá séra Jón- mundi. Einn veturinn upp úr síðustu áldamótum vorum við 16 eða 17 fermingarbönn séna Jónmundar, ekki nein gáfnaljós. Kom varlla fyrir að þau svöruðu nokkurri spurningu, en kuranu sum sæmi- ’lega vel það sem þeim var sett fyirir að læra. Stöku sinnum tókst mér þó að svara spurn- ingu. Eitt sinn varð Merkur vondur. Svar við spurningu hans il'lur að morgni, eftir erfiðan dag. Þetta var nokkru fyrir há- degi. Loksins datt svarið upp úr mér: Guðsþekkingin. Séra Jón- muradur gaf okkur þá frí stund- arkorn og fór sjálfur inn til sín. Þá sagði ég við unglingana. Nú skulum við sitja sem faStast. Varasjóðir Breta rýrna London, 2. jaraúar — NTB GULL- og dollaraforði Breta minnkaði um 27 milljón pund í desember og nemur nú 1.009 milljónum punda. Á undanförn- Þegar prestur kom svo aftur [ um tveimur mánuðum hafa Bret- ar varið 100 milljónum punda úr varasjóðum til endurgreiðslu á erlendum lánum, en annars hefði varaforðinn numið 1100 milljón- um punda í desember. út í kirkju, sagði hann: „Nú, þið eruð ekki mikið fyrir að lyfta ykkur upp“. Og ég, orðhvatur eins og oftar, svaraði, okkur fannst ekki presturinn gefa okk f fyrravetur var söngævin- týri fyrir börn, „Litla ljót“, eft- ir Hauk Ágústsson sýnt í sjón- varpinu. Hlaut það góðar mót- tökur, og er það ein af ástæð- unum til að það hefur nú verið gefið út á S.G. hljómplötu. EkM er þó um að ræða sömu upp- færslu og þá, heldur hafa verið gerðar á því breytingar, sem miða að því að gera verkið hæf- ara til hljómplötufliutnirags. Að efni tiil er ekki hægt að tatta um mikinn frumleik í samra- ingu söguþráðarins, heldur er spunnið út af hinni alþjóðlegu sögu um vondar en fríðar syst- ur, sem helzt liggja í iðjuleysi og skemmtunum, en hinsvegar er svo ljót og illa klædd systir, sem látin er stjana við hinar, en hefur þó yfir að ráða sálar- gæzku, og hennar vegraa verð- ur hún aliflt í einu falleg, oftast á yfirnáttúrulegan hátt, en einn- ig er til, að konungsson komi úr hö'lll sinni, sjái falsið í vondu systrunum og skrýði þá góðu gulli og gimsteinum og geri haraa að drottingu í ríki sírau, en vondu systurnar þá að lokum laun illgjörða sinna og stærilæt- is. Með þessu er ég þó alls ekki að basta rýrð á Hauk Ágústs- son sem höfund né álasa honum um ófrumleik, því að hann hef ur einnig samið söngtextaraa, sem fluttir eru í „Litlu Ljót“, svo og tónlistina, sem er bezti þátt ur verksins og stendur tvímæla- laust jafnfætis því bezta, sem gert hefur verið hérlendis í þeim efnum. Hjálpar þar einnig tiil góð útsetning Car1! Billich, en hann stjórnar einnig hljóðfæra- leikurunum, sem sjá um undir- leikmn og er það sómasamlega af hendi leyst. Með titilhlutverkið Litlu Ljót, fer Eyrún Anlonsdóttir, og er ég ekki alls koStar ánægður með flutning hennar. í fyrsta lagi er textaframburðurinn ekki nægi- lega skýr og í öðru lagi er rödd in í veikbyggðasta lagi fyrir þetta h'lutverk, en Eyrún er urag að árum og á áreiðanlega efltir að gera betur í framtíðinnL Vondu systurnar eru leiknar afl telpnakór úr Langholtsskólanum undir stjórn Stefáns Þengils Jónssoraar, og skortir enn á skýrleik í framburði, en þar á upptakan einnig nokkra sök. Skógardísin, sem ræður yfir galdravatninu, sem breytir út- liti fólks, er ágætlega leikin afl Sigríði Þorvaldsdóttur, en bezt- ur er þó Helgi Skúliason, sem er sögumaður. Kemur þar einnig til að Helgi er sá eini, sem kemur skýrt fram í hljóðritunirani. Plötuumslagið, sem er teikn- að af Halldóri Péturssyni, er skemmtilegt og hugmyndin góð. Hljóðritun fór fram í Ríkisút- varpinu undir umsjá Péturs Stein grímssonar, og er hún of óskýr til að geta talizt viðunandi. Þegar litið er á þessa plötu i heild, ber hæst góða tónlist, og er full ástæða til að biðja Hauk Ágústsson að halda áfram samn ingu söngleikja. Til þess er hann greinilega fullfær. Þótt ég hafi hér fundið ýmislegt að, má þó ekki skilja það á þann veg, að þessi plata sé óeigandi og óferjandi. Boðskapur hennar, barátta og sigur hins góða gegn hinu il'la, gefur henni uppeldis- gildi og er þá mikið fengið. Haukur Ingibergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.