Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 Aldrei hafa verið teknar jafn skýrir og góðar myndir af tunglinu og í tunglferð Apollo 8 um jólin. En þótt þessar ljósmyndir kunni að virðast stórfenglegar, eru þær þó ekk- ert samanborið við það sem geimfararnir þrír sáu með eig- in augum. Það er gufuhvolf jarðar sem hindrar gott útsýni héðan út í geiminn. A tunglinu er ekkert slíkt og því verð- ur allt skýrara blæfegurra og sitórkostlegra. Stjörnumar eru stærri og blika ekki og ómælisvídd geimsins er eins og dimmblátt djúp, hnettir og stjömur eins og eyjar. Eftir nokkur ár, þegar byrjað verður að senda sjónvarpsmynd- ir í litum til jarðar, getum við jarðbundnir vesalingamir kannski gert okkur örlitla grein fyrir fegurðinni, en þang- að til verðum við að láia okkur dreyma. GIGURINN Laugrenus, séður frá Apollo 8. ÞETTA eru tvær samsettar myndir, sem sýna jörðina rísa upp á tungihimininn. Á efri myndinni er hún að koma upp fyrir sjóndeildarhringinn, svo til neðst til hægri. Á meðri myndinni er hún komin vel á loft. Yfir- borð tunglsins er neðst á báðum myndunum. STÓRI gígurinn heitir Goclenius og er um 40 mílur í þvermál. Minni gígarnir þrír, sem eru þétt saman, heita: Magelhaens A og Colombo A. Myndin er tekin úr suður- átt. ÞESSI mynd sýnir nærri fullt tungl. Mare Crisium, hring- laga dökkleita svæðið nærri miðju, er nærri austurbrún tunglsins frá jörðu séð, en myndin nær yfir stóran hluta, sem aidrei sést frá jörðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.