Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAR.DAGUR 4. JANÚAR 196« tíitgiefandi H.f. Arvafcur, Reyfcjiawik, Fnamfcvœmdiaisitjóri Haraldur Sveinssion. •Ritsíijórar Sigurður Bjamason frá Vigur. Matfchías Jofoannesislen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Bitstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Frétbaistjóni Björn Jóhannssori. Auglýsin-gaisitjóri Arni Garðar KristinsBon. Ritstjórn oig afgneiðsla Aðalstræti 6. Sími 19-100. Auglýsingar Aðalstræ'ti 6. Sími 22-4-®0l Asfcriiftargj'ald kr. IBiO.99 á miánuði innanlands. í lausasötu fcr. 10.09 eintafcið. SVIPAST UM Á TÍMAMÓTUM IT'orseti íslands og forsætis- * ráðherra hafa sam- kvæmt venju flutt sín hefð- bundnu áramótaávörp. Þar hefur verið Þtast um á tíma- mótum og margt vel og spák- lega sagt. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, lagði megin áherzlu á það í áramótaávarpi sínu, að vér yrðum „að treysta landinu og trúa á möguleika þess.“ Hann minnt ist á hina miklu efnahagserfið leika íslendinga, sem ijú væru mörgum efst í huga. Síðan komst forsetinn að orði á þessa leið: „Vegna þeirra horfa nú margir fram á komandi ár með kvíða. Allir vona þó, að úr- rætist sem fyrst, og hvað sem öllu líður er nú um ekkert að gera nema snúast við vandanum af alefli og treysta giftu og manndómi þjóðarinnar til að sigrast á honum.“ Undir þessi ummæli forseta lýðveldisins hljóta allir ábyrg ir íslendingar að taka. Það er í raun og sannleika ekki um neitt annað að gera en að „snúast við vandanum af al- efli og treysta giftu og mann- dómi þjóðarinnar til að sigr- ast á honum.“ Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ræddi í upp- hafi áramótaávarps síns um landafundi íslendinga í forn- öld og frábær afrek þeirra, er þeir sigldu vestur til Græn lands og síðan til Vestur- heims. Minntist forsætisráð- herra á þessa landakönnun í framhaldi af ummælum sín- um um tunglför Bandaríkja- manna sem hann taldi lengstu og frægustu för sém jarðar- búar hafa hingað til gert. For- sætisráðherra ræddi einnig afrek forn íslendinga á sviði löggjafar og bókmennta. Hann lagði áherzlu á það raunsæi sem einkennt hafi ís- lenzkar bókmenntir. Þá vitn- aði hann í kveðjuorð Péturs Ottesen til íslenzku þjóðar- innar. En í þeim orðum lagði hinn látni þingskörungur áherzlu á, að íslendingar væru nú betur búnir á ýmsan hátt til þess að sigrast á erfiðleikum sínum en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra kvað hið forna raunsæi, sem gerði íslendinga umfram aðra að eftirtektarverðri þjóð end- urspeglast í fyrrgreindum um mælum Péturs Ottesen. ★ Undir lok ræðu sinnar komst Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, m.a. að orði á þessa leið: „Nú standa víðtækar samn- ingaviðræður fyrir dyrum milli stéttahópa, almannasam taka og ríkisvalds. Þar má fyr ir fram engan möguleika úti- loka, ef hann kann að leiða til happasællar lausnar. Jafn- víst er hitt, að samkomulag um það, sem fyrirfram er Ijóst, að hlýtur að horfa til ófarnaðar, er verra en ekki. Frumskilyrði þess að við mein verði ráðið, er að rétt séu greindar orsakir þess. En lækningin mistekst einnig, ef ólíkum gagnverkandi ráðum á að beita. Stöðug þekkingarleit, vit og þrek til að beita þekkingu, sem fyrir hendi er og hagnýt- ing allra auðhnda íslands, m.a. með eðlilegri samvinnu við aðrar þjóðir, eru þau leið- arljós, sem öruggast munu lýsa okkur til farsællar fram- tíðar, enda verði ætíð valin leið frjálsræðis en ekki fyrir- skipana, ef knýjandi nauðsyn gerir ekki óhjákvæmilegt að fara hina lakari.“ íslenzku þjóðinni hefur gef izt gott tóm til þess í kyrrð áramótanna að hugleiða þessi og önnur ummæli leiðtoga sinna. Enn sem fyrr skiptir það mestu máli að fólkið líti raunsætt á hag sinn. Þýðing- arlaust er að lifa í heimi draumóra, sem ekkert eiga skylt við raunveruleikann. Kjarni málsins er, að vanda- málin verða ekki leyst og erfiðleikarnir ekki sigraðir nema á grundvelli raunsæis og ábyrgðartilfinningar. / JÚLÍUS BOMHOLT Ifið fráfall Júlíusar Bomholt, " fyrrum forseta danska þingsins og ráðherra er horf- inn af sjónarsviðinu merkur og mikilhæfur stjórnmála- maður. En hann var jafn- framt afkastamikill rithöfund ur sem gaf út fjölda bóka, sem fjalla um margvísleg efni. Júlíus Bomholt var einlæg- ur vinur íslands og íslenzku þjóðarinnar. Hann dáði ís- lenzkar bókmenntir og var í fremstu röð þeirra dönsku stjórnmálamanna, sem tóku upp baráttuna fyrir því að skila íslendingunum handrit- unum aftur. Júlíus Bomholt var glæsi- menni í sjón og raun. íslend- 1 || 7 «ri> I 'AN IÍR HFIMI \iiiv U1 nli UH MLllVII „AÐ MISSA EMBÆTTI th HALUA VÖLDUM" BANDARÍSK fylkislög hindra að ríkisstjórar geti setið nema eitt kjörtímabil og það fellur mörgum þeirra illa. Svert- ingjahatarinn George Wallace, sem var ríkisstjóri í Alabama fór í kringum þessi lög með því að koma konu sinni í embættið. Þótt hún væri rík- isstjóri að nafninu til stjórn- aði hann að sjálfsögðu á bak við tjöldin og gat tryggt sér að ekki yrði kvikað frá stefnu hans. Það sama kann að gerast i Georgíu 1970. Lester Maddox, ríkisstjóri, sem hefur sömu skoðun á kynþáttamálum og Wallace, hyggst einnig reyna að gera konu sína að ríkis- stjóra þegar hann fer frá, til að tryggja sér áframhaldandi völd. Hin 43 ára gamla Virgínía Maddox hefur að eigin sögn ekki tekið ákvörðun um hvort hún gefur kost á sér, en mað- ur hennar talar eins og það sé allt klappað og klárt, og Virginía hefúr alltaf verið hlýðin eiginkona. Hann viður- kennir að hún hafi kannski ekki alltof mikinn áhuga á em ættinu, en kveðst sannfærður um að hún muni gefa kost á sér ef hann biður hana þess. Og Virginía Maddox, sem er eins róleg og hljóðlát og mað- ur hennar er málglaður og umsvifamikill, viðurkennir fúslega að Lester fái yfirleitt sínu framgengt. Það er Lester sem hefur mestan áhuga á að ég gegni embættinu, og hann vinnur yfirleitt að lokum. Yfirleitt er ég síðasti aðilinn sem fær fréttir af pólitískum ákvörð- unum, ég heyrði það t. d. í fyrsta skipti í útvarpin.u að ég Virginía Maddox fyrir framan málverk af manni sínum. kynni að gefa kost á mér sem ríkisstjóri 1970. Maddox hefur oft sagt, að því oftar sem hann heyri um íhaldsmenn sem yfirgefi Demókrataflokkinn því ákveðnari verði hann í að ger-a konu sína að næsta rík- isstjóra. Slíkar yfirlýsingar eru Georgíubúum ekkert undr unarefni, þeir eru vanir ýmsu í sínu stjórnmálalífi. í ræðu aem ríkisstjórinn hélt nýlega, sagði hann um konu sína: „Hún hefur verið mér traustur bakhjarl svo lengi að mér finnst ekki nema réttlátt að hún fái að taka forystuna og nota mig sem bakhjarl í eins og fjögur“ ár. Að sjálfsögðu er Virginía Maddox ekki enn tilbúin til að hefja kosningabaráttuna. „I augnablikinu hugsa ég ekki mikið um þetta, ég reyni bara það sem ég get til að vera Lester góð eiginkona.“ Hún hefur aldrei haft nein afskipti af stjórnmálum per- sónulega, en hefur verið manni sínum mikil hjálpar- hella og aðstoðað hann á alla lund. Hún vann einnig með honum meðan hann rak veit- ingastofuna „Pickrick" sem hann lokaði árið 1964, fremur en leyfa negrum aðgang að henni. Ef hún kemst til valda sem ríkisstjóri en enginn vafi á að Lester Maddox mun enn um fjögurra ára s-keið ríkja í Georgíu (Associated Press). Félag ísl. leikara fær eigið húsnæði Frá Bandalagi ísl. listamanna ingar munu ekki aðeins minn ast hans sem farsæls stjórn- málamanns heldur sem nor- ræns menningarfrömuðar og fagurkera. FRIÐSÆL ÁRAMÓT ITaft hefur verið eftir lög- “ reglunni í Reykjavík, að síðustu áramót hafi verið ein hver hin friðsælustu áramót, sem um geti í 30 ár. Ástæða er til þess að fagna þessum ummælum. ólæti í höfuðborginni á þessum tíma mótum fara þverrandi. Fólkið heldur áramótin hátíðleg á heimilum sínum eins og vera ber. Þannig leitar lífið jafn- vægis í hinu unga, íslenzka þéttbýli. Vonandi heldur sú þróun áfram að setja svip sinn á lífið í höfuðborginni og gera það fegurra og menning- arlegra. AÐALFUNDUR Félags ísl. lcik- ara var haldinn þann 9. des- ember sl. Ellefu ungir leikarar gengu í félagið á fundinum og eru þá félagar orðnir nær eitt hundrað. Á árinu hafa látizt þrír leikarar, en þeir eru: Guðrún Indriðadóttir, Lárus Pálsson og Helga Valtýsdóttir, og minnist formaður þeirra á viðeigandi hátt í byrjun fundar. Þrjár norrænar leikaravikur voru haldnar á árinu, í Svíþjóð, Finnlandi og í Danmörku. Þrír íslenzkir leikarar voru gestir á fyrrnefndum leikaravikum. Fyrir tveimur árum festi Félag íslenzkra leikara kaup á íbúð í húsinu á Bergstaðastræti og er fyrirhugað að íbúðin verði not- úð fyrir skrifsrtöfur og aðra starfsemi fyrir félagið. Ekki hefur félagið enn tekið íbúðina til afnota fyrir starfsemi síriá, en væntanlegá vefðúr það gert á næsta ári. Húsnefnd félagsins hefur und- irbúið happdrættið til tekjuöfl- unar fyrir húsbyggingarsjóð og er sala á happdrættismiðum þeg- ar hafin. Ennfremur er fyrir- hugað að afla tekna á annan hátt á næsta ári til eflingar húsbygg- ingarsjóði félagsins. Áuk venjulegra aðalfundar- starfa var rætf um kjara- og hagsmunamál leikarastéttarinn- ar Á árinu var gerður nýr kjara- samningur við Leikfélag Reykja- víkur og samningum við Þjóð- leikhúsið var sagt upp og standa nú yfir samningsviðræður um væntanlega samninga við Þjóð- leikhúsið Stjórn Félags íslenzkra leikara skipa nú: Klemenz Jónsson for- maður, Gísli Alfreðsson rit- ari, Bessi Bjarnason gjaldkeri, Brynjólfur Jóhannesson varafor- maður og Kristbjörg Kjeld með- stjórnandL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.