Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 1
24 SÍDUR 2. tbl. 56. árg. LAUGARDAGUR 4. JANUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hariar árásir á stefnu Husaks Voldugasti verkalýðsleiðtogi Tékkó- slóvakíu fordœmir baráttuna gegn endurkjöri Smrkovskys — PRAG 3. janúar, NTB. Voldugasti verkalýðsleiðtogi Tékkóslóvakíu sakaði í dag Gust- av Husak, leiðtoga kommúnista- flokksins í Slóvakíu, um að hafa gert siff sekan um hrottalega at- lögu við þjóðir Tékkóslóvakíu með baráttu sinni gegn endur- kjöri hins vinsæla framfarasinna Josefs Smrkovskys í embætti þingforseta. Vlastimil Toman, sem er leið- togi gambands málmverkamanna er hefur 900.000 félagsmenn, hafnar í opnu bréfi staðhæfing- um Husaks þess efnis, að öfga- sinnar standi á bak ivið barátt- una fyrir endurkosningu Smrkov skys. Bréfið, sem biirtist í verk- lýðsblaðinu Prace, var mjög bit- urt, og stjórnmálafréttaritarar í Prag segja að hér sé um að ræða hörðustu áirásina sem framfara- sinnaðir kommúnistar hafi gert gegn svokölluðum ,,nýjum raun- sæismönnum“ undir forustu Gust av Husaks. Þeir vilja laga sig að kröfum Rússa um að hætt verði frjálsræðisistefnu Alexand- ers Dubceks í átt til „mannlegs kommúnisma“ í Tékkósló'vakiu. Samband málmverkamanna hefur þegar hótað verkfalli ef Smrkovsky verður ekki endur- kosinn, og í bréfi sínu til Husaks sakar Toman hann um að taka ekki tillit til hagismuna verk- lýðsstéttarinnar og málstaðar sósíalismans. Husak hefur haldið því fram að Slóvaki verði að gegna emibætti þingforseta svo að f jórum æðstu embættum hins nýja sambandsríkis verði skipt Framhald á bls. 16 Vietcong-órds ó Oóttomenn Dan Nang, 3. janúar — NTB SKÆRULIÐAR Viet Cong gerðu í dag skotárás á um 100 flótta- menn sem voru á leið til banda- rískra flóttamannabúða og felldu tíu þeirra, að því er bandarísk- ur talsmaður skýrði frá í dag. Tólf suður-vietnamskir verka- menn biðu bana og 16 særðust þegar sprengja sem skæruliðar höfðu komið fyrir sprakk undir bandariskri herflutningabifreið fyrir sunnan Da Nang í gær- kvöldi. é Hin hliðin. Þetta er sú hlið tunglsins sem snýr frá jörðu og enginn maður hafði augum litið fyrr en Apollo 8 fór á braut umhverfis það. Myndin er tekin úr 112 kílómetra hæð. Á síðu 10 í dag eru fleiri myndir úr ferðalaginu. deilu Israels og Araba Rusk hvetur til stillingar — Viðbúnaðu r í Líbanon Washington og Beirút, 3. janúar, AP, NTB. • Dean Rusk utanríkisráðherra lýsti yfir því á blaðamanna- fundi í dag, að fráfarandi stjórn Johnsons forseta mundi gera allt sem í hennar valdi stæði til að bæta friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs og í Vietnam þá fáu daga sem eftir Iværu af embættistíð hennar og skoraði á Israelsmenn að hætta hefndar- árásum og á Araba að takmarka starfsemi hryðjuverkamanna. • I Beirút Iýsti Hussein Ou- weini, varnarmálaráðherra yfir því, að Líbanonsstjórn hefði sam þykkt í aðalatriðum almenna herskyldu og skorað á allar rík- isstjórnir að afstýra hættu á þriðju heimsstyrjöldinni, sem hann sagðist óttast að fsraels- menn mundu hleypa af stað. Til- tölulega kyrrt var á landamær- Um áramótin fór ný farþegaþota reynsluflug í Sovétrikjunum. Nefnist þotan TU-144, og á hún að fljúga með 2.500 kílómetra hraða á klukkustund. Er þetta fyrsta farþegaþotan, sem flýgur hraðar en hljóðið. Frakkar og Bretar eru í sameiningu að smíða hljóðfráa farþega- þotu, Concorde, og Bandarikjamenn aðra, B-2707, en hvorug þeirra hefur enn verið reynd. Myndin sýnir TU-144 á flugvelli á gamlársdag þegar hún var að leggja af stað i reynslu- flugið. Flugstjóri var Eduard Elyan og flaug hann þotunni tvo hringi yfir flugvellinum eftir að reynslufluginu lauk. Þotan á að taka 120-130 farþega, og getur flogið 6.500 kilómetra leið í einum áfanga. um lsraels og Líbanons í dag eftir snarpa bardaga í gærkvöldi og nótt. • I Moskvu sagði annar æðsti yfirmaður sovézka flotans, að nærvera sorvézkra herskipa á Miðjarðarhafi væri „í samræmi við óskir Arabarikja, sem væru fórnarlömb ísraelskrar árásar“. f País hvatti franska stjórnin til þess að fjórveldin reyndu í sam- einingu að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. f New York tók U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vel í þessa tillögu, sem er samhljóða tillögu er Rússar hafa borið fram. Stórveldin ráðfærast Á blaðamannafundi sínum í Framhald á bls. 16 „Tvískrokku" togori Moskvu. 3. jan. (AP) DAGBLAÐIÐ „Sovietskaya Rossiya“ skýrir frá því í dag, að Iokið sé fyrstu tilrauninni með nýja gerð togara á Norður-At- lantshafi. Er togari þessi „tvi- skrokka“, eða catamaran, og var hann sendur til að kanna sjóhæfni þesskonar fiskiskipa í stórsjó og vondum veðrum. Borizt hafa fréttir frá togar- Frajnhald á bls. 16 Stórveldin ráðfærast um ILöndlinar- / stöðvun í Noregi frá 15. janúar Bergen, 3. jan. (NTB) NORSKA fiskimálaráðuneyt- ið hefur tilkynnt samtökum sildarseljenda að heimild is- lenzkra fiskiskipa til að landa síld í Noregi verði numin úr gildi 15. þessa mánaðar. Frá þeim tíma ber íslenzkum út- gerðarmönnum að sækja um sérstaka heimild fyrir hverri löndun. Koma þessar upplýs- ingar fram í viðtali, sem Knut I Vartdal ráðuneytisstjóri hefur átt við blaðið „Fiskaren“. Félög norskra síldarkaup- manna hafa áður skorað á ráðuneytið að banna landanir íslenzkra fiskiskipa, og var í áskorun þeirra ætlazt til að bannið gengi í gildi um ára- mótin siðustu. Ástæðan fyrir því að ráðuneytið kemur ekki að fullu til móts við óskir seljendanna eru þær, að ekki er búizt við það miklum að- flutningi hráefnis fyrri hluta þessa mánaðar að viðbótar- landanir íslenzkra skipa geti skaðað norska hagsmuni. Eft ir miðjan mánuð er hinsvegar búizt við að aðeins fá íslenzk skip stundi veiðar á Norður- sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.