Fréttablaðið - 26.10.2005, Page 26

Fréttablaðið - 26.10.2005, Page 26
Björgvin Guðmundsson skrifar „Við vorum heilluð af auglýsing- um eftir Jónsson & Le’macks. Þær eru bæði frumlegar og skemmtilegar eins og sést á auglýsingum 66 gráður norður. Meðal annars af þeim ástæðum ákváðum við að fá þá stofu til að hanna auglýsingar fyrir Reyka- vodka,“ segir Elwyn Gladstone, þróunarstjóri William Grants & Sons sem er alþjóðlegur banda- rískur áfengisframleiðandi. Viggó Örn Jónsson, einn eig- enda Jónsson & Le’macks, segir samninginn við William Grants ganga út á hönnun og gerð kynn- ingarefnis og auglýsinga fyrir Reyka-vodka. Það verði notað til að koma vörunni á framfæri – fyrst og fremst í Bandaríkjun- um en einnig í Evrópu. Til dæm- is verði kynningarefni hannað af þeim notað á alþjóðlegri sölu- sýningu fríhafnarverslana í Cannes 1. nóvember. „Tekjur okkar verða stöðugri með þessum samningi en við rukkum einnig fyrir einstök verkefni. Það er líka skemmti- legt að gera áfengisauglýsingar, sem eru bannaðar á Íslandi. Þetta stækkar því markaðinn fyrir okkur og er um leið spenn- andi verkefni fyrir metnaðar- fullt starfsfólk, sem er undir- staðan í starfsemi allra auglýs- ingastofa,“ segir Viggó aðspurð- ur um þýðingu þessa verkefnis. Elwyn segir William Grant hafa keypt bruggverksmiðju í Skotlandi og flutt hana til Borg- arness. Hreinleiki Íslands skipti miklu máli í markaðssetningu Reyka-vodka. Þetta sé eini áfengi drykkurinn í heimi þar sem jarðhiti er notaður til eim- ingar og hreina vatnið þekki all- ir. Til að koma þessari hugsun á framfæri notfæri fyrirtækið sér þekkingu Íslendinga. Fjalar Sigurðsson hjá Inntaki hafi meðal annars séð um kynning- armál. Viggó segir mjög sjaldgæft að íslenskar auglýsingastofur séu fengnar til að auglýsa fyrir erlend stórfyrirtæki í útlöndum. Þetta sé þróunarvinna sem byggi á því að skapa ímynd Reyka-vodka og koma réttum áherslum til skila. Vörumerkið sé nýtt og því skiptir máli að vita hvað virki og hvað ekki. Vika Frá áramótum Actavis Group -4% 10% Bakkavör Group 0% 80% Flaga Group -6% -41% FL Group -1% 43% Grandi -1% 16% Íslandsbanki -1% 34% Jarðboranir -2% 6% Kaupþing Bank 0% 36% Kögun -1% 16% Landsbankinn 1% 83% Marel 0% 30% SÍF 0% -8% Straumur 0% 38% Össur -1% 23% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Gera auglýsingar fyrir alþjóðamarkað Auglýsingastofan Jónsson & Le’macks var valin til að búa til auglýsingar fyrir erlendan áfengisframleiðanda. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir félagið ekki hafa skoðað hvort það muni leggja fram til- boð í Iceland Express en eigendur Iceland Express hafa nú til- kynnt að þeir munu selja félagið í kjölfar þess að þeir hafa eignast hlut í FL Group. „Við höfum lagt aðaláherslu á að vaxa í Skandinavíu en það hef- ur verið mikill vöxtur í okkar starfsemi bæði þar og hér heima. Iceland Express er eitthvað sem við höfum ekki leitt hugann að,“ segir Andri Már. - hb Fetaostur sem Mjólka framleiðir fór á markað á mánudaginn. Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segir ost- inn framleiddan undir nafninu Feti og fari fyrst til stóreldhúsa og veitingastaða. Hann vilji fá umsögn fagaðila um vöruna áður en hún fari á neytendamarkað. Aðspurður af hverju Mjólka framleiðir fetaost en ekki aðra mjólkurafurð segir Ólafur fram- leiðsluferlið stutt. Hins vegar hefjist framleiðsla á öðrum vör- um í kjölfarið. Þar skipti sam- starf við Vífilfell miklu, sem keypti 34 prósent í Mjólku nýver- ið. Vífilfell sé eitt stærsta fram- leiðslufyrirtæki landsins og búi yfir mikilli markaðsþekkingu. Hann vill ekki upplýsa hvers konar vörur verði framleiddar. Mjólka nýtur ekki ríkisstuðn- ings eins og stóru mjólkursam- sölurnar. Ólafur segist ætla að keppa í gæðum, fjölbreytni og handhægum umbúðum. Í raun hafi neytendur strax fengið um 50 prósenta afslátt af hans vöru því skattgreiðendur niðurgreiði hana ekki eins og vörur annarra mjólkurframleiðenda. - bg Ekki hugsað til Iceland Express Heimsferðir leggja áherslu á Skandinavíu. Afurð Mjólku á markað Í vikunni var fetaosti dreift til stóreldhúsa. Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nú komin í 92 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá grein- ingardeild KB banka. Gefin voru út skuldabréf fyr- ir 6 milljarða króna í síðustu viku en til sam- anburðar má geta þess að útflutn- ingsverðmæti sjáv- arafurða var um 123 milljarðar á síðasta ári. Gengisvísitala íslensku krón- unnar er nú í um 101 stigi en margir búast við því að hún muni fara niður fyrir 100 stig á næstu dögum ekki síst ef skuldabréfa- útgáfan tekur kipp að nýju. - hb Straumur-Burðarás kaupir meirihluta hlutafjár í Festingu samkvæmt heimild- um Markaðarins. Með því leysist langvinn deila milli hluthafa félagsins sem rekin hefur verið á skrifstofu sýslumanns, með lögbannsbeiðnum, og átti að taka fyrir hjá dómstólum. Þessi lausn er síðasta skrefið á aðskilnaði fyrrverandi við- skiptafélaganna í Sundi ehf. og Ólafs Ólafssonar, stjórnarfor- manns Samskipa. Áður hafði Straumur-Burðarás keypt hlut Sunds-manna í Keri, sem er að meirihluta í eigu Ólafs. Festing á og rek- ur eignir Olíufélags- ins Esso og Sam- skipa, sem er stjórn- að af Keri. Í mars síðastliðnum ákvaðu tveir stjórnarmenn að auka hlutafé Festingar, í sam- ræmi við samþykkt aðalfundar en í and- stöðu við fulltrúa Ólafs Ólafssonar, og selja það félagi í eigu framkvæmdastjóra Fest- ingar. Náðu þeir þannig yfir- ráðum í félaginu. Um lögmæti þessa snerist deilan. Hluturinn sem Straumur-Burðarás kaupir var í eigu Sund ehf., Nordic Partners og Angus, félags framkvæmdastjórans. – bg STARFSFÓLK JÓNSSON & LE’MACKS Reyka-vodki er framleiddur af alþjóðlegum áfengisframleiðenda á Íslandi. Starfsfólk Jónsson & Le’macks fékk það verkefni að hanna og búa til auglýsingar fyrir Reyka-vodka sem notaðar verða meðal annars í markaðssetningu í Bandaríkjunum. ANDRI MÁR INGÓLFSSON, FORSTJÓRI HEIMSFERÐA Leggja aðaláherslu á að vaxa í Skandinavíu. GENGISVÍSITALA STEFNIR NIÐUR FYRIR 100 STIG Að- eins hefur hægt á skuldabréfa- útgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum en hún stendur nú í 101 stigi. Skuldabréfaútgáfan komin í 92 milljarða Hreinleiki Íslands skipti miklu máli í markaðssetningu Reyka-vodka. ÓLAFUR M. MAGNÚSSON Ekki niður- greiddur með skattfé. Á LEIÐ TIL SÝSLUMANNS Jóhann Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Festingar, og Sig- urður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður á leið til full- trúa sýslumannsins þar sem stærstu eigendur Kers kröfðust lögbanns á hlutafjáraukningu Festingar. Losnar um í Festingu Leiðir fyrrverandi viðskiptafélaga skilja. 02_03_Markadur lesið 25.10.2005 16:00 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.