Fréttablaðið - 26.10.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 26.10.2005, Síða 20
[ ] Nokkrir galvaskir kajak- ræðarar tóku sér ár í hönd nú í sumar, lögðu sjó undir kjöl og sigldu um eyjar og strauma sunnan Breiðasunds í Hvammsfjarðarmynni. Reynir Tómas Geirsson var fararstjóri fyrir nítján hressa kajakræð- ara og var ferðin vel heppnuð í alla staði. Lagt var af stað í ferðina í byrj- un ágúst. Upphafsstaðurinn var bærinn Drangar á Skógarströnd en bærinn er á slóðum hins fræga siglingamanns Eiríks rauða. „Við vorum í tvo daga. Mættum á föstudagskvöldi og lögðum af stað snemma næsta morgun. Eyddum nóttinni í Brokey og héldum til baka daginn eftir,“ segir Reynir. „Við sigldum inn á milli eyjanna og komum við í nokkrum af aðal- eyjunum. Við vorum mjög heppin með veður og þetta var roslega fallegt. Félagsskapurinn var líka góður og þetta er allt það sem við erum að sækjast eftir í svona ferð- um.“ Reynir segir flesta í ferðinni hafa verið meðlimi Kajakklúbbs- ins. „Það voru einhverjir með í för sem ekki eru í klúbbnum, bæði reynslumikið fólk og líka fólk sem hefur ekki eins mikla reynslu.“ Reynir segir erfiðleikastig leiðar- innar vera skilgreint sem meðal- erfitt og var tilgangur ferðarinn- ar meðal annars sá að fara niður straumana í mynni Hvammsfjarð- ar. „Þessir straumar eru töluvert miklir og eru eins og stórfljót á sumum stöðum og það var gaman að reyna við það,“ segir Reynir. „Það er einn straumur þarna sem heitir Brattistraumur og í honum eru töluverðar flúðir og það fara ekki allir niður þennan straum. Formaðurinn okkar og gjaldkeri Kajakklúbbsins fóru niður Bratta- straum og það var svolítið æsilegt að fylgjast með því.“ Klúbbfélag- arnir settu það ekki fyrir sig að hluti stjórnarmanna legði í slíka hættuferð og fylgdust víst spennt- ir með. Eftir hættuförina var tekin létt æfing í að róa upp í og yfir straum. Reynir segir klúbbinn standa fyrir mörgum ferðum á hverju ári sem uppfylla ævintýraþrár kajak- ræðara. Kajakklúbburinn stefnir nú á að fara árlega í lengri ferðir sem verða í anda þeirrar sem farið var í á Breiðafjörðinn í sumar. Vetrarstarfsemin er alltaf ein- hver og margir róa saman á föst- um tímum á laugardagsmorgnum. Tæplega 300 meðlimir eru í Kajak- klúbbnum og til eru vel yfir þús- und kajakar á landinu og einnig eru kajakklúbbar í Stykkishómi, á Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað og Álftanesi. „Það er mjög gott samstarf á milli klúbbanna,“ segir Reynir. „Sumir bjóða upp á árleg- ar ferðir og þá höfum við slegist í för með þeim.“ Kajakklúbburinn stendur svo fyrir námskeiðum sem haldin eru í Laugardalslaug og eru námskeiðin sérstaklega vel sótt nú í haust. Aðspurður hvað það sé sem heillar við þessa íþrótt fer Reynir á flug og áhuginn leynir sér ekki. „Það er útiveran og skemmtilegur félagsskapur. Spenningurinn að róa á staði sem maður venjulega myndi ekki fá að sjá og myndi ekki komast að öðruvísi. Maður fær að skoðar fallegt landslag frá öðru sjónarhorni,“ segir Reynir „Ég reri til dæmis með konunni minni hringinn í kringum Viðey síðasta laugardag, það eru ekki margir Reykvíkingar sem gera það.“ johannas@frettabladid.is Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 89 09 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta eru fljótafgreiddir í stuttri en snarpri verslunarferð. Kaupmanna- höfn er tilvalinn áfangastaður, góðar búðir, mikið úrval og margar flugferðir frá Íslandi á dag. Jólapakkarnir Á siglingu á söguslóðum við Eiríksvog. MYND/SAS Reynir Tómas Geirsson fræðir ræðara um staðhætti yfir nesti. MYND/GJB Reynir Tómas Gestsson kajakræðari á þurru landi. Buslað á Breiðafirði Róið eftir Geysissundi. MYND/SASÞorsteinn Guðmundsson, formaður Kajakklúbbsins, berst við Brattastraum. MYND/GJB Sólveig Karlsdóttir bendir til ræðara á Ólafseyjarsundi. MYND/GJB Ferðafélagið stendur fyrir föndurhelgi í Þórsmörk helgina 11.-13. nóvember. Ferðin er til- valin fyrir alla fjölskylduna til þess að föndra saman og hafa það notalegt. Lagt verður af stað klukkan 14 á föstudeginum og komið til baka á sunnudeginum kl. 18. Boðið verður upp á leiðsögn í föndri. Nán- ari upplýsingar á vef Ferðafélagsins www.fi.is. ferðir } Föndur í Þórsmörk STYTTIST Í FÖNDURHELGI FERÐAFÉLAGSINS 10. nóvember er fjögurra daga ferð til Rómar hjá Plúsferðum. Fjögurra daga Rómarferð er spennandi valkostur fyrir þá sem eru fullir löngunar að komast í haustferð. Plúsferðir bjóða upp á slíka ferð í nóvember. Lag er af stað 10. nóvember og komið heim þann 14. Verð á mann miðað við tvo í herbergi á Jolly Leonardo er 62.880 krónur. Innifalið í því er flug, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn og skattar. Allar leiðir liggja til Rómar var eitt sinn sagt. Þar er margt að skoða, menningarverðmæti frá öllum tímum og mannlífið fjölbreytt. Nánari upplýsingar er að finna hjá Plúsferðum. Ferðamenn í Rómaborg geta skoðað Vatíkanið en komast þó vart á fundi með kardinálum. Róm í nóvember ...um mat á föstudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.