Fréttablaðið - 26.10.2005, Page 12

Fréttablaðið - 26.10.2005, Page 12
 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR Ráðstefnan hefst kl. 13 og eru allir velkomnir! Enginn aðgangseyrir. 13.00–13.15 Opnunarávarp Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. 13.20–13.30 Kynning á sameiginlegri yfirlýsingu um vatn Fundarstjóri Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði. 13.35–13.50 Vatnið í náttúru Íslands – Náttúran í vötnum Íslands Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. 13.55–14.10 Vatn og samfélag Páll H. Hannesson, alþjóðafulltrúi BSRB. 14.15–14.30 Vatn í þróunarhjálp Anna M.Þ. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. 14.35–14.50 Er vatn sem hver önnur auðlind? Ingibjörg E. Björnsdóttir, umhverfisfræðingur. 14.55–15.10 „Kalt vatn fyrir mig“. Pétur Gunnarsson, rithöfundur. Kaffihlé 15.10–15.35 15.40–15.55 Afstaða til vatns í alþjóðasamningum, lögum og reglum – Breytt viðhorf í tímans rás Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar. 16.00–16.20 Réttindi til vatns Nigel Dower, heimspekingur og fyrrum prófessor við Háskólann í Aberdeen og kennari í þróunarsiðfræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Erindið verður flutt á ensku. 16.20–16.55 Pallborðsumræður – fulltrúar stjórnmálaflokkanna Framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna á vatn. 17.00 Ráðstefnu slitið. Ráðstefna á Grand Hótel 29. október M F Í K Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í pallborðsumræðum: Fyrir VG: Kolbrún Halldórsdóttir Fyrir Samfylkingu: Mörður Árnason Fyrir Framsóknarflokk: Hjálmar Árnason Fyrir Sjálfstæðisflokk: Guðlaugur Þór Þórðarson Fyrir Frjálslynda flokkinn: Magnús Þór Hafsteinsson Kynntu þér yfirlýsingu ráðstefnunnar á www.bsrb.is/vatnfyriralla H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 4 4 4 8 HEIMILISOFBELDI Ríkislögreglu- stjóri hefur gefið út verklagsregl- ur um meðferð og skráningu heim- ilisofbeldismála hjá lögreglu. Guðmundur Guðjónsson yfir- lögregluþjónn segir verklags- reglurnar helst til hagsbóta fyrir þolendur heimilisofbeldis. Einnig auðveldi þær skráningu á brotum sem flokkist undir heimilisofbeldi og valdi því að betri yfirsýn náist yfir þessa tegund brota. „Þetta eru samræmdar leið- beiningar fyrir allt landið um hvernig lögreglumenn eiga að bregðast við í slíkum útköllum,“ segir Guðmundur. „Tekin hafa verið af öll vafaatriði um hvað teljast megi heimilisofbeldi því það hefur nú verið skilgreint. Til þessa hefur leikið vafi á því hvað flokka megi sem heimilisofbeldi,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að samkvæmt skilgreiningunni í verklags- reglum nái heimilisofbeldi ekki aðeins yfir ofbeldi sem gerist inni á heimilinu sjálfu heldur hvers kyns ofbeldi sem fórnarlambið verður fyrir af fjölskyldumeðlimi eða tengdum aðila. Í reglunum segir: „Forsenda fyrir skráningu máls sem heimilisofbeldi er að gerandi og þolandi séu nákomnir, það er skyldir eða tengdir. Heim- ilisofbeldi eru brot framin innan veggja heimilis eða á öðrum stað þar sem skyldir og tengdir dvelja eða hittast fyrir.“ - sda Verklagsreglur Ríkislögreglustjóra um meðferð heimilisofbeldismála hjá lögreglu: Til hagsbóta fyrir þolendur GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON YFIRLÖG- REGLUÞJÓNN Helsta markmið reglnanna er að taka af tvímæli um vafaatriði við rannsókn þessara brota og að skýra betur hlutverk lögreglunnar við meðferð þeirra. VARSJÁ, AP Stjórnarmyndunar- viðræður eru hafnar á ný í Pól- landi eftir að Lech Kaczynski var kjörinn forseti um helgina. Sigur Kaczynskis styrkir mjög stöðu flokks hans í viðræðunum. Endanleg niðurstaða kosning- anna liggur fyrir og hlaut Kac- zynski 54 prósent atkvæða en Donald Tusk, keppinautur hans, 46 prósent. Strax og úrslit voru ljós hófust stjórnarmyndunar- viðræður flokka þeirra, Laga og réttlætis og Borgaravettvangsins, á nýjan leik eftir að hafa legið að mestu niðri vegna forsetakosn- inganna, en flokkunum vegnaði vel í þingkosningunum í síðasta mánuði. Fyrir forsetakosningarnar hafði Jaroslaw Kaczynski, odd- viti Laga og réttlætis og tvíbura- bróðir Lech, lýst því yfir að hann myndi ekki setjast í stól forsætis- ráðherra yrði bróðir hans kjörinn forseti. Því leiðir Kazimierz Mar- cinkiewicz, félagi hans, viðræð- urnar fyrir hönd flokksins. Búist er við að erfiðar við- ræður séu fram undan þar sem Lög og réttlæti hefur hert á kröfum sínum um íhaldssaman stjórnarsáttmála eftir sigurinn á sunnudag. Því á hinn frjálslyndi Borgaravettvangur hins vegar erfitt með að kyngja. - shg FORSETARNIR Alexander Kwasniewski, frá- farandi forseti (til vinstri), fagnar eftirmanni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stjórnarmyndunarviðræður hafnar á ný í Póllandi: Tvíburar eru með töglin og hagldirnar KVENNAFRÍDAGURINN Fjölmiðlar í löndum jafn fjarri okkur og Ástr- alíu og Katar við Persaflóa sögðu fréttir af kvennafrídeginum á Íslandi. Gulf Times í Katar og The Australian, stærsta dagblað Ástr- alíu, sögðu frá því að tugþúsundir íslenskra kvenna hefðu yfirgefið störf sín til þess að mótmæla kyn- bundnum launamuni í landinu. Í vefútgáfu breska dagblaðsins The Times kom fram að íslenskar konur hefðu farið í krossferð um Reykjavík og aðra bæi landsins, barið potta og pönnur og kallað slagorð á borð við „Konur höfum hátt!“ og „Jafnrétti strax!“. Fjölmiðlar sögðu frá kvenna- frídeginum fyrir þrjátíu árum og áhrifum hans á jafnréttisbar- áttuna á Íslandi á þeim tíma. The Times Online sagði að kvenna- fundurinn 1975 hefði markað tímamót í jafnréttisbaráttunni í heiminum og hrist upp samfélagi allra Norðurlandanna. Þá segir að fundurinn hafi plægt leiðina fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, sem fimm árum síðar varð þjóðkjörinn forseti fyrst kvenna í heiminum. - sda Heimspressan fjallar um kvennafrídaginn á Íslandi: Íslenskar konur í fréttum í Katar KVENNAFRÍDAGUR Fjölmiðlar um allan heim sögðu fréttir af kvennafrídeginum á Íslandi og minntust mótmælanna fyrir þrjátíu árum og þýðingar þeirra fyrir jafnréttisbaráttuna. Aukið við neyðaraðstoðina Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja fram áttatíu milljónir evra, um 5,8 milljarða króna, til aðstoðar við fórnarlömb hamfaranna í Pakistan. ESB hefur þegar veitt fjórtán milljónum evra til hjálparstarfs en ætlar nú að bæta verulega við þá upphæð. Stærstur hluti fjárins rennur til kaupa á tjöldum, drykkjarvatni og lyfjum og mun hjálparstofnun framkvæmdarstjórnar sambandsins, ECHO, hafa veg og vanda af dreifingu gagnanna. EVRÓPUSAMBANDIÐ Indriði Pétursson hefur ekki ráð á þjónustuíbúð Lá afskiptur og ósjálf- bjarga í fjóra sólarhringa DV2x15 25.10.2005 20:53 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.