Fréttablaðið - 26.10.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.10.2005, Qupperneq 10
10 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 ÓBLANDA‹UR PATROL NISSAN Patrol Elegance Ver› 4.690.000,- 33" dekk, toppbogar og dráttarbeisli. Le›ur, sóllúga, 7 manna, bara einn me› öllu. SKIPT_um væntingar Tölvunám eldri borgara Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Grunnur 30 kennslustunda byrjendanámskeið fyrir 60 ára og eldri. Engin undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með þolinmóðum kennurum. Á námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 2. nóvember og lýkur 23. nóvember. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í Word. Framhaldsæfingar í Internetinu og tölvupósti auk þess sem stafrænar myndavélar verða kynntar. Kennsla hefst 3. nóvember og lýkur 24. nóvember. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Framhald II 30 kennslustunda námskeið ætlað þeim sem lokið hafa fyrra framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilegan grunn og vilja enn meiri þekkingu og þjálfun. Byrjað er á upprifjun og svo er haldið áfram og kafað dýpra. Kennsla hefst 3. nóvember og lýkur 24. nóvember. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 17.000,- HESTHÚS „Við erum búnir að borga út öll hús sem búið var að semja um kaup á,“ segir Kristján Ríkharðs- son, annar verktakanna sem vilja kaupa upp hesthús á svæði Hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þetta eru tuttugu eignarhlutar af um hundrað sem félagsmenn Gusts hafa selt. Greiðslurnar voru inntar af hendi síðastliðinn föstu- dag og Kristján segir fleiri vera að semja um sölu hesthúsa í kjöl- farið. Þetta munu vera um 200 millj- ónir alls sem greiddar hafa verið út til hesthúsaeigendanna. Stjórn Gusts hefur forkaupsrétt að húsum á svæðinu og hún hafði áður nýtt sér hann til að kaupa nokkur hús úr fyrri kauplotu verk- takanna. Bjarnleifur Bjarnleifs- son, varaformaður Gusts, segir hins vegar enga ákvörðun liggja fyrir um að nýta réttinn til að kaupa þessi hús. „Menn eru bara að skoða spilin og sjá hvað gerist,“ segir hann og vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Kristján vonast til að samstarf við stjórn Gusts um uppbyggingu nýs framtíðarsvæðis fyrir félags- menn komist á. Aðalfundi Gusts sem átti að vera í kvöld hefur verði frestað. Bjarnleifur neitaði því þó að það tengdist hesthúsakaupunum. - grs Fimmtungur Glaðheimahesthúsanna seldur: Hús keypt fyrir 200 milljónir UPPKAUP HESTHÚSA HALDA ÁFRAM Fleiri eru að því komnir að selja hús sín. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DANMÖRK Danska dagblaðið Berl- ingske Tidende birti í gær heil- síðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í grein- inni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flest- ir stjórnarformenn yrðu tauga- óstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlut- bréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björg- ólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í grein- inni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flug- félaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur. kristjans@frettabladid.is Háfleygi Ís- lendingurinn Töluvert hefur verið fjallað um kaup FL Group á Sterling í dönskum fjölmiðlum. Berlingske Tidende birti heilsíðugrein um feril Hannesar Smárasonar. HANNES SMÁRASON STJÓRNARFORMAÐUR FL GROUP Danska blaðið Berlingske Tidende fjallar um kaup FL Group á Sterling í blaðinu í gær. LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri hefur gert samning til eins árs við Fræðslumiðstöð bílgreina um framkvæmd bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa. Rannsak- að verður ástand ökutækja sem lent hafa í alvarlegu umferðar- slysi eða þar sem grunur leikur á að ástandi ökutækis sé verulega ábótavant. Guðmundur Guðjónsson yfir- lögregluþjónn segir að hagsmun- ir fjölmargra ráðist af því að vel sé vandað til slíkra rannsókna. „Í mörgum tilfellum hafa úrslit mála oltið á því hversu vel þess- ara atriða hefur verið gætt,“ segir hann. Hann segir að með samn- ingnum sé verklag við tæknirann- sóknir umferðarslysa samræmt og eflt á landinu öllu og stórt skref stigið til vandaðri rannsókna umferðarslysa hjá lögreglu. - sda Alvarleg umferðarslys: Rannsóknir samræmdar JERÚSALEM, AP Ísraelskar hersveit- ir skutu Luay Saadi, yfirmann hernaðararms samtakanna Heil- agt stríð, og náinn samstarfsmann hans til bana í flóttamannabúðum í Tulkarem á Vesturbakkanum um helgina. Yfirmaður Ísraelshers á svæð- inu sagði að Saadi hefði staðið fyrir nokkrum árásum undan- farna mánuði sem tólf Ísraelar hefðu látið lífið í og hann væri auk þess grunaður um að hyggja á frekari tilræði. Talsmaður Heilags stríðs hótaði grimmileg- um hefndum vegna drápsins. Ísraelsher fellir herforingja: Heilagt stríð hótar hefndum SKOTINN TIL BANA Saadi féll fyrir kúlum ísraelskra hermanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.