Fréttablaðið - 26.10.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.10.2005, Qupperneq 8
8 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR Launajafnrétti Ársalur 2. hæð, Hótel Sögu 27. okt. kl. 14.00 - 16.30 M Á L Þ I N G J A F N R É T T I S R Á Ð S U M - jöfn laun og sömu kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf Skráning fer fram á www.jafnretti.is eða á Jafnréttisstofu í síma 460 6200 Árni Magnússon Halldór Grönvold Sigurður Óli Kolbeinsson dr. Lilja Mósesdóttir Ph.d. Byriral Bjørst Fanný Gunnarsdóttir Þorbjörg Inga Jónsdóttir E N N E M M / S IA / N M 18 5 0 5 Fanný Gunnarsdóttir formaður Jafnréttisráðs setur málþingið Ph.d. Byrial Bjørst lögfræðingur Dr. Lilja Mósesdóttir Prófessor við Viðskipta- háskólann að Bifröst Sigurður Óli Kolbeinsson sviðstjóri lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Halldór Grönvold aðst.framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands Árni Magnússon félagsmálaráðherra Fundarstjóri: Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögfræðingur, formaður Kvenréttindafélags Íslands og fulltrúi félagsins í Jafnréttisráði. Hvar liggur hundurinn grafinn? Equal pay law in EU and Iceland - a critial overview Mælistikur á launajafnrétti Jafnréttislög og kjarasamningar Margar leiðir – sama markmið Ávarpar málþingið www.gislimarteinn.is Gísli Marteinn er skarpgreindur og hann setti tíma sinn í að vinna fyrir nemendur og efla félagslíf skólans. Ég styð hann heilshugar í 1. sætið. Þorvarður Elíasson fyrrv. skólastjóri Verzlunarskólans EINKAVÆÐING Tíu milljónir af sölu- andvirði Símans fóru til fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu vegna nefndarlauna og ferðakostn- aðar. Auk þess fékk Morgan Stan- ley-fjárfestingarbankinn greiddar 682 milljónir fyrir ráðgjöf sína. Í viðbót við tíu milljóna króna greiðslu til nefndarmanna og tæpra sjö hundruð milljóna til ráðgjafar- fyrirtækisins voru greiddar rúmar sextíu milljónir fyrir lögfræðiráð- gjöf og greinargerðir og tæpar tíu milljónir fyrir ýmsa aðra ráðgjöf og annan kostnað. Í framkvæmdanefnd um einka- væðingu áttu sæti Jón Sveinsson formaður, Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, Sævar Þór Sigurgeirsson, löggiltur endurskoðandi, og Illugi Gunnarsson hagfræðingur. Starfs- menn nefndarinnar voru Stefán Jón Friðriksson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Jörundur Valtýsson, deildarstjóri í forsætis- ráðuneytinu. Nefndarmenn sinntu starfinu samhliða fullri launaðri vinnu. Kostnaður vegna sölu Símans frá ársbyrjun 2004 til þess tíma er söluverð var greitt ríkinu nam samanlagt 786 milljónum. Sé tillit tekið til viðbótararðgreiðslu Símans í febrúar síðastliðnum, sem var 4,2 milljarðar, nemur hlutfalls- legur sölukostnaður um 1,11 pró- sent af söluandvirði Símans, segir í skýrslunni. Framkvæmdanefndin segir að sú niðurstaða verði að telj- ast hagstæð, sé miðað við innlend og erlend viðmið í því sambandi. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að framkvæmdanefndin hafi látið fara fram mat á fyrirtækinu sem var um fimmtán milljörðum undir söluverði, eða 52,4 milljarða króna að teknu tilliti til arðgreiðslu og skulda. Morgan Stanley, sem veitti nefndinni ráðgjöf um söluna, mat Símann hærra, á bilinu 57 til 68 milljarða. Til viðmiðunar var sölu- verðið 66,7 milljarðar. Nefndin telur að sala Símans hafi gengið vel og ríkissjóður feng- ið afar viðunandi verð fyrir eign sína. sda@frettabladid.is Nefndarmenn fengu tíu milljónir króna Fjórir nefndarmenn og tveir starfsmenn fengu greiddar alls tíu milljónir fyrir störf sín vegna sölu Símans að meðtöldum ferðakostnaði. Verðmat nefndarinn- ar á fyrirtækinu var tæpum fimmtán milljörðum undir söluverði. NEFNDARMENNIRNIR JÓN SVEINSSON, ILLUGI GUNNARSSON OG BALDUR GUÐLAUGSSON Fjórir nefndarmenn og tveir starfsmenn framkvæmdanefndar um einkavæðingu fengu greiddar tíu milljónir fyrir Símasöluna að meðtöldum ferðakostnaði. Þess utan voru tugir milljóna greiddir fyrir lögfræðiþjónustu og verðmat og 682 milljónir til ráðgjafarfyrirtækis. ATVINNUMÁL Alcoa Fjarðaál hefur samið við IMG Mannafl-Liðsauka um að fyrirtækið muni ráða alla starfsmenn álversins á Reyð- arfirði, um 400 manns, á næstu tveimur árunum. Í tilefni þess mun ráðningarfyrirtækið opna útibú á Reyðarfirði. „Það er ekkert atvinnuleysi á Íslandi, en fyrir mitt leyti hef ég ekki áhyggjur af því, ég held við munum ekki eiga í vandræðum með að fylla þessar stöður,“ sagði Gunnar Haugen, framkvæmda- stjóri IMG Mannafls-Liðsauka, á fréttamannafundi í gær. Ætlunin er að ráða í allar þessar stöður hér á landi og eiga fyrirtækin ekki von á að þurfa að sækja um atvinnuleyfi fyrir neinn, þó einhverjir starfsmanna verði væntanlega af erlendu bergi brotnir. Búist er við því að um helmingur starfsfólksins komi að austan en hinn helmingurinn af höfuðborgarsvæðinu. Lokið verður við gerð kjarasamninga í byrjun næsta árs og er ekki talið ólíklegt að langtímasamningar verði gerðir, líkt og gert var hjá Norðuráli. smk@frettabladid.is IMG Mannafl-Liðsauki mun annast allar ráðningar í álverið í Reyðarfirði: Fjögur hundruð störf verða til FRAMKVÆMT Í REYÐAFIRÐI Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Reyðarfirði undanfarin misseri. Á næstu tveimur árum mun enn bætast við mannskapinn sem starfar við byggingu álversins á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.