Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 4

Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 4
4 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR VERKALÝÐSMÁL Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lög- mæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæð- um þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélag- anna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðs- félag Akraness, Afl - starfsgreina- félag Austurlands, Félag bygginga- manna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnu- leyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. „Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu,“ segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofn- un og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. „Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá.“ Sveinn Andri Sveinsson, lögmað- ur 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtæk- ið sé íslenskt. „Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfs- mannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja.“ Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Aust- urlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. „Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur,“ segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. „Frá Evr- ópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmanna- leigur flokkist undir þjónustustarf- semi í skilningi Evrópuréttarins.“ Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólög- legt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutning- um og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. „Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga.“ olikr@frettabladid.is Í KERSKÁLA ÁLVERS NORÐURÁLS Formað- ur Verkalýðsfélags Akraness segist strax hafa brugðist við þegar honum í fyrradag barst til eyrna að á umráðasvæði félagsins störfuðu erlendir verkamenn á vegum 2B. MYND/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON Vinsælt og hagnýtt 3ja kvölda námskeið um öll helstu grundavallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna mynda í tölvu. • Stillingar stafrænna myndavéla • Stærðir og upplausn mynda • Myndir færðar yfir í tölvu • Skipulag myndasafns í tölvu • Heimaprentun / framköllun • Myndir skrifaðar á CD/DVD • Frágangur mynda í tölvupósti • Grundvallarlagfæringar • Vinsælt, ókeypis myndvinnslu- forrit á Netinu tekið fyrir Verð: kr. 15.000, (Innifalin er ný kennslubók á íslensku). Kvöldnámskeið hefst 1. nóv. Helgarnámskeið 5. nóv S T A F R Æ N A R M Y N D A V É L A R Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Gluggagægir í Þingholtunum Lög- reglunni í Reykjavík barst tilkynning um gluggagægi í Þingholtunum skömmu eftir klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags- ins. Íbúi í húsinu tilkynnti um manninn, sem forðaði sér þegar ljóst var að fólk hafði orðið hans var, og fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI „Ef tryggingar eru í lagi þá fá menn lán hjá Landsbankanum hvort sem þeir eru utan af landi eða úr Reykjavík,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var írsku stórfyrirtæki synjað um lán vegna byggingar kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og sögðu forsvarsmenn þess ástæðuna þá að fyrirtækið ætti að rísa á landsbyggðinni. Ásgeir segist ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál en segir þó að umfjöllunin hafi komið Lands- bankamönnum á óvart. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að illt sé ef ekki fáist lán til verkefna á landsbyggðinni. „Hins vegar hljóta allir að sjá að verksmiðjuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er mun verð- mætara en á Vestfjörðum og því betri trygging. Svo er engin skyl- da hjá einkarekinni lánastofnun að lána og menn geta þá snúið sér til annarra lánastofnana ef þeim þykir vinnulag einnar ekki vera við hæfi. En mestu máli skiptir þó að það verður af þessari uppbyggingu á Bíldudal að því er ég best veit,“ segir Ari. - jse KALKÞÖRUNGAVINNSLA Á BÍLDUDAL Á myndinni má sjá að þegar verið var að landa þar kalkþörungi í sumar. Landsbanki Íslands vegna veðlána á landsbyggðinni: Lánar ef tryggingar eru nægar DANMÖRK Að mati danskra sér- fræðinga veldur mikil notkun mp3- spilara heyrnarskaða. Telja þeir að of margir séu með spilarana of hátt stillta og hlusti of lengi í einu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Politiken í gær. Er talið að fjöldi heyrnarskertra í Danmörku muni tvöfaldast á næstu 15 til 20 árum. Samkvæmt athugunum blaðsins er hægt að stilla hljóð langflestra mp3-spilara yfir 100 desibel. Svo mikill hljóðstyrkur er samkvæmt danska vinnueftirlitinu skaðlegur fyrir heyrnina ef hlustað er í meira en klukkustund á viku. Samkvæmt könnun sem danska heilbrigðis- ráðuneytið hefur gert hlusta 64% ungmenna á aldrinum 13-20 ára á tónlist úr mp3-spilara í klukku- stund eða meira á viku. - ks Áhyggjur af mp3-spilurum: Geta valdið heyrnarskaða NOREGUR Norska strandgæslan stöðvaði um helgina umskipun afla úr rússneskum togara yfir í flutningaskip nærri Bjarnarey í Barentshafi. Norðmenn gera tilkall til haf- svæðisins sem skipin voru á enda þótt það sé utan efnahagslögsögu þeirra. Að sögn Aftenposten ligg- ur ekki fyrir hvort togarinn hafi veitt fiskinn á svæðinu en strand- gæslan staðhæfir að sjálf umskip- unin sé ólögleg. Í síðustu viku sigldi rússneskur togari á brott með norska veiðieft- irlitsmenn og kólnuðu samskipti ríkjanna nokkuð í kjölfarið. Svalbarðasvæðið: Rússnesk skip gripin á ný SVEINN ANDRI SVEINSSON Vísar því algjör- lega á bug að fyrirtækið hafi ekki starfað innan ramma íslenskra laga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu Fimm verkalýðsfélög hafa sent kærur til sýslumannsins í sínu umdæmi vegna starfsmannaleigunnar 2B. Þau vilja láta reyna á lögmæti starfseminnar. Lög- maður 2B vísar því alfarið á bug að félagið starfi ekki innan ramma laga. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 25.10.2005 Gengisvísitala krónunnar 60,09 60,37 106,81 107,33 72,27 72,67 9,687 9,743 9,237 9,291 7,606 7,65 0,5208 0,5238 86,87 87,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 101,6143 LÖGREGLA Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála leggur til að lögregluembætti landsins verði 15, þar af sjö lykilembætti, en í dag eru embættin 26. Samkvæmt tillögum nefndarinnar yrðu hlut- verk lykilembættanna annars vegar að annast rannsókn og sak- sókn stærri og flóknari mála, en hins vegar að samræma vaktir lögregluumdæmanna á tilgreind- um svæðum. Nefndin skilaði tillögum sínum til Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra. - smk Nýskipan lögreglumála: Embættin verði fimmtán LANDHELGISGÆSLAN Skipstjórinn á Síldveiðiskipinu Hákoni EA kall- aði eftir aðstoð Landhelgisgæsl- unar eldsnemma í gærmorgun eftir að skipið hafði fengið nótina í skrúfuna. Var skipið þá að síld- arveiðum í Jökuldýpi suðvestur af Snæfellsjökli. Varðskipið Ægir var komið á vettvang klukkan átta í gærmorg- un. Kafarar gátu ekki leyst nótina þar sem straumþungi var mikill og því var Ægir látinn draga síld- veiðiskipið til Reykjavíkurhafnar. - jse Nót festist í skrúfu Hákonar: Í kjölfar Ægis ÆGIR MEÐ HÁKON Í EFTIRDRAGI Varðskipið Ægir dregur slíldveiðiskipið Hákon EA áleiðist til Reykjavíkur. TÓMAS HELGASON DÓMSMÁL Bótakröfu konu á fer- tugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykja- víkur. Í febrúar 2000 var æxli fjar- lægt úr höfði konunnar á sjúkra- húsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að grei- na hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent.Mat dómsins er að ekki hafi verið hægt að líta svo á að konan væri með einkenni sem bentu til að bráð hætta væri í vændum, líkt og svo hafi komið í ljós. - óká Krafðist 48 milljóna í bætur: Ríkið sýknað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.