Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 22
Sýnir GÍBRALTAR jákvæðan samruna þjóðarbrota? Loftmynd af Gíbraltar Gíbraltar er sögulegTir bræðslupottur ólíkra þjóðerna, kryddaður með landamærum heimsálfa og þjóðlanda. Fyrir ferðamann sem vill fara í stutt hvíldarfrí, en jafnframt komast í tengsl við umhverfi og sögu, hefur Gíbraltar einn stóran kost — bjargið og umhverfi þess er aðeins tæpir 5 km að flatarmáli — en þar er ótrúlega margt að sjá og skoða sem auð- velt er að komast yfir á skömmum tíma. að er ógleymanlegt að nálg- ast Gíbraltar úr lofti og sjá hvað byggðin er lítil og hvað hún hangir utan í klettinum. Flug- brautin er byggð út í sjó, því undirlendi er ekkert. Landamærin liggja í gegnum hana. — Gíbralt- arkletturinn væri ekki eins spennandi ef hann væri hluti af Spáni, en sérstaða hans dregur ferðamenn til sín — segir Gíbralt- arbúi á fömum vegi. Kletturinn rís eins og varðturn á krossgötum Afríku og Evrópu, vakir yfir um- ferð inn og út úr Miðjarðarhafi og hefur stjórnað fólksstreymi milli heimsálfa gegnum aldirnar. Hann var áður varða á vegi þess manns sem hættí sér út á óþekkt regindjúp Atlantshafsála, þegar Róm var miðpunktur jarðar og Miðjarðarhaf hét — Mare nostrum — í heimsmynd Rómveija. Ótaldir sjófarendur hafa fært fómir til kvengyðjunnar Evrópu þegar þeir hófu augu sín til bjargsins, en altari hennar er á syðsta odda Gíbraltar sem er syðsti hluti Evr- ópu. Gíbraltar er márískt nafn — GIBEL TARIQ — fjall Tariqs hers- höfðingja. Márísk bprg reis á Gíbraltar 711 þegar Márar frá N-Afríku flæddu yfir Spán. ísa- bella Spánardrottning vann bjargið aftur og síðustu fyrirmæli hennar frá 1503 voru: „Gefið Gíbraltar aldrei eftir." Sagan seg- — áður máttar- stólpi Herkúlesar og endamörk al- heims í heims- mynd Rómveija — nú útvörður bresku krúnunnar ir að hún hafi saumað út skjaldar- merkið, þrjá tuma og lykil neðan í, táknmynd sem sýnir lykilað- stöðu kastalavirkisins. Tilviljun eða slysni olli því að Bretar fengu yfirráðarétt yfir Gíbraltar árið 1704. Þá er Sir Rooke á leið með flota sinn sigraðan út úr Miðjarð- arhafí. Bráðsnjallri hugmynd lýstur niður hjá honum þegar Gíbraltar rís úr hafi, eins og í ljós hefur komið þremur öldum síðar. Hvers vegna ekki að hertaka Gíbraltar, heldur en að snúa heim gjörsigraður. Bráðin er auðveld, virkisvarnir vanræktar. í tæpar þijár aldir hafa Spánveijar reynt að vinna klettinn aftur. Orðtakið „safe as the rock of Gibraltar" hefur fest í enskri tungu. AÐEINS GÍBRALTAR- búi Skilur GÍBRALT- ARBÚA — segir Joseph Viale, markaðs- stjóri Ferðamálaráðs Gíbraltar. Viale er dæmigerður Gíbraltarbúi. Afi hans kom frá Ítalíu, en móðir- in er bresk. — Ég tel mig samt hvorki ítala né Englending. Við Gíbraltarbúar hugsum eins og Bretar, en erum skapheitir eins og rómanski kynstofninn. — Ég beiti breskri rökfræði en er erfiður í tifinningamálum segir Viale og hlær dátt. — Einangrun okkar frá 1969 til 1985 var ekki erfið af því að við vitum alveg hvað við viljum. Við emm búnir að horfa á þróun mála við bæjardymar hjá okkur og kunnum að meta tjáningarfrelsi okkar sem breskra lýðræðisþegna. Við emm aðeins um 30.000 en emm samt sérstætt þjóðarbrot. Héma blandast saman Spánveijar frá Minorka sem áður var breskt yfirráðasvæði, gyðingar frá Mar- okkó og Möltubúar sem komu til að vinna að skipasmíðum og að sjálfsögðu Bretar. Margir segja að bestu eiginleikar þjóðanna samein- ist í gíbralska stofninum. Þegar við tölum saman skilja hvorki Spánveijar né Englending- ar okkur. Við tölum mjög hratt bemm aðeins fram hluta orðanna — veljum orðtök sem hafa dýpsta merkingu í báðum tungumálum og mörg orð sem við notum em hvorki ensk né spönsk. Ég hef ekki haft beint samband við Spán í 16 ár. Núna þarf ég að halda uppi viðskiptasamræðum við þá og hugsunarháttur reynist það ólíkur að ég á oft erfitt með að skilja sjónarmið þeirra. Sagan Mikilvæg En Mannlegi Þáttur- INN STÓRKOSTLEGRI — Kannski sýnir Gíbraltar einn þátt framtíðarsamfélagsins þegar allar þjóðir em búnar að sætta sig við siðvenjur og trúarbrögð hver annarrar í gegnum aukin sam- skipti í ferðaþjónustu, segir Viale alvarlega. — Bemm til dæmis sam- an Norður-írland og Gíbraltarsam- félagið. Sjálfur er ég rómversk- kaþólskur. Margir bestu vinir mínir em gyðingar, Indveijar eða mú-* hameðstrúarmenn. Trúin hefur mikil áhrif í lífi einstaklings, en hefur enga þýðingu fyrir mannleg samskipti. Það skiptir mig engu máli hvað vinir mínir trúa á. Hand- an við hornið er kirkjan mín, í tveggja mínútna göngufjarlægð er lúterska kirkjan, gyðingakapellan í álíka fjarlægð og þetta er sjálf- sagður hlutur. Við virðum allir hver annan fyrir hvað hann er og tökum jafnvel þátt hver í annars trúarhátíðum. Vonandi verður það ímynd íbúanna sem dregur ferða- menn mest til sín. Við emm að byggja upp ferða- þjónustu hérna sem vonandi verður aðlaðandi. ímynd Gíbraltar var hemaðarleg, en hún er að breyt- ast. Við ætlum ekki að keppa við Spán um baðstrendur og sól þó að hvorttveggja sé til staðar. Okk- ar stefna er að byggja upp í samræmi við sögu, landslag og smæð staðarins — litlar aðlaðandi verslanir — veitingahús — lúxus- hótel. Gíbraltar er vinsæll staður fyrir fuglaskoðara. Hér koma allir farfuglar við á leið sinni til og frá Evrópu og Afríku. Yfir 600 villtar blómategundir vaxa á klettinum, margar einkennandi fyrir Gíbralt- ar. Þijár milljónir ferðamanna komu til okkar á síðasta ári. Flest- ir komu í stutta dagsferð yfir landamærin. Við ætlum ekki að gera Gíbraltar að „ferðamanna- fmmskógi", en viljum gefa sem flestum kost á að koma. Ekið í Kringum Klettinn Við skulum bregða okkur í „karido“ eins og Gíbraltarbúar kalla það, stutta skoðunarferð í kringum bjargið. Ferðin tekur um 2—3 klukkustundir með viðkomu á helstu ferðamannastöðunum og leigubíllinn kostar um 1.300 kr. Allir leigubílstjórar á Gíbraltar em vanir leiðsögumenn. Bíllinn líður upp þrönga stíga — í skjóli pálma- tijáa — blómaskrúðs — hvítra kletta. Ótal útsýnisstaðir opnast. Borgin breiðir úr sér, flugbrautin teygir sig út í haf, gamlar bygging- ar innan márískra borgarmúra, nýjar á uppfylltu landsvæði. Hús, umvafín gróðri, hanga utan í klett- inum. Seglskútur og litlir fiskibát- ar em að draga fiskinn að landi sem þú borðar á fiskistaðnum niðri við höfnina í kvöld. Allt einkennist af friðsæld og fegurð — erfítt að gera sér í hugarlund mannskæðar sjóomstur fyrri tíma þegar horft er yfir lognkyrran hafflöt. „Héma er yndislegt að eiga heima og ala upp böm,“ segir ung móðir. „Við búum í litlu samfélagi þar sem allir standa saman. Menntun og heilsugæsla ókeypis og umfram allt svo til engir glæp- ir. Handan við sundið þar sem er fátækt, sitja böm um að stela af þér, myndavélum, töskum, öllu. Þau alast upp í því. Meðan landa- mærin vom lokuð þurftum við að sigla eða fljúga til Marokkó og þaðan til Spánar eða leggja á okk- ur stóran krók til að komast til staðar sem er aðeins í 5 mínútna akstursfjarlægð. En allt frekar en að sameinast Spáni,“ segir unga móðirin. Eftirlæti Ferða- MANNSINS Ef þú horfir vel í kringum þig, sérðu ótal forvitin augu uppi í tijá- krónunum. Ef þú dregur upp brauðbita, áttu á hættu að hann verði rifinn af þér. En þú heillast Hætta ferðaheildsalar að selja íslandsferðir eftir 1988 ? FERÐABLAÐIÐ er statt í islenska básnum á hinni árlegu ferða- kaupstefnu „World Travel Market" í London til að kynna sér hvemig íslensk ferðaþjónusta er á vegi stödd á alþjóðlegum mælikvarða. Og við finnum strax að eitthvað liggur í loftinu — talað er um of háa verðlagningu á íslandsferðum — ísland hefur alltaf verið dýrt land — en önnur þung undiralda er að brjótast upp á yfirborðið. Við viljum heyra meira og ræðum við þijá stærstu bresku ferðaheildsalana sem markaðssetja Island. Þeir em John Melchior, forstjóri Scanscape Holidays, Clive L.H. Stac- ey, forsljóri Arctic Experience LTD, og Geoff Sammons, frarnk væmdastjóri fyrir íslands- og Noregsdeild hjá Twickenham. Allir hafa þeir unnið fyrir íslandsmarkað og kynnt sér ísland sérstaklega; Clive í 13 ár, Geoff í 6 ár, John í 2 ár, en fyrirtæki hans í 6 ár. Umræðan var hreinskilin, heit og þung og það sem hér fer á eftir er samdóma álit þeirra allra. Neikvæð Þróun Yið erum allir mjög svartsýnir og hræddir við þróunina í íslensk- um ferðamálum. Fyrir þremur árum voru þrír stórir ferðaheildsalar með ís landsmarkaðinn. Einn þeirra varð gjaldþrota (Sonic World), annar hætti þar sem hann áleit enga framtíð í að markaðssetja ísland (Fred Olsen), sá þriðji situr héma, en er mjög vondaufur (John, Scan- scape Holidays). Þetta er neikvæð þróun fyrir markað eins og Island. Við erum mjög fáir miðað við þá miklu möguleika sem Bretland býr yfir. Þið hafið aðeins heyrt um ferðamannaaukningu. Einstakl- ingsferðum hefur að vísu fjölgað og flugvélasæti seljast eitthvað betur. En ferðamannahópum, sem fara til íslands á okkar vegum, fækkar stöðugt og munu trúlega verða færri næsta ár ep fyrir mörg- um árum. Það skuggalegasta við þróunina er sú staðreynd að margir ferða- heildsalar vilja ekki lengur „vöruna ísland“. Við bresku ferðaheildsal- amir erum ekki þeir einu sem segjum þetta. Félagar okkar á meginlandinu, þeir sem við höfum talað við, em sammála um að ís- land eigi aðeins eitt tækifæri. Aríð 1988 ræður úrslitum hvort við hættum að selja íslandsferðir. Það verður fróðlegt að sjá hve margir okkar verða með Islandsbæklinga á sama tíma næsta ár. Vandamál- in sem hafa orsakað þessa þróun- em aðallega gífurlega hátt verðlag sem hækkar stöðugt, ekkert virkt ferðamálaráð og enginn stuðning- ur við okkur. ÓVIRKT FERÐAMÁLARÁÐ íslenska ríkisstjórnin verður að gera upp við sig hvort hún vill ferðaþjónustu á Islandi. í sumar áttum við fund með einum ráð- herra ykkar og reyndum að gera honum grein fyrir hvað staðan er alvarleg. Ráðherrann afgreiddi málið með því að segja: „Auðvitað er ég hlynntur ferðaþjónustu, en við viljum ekki of marga ferða- menn.“ En málið er ekki svona einfalt. Við emm aðeins fyrsti hlekkur í stórri keðju. Ef okkur gengur illa eða ef við jafnvel hætt- um að „selja Island" þá verða margar íslenskar ferðaskrifstofur, sem byggjast á okkar starfi, gjald- þrota og hvað verður þá um öll nýju hótelin á íslandi og alla upp- byggingu á ferðaþjónustu hjá ykkur? Við fáum engan stuðning frá Ferðamálaráði Islands. Við mark- aðssetjum ísland ásamt Flugleið- um, en emm líka þjónandi upplýsingaskrifstofa fyrir landið. Hópar af skólafólki koma til okk- ar, fólk sem hefur ekki látið sér detta í hug að fara til Islands. Þetta fólk þurfum við að afgreiða, þar sem við og Flugleiðir emm þeir einu sem búa yfir sérþekkingu og veitum upplýsingar um Island. En þetta er ekki hugsjónastarf heldur bein viðskipti sem krefjast mikillar sérþekkingar og ómældra fjármuna í auglýsingar. Einn okk- ar er þegar orðinn gjaldþrota vegna þessa hugsjónastarfs. Arctic Experience sem byggist um 90% á Islandsmarkaði, á á hættu með að verða gjaldþrota næsta ár ef illa gengur. Við hinir hættum eftir 1988 ef engin breyting verður sjá- anleg, þar sem við emm ekki eins háðir Islandi með okkar viðskipti. Ef við getum selt hin Norður- löndin eða aðra staði, sem gefa betri tekjur og em auðveldari í sölu og krefjast ekki eins mikils tíma eða sérþekkingar, hvers vegna að beija höfðinu við steininn með ísland? Islensk stjórnvöld hafa kannski efni á að taka við slæmu árferði í ferðaþjónustu,- en við höf- um það ekki. Besta Fjárfestingin Ferðaþjónusta er með stærstu útflutningsgreinum á íslandi, samt er lítill fjárhagsstuðningur við ferðamálaráð. Við höfum kynnt okkur skýrslur frá öðmm ferða- málaráðum og þær em allar samhljóða: Engin fjárfesting skilar sér betur en þeir peningar sem lagðir em í ferðamálaráð, svo að þau geti staðið undir sínu hlut- verki. Danska ferðamálaráðið segir að þeir fái sinn styrk 200- faldan til baka í erlendum gjald- eyri. VlÐBRÖGÐ FERÐA- MÁLARÁÐS ÍSLANDS I ferðaþjónustu er geysilega mikilvægt að allir starfi saman. Allir geta lent í fjárhagscrfiðleik- um. Bretar hafa átt í peningavand- ræðum sem og margar aðrar þjóðir. Það sem gildir er að allir standi saman og hjáfpi hver öðmm. Twickenham var að láta gera 17 mínútna myndband um ísland. Allar breskar ferðaskrifstofur, 7.000 talsins, fá ókeypis eintak af 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.